Þjóðviljinn - 01.10.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1947, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. október 1947 22. dagur LIFID AÐ VEÐI Eftir Horaee Mc Coy 21. Samsærið mikla eftir MICHAEL SAYERS ojj ALBEST E. KAHN Lettasamsærið Hann tók alvarlega að undirbúa þetta. í úrslitamánuðinum ágúst 1918 hófu Bandamenn fram kvæmd hinna leynilegu innrásarfyrirætlana. Brezkir her- menn gengu á land í Arkangelsk 2. ágúst, með því yfir- lýsta markmiði að „vama þvi að hergögn féllu í hendur Þjóðverjum". Hinn 4. ágúst tóku Bretar olíuborgina Bakú í Kákasus. Nokkrum dögum síðar gekk brezkur og fransk- ur her á land í Vladivostok. Á eftir þeim kom 12. ágúst japanskt herfylki og 15.—16. ág. tvær bandarískar her- sveitir fluttar frá Filippseyjum. Stórir hlutar Síberíu voru þegar á valdi andstæðinga sovétstjórnarinnar. í Úkraínu hóf Krasnoff, hershöfðingi úr keisarahernum, blóðuga herferð gegn bolsévíkum, með aðstoð Þjóðverja. I Kíeff hafði þýzki leppurinn Hetman Skoropadskí komið af stað allsherjarslátrun á Gyðingum og kommúnistum. Úr norðri, suðri, austri og vestri bjuggust óvinir hins nýja Rússlands til að steypa sér yfir Moskvu. Þeir fáu fulltrúar Bandamanna, sem eftir voru i Moskvu fóru að undirbúa brottflutning. Ekki tilkynntu þeir sovét- stjórninni þá áætlun sína. Bruce Lockhart ritaði síðar í „Brezkum erindreka": „Þetta var einnkennilegt ástand. Engin stríðsyfirlýsing og samt var barizt á vígstöðvum allt frá Dvínu til Kákasus". Og Lockhart bætir við: „Eg ræddi nokkrum sinnum við Reilly, sem hafði ákveðið að verða eftir í Moskvu“. Sama dag og Bandaríkjaher gekk á land í Vladivostok, 15. ágúst, fékk Bruee Lockhart eftirminnilegan gest. At- vikinu lýsir Lockhart í minningum sínum. Hann sat að snæðingi í íbúð sinni skammt frá brezka sendiráðinu, er dyrabjallan hringdi og þjórm tilkynnti að „tveir lett- neskir herrar“ óskuðu viðtals. Annar var ungur maður, lágur vexti, fölur og gúgginn, hét Smidhen. Hinn var mað- ur hár og föngulegur, skarpleitur og harðlegur, snareyg- ur, kvaðst vera Berzin ofursti, fyrirliði lettneska varð- liðsins í Kreml. Gestirnir fengu Lockhart bréf frá Cromie höfuðs- manni, brezka flotafulltrúanum í Pétursborg, er var mjög virkur samsærismaður gegn sovétstjóminni. „Altaf á verði fyrir gildrum," ritar Lockhart, „athugaði ég bréfið vandlega. Það var áreiðanlega frá Cromie". Lockhart spurði gestina hvers þeir óskuðu. Berzin ofursti, sá er hafði kynnt sig sem fyrirliða Kremlliðsins, skýrði Lockhart svo frá, að Lettar hefðu að vísu stutt bolsévíkabyltinguna, en þá langaði ekki til að berjast við brezka herinn undir stjórn Poole hershöfð- nngja, sem nýlega hefði gengið á land í Arkangelsk. Þeir vildu því komast að kaupum við erindreka Breta. Áður en Lockhart svaraði, ræddi hann málið við fránska -aðalkonsúlinn. M. Grenard, sem ráðlagði honum, að því er Lockhart skýrir frá, að semja við Berzin ofursta, en „varast að setja nokkuð í hættu.