Þjóðviljinn - 16.10.1947, Blaðsíða 4
4
MOÐVILJINN
Fimmtudagur 16. október 1947
þJÓÐVlLIINN
Útgeíandi: Samelningarflokkur alþýCu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. SlgurOur Ouðmundsson. 4b.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sími 7500.
Afgreiðsla: SkólavörSustSg 19, siml 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19. síml 6399.
PrentsmlSjusíml 2184.
Askriftarverð: kr. 8.00 & mánuðt — Lausasöluverö 50 aur. elnt
Prentsmlðja Þjóðvlljans hX
ÚtvarpsiMiræðurnar
Útvarpsumræðurnar í fynakvöld mótuðust af hálfu
óstjómariiðsins af þeirri staðreynd, að fulltrúar þess höfðu
ekkert nýtt til málanna að leggja, engar ráðstafanir, engar
tillögur, engar framtíðaráætlanir — aðeins barlóminn og
hrunsönginn og eymdina. Þeir höfðu sannarlega ekki kraf-
izt umræðna til þess að kynna þjóðinni fyrirætianir sínar;
heldur var tilgangurinn sá einn að ota enn að þjóðinni föls-
unum sínum um ástand og horfur og reyna að ata Sósíal-
istaflokkinn auri.
Glöggt dæmi um það, 'hverja trú hrunstjómarliðið hef- S
á málflutningi sínum, er það hvemig útvarpsumræðumar
vom undirbúnar af þess 'hálfu. Útvarpsumræðna er krafizt
um þingsályktunartillögu Einars Olgeirssonar vegna þátt-
töku íslands í Parísarráðstefnunni og jafnframt er það á-
kveðið með ofríki að Einar skuli flytja fyrstu ræðuna —
áður en skýrsla ríkisstjómarinnar Bggur fyiir! Með þessu
móti átti að takmarka ræðutíma Einars við 20 mínútur í
seinni umferðinni, en óstjómarliðið skammtaði sjálfu sér
2 klukkustundir og 15 mínútur! Mikið er hugi’ekkið og
drengskapurinn! Auk þess nota ráðleysisherramir tækifær-
ið í seinni umferðinni þegar enginn er til andsvara til að
flytja slík ókjör af ósannindum, blekkingum og fölsunum,
að þess mimu fá dæmi við opinberar umræður.
Þetta lið lætur sér sem sagt ekki nægja þrefaldan tíma
á við sósíalista, það þarf ennþá betri aðstöðu. Það veit sem
er að málflutningur þess á ekki hljómgrunn með þjóðinni,
en gerir sér vonir um að geta þreytt hana' og lamað með
þindarlausu málæði fimm ráðherra. En þetta lið veit í dag
að herbragð þess hefur mistekizt með öllu. Ræða Einars
Olgeirssonar, sem birtist hér í blaðinu í dag og á morgun,
túlkaði vilja og skoðanir alls almennings, hún var rödd já-
kvæðra og lífrænna athafna og við hlið hennar urðu tölur
ráðleýsisherranna náhljóð og útburðarvæll.
Athyglisverðast í boðskap óstjómarinnar var hið stöð-
uga tal um byrðamar, sem öll alþýða yrði nú að taka á
herðar sér. Sú kenning hefur að vísu verið flutt oft áður,
en aldrei af slíkri áfergju og ofsa sem nú. Forsætisheild-
salanum, Stefáni Jóhanni Stefánssyni, þótti svo mikils við
þurfa að hann sneri sér beint til verkamanna. Kvaðst hann
sjálfur hafa tekið þátt í verkalýðsbaráttimni árum saman
(ojá!) og því geta fulivissað alla alþýðu um að henni væri
hagfeldast að taka á sig byrðarnar möglunarlaust. Jafnvel
hótaði hami því, að hlutur alþýðusamtakanna yrði stórum
verri ef þau sýndu einhvem mótþróa. Hins vegar láðist hon-
ur,i að snúa sér beint til auðstéttai’innar á sama hátt; hann
veit að hún mun ekki þurfa að kvarta undan ráðstöfunum
óst jómarinnar!
Það er sem sé sýnt að ríkisstjórnin ætlar sér innan
skamms að gera árás á lífskjör allrar alþýðu, og að út-
varpsumræðurnar áttu að vera undirbúningur undir þá árás.
Ríkisstjóminni skjátlast hins vegar fuUkomlega ef hún
heldur að barlómurimi í fyn’akvöld og hin viðbjóðslega á-
skorum forsætisheildsalans til verkamanna hafi í nokkru
dregið úr þeim einbeitta ásetningi þjóðarinnar að láta í engu
hlut sinn fyrir hagsmmium auðstéttarinnar í Reykjavík.
