Þjóðviljinn - 28.09.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.09.1947, Blaðsíða 8
íhaldsvinnubrögð í heilbrigðismálum: Framkvæmd nýrrar heilbrigðissam - þykktar fyrir Reykjavikurbæ tafin i þrettán mánuði Almeainur kveimafuiicftur skorar á stjérii hæjarliis að afgreiða málið þegar i stað, Ein þeirra merku fundarsamþykkta er almenni kvenna fundurinn í Iðnó gerði sl. fimmtudagskvöld \ar um fram- kvæmd heilbrigðissamþykktar Reykjavíkur. Er meðferð bæjarstjórnar á máli þessu orðið slíkt reiginlmeyksli að konur af öllum stjórnmálafiokkum fundu sig knúðar til mótmæla. Katrín Pálsdóttir spurðist nýlega fyrir um það á bæjarstjórnarfundi hvað málinu liði, og mátti marka það á svari borgarstjóra að íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn- inni myndi ekki treysta sér til að sofa á málinu mikið lengur. Á síðastliðnu ári áttu að hef j ast miklar umbætur í hreinlæt- is- og heilbrigðismálum Reykja víkurbæjar, enda alkunnugt að hið mesta sleifarlag liefur ver- ið á þeim málum og er enn. Frumvarp að nýrri heilbrigðis- samþykkt var lagt fyrir bæjar- stjórn til afgreiðslu og læknis- fróður maður ráðinn heilbrigð- isfulltrúi. Var setning nýrrar heilbrigðissamþykktar orðin knýjandi nauðsyn, enda liggur það nokkuð í augum uppi þegar þess er gætt að núgildandi sam- þykkt er orðin 42 ára gömul! Samt bregður svo undarlega við að mánuð eftir mánuð fæst heilbrigðissamþykktin nýja ekki afgreidd í bæjarstjórn. Heil- brigðisfulltrúinn, sem skipaðux var í embættið fyrir 13 mánuð- um hefur enn ekki getað tekið til starfa! Á síðasta fundi bæjarstjórn- ar bar Katrín Pálsdóttir bæjar- fulltrúi Sósíalistaflokksins fram fyrirspurn um hvað liði stað- festingu heilbrigðissamþykktar innar. Borgarstjóri varð fyrir svör'um. Kvað hann málið verða tekið fyrir á næstu •fund- um bæjarstjórnar. Guðjén ilSiprÍs son efstur á Á almenna kvennafundinum í Iðnó sl. fimmtudagskvöld var mál þetta tekið til umræðu. Samþykktu konurnar áskorun til bæjarstjórnar um að ganga frá heilbrigðissamþykktinni og lýstu megnri óánægju yfir sein læti bæjaryfirvaldanna við með ferð þessa máls. Samþykkt kvennafundarins var svohljóðandi: „Fundurinn lætur í ljós undr un og óánægju yfir því, að enn skuli engin rnerki sjást þeirra miklu umbóta, sem hefjast áttu á síðastliðnu ári á hreinlætis- og heilbrigðismálum bæjarins. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur, að ganga nú þegar frá heilbrigðissam- þykkt bæjarins og hlntast til um, að hinn læknisfróði heil- brigðisfulltrúi, sem bæjar- stjórnin skipaði fyrir 13 mán- uðum, geti þegar tekið til starfa.“ Er þess að vænta að fram- kvæmd málsins verði nú ekki látin dragast lengur, bæjarbú- um til vansæmdar og tjóns. Haustmót Taflfélags Reykja- \ íkur hófst fyrir skömmu. Tefld ar hafa verið tvær umferðir í meistaraflokki og hefur Guðjón >f. Sigurðsson komið efstur úr Jteim; hlotið 2 vinninga. Úrslit í 1. umferð voru sem hér segir: Steingrímur Guð- mundsson vann Eggert Gilfer; Guðjón M. Sigurðsson vann Sig urgeir Gíslason; Guðmundur Pálmason vann Óla Valdimars- son; Benoný Benediktsson vann Bjama Magnússon; Áki Péturs son og Jón Ágústsson gerðu jafntefli. 