Þjóðviljinn - 28.09.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.09.1947, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. sept. 1947. WOÐViUINN 5 Laski um galdra- brennuæðið í Bandaríkjunum OFSÓKNIR þser, sem Banda- ríkjastjórn undir forustu Trumaus rekur gegn frjáls- lyndiun mönnum og samtök- um í Bandaríkjunum, hefur valdið óhug frelsiselskandi manna um allan heim. Prófes sor Harold Laski, fyrrv. for maður brezka Verkamanna- flokksins ritar nýlega grein um ofsóknir þessar í brezka blaðið ,,New Statesman and Nation". Segir þar m .a.: I haustbyrjim 1947 eru Banda ríkin á valdi móðursjúks galdrabrennuæðis, sem er jafn andstyggilegt og það er útbreitt. Að nokkru leyti er það sprottið af löggjöf, að öðru leyti af stjórnartilskip- unum, hluti þess er merki um það andrúmsloft, sem skrílæsingamenn reyna að nota sér tO að hræða frjáls- lynda karla og konur til þagn ar eða aðgerðaleysis með ógnunum eða refsingum". „BANDARÍKJAFORSETI hef- ir fengið hjá þinginu ellefu milljón dollara fjárveitingu til að hreinsa óæskilega ein- staklinga úr hópi opinberra embættismanna. Embættis- menn hafa þegar verið rek- ir himdruðum saman, margir án yfirheyrslu, aðrir eftir yfirheyrslu, sem hefir nálg- azt skrípaleik .... Fólk hef- ir verið rekið úr embættum fyrir að vera áskrifendur að „New Republic“ (vikublað Henry Wallace), fyrir að styðja spönsku lýðveldis- stjómina, eða fyrir að hafa síðan 1941 gengið í einhvem þann félagsskap, sem berzt fyrir vináttu við Sovétríkin." „HENRY WALLACE hefir per- sónulega og opinberlega í „New Republic" ábyrgzt sannleiksgildi tveggja brott- rekstra. I annað skiptið var maður, sem engar aðrar sak- ir voru gegn, rekinn úr em- bætti fyrir að hafa aldrei farið niðrandi orðum um Sovétríkin, í hitt skiptið var embættismanni neitað um vitneskju um ásakanir þær, sem bornar voru á hann, þai’ sem þær voru leynilegar, engu að síður var hann rek- inn fyrir að hafa ekki getað innan 5 daga svarað kæru, sem hann fékk ekki að vita hver var. „AUÐVITAÐ fara svertingjarn ir verst út úr þessari ofsókn- arherferð. Alda af svertingja morðum hefir gengið yfir landið, og að því ég bezt veit hafa allir, sem ákærðir hafa verið fyrir þau verið sýknað ir, enda þótt allir vissu að þeir væru sekir. Svertingi, sem ætlaði út úr áætlunarbíl til að kasta af sér vatni var barinn svo að hann missti sjónina ævilangt af lögreglu þjóni, sem bilstjórinn kærði hann til fyrir ósæmilega hegð Fratn^ald á 7. stðu. VONBRIGÐI Gerpir Gerpís ]as kvæðið i tí- unda skiptið; hann var ölvað- ur af hrimingu. Þetta var dá samlegt Ijóð. rímið eins og stuðlaberg og hugsunin eins og bergvatn. Dýrlegt yndi var að geta búið þetta til. Fólkið dytti í stafi af aðdáun þegar það læsi þennan unaðslega skáldskap, það var enginn efi. Það myndi segja: Hvaða snilldarixmar panfíll er það, sem getur ort svona. Áreið- anlegt, kvæðið er ágætt, rím og efni samræmt af ótvíræðri list; og þó hafði hann enga hugmynd um hvað list var, í hverju hún var fólgin. Það var sama, listin leynir sér ekki, þó að ekki sé hægt að skýra hana eða skilgreina; hún er eins og mannssálin. benda til þess að kvæðið sem hann var svona hrifinn af wæri bar uppþynnt þynnka. Hann skammaðist sín niður fyrir allar hellur fyrir að geta ekki dæmt rétt um sitt eigið verk. Annað hvort hafði hann enga dómgreind, eða hún var á reiki milli þess ara tveggja öfga í áliti hans á kvæðinu, kannski var hún þungamiðjan sem öfgarnar vógu salt á. Svona var að vera ómenntaður og hafa ekkert til að styðjast við nema vafasama eðlisgreind, sem þar að auki takmarkaðist af störfum, sem voru óskyld skáldskap. Hann iðraðist sár- an að hafa ekki haft upp- burð í sér. til að læra neitt Aðdáun hans á kvæðinu varð ofan á, það var áreiðan- lega listaverk. Hann hrökk upp af hugleiðingum sínum við það að