Meðan miUjónaramir skipta hundruðum, meðan heildsal-
arair eru 222, meðan braskið og óreiðan er í sífeUdum vexti
mun aldrei takast að sannfæra almenning um að hann verði
aó fóma af hinum rýru kjörum sínum. Meðan verð afurða
okkar er hærra en nokkm sinni fyrr og fer enn hækkandi,
mmi ekki takast að sannfæra nokkurn mann um ,,sölu-
tregðu“ og ,,markaðsvandræði“. Hrunsöngurinn er dauða-
dæmdur; þótt óstjómin tæki allt málfrelsi af sósíalistum
og kyrjaði í útvarpinu dag eftir dag myndu orð hennar faUa
jafn dauð og ómerk og í fyrrakvöld.
BHIp iiiiii *0S’ rj Kn
i i 1 SffliaSE liiltih-nhilknlifelh-uiiuifi
TÍMARIT MEÐ PÝRA-
MÍDARITSTJÓRN
Tvö bréf hafa mér borizt lun
pýramídavitringinn Jónas Guð-
mundsson. Annað þeirra er frá
,,Ými“ á þessa leið:
,,Það er skrýtið með eitt tíma
rit af mörgum skrýtnum tíma-
ritum á íslandi, að hin eigin-
lega ritstjórn þess dvelst í fleiri
þúsimd ára gömlum pýramída
suður í Egyptal. Innaní þess-
um forna pýramída kvað vera
grafhvelfing ein, skuggaleg
mjög, og á veggjum hennar
línur sem liggja í allar áttir
og tákna það, að engilsaxnesku
þjóðirnar eru fyrirtaks fólk, en
Sovétþjóðirnar hið mesta pakk,
um það bil 180 milljónir a^f band
ittum, sem engilsaxnesku þjóð-
irnar ættu að steindrepa, áður
en þær (Sovétþjóðimar, um það
bil 180 millj. af bandittum)
gera meira ljótt af sér en þær
eru þegar búnar að gera. Þetta
ljóta er sósíalistiskt þjóðskipu-
lag og þetta meira ljóta er á-
framlialdandi sósíalistisk þjóð-
ganga nú í berhögg við heil-
brigða sk>-nsemi á íslandi.
*
ARÁS A RSTEi Ð
RÚSSA 7. ág. sL
Og liér er hitt bréfið, ofur-
lítið st>tt:
„Kœri Bæjarpóstur!
Jónas Guðmundsson er mað-
ur nokkur nefndur og er helzt
frægur fyrir spádóma, sem hann
telur sig hafa frá pýramídanum
mikla í Egyptal. Hann ritaði
,,stórpólitíska“ grein í tímar. fyr
ir nokkru og í þeirri grein, sem
ber vott um pólitíska geðveiki,
eins og flestar ritsmíðar þessa
manns, spáði hann því, að Rúss
ar myndu hefja árásarstrið
gegn Bandaríkjunum þann 7.
ágúst síðastliðinn. Nú eru rúm-
ir 2 mánuðir eru liðnir síðan at-
burður þessi átti að hafa gerzt
samkvæmt ofangreindum spá-
dómi, en ekki hafa Rússar enn-
þá ráðizt á Bandaríkin, enda
hefur „spámaðuriim" haft hljótt
um sig síðan.
GEÐVEIKI-
RANNSÓKN
„Ef tekið er til athugunar,
það sem helzt er varhugavert
við þessi skrif Jónasar,
kemur eftirfarandi í ljós: Hann
skapar auðtrúa sálum kvíða og
ótta um ógnir nýrrar styrj-
aldar. Hann gefur því fólki,
sem óskar eftir styrjöld í þeirri
bamalegu trú, að Bandaríkin
eigi sigur visan yfir umheimin-
um með því að beita kjamorku-
sprengjum, hvatningu til að
stórauka lognar Svívirðingar á
hendur vinveittri þjóð, Rússum,
einni af aðalviðskiptaþjóðum
Islendinga.
Hann lýgur því um þetta er-
lenda ríki, að það muni hefja á-
rásarstríð á þeim tíma, sem
hann tiltekur alveg nákvæmlega
og augljóst er, hvaða afleiðing
ar slíkt getur haft fyrir ís-
lenzku þjóðina út á við. Margt
fleira mætti upp telja, en þá
menn sem senda frá sér slílc
*skrif, sem þessi, ætti að senda
til geðveikirannsóknar til að
ganga úr skugga um, hvort um
einhverja tegund geðveiki er að
ræða eða venjuleg skemmdar-
verk sprottin af illgirni og ill-
vilja.
Virðingarfyllst.
B.J.“
skipulag.
