Þjóðviljinn - 28.09.1947, Blaðsíða 4
4
ÞJÖÐVHJINN
Stamtidagur 28. sept. 1947.
þlÓÐVIUINN
Útgefandl: Samelnlngarflnkkur alþýðu — Sóbíalistaflokkurl nn
Rltstjórar: Magnús Kjartansson, SlgurStir GuðmundKSoa, á.b.
Fréttaritstjórl: Jón Bjamason.
RitstjómaEskrifstofmr: Skólavörðustíg 19. Simi 7500.
AfgreiSsla: Skóiavörðuatig 1Ð, júmi 2184.
Augiýsiogar: SkólavörSustíg 18, síml 6809.
Prentsmiðjuaiml 2184.
Áskriftarverð: kr. 8.00 6 mánuðl. — Lausasöluverð 60 aur. eint.
Prentamlðja ÞjóOvUjans hX.
----------------------------- *
Klunnaleg loddaralæti
Oft síðan 1939 hafa afturhaldsblöðin á íslaiidi reynt
að koma af stað nýjum Finnag'aldri, nýrri múgsefjum í
líkingu við það æði, sem þá tókst að vekja. Þetta hefur
aldrei tekizt og mun ekki takast. Þeir menn, sem þá létu
samstillta áróðursvél afturhaldsblaðanna og útvarpsins
æra frá sér vit og dómgreind, sáu flestir að sér og blygð-
uðust sín þegar frá leið. Mörgum, bæði þeim og öðrum,
sýndu styrjaldarárin átakanlega hvað raunverulega felst
í siagorðinu „barátta gegn kommúnismanum.“
Hvergi í Evrópu, utan fasistalanda, mun eins miklu
blaðarúmi varið til þessarar göbbelsku „baráttu" eins og
á íslandi, og er það bein afleiðing þess hve gersamlega
málgögn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins eru
ofurseld leppmennsku fyrir Bandaríkjaauðvaldið. Dag eft-
ir dag er hið skipulagða níð erlendra auðvaldsblaða um
„kommúnista“ tuggið og jórtrað, og lagt út af því í leiður-
um samherjanna, Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins, á
þann hátt er hinir bandarísku búsbændur hafa velþóknun
á. Alþýðublaðið gengur svo langt í þessari iðju að það
gleymir með öllu „flokksbræðrunum" og ber þá líka, t. d.
þegar kyrjað er auðvaldsníðið um nýju lýðræðisríkin í
Evrópu er þess aldrei minnzt að í stjórnum þeirra flestra
eða allra sitja sósíaldemókr., eiga meira að segja forsætis-
ráðherra í einu þeirra, Póllandi. I auðvaldsáróðrinum er
þetta til hægðarauka allt látið renna saman í „kommún-
isma“ og „Rússaþjóna", og Alþýðublaðið japlar á því sama.
★
Það er athyglisvert að þegar afturhaldið á íslandi er
sérstaklega aðþrengt og undirbýr árásir á lífsk jör alþýðu og
verkalýðssamtökin kemur venjulega hlaup í sorastraum
„baráttunnar gegn kommúnismanum“. Eins er nú orðið
reynt í kosningaundirbúningi afturhaldsins að varpa
öllum áhyggjum upp á þá fleytu, sbr. Köstlerbombuna í
fyrra. Þetta er ekki einu sinni ' innlend uppgötvun, heldur
j—
fylgja Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hér
fyrirmyndum fasista og auðvaldssinna, sem allt frá rúss-
nesku byltingunni hafa barizt gegn réttlætiskröfum al-
þýðu heimaiandsins íklæddir blekkingarhjúpi „baráttunn-
ar gegn kommúnismanum.“ Dæmið um þýzka nazistaflokk-
inn er þar frægast. Truman og Bandarík jaauðv. halda aðeins
hefðinni við. Raunar er aðferðin miklu eldri en rödd kom-
múnista í Sovétríkjunum, níði um sósíalisma og lygaá-
róðri um hann hefur verið beitt af auðvaldi allra landa frá
dögum fyrstu verkamannasamtakanna. Tilgangurinn hef-
ur alltaf verið hinn sami: að flýja frá málefnum dagsins,
beina athyglinni frá óstjóm og kúgun auðvaldsins, blekkja
fólk, hræða það og villa svo um fyrir því, að það sætti sig
við hrunstjórnir og afturhaldsgaura í líkingu við Bjarna
Ben. og Stefán Jóhann.
En brellan um „baráttu gegn kommúnismanum"
hefui' verið leikin of oft til að hún heppnist framar. Hitler
og Göbbels mistókst þessi brella, Truman mistekst hún
líka. Bandaríkjaleppamir í hmnstjóminni, við Morgun-
blaðið og Alþýðublaðið, geta spert sig eins og þeir orka
við kommúnistaníðið næstu vikur. Köldum augum mun ís-
lenzk alþýða horfa á klunnaleg loddaralæti þessara læri-
sveina Göbbels og krefja þá reikningsskila fyrir óstjómina
innanlands, atvinnuleysið og vandræðin sem þeir vitandi
vits eru að leiða yfir þjóðina, til að geta bundið hana á
bandarískan skuldaklafa og ráðizt á lífskjör fólksins.
