Þjóðviljinn - 25.10.1947, Page 4
4
WOÐVILJINN
Laugardagur 25. október 1947.
þJÓÐV
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósialÍBtaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Simi 7500.
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, aiml 2184.
Augiýsingar: Skólavörðustig 19, aími 8399.
Prentsmiðjusimi 2184.
Aakriftarverð: kr, 8.00 á mánuðl. — Lausasöluverð 60 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans hJ.
— ef þeir þora!
Fyrir tveim dögum var skýrt frá árangri tveggja
fyrstu vikna Þjóðviljasöfnunarinnar hér í blaðinu. Safn-
azt höfðu kr. 31.410.00 á þeim tírna og er það góður árang-
ur, betri en áætlað hafði verið. Á þeim þrem vikum sem nú
eru eftir á hins vegar að safna kr. 45.590.00, svo að stuðn-
ingsmenn blaðsins mega ekki draga af sér ef takmarkið
á að nást.
Sú söfnun sem nú fer fram er Þjóðviljanum lífsnauð-
syn, ef hann á að geta haldið áfram baráttu sinni. Þjóð-
viljinn hefur ekki að baki sér auðmagn hinna 200 ríku i
Reykjavík, hann verður að treysta á fórnfýsi þúsundanna
nú eins og að undanfömu. Og nú eins og að undanförnu
fylgist auðstéttin með því full eftirvæntingar hvort tak-
markinu verður náð, hvort alþýða landsins fylkir sér um
blað sit-t.
Þessi söfnun getur því orðið einskonar pólitísk loftvog
og jafnvel haft áhrif á árásarfyrirætlanir afturhaldsins.
Það eru engar gunnreifar kempur sem nú stjóma landinu
og sitja á svikráðum við lífsafkomu alls almennings. Ráð-
herramir og þingmenn þeirra tvístíga og velta vöngum í
aðgerðarleysi. Eigum við að þora eða eigum við ekki að
þora? Þjóðviljasöfnunin getur orðið þeim nokkur visbend-
ing um það, hvers þeir megi vænta — ef þeir þora!
Ríkisútvarpið er orðið áréðurstæki
afturbaldsins
l m
„Heimska og fólska“
Jónas Þorbergsson hefur sent
blaðinu þetta orðprúða bréf
sem svar við ummælum Gall-
harðs um Einar Nielsen:
,,I smáletursdálki Þjóðviljans
í gær er ritað um danska miðil
inn Einar Nielsen af meiri
heimsku og fólsku en títt er
jafnvel þar, sem blaðamennska
stendur á mjög lágu stigi. Jafn
vel Ekstrabladet í Kaupmanna
höfn, sem hefur orð á sér fyrir
að forðast ^annindi og sem hef
ur ástundað ofsóknir á hendur
þessum og öðrum miðlum,
myndi liafa beðið mikinn álits-
hnekki við að birta slíka 'grein.
¥
„Fólskuverk og fávís-
legar lygar“
I íslenzkum spíritistum er ó-
ljúft að standa í illdeilum um
andleg mál og vilja forðast
hverskonar áreitni í garð ann-
arra á þeim vettvangi. Hinsveg
ar líta spíritistar svo á, að full
vissa hvers manns, byggð á
reynslusannindum og óyggjandi
athugunum um persónulegt á-
framhaldslíf einstaklinga,
myndi gerbreyta viðhorfi
manna til lífsins og sambúð
þeirra á jörðinni. Vegna les-
enda Þjóðviljans er því ekki
unnt að láta afskiptalaust þetta
fólskuverk án þess að mótmæla
þeim fávíslegu lygum, sem þar
er hrúgað saman. Nægir þá að
birta hér eftirfarandi staðreynd
ir.
„Þéttriðað flugnanet"
Árið 1920 stóð mikill storm-
ur í dönsku blöðunum um þenn
an miðil. Ofsækjendur hans
stóðu á svipuðu menningar og
þekkingarstigi og þessi smá-
letursritari Þjóðviljans. Nokkr
ir áhugamenn í hópi spíritista,
sem með þrautreyndum eftirlits
aðferðum höfðu sannfærzt um
líkamningafyrirbærin, gerðu of
sækjendunum tilboð um að
að velja nefnd vísindamanna
til að ganga úr skugga um
sannindin í þessu máli.
Auk annarra varúðarráðstaf-
ana tók nefndin það ráð, til
fullrar tryggingar gegn því að
brögðum yrði beitt, að slá utan
um miðihnn og stólinn, sem
hann sat á þéttriðuðu flugnaneti
með föstum botni, lokuðu á all
ar hliðar og að ofan með snúr
um, sem tilraunamennirnir
sjálfir höfðu vald á meðan á
tilraunafundunum stóð. Meðal
rannsóknarmanna voru próf.
dr. med. V. Heiberg, dr. med I.
Viberg og Th. Thorsen, læknii-.
Þessir menn, auk margra ann
arra er rannsóknarnefndina
skipuðu, vottuðu síðan, að lík-
amningafyrirbærin hefðu gerzt
og að óhugsanlegt væri að miðl
inum hefði verið unnt að beita
brögðum.
„Sorpritari, varmennska
og klælöshögg"
Um misþyrmingar þær og
fjandskap, sem þessi miðill
varð fyrir í Noregi, getur ekki
orðið rætt hér, í svo stuttu
máli. Um það mál liggja fyrir
fullar skýrslur, er kunna að
verða birtar síðar. Hitt er ó-
hætt að staðhæfa, að þar réði
hvorki vísindamennska né
drengskapur. Jafnvel veðmál
um stóra fjárhæð stóð að baki
ofsóknunum. Sorpritara Þjóð-
viljans hefðu getað verið til-
tæk handhægari sönnunargögn.