pósturinn opnaði hurðina til hálfs og kastaði inn bréfi; hann greip það og skoðaði vandlega; stimplað héma á pósthúsinu, vai' héð- an úr borginni. Hver skyldi nú vera að skrifa honum? Hann tók skæri og klippti bréfið upp, skjallahvít þykk pappirsörk; skrautprentað í vinstra homi: Sólimann Frið- vins ritstjóri. Bféfið: Herra Gerpir Gerpis! Óska eftir að tala við yður hið fyrsta. Er á skrifstofunni kl. 3—4 sd. Virð ingarfyllst S. F. ritstjóri. Gerpir hoppaði upp af kæti; Svona hugsaði Gerpir annað veifið. Stundum kom í hann beygur og efagirni; einhver myndi koma og segja að þetta væri alls ekki nýtt kvæði, það væri alveg eins og kvæði eftir þennan eða hinn, ■bara stæling, eftiröpun. Hann anzar því ekki, hefur aldrei haft neina hneigð til sílks. Ekkert er nýtt undir sólinni hugsar hann, ekki heldur það sem lærðu mennirnir segja; og þeir sem skara fram úr, verða að sætta sig við það að hinir læri af þeim, taki þá til fyrirmyndar. Ef hann er hrif- inn af einhverjum höfundi, þá reynir hann ósjálfrátt að líkjast honum; það er dóna- skapur að kalla það óráð- vendni, það liggja að því samskonar rök og hjá börn- unum, sem semja sig að sið- um fullorðna fólksins, án þess að vita af því sjálf. En þessu er ekki til að dreifa með þetta kvæði, það er algerlega hans eigið verk........ Er það nú víst, og ef það er, er þá kvæðið ekki bara kjánalegt rímstagl, rímið einskonar pyttur sem hann hefur grafið í lendur málsins, eða kannski gamall pyttur og hugsunin eins og gruggugt vatn, sem ekki nennir að leita sér nýrra farvega til að losna við grugg ið. E. t. v. var það minning um annað kvæði, sem hann hafði orðið hrifinn af þegar hann var barn, en hefur þynnzt og upplitazt í hinum þrönga hugarheimi hans sjálfs. Gamla kvæðið minnk- ar við að samlagast honum. Margt studdi þetta; hann hafði aldrei þurft að verjast stórum hugsunum frekar en pytturinn nýju vatni. Hann var ólesinn, stautaði móður- málið skammlaust en vissi ekkert hvað eða hvernig skáldin hugsuðu í stóru löndunum og hafði þar að auki aldrei borið við að yrkja fyrr en hann bjó til þetta kvæði. Þegar hann hugsaði málið lannst honum allt Eftir Gísla II. Erlendsson ■1"H"1"1"1"1"1-1--1-H"1-H"1"1"I"H"1"1"H"1"1"1"1"1-H-H-1"H-1"1-1-H"1-1-1"1-1"1"1 þrátt fyrir tiltrú góðra manna; alltaf langað til þess undir niðri en aldrei afger- and fyi'r en hann var bund- inn í báða skó miklu máttk- ari fjötrum en féleysi æsku- áranna, sem aldi'ei svarf neitt að ráði að honum, enda hafði hann þá skoðun að fjárskort- ur yi'ði engum að fótakefli, sem vildi verða maður..... Hlekkurinn á framsókn hans herti að honum í þús- undasta skiptið svo að blæddi: vantraustið á sjálfum sér, -sem átti rætur í því að lífslöngun hans var klippt í sundur af skærum öi'laganna, þegar hann var unglingur, og kannski líka áftur í myi'kri kynslóðanna þar sem fátækt- in geisaði. Hann fékk aldrei neina réttlætandi skýringu á þessu, hana var hvergi að fá, lærdómurinn varð að fálmi. Vantraustið snerti frumkjarna hans sájlfs, allra manna. Hann hafði grun um að allar bókmenntir heimsins yrðu bara að spumingar- mei'ki með honum, þó að hann læsi þær og lærði; en kannski var þetta bara eigin- gjörn afsökun á því að hann hafði aldrei nennt að læra neitt, en þetta kemur ekkert kvæðinu við, og þó, — það var eins og dyr, sem hann hafði ekki vitað að voru til. En skolli var hart að vera svona háður því; verða að játa að þetta barnalega pár, sem hann nefndi kvæði var eins og tengiliður milli tveggja höfuðátta- í honum sjálfum, önnur áttin benti upp, var eins og sólgullið haf fullt af nytjafiskum og skemmtilegum, velviljuðum sækindum; það var frama- vonin og löngunin til að verða að liði í lífinu, hin áttin svört og líflaus eins og sjóðandi tjara. Það var öi'- væntingin..... bi'éfið var frá Sólimann; manninum, sem hann hafði fært