GULARI LALflP
RAIJÐARI NEF
í gær drundi á okkur hið
fyrsta verulega haglél hausts-
ins, og þar með fengum við vet-
urinn í hausinn.
Enginn þurfti að láta þetta
koma sér á óvart. Undanfam-
ar vikur hefur stöðugt fjölgað
þeim táknum, sem árlega birt
ast í bænum og boða okkur
komu vetrar eftir sumar.
(Hvaða sumar? spyrjum við
raunar að þessu sinni; en slepp-
um því).
Eg á ekki endilega við þau
merki nálægrar vetrarkomu.
sem eru afleiðing minnkandi
hita og vaxandi kulda, svo sem
gulari lauf á trjánum og rauð-
ari nef á manneskjunum, gisn-
andi laufsk. á trjánum en þykkn
andi yfirhafnir á manneskjun-
um. Gulari lauf og rauðari nef
eru að vísu óbrigðul merki um
nálæga vetrarkomu, en í andlits
dráttum bæjarins hefur að und
anförnu mátt sjá ótalmargt
fleira, sem boðar hið sama.
★
1GLUGGUM
BÓKABÚÐA
Ef við t.d. lítum í glugga
bókabúðanna sjáum við merki
þess að skólarnir eru að hefj-
ast; en það þýðir einnig að vet'
urinn er að hefjast. Þetta er sá
tími árs, þegar skóiafólk verður
— nauðugt, viljugt — að kaupa
sér bsekur, sem það hefur gagn
af að lesa. Það er gert ráð f>-rir,
að skólafólkið drekki þindar-
laust í sig vísdóm og meiri vís-
dóm í vetur, og til þess þarf -—
auk vísdómstrakteringa kennar
anna — námsbækur.
★
GKÆÐA A ÓGÆFU
ANNARRA
Það er eðli skólaára, að þau
hefjast á miklum kaupum náms
bóka. Þetta vita bóksalarnir og
í fullu samræmi \nð grundvallar
reglur verzlunarvísinda setja
þeir nú út í glugga sína kennslu
bók í dönsku, kennslubók í
ensku, kennslubók í stærðfræði
(úha!), kennslubók í eðlis-
fræði, kennslubók í setninga-
fræði, kennslubók í punkta- og
kommufrasði, kennslubók í
þessu, kennslubók í hinu, jafn-
vel latneska málfræði, því álit-
legur hópur af ungu fólki stend
ur nú gagnvart því geigvænlega
vandamáli, sem felst í beyging
unni á mensa. Á tíma sem
þessum verður álitlegur hópur
af ungu fólki, hvað sem tautar,
að kaupa sér latneska málfræði.
Á tíma sem þessum geta bók-
salar jafnvel grætt á að selja
latneska málfræði. Einhver
mundi vafalaust kalla þetta að
græða á ógæfu annaxra.
NÝ ANDLIT Á
GÖTUNUM
Og til frekari staðfestingar
á því, að nú er skóli og vetur að
hefjast, sjást æ fleiri ungir
menn á götunum með andlit að
norðan og -stúdentshúfur, sem
eru bornar af þeim blendingi
stolts og feimni, er gefur til
kynna, að þær eru frá því í
vor. Þetta eru nýútskrifaðir
Akureyrarstúdentar rétt í þann
mund að hefja nám við okkar
æðstu menntastofnun, Háskóla
Islands. Við veitum þessum
„rússum" meiri athygli en hin-
um reykvísku, vegna þess að
andlit þeirra eru ný á götunum.
Og „rússarnir“, hvort heldur
að sunnan eða norðan, sem nú
eru að hefja nýjan kafla á
námsferli sínum horfa í
kringum sig eins og vel
vaxnir unglingar horfa í
kringum sig, þegar þeir standa
á bakka óþekktrar sundlaugar.
Það er að vísu gaman að vera
vel vaxinn í sundfötum, og ó-
neitanlega spennandi að stinga
sér útí; en hver getur sagt
nema vatnið sé svo kalt, að
maður súpi kveljur?
★
Já, bærinn er að fyllast af
skólafólki og hvert sem við lít
um sjáum við i svipbrigðum
hans merki um byrjun vetrar-
ins. Frekari sannanir eru óþarf-
ar. Esja gamla gæti þess vegna
sparað sér ómakið að verða
hvít af snjó.
Afmælissýning
Það var góð hugmynd hjá
Ferðafélagi Islands, því merka
félagi, að halda upp á tvítugs-
afmæli sitt með sýningu þeirri
í Listamannaskálanum sem nú
hefur verið opin um vikutíma.