1 2. umferð urðu úrslitin þessi: Eggert vann Jón; Áki vann Guð mund; Óli vann Sigurgeir; Guð- jón vann Benoný; Steingrím- >ir óg Bjarni gerðu jafntefli. Mjög hvasst var austur við Þjórsá í fyrrakvöld ,og þeir sem fóru um brúna þóttust sjá, að á henni væru óvenju miklar sveifl ur. Flutningabíll, hlaðimi löng- um staui*um, hafði farið um hana og rákust þá staurarnir á 4 hengistengur og beygði þær jiokkuð. Umsjónarmanni brúarinnar var gert aðvart, en sökum myrkurs taldi hann sig ekki strax geta gert fullnægjandi1 rannsókn á því, hvort hér væri um alvarlegar skemmdir að ræða. Þess vegna ákvað hann að geyma rannsóknina til morguns, en í öryggisskyni bann aði hann alla umferð um brúna. I gærmorgun fór vegamála- stjóri austur og í fylgd með honum verkfræðingar. Þeir at- huguðu brúna, og þegar þeir höfðu gengið úr skugga um, að styrkleiki hennar hafði í engu rýrnað, leyfðu þeir aftur um- ferð um hana. Eins og auglýst hefur verið mega ekki þyngri bifreiðar en Leiðrétting. Höfvmdur grein- arinnar íslenzkui' mórall, sem birt var á 5. síðu blaðsins í gær, er Steindór Ámason skipstjóri, en ekki Steindór Jónasson eins og misprentazt hefur. Höfundur greinarinnar og lesendur eru beðnir afsökimar á þessum leiðu mistökum. Ilmferð um Þjérsárbrú bönnuð í í fyrrinétt I gær kornst á kreik sá orðrómur, að Þjórsárbrú liefði skeimnst mlkið í óveðrinu ,sem geysaði í fyrradag. En í gærmorgun var lesin upp í útvarpið skýrsla frá vegamála- stjóra, þar sein haim skýrði frá því að umferð um brúna hefði að vísu verið bönnuð í fyrrinótt, en við raimsókn voru litlar skemmdir sjáanlegar á henni. 6 tonn fara um brúna. Og það er brýnt fyrir bifreiðastjónun að aka varlega um hana, Fyrirhugað er, að hefja bygg ingu nýrrar brúar á næsta ári. Hefur verið tekið tilboði frá Englandi um smíði brúarinnar, að tilskildu samþykki Fjárhags ráðs, sem vænzt er að fáist bráðlega, WerSlasin fyrir ijésmyndir öómneí'nd Ljósmyndasýning- ar Ferðafélags Islands hefur nú skilað áliti og verðlaunað þær myndir, sem hún taldi verð- launahæfar. Alls eru veitt 10 fyrstu verðlaun til 5 einstak- linga, 18 önnur verðlaun til li einstaklinga og tvenn þriðju- verðlaun til tveggja einstak- iinga (fyrir héraðslýsingar). Loks var f jórum þátttakendum veitt flokksverðlaun og sjö myndir hlutu viðurkenningu, án verðlauna. Páll Jónsson hlaut fjögur fyrstu verðlaun og ein þriðju verðlaun. Þorsteinn Jósepsson hlaut þrenn fyrstu verðlaun og ein önnur verðlaun, ein þriðju- verðlaun og ein flokksverðlaun. Kjartan Ó. Bjamason hlaut ein fyrstu verðlaun, þrenn önnur verðlaun og ein flokksverðlaim. þJÓÐVILIINN ♦-----------------------11 Felumanninum vefst tunga um tönn í fyrradag sendir „togara- háseti“ mér aftur tóninn í Alþýðublaðinu. Þar skrifar liann langa grein uni mig og *afa minn og undraði mig mest, að hann skyldi ekki skriía líka um langafa mlnn. í þessari grein er hann stað ! inn að því aftur að vilja eltki ! segja hreint út, h\ort liann | sé með eða móti frumvarpi Hermanns og Sigurðar um lengdan hvíldartíma á togur um. Hann flýr til þeirra ó- sanninda, að ég liafi spurt, hvort hann væri með eða móti „lengdum vökulögum" yfirleitt. Eg spurði hann al- drei þessarar spuriiingar. heldur hvort hann væri með eða móti FRUMVARPI HER