Þjóðviljinn - 12.10.1947, Blaðsíða 4
4
WOÐVILJINN
Sunnudagur 12.. október 1947.
þlÓÐVELIINN
Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn
Ritstjórar: Magnús Kjarlansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjórl: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sími 7500.
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, síml 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustig 10, aími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Aakriftarverð; kr. 8.00 á mánuðl. — Lausasöluverð 60 aur. eint.
Prentsmiðja ÞjóðvUjans h.f.
Hæg heimatök
Það var óheppilegt fyrir afturhaldsblöðin íslenzku,
Morgunblaðið og Alþýðublaðið, Vísi og Tímann, að þau
höfðu öskrað sig hás á kommúriistasöngnum, svo þegar
fregnin kom að níu kommúnistaflokkar í Evrópu hefðu
sett á stofn sameiginlega upplýsingaskrifstofu í Belgrad,
náðu þau ekki þeim sprengháu tónum, sem Stefáni Péturs-
syni, Valtý og Kristjáni Guðlaugssyni finnst hæfa slíkum
atburði.
Sefasýkin og trúartryllingurinn sem gripið hefur.banda
riska auðvaldið og dindla þess í öilum löndum, svo og upp-
lýsingastöðina sem sósíaldemókrataflokkur Evrópu stofn-
settu í London eftir stríð, sýnir hve aðþrengt heimsauð-
valdið er orðið, með hina ægilegu viðskiptakreppu yfir höfði
sér, og hve gruggug samvizka þeirra er, sem lengst hafa
gengið í að styðja yfirdrottnunarstefnu Bandaríkjanna á
tímanum frá því stríði lauk.
Aftur'haldsblöðin íslenzku hafa ekki gert sér grein
fyrir því, að þeim dugar ekki lengur níðið um kommúnista
til að dylja ávirðingar og vesaldóm Sjálfstæðisflokksins,
Framsóknar og Alþýðuflokksins. Það er ekki framar hægt
að blekkja alþýðuna með því að þora ekki að ræða innan-
Iandsmálin, en flýja í þess stað samkvæmt bandarískri á-
róðurslinu til Belgrad eða eitthvað annað út um heim, og
tyggja hráa bandaríska og brezka áróðurstuggu um stjórn-
málaástand annarra landa. Blöðin þurfa ekki að ímynda
sér að ná neitt svipuðum árangri og blöð þýzku nazistanna,
slíkt getur gengið einu sinni — en svo ekki meir.
SKÖMMTUNIN OG
SJÓMENN
Sjómaður sendir Bæjarpóstin
um eftirfarandi pistil:
„Nú er helzt útlit fyrir, að
við sjómennirnir verðum að
stunda vinnu okkar vetlinga-
lausir. Okkur er nauðsynlegt að
hafa á höndunum góða sjóvettl-
inga úr ull og ýmiskonar annan
ullarfatnað þurfum við nauðsyn
lega en fáum ekki. Það virðist
ætlun stjórnarinnar, að við not-
um lélega útlenda vettlinga, sem
varla endast vaktina. Og hvað
nærfötum viðkemur, þá er starfi
okkar þannig háttað, að hin
einu nærföt, sem á sjó í
misjöfnum veðrum geta veitt
okkur nægilegt skjól, eru þykk
íslenzk ullarnærföt. Þau kosta
60—70 kr. M.ö.o., þegar við höf
um keypt okkur ein nærföt, þá
er langt komið með 100 kr.
vefnaðarvöruskammtinn. Fleiri
dæmi mætti nefna um það,
hversu ranglát skömmtunin er
gagnvart okkar stétt, en ég læt
ofangreind dæmi nægja.
Sjómaður.“
¥
AÐALFRAMLEIÐ-
ENDUR VERÐMÆT-
ANNA
1 fyrradag átti ég tal við
sjómann einn um þetta sama
efni og lýsti hann ástandinu
líkt og bréfritari okkar. Það er
furðulegt, hvílíka ósvífni
skömmtun heildsalastjórnarinn-
ar vottar mörgum greinum
hinna vinnandi stétta. Og ærið
langt finnst manni ganga ósvifn
in, þegar sjómönnum er meinað
að fá vettlinga á hendurnar, og
skjólgóð nærföt að vera í, þeg-
ar kuldi og illviðri hafsins
steðja að. En það er raunar i
samræmi við annað háttalag
heildsalastjórnarinnar, að sýna
slíka lítilsvirðingu þeirri stétt-
inni, sem er aðalframleiðandi
verðmæta þeirra, er eiga að
afla þjóðinni erlends gjaldeyris.
