Þjóðviljinn - 12.10.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.10.1947, Blaðsíða 6
ö ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. október 1947. 1 31. 1 Samsærfð mikla ] eftir MICHAEL SAÝEBS ocr ALBEHT E. KAHN Ungur, bandarískur liðsforingi, hafði verið sendur að rannsaka grimmdarverk þau, er hersveitir Ivanoff-Rinoffs frömdu. Það sem hann sá fékk svo mjög.á hann, að hann hrópaði, er hann hafði gefið Graves skýrslu sína: „I guðs bænum, hershöfðingi, sendið mig aldrei framar í svona ferð! Eg var kominn á fremsta hlunn með að fara úr einkennisbúningnum, ganga í iið með þessu veslings fólki og hjálpa því eftir megni.“ Síðar, þegar uppreisn almennings ógnaði Ivanoff-Rin- koff hershöfðingja, kom brezki sendifulltrúinn, Sir Char- les Eliot, tilGraves hershöfðingja og lét í ljós áhyggjur út af öryggi Hvítliðaforingjans. ,,Hvað mig snertir,“ sagði Graves hershöfðingi kulda- lega, ,,má fólkið koma með Ivanoff-Rinoff hingað til handarísku aðalstöðvanna og hengja hann á símastaurn- um þarna, og enginn Bandaríkjamaður mundi hreyfa hönd eða fót.“ Meðan borgarastyrjöld og erlend íhlutun héldu áfram að breiðast út í Síberíu og um ailt Sovét-Rússland, gerð- ust mikil tíðindi í Evrópu. Níunda nóvember 1918 gerðuI þýzkir sjóliðar í Kiel uppreisn, drápu foringja sína og dróu rauða fánann að hún. Fjöldafundir um allt Þýzka- land kröfðust friðar. Á vesturvígstöðvunum spjölluðu hermenn Þjóðverja og Bandamanna saman eins og kunn- íngjar í einskis-manns-landi. Þýzka herstjórnin bað um vopnahlé. Vilhjálmur keisari annar flýði til Hollands, og afhenti ungum, undrandi landamæraverði keisarasverð. sitt við landamærin. Hinn ellefta nóvember var vopna- hléssamningurinn undirritaður. Heimsstyrjöldinni fyrri var lokið. V. KAFLI STEÍÐ OG FKIÐUR 1. Friður í vestri. Heimsstyrjöldinni fyrri lauk með skjótum hætti, „Friðurinn brauzt út,“ eins og þýzki liðsforinginn komst að orði. Ráð verkamanna og hermanna voru sett á stofn í Berlín, Hamborg og um allt Bajern. Hópgöngur verka- manna á götum Parísar, London og Róm kröfðust friðar og lýðræðis. Bylting blossaði upp í Ungverjalandi. Um allan Balkanskaga sauð og kraumaði af óánægju bænd- anna. Eftir fjögur, skelfileg stríðsár voru heitstrenging- ar á allra vörum: No more VVar! Nie Wieder Krieg! •Jamais plus de guerre! Aldrei framar! ,,Ö11 Evrópa er full af byltingarhug,“ sagði David Lloyd George í leyniskýrslu sinni til friðarráðstefnunnar i París í marz 1919. „Verkamennirnir eru ekki aðeins full- ir óánægju heldur bræði og uppreisnaranda gagnvart fyr- irstríðskjörum sínum. Stjórnmála-, þjóðfélags- og efna- hagskerfi ríkjandi þjóðskipulags er véfengt af almenningi um alla Evrópu“. , Tvö nöfn fólu í sér vonir hinna mörgu og ótta hinna fáu: Lenín og VViIson. I austri hafði bylting Leníns sópað burt stjórn Tsarsins og opnað hinum kúguðu milljónum Rússaveldis veginn til nýs lífs. í vestrinu höfðu hinir þurrlegu fjórtán punktar Wilsons vakið vonir og óskir um lýðræði. J Þegar forseti Bandaríkjanna sté á blóði drifna jörð iEvrópu í desember 1918, þyrptist fagnandi mannfjöldinn til að kyssa hendur hans