Þjóðviljinn - 16.10.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1947, Blaðsíða 5
Edmmtudagur 16. október 1947 ÞJOÐVlLJINN 5 Samtök framleíðslustéttanna verða að taka höndum saman og sigra það steinrunna afturhald, sem nú ógnar gæfu og framtíð Islands Bæða Elstars Olgeirssonar vlé úivarpsniuræðuruar í fyrrakvöld Þið halið nú heyrt yfirlýsingu ríkisstýómarinnar um afstöðu sína til dollaralánsins um að forðast í allra lengstu lög að taka dollaralán. Þessi yfirlýs. á að blekkja þjóðina, þangað til þessi ríkisstjóm hefur sett þjóðina í slíka sjálfheldu, að ríkisstjómin tekur dollaralánið að henni forspurðri og segir að það hafi ekki verið um neitt annað gera. Eg mun nú sanna hvemig þessi ríkisstjóm og vald það, sem henni stjómar, heildsalavaldið íslenzka, \innur með pólitík sinni að því að koma þjóðinni á skuldaklafa amerísltra auðjöfra. En áður vil ég miima þjóðina á eitt út af þeirri yfirlýsingu, er hér var gefin. Afturhaldið ætlar að brjóta niður mótstöðu- kraft þjóðarinnar Eimitt svona yfirlýsingu gáfu núverandi stjómarflokkar þjóð inni fyrir síðustu kosningar um andstöðu sína gegn þvi að leyfa Bándaríkjunum herstöðvar hér. Og þjóðin trúði þeim. — Og eftir að þessir flokkar höfðu sloppið í gegn um eldraun kosn inganna, af því þjóðin treysti þessari yfirlýsingu þeirra, þá sviku þeir hana í tryggðum og leigðu Bandaríkjunum dulbúnar herstöðvar hér á landi. En afturhaldið ætlai’ sér, ef það fær að drottna áfram, að brjóta mótstöðukraft þjóðar- innar svo á bak aftur, að það eigi allskostar við hana. Skal ég nú rekja verk þessa aftur- halds undanfarið og hernaðar- áætlun þess nú gegn þjóðinni. Það sem afturhaldið vildi gera í stríðslok Haustið 1944 átti þjóðin yfir 500 milljón króna innstæður er- lendis. Við sósialistar lögðmn þá til að þetta fé væri notað ein- vörðungu til nýsköpunar at- vinnulífs vors og til þess að skapa traustari grundvöll efna- hagslegs sjálfstæðis þjóðarinn- ar. Hver var afstaða aftur- haldsins til þessa þá? Annar hluti afturhaldsins, heildsalavaldið, lýsti algerum fjándskap sinum við þessa hug mynd, og heimtaði tafai’lausan niðurskurð á launum og lífskjör um almennings — og þáver- andi fjármálaráðherra þess, Bjöm Ólafsson, lagði frumvarp fyrir Aiþingi um lögboðna launa lækkun hjá öllum launþegum (sept. 1944). Samtímis kröfðust svo heildsalamir ótakmarkaðs innflutnings fyrir sjálfa sig á kostnað innstæðna þjóðarinnar, M. ö. orðum: Annarsvegar átti að stöðva atvinnulífið á íslandi með vinnudeilum, hinsvegar átti að eyöa erlendu innstæðunum í gróðainnflutning fyrir heild- salana. Hinn hluti afturhaldsins, nú- verandi Landsbankavald, lýsti því yfir að aðalatriði nýsköpun- arinnar, — kaup á 30 nýjum togurum, — væri fásinna, og barðist á móti nýsköpun at- vinnulífsins með öllum þeim miklu áhrifum, sem þetta stein- mnna embættisvald illu heilli hefur enn í okkar þjóðfélagi. Hverjar hefðu afleiðing- amar orðið? Hver hefði nú orðið afleiðing in, ef þessir samvöxnu tviburar íslenzka afturhaldsins, heild- sala- og Landsbankavaldið, hefðu sigrað þá? Afleíðingin hefði orðið innan- landsófriður, efnaliagslegt hrun, eyðsla ei’lendu innstæðnanna í almemian innflutning, — engin nýsköpun. Gæfa íslands varð aftiu’hald- inu yfirsterkari haustið 1944, Þess vegna hafa á undanförnum árum lífskjör íslenzkrar al- þýðu batnað, fiskverð og kaup- gja^d hækkað, nýir markaðir' unnizt. Þess vegna sigla nú hver nýsköpunartogarinn í höfn eftir annan. - Afturhaldsöflin