M.YNNS GUÐMUNÐSSON- AR og SIGURÐAR GUÐNA 1 SONAR, sem lagt var fram hundrað starfandi togarasjó j menn hafa skorað á Alþingi i að samþykkja. En er þessari spurningu ósvarað af hálfu „togarahá- seta“, og enn einu sinni kref ég hann afdráttarlaust svars við henni. Hann má vita, að mörg hundruð togaraháseta bíða einnig þessa svars. Eg hefi skrifað undir nafm. „Togaranaseti" hefir kosið að fela sig. Er hann ekld bara eiun af sæmundunum? Ól. Jenss. «--------------------------♦ Gauðaslys á Rangárvöllum í fyrradag um kluiikan 6 varð bifreiðaárekstur í brekk- urnii austau \ið Litlu-Strönd á Kangárvöllum og beið þar einn maður bana. Áreksturinn varð með þeim hætti sem hér segir: Bifreiðin L-16, sem hlaðin var rafmags- staurum, tveim hvoru megin, kom austur veginn en á móti henni bifreiðin L-49. Rákust þær á í fcrekkunni og gengu staurarnir inn í stýrishúsið á L 49. Bifreiðarstjórinn beið sam- stundis bana. Hann hét Hró- bjartur Jónsson, frá Miðgrund í Vestur-Eyjafjallahreppi. Einn farþegi var með Hró- bjarti í L-49 en hann sakaði lít- ið. Gísli Gestsson hlaut þrenn önnur verðlaun. Leifur Kaldal hlaut ein fyrstu verðlaun og tvenn önnur verðlaun. Guðbjart ur Ásgeirsson hlaut ein fyrstu verðlaun, ein önnur verðlaim og ein flokksverðlaun. Við úthlutun verðlaunanna á Framh. á 7. síðu Menntaskélinn í Reykjavík settur ígær Nemendur verða um 450 í vetur Menntaskólinn í Reykjavík var settur í gær. Á þessu skóla ári verða nemendurnir alls uiu 450, þar af 60 í gagnfræðadeild, þ.e.a.s. í 1. og 2. bekk. Er þetta allmiklu hærri nem- endatala en í fyrra, þ\í þá voru í skólanum 400 nemendur. Þær breytingar verða á tíma- skipun kennslunnar frá í fyrra, að í vetur mun öll kennsla í 3. og 4. bekk (þ. e. 4. bekkjar deild um) fara fram eftir hádegið. í fyrra voru það 1. og 2. bekkur (aðeins 2bekkjardeildir), sem höfðu síðdegiskennslu. I vetur hafa því 4 bekkjardeildir síðdeg iskennslu í stað tveggja i fyrra. Breytingu þessa varð að gera til að mæta aukningu nemenda fjöldans. Nokkrar lagfæringar liafa ver ið gerðar á skólahúsinu. Til dæmis hefur verið sett í það nýtt miðstöðvarkerfi. Kennsla í Menntaskólanum hefst að líkindum seint í næstu viku. Konur vilja þjéð- aratkvæði um áfengisbann Almenni kvennafundurinn í Iðnó snniþykkti einróma tillögu frá Karólínu Siemsen, Katrínu Pálsdóttur og Rósu Vigfúsdótt- ur um að skora á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um aðflutningsbann á- fengis. Rannsékn á at- vinnuásiandinu í bænum ?J hefjast Nýlega var skipuð nefnd að tilhlutan bæjarstjórnar til að rannsaka atvinnuhorfur í bæn- um og gera tillögur um aðgerðir til að koma í veg fyrir atvinnu- leysi í vetur. Nefndin hefir ákveðið að afla sér upplýsinga um tölu starfs- fólks hjá atvinnurekendum í bænum, miðað við 1. okt., og þær breytingar, sem kunna að verða á starfsmannahaldi þeirra næstu þrjá ársfjórðunga, eftir því sem næst verður kom- izt. Þessa dagana sendir nefnd- in út eyðublöð til atvinnurek- enda í bænum, sem hún óskar eftir að þeir fylli út og endur • ! scndi til skrifstofu hagfræðings bæjarins, Austurstræti 10, þar sem nefndin hefir aðsetur sitt og unnið verður úr skýrslunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.