Þá tvo áratugi sem Ferðafélagið
hefur verið til, hefur það unnið
mikið og þjóðhollt starf, lands
lýðnum til líkamlegrar og and-
legrar heilsubótar. Og þó að
hrunspár og hverskyns eymdar-
óður leggist nú á eitt með lægð
unum fyrir suðvestan land um
að sarga úr höfuðstaðarbúum
þá bjartsýni, sem þeim kann að
vera í blóð borin, þarf ekki
annað en að mæta honum Krist-
jáni Skagfjörð á götu eða
bregða sér inn í Listamannaská.
ann þessa dagana til að öðlast
bjartsýni um áframhaldandi
vöxt og viðgang Ferðafélagsins.
Er þó ekki hægt að segja að
Ferðafélagið geri mikið að því
að auglýsa starfsemi sína á
þessari sýningu sinni og hefði
mátt meira vera.
Sýningin er kölluð ljósmynda-
og ferðasýning. Ferðasýning-
unni er ætlað að gefa hugmynd
um ferðatækni hérlendís fyrr
og síðar. Getur þar að líta ýmsa
hluti, allt frá melreiðingum og
landpóstalúðrum til vélsleðans
rauða, sem reyndur var með á-
gætum árangri af Vatnajökuls-
leiðangrinum sumarið 1946.
Landmælinga Islands er þarna
minnst á einum sýningarvegg
Ferðafélagsins
og er það að verðleikum. Fáir
munu gera sér ljóst hversu mik-
ið menningarafrek Danir og Is-
lendingar í sameiningu hafa unn
ið með kortleggingu landsins.
Það er nú svo komið, að ekkert
Norðurlandanna á jafn góð kort
af óbyggðum sínum og Island.
Annar aðalþáttur sýningarinti
ar er ljósmyndasýningin. Eru
þarna sýndar nær 400 mynd-
ir eftir áhugaljósmyndara. Þó
að þessi sýning beri þess nokk-
ur merki, að lítill tími hefur ver
ið til undirbúnings og að skort-
ur hefur verið bæði á góðum
filmum og framköllunarpappír
og öðru efni til ljósmyndagerð-
ar síðustu árin, þá ber hún sem
heild þess ljósan vottinn, að
Ijósmjmdagerð hefur farið hér
fram síðasta áratuginn og að
við eigum nú ýmsa áhugaljós-
myndara, sem standa færustu
kollegum sínum í grannlöndun-
um fyllilega á spo.rði.
Það hefði verið æskilegt, að
þessi ljósmyndasýning hefði ver
ið nánar tengd starfsemi Ferða-
félagsins, þ. e., að meira hefði
verið sýnt af myndum úr ferða-
lögum og myndum, sem opnuðu
augu sýningargesta fyrir unaðs
semdum íslenzkrar náttúru, svo
og myndum úr atvinnulífi þjóð •
arinnar. Myndir af strípuðum
hvítvoðungum í bala eða á gæru
skinni eiga ekki annað skylt
við starfsemi Ferðafélagsins en
það að stjórn félagsins mui iíta
á alla hvítvoðunga landsins sem
tilvonandi félagsmeðlimi. Og
margar af stúlkumyndunum
eiga lítið erindi út fyrir veskí
eða skrifborð núverandi eða til-
vondandi kærasta eða eigin-
manna stúlknanna. En ekki er
því að neita, að á sýningunni
eru einnig ýmsar gullfallegar
myndir af íslenzkri náttúru,
myndir, sem ættu að sannfæra
hvern sýningargest um það að
Borgarball eða „jakt“ í lúxus-
bil á Rúntinum er hégómi einn
hjá ferðalagi um byggðir og ör-
æfi íslands.
Það væri gaman að skrifa
rækilegan dóm um. þessa ljós-
myndasýningu, en rúmsins
vegna verður hér aðeins stiklað
á stóru.
Leifur Kaldal sýnir 9 myndir,
nokkrar ágætar t.d. hina lát-
lausu en blæfallegu ,,Hjarn“ og
„Við Goðastein", sem þó er næst
um of útstúderuð. Sérdeilis
hugguleg er myndin „Gunna
gamla“. Myndir Óleifs Magnús-
sonar eru ærið misjafnar. „Sund
maður“ er mjög vel hepnað
„Snapshot" og flugmyndin
„Reykjavík" ágæt. Stúlkumynd
ir hans í „glamour" stil eru
hvorki frumlegar né eftirbreytn
isverðar og Kodachrome-myndir
þær sem kópíeraðar ei*u í „eðli-
legum litum“ ættu að fæla
hvern mann með heilbrigðan
smekk frá því að láta kópíera r
litum, ef árangurinn getur ekki
orðið betri en þetta.
Steinar Guðmundsson sýnir
Framhald á 7. síáu.