lágn ekki á liði sínu En afturhaldsöflin lágu ekki á liði sínu þennan tíma og þau voru voldug. Heildsalavaldið átti Vísi og Morgiuiblaðið, það átti Bjarna Ben. og Stefán Jó- hann og það átti völdin í Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðufl. þegar í odda skarst. — Fyrir til stilli Sósíalistafl. og þeirra, sem með nýsköpunarhugsjón hans börðust, tókst að bjarga þeim rúmum 300 millj. kr., sem til nýsköpunarinnar fóru. En fyrir tilstilli heildsalavaldsins í Sjálfstæðisfl. var hinum hluta innstæðnanna eytt í almennan innflutning, þrátt fyrir harða baráttu Sósíalistaflokksins fyr- ir að bjarga þeim. Hvað eftir annað varaði Sós- íalistafl. opinberlega við í hvem voða væri stefnt með þess ari eyðslupólitík heildsalavalds ins. í ágúst 1946, þegar 100 millj. kr. voru enn óeyddar utan nýbyggingarreiknings, og sósí- alistai* árangurslaust höfðu reynt að fá þær settar inn á nýbyggingarreikning, var rituð grein í Þjóðviljann af Jónasi Haralz, þar sem sýnt var og ing við heildsalana og slíkt á- sannað að með samskonar ' lítur blaðið óhæft. eyðslustefnu í gjaldeyrismál- um yrði gjaldeyrisinnstæða landsmanna uppurin í ágúst 1947. En allt kom fyrir ekki. Hvaða viðvaranir sem gefnar vom, þá sat heildsalavaldið við sinn keip. Þeir vissu hvernig á- standið var og hvaða ráð- stafanir bar að gera Svo myndaði heildsalavaldið þessa núverandi stjóm sína 4. febr. 1947. Þessir ráðherrar vissu það allir hvemig gjald- eyrisástand þjóðarinnar var, þegar þeir tóku við. Þeir vissu líka hvaða ráðstafanir vom ó- hjákvæmilegar þá strax, ef ekki átti að stefna að þurrð er- 1 öðru lagi er svo sagt orð- rétt: „Geti Bandaríkin ekki selt vörur sínar og Evrópuþjóðim- ar ekki keypt, lilýtur af því að leiða stórfelldustu kreppu, sem skollið hefur yfir þemian heim, samfara umróti og byltingum víða um lönd.“ M. ö. orðum: Heildsalamir, herrar ríkisstj., krefjast þess að þegar þeir geti ekki lengur eytt innstæðum þjóðarinnar, þá fái þeir að eyða skuldum henn- ar. Og Vísir bendir á annað um leið: Hagsmunir Bandaríkjanna kref jast þess líka að ísland taki dollaralán'. Auðvaldið vestan- hafs er að kafna í allsnægtun- xun, sem alþýðan þar framleiðir og fær ekki að njóta sjálf. Þess vegna eiga önnur lönd að taka dollaralán og gangast um leið Fyrri hluti lendra inneigna. Þjóðin verð- ur að ætla að flokkar myndi stjóm til þess að gera ráðstaf- anir, sem þeir álíta nauðsynleg- ar. Ef menn aðeins setjast í ráð herrastólana og gera eklci neitt, þá er það vegna þess að þeir ætla sér eitthvað ákveðið með aðgerðaleysinu. Núvérandi ríkisstjórn gerði ekki neitt, sveikst um allar ráð- stafanir til þess að spara gjald- eyrinn og lét heildsalavaldið halda áfram að eyða, þangað til enginn eyrir var eftir, Þá hljóp stjómin í útvarpið, fórnaði hönd um til himins, lézt vera aldeilis hlessa og sagði þjóðinni að gjaldeyririnn væri reyndar bú- inn. Svo sagði hún að yrði að lækka kaupið — og lét Lands- bankann taka 30 millj. kr. lán érlendis. Þar af 1 milljón doll- arayfirdráttar í Ameríku. Vissi ríkisstjórnin ekki hvert þessi þrotlausa. fégræðgi heild- salavaldsins var að leiða þjóð- ina? Auðvitað vissi hún það. Og heildsalavaldið fór heldur ekki dult með kröfur sínar'. Kröfur heildsalavaldsins Samstundis og innstæðurnar eru búnar, birtist í lieitasta fylgisblaði núverandi ríkisstjóm ar, heildsalablaðinu Vísi, ritstjómargrein, þar sem þess er krafizt að nú sé tekið dollara lán. Greinm birtist 11. ág. Rök- stuðningurinn er mjög eftir- tektarverður. 