★
VISTARVERUR
NÝSKÖPUNAR-
TOGARANNA
Þessi sami sjómaður veitti
mér einnig eftirfarandi upplýs-
ingar: Þegar nýsköpunartogar-
inn Bjarni riddari kom í fyrsta
sinn heim frá Englandi fór mat
sveinninn fram á að fá 2 aðstoð
armenn, vegna þess að hann sá
fram á, að ekki væri hægt að
halda hinum snyrtilegu vistar-
verum skipsins í viðunandi á-
standi, ef aðstoðarm. væri
aðeins einn. Beiðninni var synj
að, matsveinninn átti aðeins að
fá einn mann sér til aðstoðar.
Og matsveinninn gekk af skip-
inu.
Vistarverur á nýsköpunartog
urunum eru rúmgóðar og
glæsilegar samanborið við vist-
arverur á eldri íslenzkum togur
um. Á nýsköpunartogurunum
er sjómönnum boðið upp á
mannsæmandi vistarverur. En
nú er útlit fyrir, að vistarverur
þessar lendi í niðurníðslu vegna
þess nánasarháttar útgerðarinn
ar að vilja ekki ráða nægilegt
vinnuafl til viðhalds á þéim.
★
ENN UM ÆVIRAUNIR
MARY O’ NEILL
Alþýðublaðið segir frá því í
gær, að nú sé Freyjuútgáfan að
gefa út skáldsögu þá eftir Hall
Caine, er Morgunblaðið notaði
sem framhaldssögu í nokkra
dag, en setti svo endapunktinn
á í miðju kafi. Æviraunir Mary
O’ Neill eru allar að koma út í
stórri bók. Morgunblaðið hefur
enn ekki viljað skýra fyrir les-
endum, hversvegna það birti
ekki nema upphaf æviraunanna.
Er nokkuð til í því, að einhverj
ir Morgunblaðsmenn séu lilut-
hafar í Freyjuútgáfunni ?
¥
DÓNALEG
KVIKMYND.
Og loks eitt stutt bréf:
„Nýlega var sýnd á Gamla
Bíó teiknimynd, þar sem sneytt
var alláberandi að þekktum ís-
lenzkum stjórnmálamanni.
Myndin var af nautaati. Þeg-
ar boli sá rautt, ærðist hann og
æddi fram og aftur í ráðleysi.
Þá var honum sýnd flaska af
Coca cola. Þá sefaðist bræði
hans í einu vetfangi, og boli
laut töfradrykknum í auðmýkt.
Það er bæði dónalegt af Banda
ríkjamönnum að senda hingað
svona mynd, og ónærgætið af
Gamla Bíó að sýna hana.
GGK.“
Bandaríkjadindlarnir gá ekki að því að það þýðir
ekki að bjóða íslenzkum blaðalesendum það sem banda-
risk auðvaldsblöð láta sér sæma að halda að Bandaríkja-
mönnum. Þar í landi væri sjálfsagt hægt að telja álitlegum
hóp manna trú um að Belgrad sé höfuðborg Búlgaríu, og
tilvalinn staður fyrir upplýsingastöð kommúnista vegna
dómsins yfir Petkoff hinum búlgarska! Hér á landi vekur
slík flónska gamansemi og verður til þess eiris, að Valtýr
fær nokkrar sendingar af barnaskólalandafræðum. Og þegar
nota á svipaða röksemdafærslu til að telja Islendingum trú
um að sósíalistar séu landráðamenn, vilji banna andstöðu-
flokka, dýrki kosningasvik og fremji njósnir, þá gerir sá
fjöldi íslenzkra blaðalesenda sem þekkir hvítt frá svörtu
ekki annað en glotta og vorkenna mönnum, sem ekki eru
vopnfimari en þetta í stjómmálabaráttu.
Þeir sem minnugir eru, gætu, jafnvel farið að rif ja upp
óþægilegar staðreyndir. Það skyldi þó ekki vera til stjórn-
málaflokkur á íslandi, sem hefði verið óþægilega bendlaður
við kosningafölsun ? Hver veit nema rétt væri að rifja það
upp til fróðleiks fyrir Morgunblaðsmenn.
Það skyldi þó ekki vera flokkur á íslandi, sem hefur á
óþægilegan hátt verið bendlaður við njósnir, njósnir til að
torvelda Islendingum vöm jafn dýrmætra landsréttinda og
landhelginnar. Hver veit nema rétt væri að rifja- það upp
fyrir Morgimblaðsmenn.
Það skyldi þó aldrei vera til flokkur eða flokkar á ís-,
landi sem hefur látið aðalmálgagn sitt róa að því öllum
árum að andstöðuflokkur væri bannaður og sigað erlendum
her á innlenda stjórnmálaandstæðinga ?