og strá blómum fyrir fætur hans. Eorseta Nýja heimsins var heilsað af þjóðum Gamla heimsins sem „Konungur mannkynsins" — „Frelsari“ — . ,Friðarhöfðinginn“. Þær trúðu, að hinn hávaxni, granni Princeton — prófessor væri Messías, kominn að boða nýja, farsæla öld. Tíu milljónir manna höfðu dáið á vígvöllunum, tuttugu fiilljónir voru fatlaðar og lemstraðar, þrettán milljónir ábreyttra borgara voru dauðar úr liungri og sjúkdómum, aiilljónir í viðbót reikuðu örsnauðar og athvarfslausar um rjúkandi rústir Evrópu. En nú var stríðinu loksins lokið, og heimurinn hlýddi á boðskap friðarins. „Hugmynd mín með þjóðabandalaginu er ekki annað •en þetta — að það starfi sem skipulagt siðgæðisafl manna om allan heim“, sagði VVoodrow Wilson. (I setningarræðu sinni á friðarráðstefnunni í París sagði Woodrow Wilson Ánnig: „Enn er ein rödd, er krefst þessara skilgreininga LIFID AÐ EMr Iloraee Mc Coy lítið herbergi inn af skrifstofunni. „Fáðu þér sæti, Mike“, sagði Bishop og sleppti honum. „Seztu!‘-‘ Dolan gekk að skrifborðinu sínu og settist. „Það er nú kannski ekki eins vonlaust og það lítur út fyrir“, sagði Bishop og kveikti í vindling. „Við hljótum að geta kippt þessu einhvernveginn í lag“. „Myra er afbrýðisöm — djöfulóð af afbrýði“. „Það er mér ókunnugt um, en hún segir að minnsta kosti satt — dagsatt. Eg skil ekki, hvernig þú hefur getað fallið fyrir þessum stelpugopa Mike — mér er það alveg óskiljanlegt. Þessi Lillian hefur sótt á þig, síðan hún kom hingað. Eg yrði engan veginn hissa, þó það kæmi upp úr kafinu, að hún hefði boðizt til að vinna við tímaritið —“ „Ykkur hefur auðsjáanlega ekki hugkvæmst að ég gæti verið ástfanginn af henni — eða hvað?“ sagði Dolan rólega. „Bull!“ sagði Bishop. „Fyrirgefðu orðbragðið — en það er bull! Þú veizt vel, að foreldrar hennar verða kolvitlausir. Hver einasta manneskja vestan Klettafjalla veit, hvað gömlu lafði Fried er annt um ættarheiður sinn. Þú þekkir sjálfsagt söguna, sem gengur um alla borgina um hana: Hún þver- neitar að setjast í stól, nema það sé málað skjald- armerki á hann. Hún flæktist fram og aftur um alla Evrópu með Lillian í fyrra, í von um að geta gift hana einhverri nafnbótinni. Getur þér aldrei skil izt, að þú ert hreinasta eitur í beinum allra heimilis- feðra í Weston Park? Og hvað heldurðu, að faðir hennar muni segja við þessu? „Hann er í San Francisco —“ „Hann var í San Francisco, en þú getur bölvað þér upp á, að hann er á heimleið núna —“ 8. Dolan át brauðsneið og'drakk mjólkurglas með, í lítilli veitingastofu í útjaðri Weston Park. Þar næst gekk hann að símanum og hringdi heim til Lillian. Þjónninn svaraði, að hvorki frú né ungfrú Fried væru heima. Dolan spurði, hvenær þær kæmu heim. Þjónninn sagðist ekki vita það. Jæja — en vissi hann þá, hvar ungfrú Fried væri? ,,Nei“, svaraði þjónninn, „en fylkisstjórinn kemur heim með flug- vél seinna í dag, og hann verður .eflaust til viðtals um sjöleytið“. Dolan hringdi af og fór út í bílinn sinn. Þar sat hann snakillur stundarkorn, og ákvað síðan að fara heim til hennar. Hann gekk frá bílnum spölkorn frá húsinu og labbaði upp hin mörgu þrep að stóru sólbyrgi. Svartur þjónn í hvítum jakka opnaði varlega litla rifu í dyrunum. „Get ég fengið að tala við ungfrú Lillian ?