★
JÓNAS HEFUR
ALDREI KOMIÐ Á
RITSTJÓRNAR-
SKRIFSTOFUNA
„Eg er að tala um tímaritið
„Dagrenning", sem Jónas Guð-
mundsson segist vera ritstjóri
að. En það er reyndar tómt
blöff, því eins og fyrr segir,
er hin eiginlega ritstjómarskrif
stofa fleiriþúsund ára gömul
grafhvelfing í pýramídanum
mikla suður í Egyptalandi, og
Jónas hefur aldrei stigið fæti
mn á þá skrifstofu. Jónas Guð-
mundss. hefur í rauninni ekki
merkilegra starf en venjuleg
skrifstofudama hjá fyrirtækinu.
Pýramídinn les fyrir, en Jónas
skrifar niður. Svo er líka ensk-
ur maður, sem stundum túlkar
fyrir Jónas, þegar pýramídinn
gerist óþægilega þvoglumæltur.
Heitir sá enski Adam Ruther-1
ford, frægastur fyrir að stappa
stálinu í hið marghrjáða mann-
kyn með loforði um að hann
mundi skaffa því frelsara úr
Vesturbænum í Reykjavík.
*
SIGURJÓN EKKI SÁ
EINI
„Eg minnist þess ekki að hafa
nokkui’sstaðar rekizt á opinbera
gagnrýni gegn tímaritinu „Dag
renning". Sennilega er ástæðan
sú, að menn telja það ekki gagn
rýnivert. Innihald þess sé svo
dellukennt, að það geti engin
áhrif haft. Má vera, að þetta sé
rétt. En óneitanlega vekur það
gmn um óhrjálegt menningar-
ástand á þessu Iandi, þegar
hægt er að halda úti öðm eins
tímariti, og það jafnvel í lit-
prentaðri kálpu.
Það eru fleiri en Sigurjón
okkar á Álafossi, sem með „yfir
náttúrlegum“ skrípakúnstum
Er forsæiisráðherra landsins ó-
merkilegur régberi og ósann-
indamaður?
Forsætisráðherra landsins, Stefán Jóhann Stefánsson,
sökk svo djúpt í útvarpsræðu sinni í fyrrakvöld, að
ráðast með ólieyrilegum dylgjum og svívirðingum að
ónafngreindnm mönnum. I fyrsta lagi réðst hann á járn-
iðnaðarmenn, sem unnu við síldarverksmiojurnar nýju
á Siglufirði og Skagaströnd, og voru þau ummæli auð-
vitað undirbúningur nndir kaupdeilu þá, sem járaiðn-
aðarmenn eiga nú í vegna f jandskapar ríkisstjórnarinnar.
Ummæli hans voru samkvæmt Vísi þau „að menn unnu
stundum 24y2 — hálfa tuttugustu og fimmtu — klukku-
stund á sóiarhring mánuðum saman og höfðu í mán-
aðartekjur 14.700 krónur, eða um 177.000 ltr. í árslann“.
Þessi óheyrilegi þvættingur, sem miðast við að menn
vinni 24 stundir á sólarhring allt árið(!) er einkar vel
samboðinu þessum „fulltrúa alþýðunnar." Hafi hann
hins vegar í reiknhigum þeim, sem liann hefur sjálfur
undir höndum komizt að óheiðarlegum fjárdrætti járn-
iðnaðarmanna, er hér með skorað á hann að sanna það
opinberlega og gera jafnframt lögfræðilegar ráðstafan-
ir. Að öðrum kosti stendur hann uppi sem ómerkilegur
rógberi og ósannindamaður.
I annan stað dylgjaði þessi alræmdi sendinefndarmað-
ur uni það, að nefnd sem send var utan til að kaupa
tunnur, hefði dregið sér stórfé á óheiðarlegan hátt. I
þessari nefnd áttu sæti Jón Stefánsson, framkvæmda-
stjóri síldarútvegsnefndar, Ingvar Vilhjálmsson og Ár-
sæll Sigurðsson. Þeir gerðu stórfelida samninga um
tunnukaup í Nóregi og Finnlandi og lögðu mikla vinnu
í að undirbúa samninga. við Svíþjóð. Þeir gerðu mjög
hagstæða sölusamninga á saltsíld í Finnlandi sem stór-
hæklmðu verðið frá hinni alræmdu sendiferð Stefáns
Jóhanns árið áður. Þessi störf nefndarinnar þóttu tak-
ast svo vel, að hún var að beiðni Ólafs Thors send til
Sovétríkjanna síðar. Laun nefndarlnnar fóru eftir venju-
Iegum reglum, eu hafi Stefán Jóhann í reikningum þeim,
sem liann hefur undlr höndum sannreynt það, að ein-
hverjir nefndarmanua hafi dregið sér fé á óheiðarlegan
hátt, er hér með skorað á hann að sanna það opinberlega
og gera jafnframt lögíræðilegar ráðstafanlr. Að öðrnm
kosti stendor hann nppi sem ómerkilegur rógberi og
lygarL