Þjóðviljinn - 24.09.1947, Síða 6
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudaginn 24. sept. 1947.
LIFIÐ AÐ VEDI
Eftir Iforaee Mc €oy
15.
Samsærið mikla
eftir
[ MICHAEL SAYERS oq ALBERT E. KAHN
Norður-Ameríku, Bretlands og Frakklands í baráttunm
gegn Þýzkalandi ?
(2) Hvei’skonar stuðning væri hægt að veita í náinni
framtíð, og með hvaða skilmálum — hergögn, flutn-
ingatæki, lífsnauðsynjar ?
(3) Hverskonar stuðning væri hægt að láta af hendi
rakna einkum og sér i lagi af Bandaríkjanna hálfu ....
Alrússneska fulltrúaþingið átti að koma saman 12.
marz til þess að ræða staðfestingu Brest-Litovsk friðarins.
Lenín féllst á það, að beiðni Robins, að fresta fundar-
kvaðningu Alrússneska þingsins þangað til 14. marz, og
gefa þannig Robins og Loclchart tvo daga til þess að fá
stjórnir sínar til að liefjast handa.
Fimmta marz 1918 sendi Lockhart úrslitaskeyti til
brezka utanríkisráðuneytisins og þrábað um viðurkenn-
ingu á ráðstjórninni. „Ef Bandamönnum hefur nokkurn-
tíma staðið opið tækfæri í Rússlandi síðan byltingin varð,
hafa Þjóðverjar gefið þeim það með hinum afskaplegu
friðarskilmálum, sem þeir settu Rússum. . . Ef stjórn
hans lconunglegu tig'nar óskar ekki eftir að sjá Þýzka-
land rísa til valda í Rússlandi, leyfi ég mér alvarlega að
hvetja yður til að leiða ekki hjá yður þetta tækifæri“.
Ekkert svar kom frá London, aðeins bréf frá konu
Lockharts, þar sem liún bað hann innilega að vera varkár
og aðvaraði hann vegna þess, að verið væri að útbreiða
þann orðróm í utanríkisráðuneytinu, að hann væri oro-
inn ,,rauðliði“ ....
Alrússneska fulltrúaþingið kom saman í Moskvu 14.
marz. í tvo sólarhringa stóðu umræður fulltrúanna um
það, hvort staðfesta skyldi samninginn frá Brest-Litovsk
Andstaða Trotskís var þar í algleymingi og reyndi að
krækja í stjórnmálalegan hagnað af hinum óvinsæla
friðarsamningi, en Trotskí sjálfur var, eins og Robins
orðaði það, ,,i fýlu í Pétursborg óg neitaði að koma.“
Klukkustundu fyrir miðnætti á öðrum sólarhring þings-
ins sneri Lenín sér að Robins, sem sat á þrepinu fyrir
neðan ræðupallinn.
- „Hvað hafið þér heyrt frá stjórn yðar?“
„Ekkert!"
„Hvað hefur Lockhart heyrt?“
„Ekkert!“
Lenín yppti öxlum. „Eg er að fara upp í ræðustólinn."
sagði hann við Robins. ,,Eg ætla að tala með staðfestingu
samningsins. Hann verður staðfestur.“
Lenín talaði í eina klukkustund. Hann reyndi á engan
hátt að lýsa friðarsamningnum sem öðru en ógæfu fyrir
Rússland. Með rólegri rökvísi benti hann á nauðsyn ráð
stjórnarinnar, sem stóð einangruð og ógnað úr öllum
áttum, á því að fá „andrúrn" hvað sem það kostaði.
Brest-Litovsk friðarsamningurinn var staðfestur.
Svo segir í yfirlýsingu frá þinginu:
Við núverandi aðstæður er ráðstjórn rússneska lýð-
veldisins, sem nú stendur óstudd, ófær um að standast
hina vopnuðu árás heimsvaldastefnunnar þýzku, og er
tilneydd, í því skyni að bjarga rússnesku byltingunni,
að taka þeim skilmálum sem henni eru boðnir.