“ Daginn eftir hittti Lcckhart Berzin ofursta og fékk honum blað með þessari orðsendingu: „Gerið svo vel að sleppa handhafa þessa bréfs gegnum varðlínur Breta, því hann er með mikilvæg skilaboð til Poole hershöfðingja." Lockhart kom þvínæst Berzin ofursta í samband við Sidney Reilly. „Tveim dögum síðar“, ritar Lockhart, „skýrði Reilly svo frá að samningarnir gengju að óskum og Lettar héfðu fullan hug á að lenda ekki í hruni bolsévismans. Hann hafði við orð að honum kynni að takast að koma af stað gjagnbyltingu í Moskvu eftir að við værum farnir“. ★ Seint á árinu 1918 kom lítill hópur Bandamannafull- trúa saman á leynifund í bandaríska aðalkonsúlatinu í Moskva. Þeir völdu bandaríska Konsúlatið vegna þess að allar aðrar Bandamannastöðvar í Moskvu voru undir ströngu eftirliti. Þrátt fyrir landgöngu bandarísks hers í Síberíu, hafði sovétstjórnin enn vinsamlega afstöðu tíl Bandaríkjanna. Víða um Moskvu á áberandi stöðum voru veggblöð með „fjórtán greinum" Wilsons forseta. I ritstjórnargrein í ísvestía stóð að einungis Bandaríkja- menn kynnu að umgangast bolsévika sæmilega". Kynnin við Raymond Robins voru ekki alveg afmáð. og leið meðvitundarlaus út af. Dolan laut niður að henni og tók hana í fangið. „Hentu kápunni yfir hana------“ „Flýttu þér!“ sagði Myra. Hún þreif kápuna og breiddi hana yfir April. Dolan þaut út og í áttina að bakdyrastiganum. Það var ekkert ljós í dagstofunni, en bjarminn frá götuljósunum nægði til að hann komst klakklaust áfram. Úr dagstofunni fór hann inn í lítið anddyri bakdyramegin og að herbergi Ulysses og sparkaði í hurðina.----- „Er eitthvað að, herra Mike?“ spurði Ulysses og opnaði dyrnar. „Meira en nóg“, sagði Dolan og lagði April í rúm- ið. „Eg er í helvítis klípu, og það er þér að kenna, djöfulsins surturinn þinn. Eg er margbúinn að banna þér að hleypa April inn bakdyramegin". „Hvað í ósköpunum gengur að henni, herra Mike?“ „Eg rotaði hana. Maðurinn hennar er uppi-----“ „Eg hefði ekki hleypt henni inn, ef ég hefði vit- að að hún var gift— „Þú gerir hvað sem er fyrir fimm dollara, svínið þitt. Hlustaðu nú á. Eg fer upp og læt sem ég verði alveg steinhissa af að sjá kónann. Hlynntu að henni, og sjáðu um að hún haldi kyrru fyrir þangað til hann er farinn. Ef hún raknar við og reynir nokkrar hundakúnstir, þá rotaðu hana aftur. Eg kem strax og hann er farinn“. „Olræt, herra Mike“, sagði Ulysses og breiddi yfir April. „Herra Mike — ég ætlaði ekki að koma yður í vandræði-----“ „Eg veit það. Eg býst við, að það sé eins mikið mér að kenna og þér“, sagði Dolan og fór. Dolan staðnæmdist utan við svefnherbergisdyrnar sínar, kveikti í vindlingi og gekk síðan inn. Myra lá í rúminu með sængina upp að höku, svo aðeins blá- höfuðið var sýnilegt. Við skrifborðið stóð Roy Mene fee, þungur á svip. „Komið þér sælir!“ sagði Dolan í undrunartón og horfði spyrjandi á Roy og Myru. „Það var sann- arlega óvænt ánægja að sjá yður hér. Hvar er April ?“ „Eg er nú einmitt að reyna að hafa upp á því“, svaraði Menefee. „Hann hélt, að hún væri hér“, sagði Myra. „Hér? — Hvaða erindi átti hún hingað? Þér er- uð vonandi að gera að gamni yðar. Hvað hefur kom- ið fyrir, Roy?