Það skyldu þó aldrei vera til þrír stjómmálaflokkar á
íslandi, sem tekið hafa á sig ábyrgð af að afsala í 'hendur
Bandaríkjaauðvaldinu dýrmætustu landsréttindunr íslend-
inga, með hinum illræmda herstöðvasamningi frá 5. okt. (
Auglýsing frá skömmtunarstjéra
nr. 100
ætti væntanlega að hljóða eitt-
hvað á þessa leið: Þar eð allar
blek- og pappírsbirgðir í land-
inu eru eyddar upp vegna skrif
finnsku og enginn gjaldeyrir er
fýrir hendi til að kaupa nýjar
birgðir, verður skömmtunar-
skrifstofan að loka.
Þá mundi létta þungri bvrði
af almenningi og þá ekki síður
af ríkinu, því misheppnaðra fyr
irtæki hefur varla verið stofn-
að á þessu landi. Viðskipta-
ráðuneyti, fjárhagsráð, við-
skiptanefnd, skömmtunarskrif-
stofa og einhvers staðar er til
úthlutunarskrifstofa Reykjavík
urbæjar, og þá líklega sams
konar stofnanir víða um land.
Svo kemur innflydjendasam-
band, og svo allir heildsalamir
og kaupmennimir síðast. Það
er líklega eitthvað fengist við
viðskipti á Islandi!
Það er sagt, að starfsfólkið
á skömmtunarskrifstofunni sé
bráðiun orðið eins margt og
kaupmennirnir; og átti hún þó
víst að spara bæði gjaldeyri
þjóðarinnar og vinnukraftinn
með því að fækka kaupmönn-
unum. Svo hefur henni iíka tekr
izt vörumiðlunin svo höndug-
lega, að hún hefur leyft nokkr-
um stórverzlunum, en öðrum
ekki, að selja vörur, sem lengi
hafa ekki fengizt. Þetta hefur
skapað troðning og áflog við
dyr þessara verzlana, svo orðið
hefur að fá lögregluaðstoð, en
þessar verzlanir hafa líka með
þessu fengið að komast yfir
nýju skömmtimarseðlana, sem
eiga að gilda sem innkaupa-
heimild fyrir verzlanir, og geta
því haldið áfram að hamstra
til sín allar nýjar og
vandfengnar vörur, sem til
falla, og því haldið áfram við
áflogin með yfirliðum við sínar
1946, og síðan myndað leppstjóm til að auðvelda Banda-
ríkjamönnum hinar ósvífnustu yfirtroðslur?
Ef þetta skyldi reynast rétt, er lítt skiljanlegt hve
langt er seilzt til dæma um lýðræðisyfirtroðslur, samnings-
rof, kosningafals, njósnir og landráð. Væri ekki ráðlegt fyr-
ir Morgunblaðið og Alþýðublaðíð að líta sér nær? Með því
ynnist líka að landfræðiþekkmg Valtýs nægði, f jandakorrt?
ið að hann- mtnni að ísafjördun sé böfuðborg
eigin búðardyr, en aðrir kaup-
menn fá ekki neitt til að selja.
Þá hefúr þessi skrifstofa tamið
sér það hátterni, að vera ótrú-
lega ókurteis við fólk, hótað
meðal annars að henda um-
sóknum um bráðabirgðainn-
flutningsleyfi í pappírskörfuna,
án þess að athuga þau frekar,
ef þau koma ekki frá þessum
útvöldu. Það var þó ekki svona
háttalag viðhaft hjá Viðskipta-
ráðinu sáluga, sem’ kom mjög
prúðmannlega fram við alla,
svo menn fundu ekki eins til að
vera neitað um bón sína, enda
er það háttur flestra opinberra
stofnana að koma fram með
kurteisi við fólk.
Svo er líklega bara smákaup-
mönnum, enda bitnar það frek-
ast á þeim, sýnd óþarfa tor-
tryggni með því að heimta af
þeim löggilta endurskoðun á
skýrslú um fyrri innkaup, sem
heimtuð er af þeim með um-
sókn þeirra um byrjunarinn-
kaupaleyfi. Hér er um svo lítið
að ræða vegna vöruskorts og
frá fjárhagslegu sjónarmiði
ekki svo áriðandi að kaupmenn
fái ekki eitthvað af þessum vör-
um í búðir sínar, þó ekki væri
nema til þess að minni yrðu
lætin við stóru búðimar. Þessi
skrifstofa var stofnuð til þess
að spara gjaldeyri og til að
•miðla takmörkuðum.vörtnn, svo
Frambald & 7. siðú.