3. Erindislok
Francis sendiherra sendi skeyti til utanríkisráðuneytis-
ins 2. maí 1918: „Robins og sennilega Lockhart einnig eru
hlynntir viðurkenningu handa ráðstjórninni, en þér og
allir Bandamenn hafið alltaf staðið gegn viðurkenningu,
og ég hef alltaf synjað að viðurkenna hana, og finnst
mér heldur ekki, að mér hafi skjátlazt í því efni.“
Fám vikum síðar fékk Robins skeyti frá Lansing
utanríkisráðherra. „Álít æskilegt allra hluta vegna, að
þér komið heim til ráðstefnu."
Á meðan Robins var á leiðinni yfir Rússland í Síberíu-
eimreiðinni til þess að ná skipi í Vladivostok, bárust
honurn þrjár orðsendingar frá utanríkisráðuneytinu. All-
ar höfðu þær sama boðskapinn að færa: Hann skyldi ekki
láta hafa neitt eftir sér sem opinberum embættismanni.
Þegar Robins kom heim til Washington, D. C., útbjó
hann skýrslu til Lansing ráðherra, og fordæmdi harð-
lega þá hugmynd, að Bandamenn hölluðust á sveifina gegn
Sovétríkjunum. Robins skeytti við skýrslu sína nákvæmri
stefnuskrá um stofnun viðskiptasambanda milli Banda-'
ríkjanna og Rússlands. Lenín hafði persónulega fengið
Marsden. Hr. Cookson hringdi líka. Hann sagði, að
það væri áríðandi —■ —“
„Það er leikstjórinn við áhugamannaleikhúsið."
Síminn hringdi.
,,Hallo“, sagði Myra. „Já — það er Beechwood
4556 — Chicago? — Hver hringir? — ágætt, ung-
frú, gefið mér samband —“
„Hver er það?“ spurði Dolan og hleypti í brún-
irnar um leið og hann tók við símanum.
„Það er viðvíkjandi baseball — einhver heiðurs-
maður, sem mér heyrðist nefndur Landis —“
2.
LANDIS REKUR SEX COLTONSKAPP-
LIÐSMENN.
Mútum beitt í kappleiknum.
Eftir
HUMPREY PERSNELL
„Sex meðlimir úr Colton baseball kappliðinu voru
í dag reknir úr sambandi baseballfélaganna af
Kennesaw Mountain Landis, fyrir að þiggja mútui
og tapa af ásettu ráði kappleik á móti Benntown-
liðinu, en það var úrslitaleikurinn í þessa árs
keppni.
Nöfn þeirra eru: Fritz Dockseller, Harold Mull-
ock, Joe Trent, Raoul Deadrick, Mercer Castle og
Adrian Patts.
Frétzt hefur, að tveir kappliðsmannanna hafi ját-
að sekt sína óformlega fyrir Landis dómara, án þess
þó að segja hver hafi mútað þeim. Enginn þeirra
vildi láta „The Evening Courier" hafa neitt eftir
sér.
„The Cosmopolite“, nýtt vikurit, útgefið af Micha-
el Dolan, fyrrverandi íþróttaritstjóra við eitt borg-
arblaðið, var fyrst allra blaða til að vekja athygli
á baseballhneykslinu — —“
„Það er nú svo. Persnell hefur gert okkur mikinn
greiða“, sagði Dolan og braut blaðið saman. „Það
er öll forsíðan“.
„Þessi frétt hefur vakið feikna athygli“, sagði
Myra. „Hún er í öllum dagblöðum landsins".
„Mér þykir feikilega vænt um að þeir voru rekn-
ir“, sagði Dolan. „Bölváðar bullurnar! Mér þykir
verulega vænt um Landis. Það duga engar hunda-
kúnstir við hann — hann heldur baseballíþróttinni
flekklausri. Það er synd, að ekki skuli vera til neinn
Landis meðal stjórnmálamannanna. Guð veit, að
þeir þörfnuðust hans þó! Einn Landis mundi
vinna þessu landi meira gagn en sex hæstiréttir“.