“ „Við April rifumst á heimleiðinni, og hún sagð- ist frekar vilja ganga heim, en aka í sama bilnum og ég. Eg hélt að það væri ekki alvara hennar, svo ég sanzaði og hleypti henni út. Eg hugsaði að það gæti orðið henni góð ráðning, svo ég hélt áfram spölkorn, en snéri svo auðvitað við, til að sækja hana, en þegar ég kom aftur á staðinn, var hún horfin". „Þér þekkið April illa, hún blekkir aldrei". „Eg sé það nú. Svo fór ég auðvitað hingað“. „Hvemig datt yður í hug, að hún væri hér?“ „Æ — ég veit það ekki. Hún talar sí og æ um yður — —“ „Hvers vegna símuðuð þér þá ekki fyrst?“ „Þér ætluðuð að grípa hana glóðvolga — flagr- ante delicto — er ekki svo?“ sagði Myra. „Það er latína, og þýðir að standa einhvern að verki“, sagði hún til skýringar við Dolan. „Það er allt að því að mér þyki leitt að^yalda yður vonbrigðum, Roy — en hún er ekki hér“. „Nei, ég sé það“, svaraði Menefee. „Eg vona að þér trúið því, hvað mér þykir leitt, að þetta skuli hafa komið fyrir, Dolan------“ „Hugsið þér ekki meira um það. Hún hefur að öllum líkindum ekið beina leið heim, í leigubíl. Þér ættuð að svipast eftir henni þar“. „Já, ég held ég geri það. Jæja, mér þykir sannar- lega leitt að hafa ruðzt svona inn á ykkur“, sagði Menefee og gekk hægt til dyranna. „Má ég segja eitt orð við yður, Dolan?“ „Velkomið". Þeir gengu inn í dagstofuna og Dolan kveikti ljós. „Eg ætlaði bara að biðja yður að minnast ekki á þetta í — í tímaritinu yðar-----“ „Allt í lagi, Roy. Eg lofa því. Og mér þætti vænt um, ef þér vilduð láta yður skiljast, að það er ekk- ert milli okkar April lengur. Eg var alveg veik- ur út af henni, en nú er það liðið hjá. Karl faðir hennar sá um það“. „Eg trúi yður------“ „Svo þætti mér líka vænt um, ef þér legðuð ekki eyru um of við því, sem Harry Carlisle segir. Hann er að reyna að telja yður trú um alls konar ósann- indi“. „Eg trúi honum ekki framar. Góða nótt, Dolan“, sagði Menefee og þrýsti hönd Dolans. „Mér þykir afskaplega leitt að hafa valdið yður ónæði-----“ „Við skulum gleyma því“, sagði Dolan og gekk með honum út að dyrunum. „Góða nótt“. „Góða nótt“, sagði Menefee og fór. Dolan gaf honum auga út um gluggann, þangað til hann steig inn í bílinn og ók burt, þá fór hann niður í herbergi Ulysses. „Hún er meðvitundarlaus enn“, sagði Ulysses. „Þér hljótið að hafa barið hana með kylfu“. „Við verðum að koma henni liéðan — náðu í vatn -----“ Dolan svipti ábreiðunni ofan af April og fór að núa úlnliði hennar. Það var enginn meðvitundar- vottur sjáanlegur á henni. I fölgulum bjarmanum frá náttlampa Ulysses var April á að líta eins og liðið lík. „Gjörið svo vel, herra Mike“, sagði Ulysses, sem kom með vatnsfötu. „Gátuð þér losnað við hann ?“ „Já, og hann bað mig meira að segja afsökunar á komunni. Við skulum leggja hana á gólfið --—“ Þeir lögðu April á gólfið, og Dolan tók vatns- fötuna og ýrði vatni á andlit hennar. Það fór skjálfti um hana þegar kallt vatnið kom á andlitið. Dolan reisti hana upp og fór að hrista hana. And-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.