“ spurði Dolan. „Nei, það getið þér ekki“, svaraði surtur ákveðinn. Dolan sparn fætinum i hurðina og ýtti henni op- inni. Hann kom inn í skrautlegt anddyri. Surtur reyndi ekki aö stöðva hann. „Lillian!“ hrópaði hann upp í stigann. „Lillian!" Ekkert svar. „Hún er ekki hér, herra — „Hvert fór hún ?“ „Það sagði hún ekkert um. Hún fór að heiman með móðúr sinni snemma í morgun —“ „Sögðuð þér henni skilaboðin frá mér?“ „Eg sagði móður hennar þau. Fyrirskipanir frú Frieds —“ Dolan kinkaði kolli. Hann gekk út úr húsinu og að bílnum sínum. „Eg er feginn að það skuli rignaænn', sagði hann við sjálfan sig. Hann ók aftur og fram í tvo tíma, og fór siðan heim til sín. Hann setti bílinn inn í skúr og fór upp. Ulysses var að þurrka úr gluggakistunni, sem flaut í regn- vatni. „Hefur nokkur spurt eftir mér í síma?“ „Já — ungfrú April og einhver hr. Thomas. Hann sagði, að það væri mjög áríðandi. „Enginn annar. Hefur ungfrú Lillian ekki hringt?“ „Nei.“ Dolan fór inn í herbergið sitt, fór úr regnkápunni, tók af sér hattinn og henti hvorttveggja á skrif- borðið. Hanh kveikti í vindlingi og settist á rúm- stokkinn. Eftir stundarkorn kom Ulysses inn. „Hafið þér séð dagblöðin, herra Mike?“ „Eitthvað um mig?“ „Já -— það stendur þar, að þér hafið gift yður —‘ „Það er satt, Ulysses — snemma í morgun“. „Hefur ungfrú Lillian komið hingað, herra Mike?“ „Ekki held ég — Hávaxin, Ijóshærð stúlka, falleg“. „Eg segi nú svo sem ekki neitt. Það er mynd af henni í blaðinu. Hún er mjög falleg. Ætlið þér þá ekki að flytja, herra Mike?“ „Eg veit ekki, fáðu þér sæti, Ulysses". Ulysses settist og lagði votan klútinn frá sér í pappírskörfuna. „Eg spurði vegna þess, að við verðum hvort sem er að flytja, svo það er kannski fyrir beztu, að þér giftið yður. Maðurinn kom hérna aftur í dag“. „Hvaða maður?“ „Sölumaðurinn, umboðsmaður frá Ratcliffs. Hann sagði, að ef hann kæmist að samkomulagi við olíu- félagið, þá yrði húsið rifið og stór benzíngeymir byggður hér.“ „Jæja, það er líklega kominn tími til að reka okkur á dyr. Við getum ekki búizt við að vera hér að eilífu, þegar við borgum enga húsaleigu —“ „En hússkriflið er að liðast í sundur, herra Mike. Það vill engin leígja hér lengur.“ „Þess vegna hefur nú frú Ratcliff ekki gengið harðara eftir leigunni. Það verður bölvað fyrir strákagreyin'1. „Já, eflaust. Þeir eiga ekki tvo dollara samanlagt. Ef þér hefðuð ekki borgað matinn þeirra, væru þeir dauðir úr hungri fyrir löngu síðan“. „Kannski þeim hefði verið það fyrir beztu, Ulyss- es. Hefirðu verið hérna í allan dag?“ „Já“. iiuiiiiiimiiiiiiiiHiimiiiiiiiMfiiiiniiiiiiiítBiiiHiuiKiiiiiiwiiiHiiiuiiiMffiiIilBflMMltlllillliliiiiiiiiiMiiiiii^iiniiiHiitiiiiiinHiiimiiiaaiHUMuuiiiiiiiiHiniiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiffiiiiiiiiiimtiiiiiiniuiiiiiiniuyiitiiiiiiHiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiii' .............................. uhiuuia... ■•i.niHwfem D A V I Ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.