„Djöfullinn sjálfur!" hrópaði Eddie Bishop.
„Hlustið á þennan leiðara í „Times Gezette": „The
Times Gazette“ tekur undir^þá ósk allra stuðnings-
manna góðra íþrótta, að hinir sex svikulu kappliðs-
menn fari sem fyrst til fjandans — burt úr borg-
inni-----“
„Þetta hefur Thoma3 skrifað", sagði Dolan.
„Haltu áfram“.
„Æska þessarar borgar tilbað þá, en þeir sviku
á úrslitastundinni, og nú eru þeir að fullu út-
skúfaðir og útilokaðir frá þátttöku í baseballkeppni.
Og það er gott. Sá skerfur, sem þetta blað á í af-
hjúpun þessara svika, staðfestir aðeins, að „Times
Gazette“ ætlar sér ekki að þola neiná spillingu í
opinbera lífinu — ekki heldur í baseballíþróttinni“.
„Er þetta ekki ^aman, eða hvað?“ bætti Bishoþ
við.
„Þetta er það, sem ég bjóst við“, svaraði Dolán.
„Ef þessi klausa hefði fyrirsögnina „Sannleikurinn
er sagna beztur“, þá væri hún gott sýnishorn þess,
hvernig á ekki að skrifa blaðagrein“.
„Það er nú einmitt fyrirsögnin", sagði Bishop.
„Nei •— hvert í logandi — sjáðu: „Sannleikurinn er
sagna beztur". “
„Já, svei mér, ef það stendur ekki þarna skýrum
stöfum!“ hrópaði Dolan, og leit á blaðið, sem Bishop
hélt á. „Er það ekki dásamlegt? Á ég að segja þér,
Eddie? Þér ætti að þykja vænt um að Thomas rak
þig. Eg vildi frekar skrifa eftir eigin sannfæringu,
og drepast síðan úr hungri, en að vinna fyrir sorp-
snepil eins og „Times Gazette“.“
„Eg líka“, svaraði Bishop þurrlega. „Að minnsta
kosti geri ég það nú. Það var einmitt rétt búið að
hækka launin mín upp í 50 dollara, fyrir nokkrum
dögum, þegar Thomas kom mér að óvörum hérna
í skrifstofunni. Þú borgar mér tuttugu og fimm.
Rraunverulega ástæðan til að hann rak mig, var sú
að hann sá mig hérna, og hélt, að við værum að
gera samblástur gegn sér. Það var ekki ástæðan,
að hin blöðin urðu á undan mér með fréttina um
stúlkuna, sem var skotin — það var engin merkis-
frétt. Hann notaði hana bara sem átyllu“.
„Halló, Dolan — halló, Myra“, sagði Lawrence
glaðlega um leið og hann kom inn.
„Þetta er Lawrence — þetta er Bishop, fyrver-
andi fréttaritari við „Times Gazette".
„Góðan daginn, hr. Bishop“, sagði Lawrence og
rétti honum höndina.
„Eg réð Bishop hingað í gær“, sagði Dolan.
„Réðuð hann!!‘ hrópaði Lawrence.
„Það var mér að kenna, að hann var rekinn, svo
mér bar að útvega honum atvinnu, enda önnum
við Myra ekki ijllu, sem gera þarf.’Eddie er ágætis
starfsmaður. Hann er óhræddur. Hvað eruð þér
með ?“
„Það er ný upplagsáætlun. Mér þætti vænt um
að þér lituð á hana“.
„Þakka yður fyrir“, sagði Dolan og tók við hénni.
„Gekk Eckmann vel í dag?“
„Hann e. ekki kominn, en ég býst viö að hér eftir
gangi honum vel“.
„Okkur ætti að ganga vel úr þessu, þegar „Cos-
mopolite" er á vörum allra borgarbúa“, sagði Dolan
og skoðaði áætlunina. „Rúmlega 3000 eintök — það
verður að kallast gott eftir fjórar vikur. Nú ættum
við að fá margar auglýsingar“.