1 fyrsta lagi er það fært fram að sé ekki tekið dollaralán, þá verði að skera niður innflutn- undir pólitískt ok auðdrottna Ameríku. Það er ekki ódýrt að gera Ameríkönum þann greiða að létta þeim kreppubyrð- ina: Það á að kosta efnahags- legt sjálfstæði viðkomandi þjóð ar. Fyrirskipanir frá Wall Street og Washington Bandaríkjastjórn lét ekki á sér standa að benda á hvað hún vildi. Hún lét stefna þeim ríkj- mn, sem hún hugsaði sér að ná pólitísku tangarhaldi á, til Par- ísar í júlí í sumar, til þess að ræða um dollaralán. íslenzka heildsalastjórnin hlýddi utan stefnimni. — En að aflokinni utanför, þykir henni sem öðr- um slíkum fyrrum hentara að halda lítt á lofti boðum hins er- lenda yfirdrottnara síns, en vinna að framkvæmd þeirra með leynd. Stjórnin veit að þjóð in er andvíg ei’lendri lántöku og því verður að koma henni að ó- vörum, þegar timi er kominn til. En það, sem ríkisstjórnin leyn ir þjóðina, segja amerísk blöð henni. Amerísk blöð hafa und- anfarið verið beztu heimildirnar fyrir íslenzku þjóðina um hvað Sjálfstæðisflokkurinn á íslandi ætli sér gaguvart þjóð sinni. — Þannig var það einnig fyrir síð- ustu kosningar. Þá sögðu ame- rísk blöð að herstöðvamálið fengist ekki afgreitt fyrir kosn- ingar, en eftir kosningar yrðu herstöðvamar veittar. Þau reyndust sannspá. Fyrirskipanimar frá Wall Street of Washington til erind-' rekanna á Isl. vilja leka út í Ameríku. Svo er það og um dollaralánið. 1 ameríska tímaritinu „World Report", frá 15. júlí í sumar er birt skýrsla efnahagssérfræð- inga Bandaríkjaþings (Sub- committee on Forein Economic Policy of the House of Repres- entaives um hvað hin ýmsu ríki Evrópu þurfi að taka mikið doll aralán. Þar er íslandi ætlað að taka 20 millj. dollara eða 130 millj. kr. Fyrirskipunin er skýr. Spurn ingin er hvenær þjónarnir hér þora þjóðarinnar vegna að hlýða henni. Þeir þora það ekki enn. En — þegar heildsalavaldið íslenzka og heimsveldið ame- ríska hefur heimtað það sama af þjóðstjórnarflokkunum und- anfarin ár, — liafa þau þá ekki knúð það í gegn, þó það kost- aði tryggðrof við þjóðina og samningsrof við aðra flokka. Niðurstaðan er: Gjaldeyrisskortur Islendinga er skapaður af heildsalavaldinu og þjónuin þess í ríkisstjórn. Þetta vaJd mun heldur ekki skirrast við að binda Island á skuidaklafa Ameríku, ef það fær að drottna áfram yfir þjóð- inni. Hvernig Bjarni Ben. not- ar vald sitt yfir afurða- sölunni Og nú skulmn við athuga hvernig heildsalastjórnin á öðr- um sviðum vinnur að þvi að steypa landinu í efnahagslega glötun. Við skulum fyrst athuga um verðið á útflutningsafurðum okkar. Lífskjör íslenzku þjóðarinnar eru irndir því komin hvaða verð við fáum fyrir fisk og fiskaf- urðir. Baráttan fyrir háu verði á útflutningsafurðunum er bar- átta fyrir lífsafkomu okkar allra, barátta fyrir hverja hlut- deild íslendingar skuli fá í gæðum lífsins og efnahagslegri menningu mannkynsins. Hver sá íslendingur, sem reynir að lækka verðið á útflutningsafurð um okkar,' er vargur í véum. Allar viðskiptaþj. okkar reyna auðvitað að hækka verð á sínum vörum og lælcka lijá okkur. En hér á Islandi gengur ríkisstjórn ip og þá fyrst og fremst utan- ríkismálaráðherra fram -fyrir skjöldu og heimtar í víðlesnasta blaði landsins lækkun á útflutn- ingsafurðum Islendinga. Og hann lætur ekki þar við sitja. Hann notar vald sitt yfir áf- Framhald á 7, síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.