kvæðið og beðið að segja sér álit sitt; manninum, sem var viðui'kenndur snjallasti ljóðrýnir borgarinnar. Og nú átti hann, Gei'pir, viðvan- ingurinn að ganga fyrir snill- inginn. Það ' var auðvitað út af kvæðinu. Stundvíslega klukkan 3 stóð hann við skrifstofudyrn- ar og kvaddi dyra með nokkr- um hressilegum höggum á hurðina. Enginn anzaði. Eftir þrjár ati'ennur tók hann í snerilinn: hurðin var jæst. Hann settist í stól sem var í forstofunni og lét fara vel um sig, nú var stór stund að nálgast, og ekkert vit að vera óþolinmóður, þó að margt vildi hann heldur en bíða. Hann átti bráðum að fá úr þvi skorið hvort lífsstarí hans átti að miðast við og helgast af ákveðnu verkefni, eða halda áfram að vera á flökti milli einskisverðra hluta. Hann fór að hafa yfir kvæðið og varð æ hrifnari af því eft- r því sem hann fór oftar með það. Það gagntók hann svo að hann vai’ð viss um að það mundi gei'a hann frægan, lík- lega heimsfrægan. Hann bjó sig undir dýi'ðina. Þegar út- lendir skóldspekingai' færu að þaka honum fyrir kvæðið ætlaði hann að segia: Já, svona yrkjum við nú hérna og þykir ekki mikið; verði þér að góðu maður minn, ef þú skilur eitthvað í þvi. Hann fastréð að láta skrauti'ita það og senda vinum sínum í gyllt- um í'amma. Sjálfur ætlaði hann að skrifa eitt eintak á skinn og gefa ritstjóranum, velgerðarmanni sínum, sem fyrstur manna hafði komið auga á hæfileika hans, og átti sannarlega skilið að fá vand- að eintak. Hann samdi árit- un, sem hann ætlaði að hafa í fagurlegri umgjörð, og skyldu landvættirnir vera höfuðskrautið: Ástarþakkir, kæri Sólimann, fyrir leið- beinandi uppörfun og viður- kenningu sem var til þess að ég sá loks sjálfur gáfur mín- ar, og lagði út á braut list- anna, í staðinn fyrir að vera að flækjast einhvei's.^taðar annarsstaðar, sjálfum mér og menningunni til stórskaða. Með djúpri virðingu og hjai't- ans þökk. Yðar skuldbundinn Gerpir Gerpis (sjálfur). Hann hafði í'étt lokið við þetta í huganum, þegar Sóli- mann kom. „Blessaðir“ sagði Gerpir og rétti honum bi'éfið, til að gefa til kynna erindið. „Sælir Gerpir já ég sendi boð til yðar, þurfti að tala utan í yður.“ Ritstjórinn var stór og sver, og gnæfði yfir Gerpi eins og stónhýsi yfir kofa, Hann talaði lágt og kankvís- lega, og gerði sig ekki líkleg- an til að bjóða inn. Gerpir var enn í hrifningarvímunni út af kvæðinu og var viss um að snillingurinn ætlaði að demba yfir hann lofinu sti'ax hérna í gangnum, hann hlaut að vera að hugsa um skáld- skapinn líka, bara að minna skjólstæðing sinn á hið smáa í hinu stóra; þetta var lífs- reyndur maður. En Sólímann var tregur til að tala, horfðx bara á hann eins og hann væri að meta hvað hann væri mikils virði. Gerpir varð óþolinmóður og sagði: „Jæja, hvað haldið þér um kvæðið?“ ;,Ha, kvæðið, hvaða kvæði?“ sagði ritstjórinn svo lágt að Gerpir heyrði það varla. „Áttu við vísurnar, sem þú komst með; ja, ef ég hef pláss eiiihverntíma í fram tíðinni, þá tek ég þær kann- ski, annars er svo mikið aí þessu rusli, að ég ætla al- veg að kafna í því.“ Þessi óvæntu orð verkuðu á Gei'px eins og stormur á smáplönt- ur, sem eru varla búnar að festa rætur; hugsanir hans slitnuðu upp úr jai'ðveginum sem þær voi'u í, og athyglin beindist öll að ritstjóranum og þvx sem hann var að segja, 'Sólímann h'élt áfram og laut niður að Gerpi: ,,En það hvarf frakki hérna úr foi'- stofunni daginn sem þú komst; þetta var vænsta flík, af honum Sigga mínum.“ Hann mældi Gerpi enn á ný með augunum og augnaráðið var eins og sti'íðnin og toi'- Framhald á 7. síðu. KVIKHWnDIR Gamla Bíó: Harvey-stúlkurnar (Harvey Girls) Þetta er þrautleiðinleg syrpa af væmnum dægurlögum. Söng- ur í byrjun, söxxgur í miðið, koss í endinn og allir hamingju- samir nema veslings áhorfend- umir. D.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.