Þegar þessi miðill kom fyrst
hingað til lands, árið 1924,
gengust þeir Einar Kvaran og
Haraldur Níelsson fyrir að láta
beita fullu visindalegu eftirliti
á fyrstu fundunum, sem haldn
ir voru. Auk þeirra sjálfra, síra
Kristins Daníelssonar og fleiri
manna úr stjórn félagsins, voru
til valdir þeir dr. Halldór Han-
sen og Guðm. próf. Thorodd-
sen til að stjórna og beita
þessu visindalega eftirliti.
Greinargerð þessara manna er
að finna í fundarskýrslum, sem
eru birtar í Morgni árið 1924.
Eins og áður er tekið fram,
tel ég nauðsyn til bera, vegna
lesenda Þjóðviljans, að senda
blaðinu þessi fáu orð, og mun
láta þau að svo stöddu nægja.
Eg hef óbeit á að eiga orða-
stað við menn, sem af um-
hyggju fyrir vanþekkingunni
gera sér hverskonar var-
'mennskuvopn tiltækileg. Klæk-
ishögg voru að fornu metin til
svívirðingar þeim er greiddu.
Reykjavík, 23. október 1947.
Jónas Þorbergsson“.
Núverandi stjórn hefur allt frá upphafi lagt einstakt
kapp á að bæta það upp með áróðri sem henni mistókst í
vejki, og þar sem henni hefur mistekizt allt sem hún hefur
tekið sér fyrir hendur til þessa, .hefur áróðurinn orðið æ
ofsafengnari og háværari. Einn af ráðhernmum, dóms- og
utanríkismálaráðherrann Bjarni Benediktsson hefur fórn-
að öllum tíma sínum til blaðaskrifa og ekki mátt vera að
því að sinna embættisstörfum, og er hann þó ólatur maður
eins og kunnugt er.
En stjórnin 'hefur ekki látið sér nægja að beita öllum
blaðakosti sínum til sameiginlegra átaka af meira ofur-
kappi en dæmi eru til síðan á dögum Finnagaldursins, held-
ur hefur hún beitt útvarpinu á sama hátt, gert það að á-
róðurstæki gegn íslenzkum sósíalistum og sósíalisma í heim-
inum. 1 útvarpsráði eiga nú sæti tveir af blindustu sósíal-
istafjöndum þessa lands, þeir vinirnir Jóhann Hafstein og
Stsfán Pétursson, og þeir hafa sannarlega ekki legið á liði
sínu. Þeir eiga auðsjáanlega engin áhugamál í sambandi
við útvarpið önnur en þau, að koma í það sem mestum og
mögnuðustum áróðri, hitt láta þeir sér í léttu rúmi liggja
þótt dagskráin verði æ andlausari, kauðskari og heimsku-
Iegri.
Gott dæmi um þetta er erindaflokkurinn „Frá útlönd-
um“, sem ætlað er að veita hlustendum skilgóða og óhlut-
dræga fræðslu um alheimsmál og skýra nánar hinar dag-
legu fréttir. Þessum flokki hefur undanfarið verið breytt í
ómengaðan áróður afturhaidsins, sósíalistaníð, Sovét-níð
og Bandaríkjadekur. Til þess að sjá um hann hafa verið
valdir fréttastjórar stjórnarblaðanna, til þess að ,,fræðsla“
utvarpsins væri í algeru samræmi við áróður dagblaðanna.
Þeir hafa skipzt á Þórarinn Þórarinsson, Benedikt Gröndal
og nú síðast ívar Guðmundsson og allt þeirra hjal hefur
verið sama sinnis, einsýnn pólitískur áróður af ofstækis-
fyllsta tagi. Á sama tíma er svo einn vinsælasti útvarps-
maður síðustu ára rekinn fyrir að lýsa hinum „alíslenzka"
Keflavíkurflugvelli fyrir þjóðinni sem „á“ hann.
Þetta er að sjálf=ögðu óleyfileg misnotkun á ríkisút-
Frumvörp sósíaiista um orðof blutar-
sjómanna og hagnýtingu Faxaflóa-
síldar komin til 2. umr.
Tvö frumvörp sósíalistaþingmanna voru til 1. umræðu
í neðri deikl í gær, og var vísað til 2. umræðu og nefndar.
Annað var frumvarp Hermanns Guðmundssonar og
Sigurðar Guðnasonar um brcytingu á orlofslögunum, en
sú breyting tryggir hlutarsjómönnum ótvíræðan og óskert-
an rétt til orlofs á kostnað útgerðarmanna, ef að lögum
verður.
Hitt var frumvarp er Hermann Guðmundsson og Áki
Jakobsson flytja um ráðstafanir til hagnýtingar og mark-
aðsöflun fyrir Faxaflóasíld, og fjallar um skipun sérstakr-
ar „faxasíldarnefndar“ er skipuleggi þau mál.
• Orlofsfrumvarpið er svohljóð
andi:
1. gr. laganna orðist svo:
Lög þessi gilda um allt fólk,
sem starfar í þjónustu ann-
arra, hvort heldur einstaklinga
eða hins opinbera.
Ná lög þessi jafnt til þeirra,
er taka laun sín í hluta af
verðmæti, sem hinna, er taka
laun sín í peningum.
Undanteknir eru þó iðn-
nemar, sbr. 9. gr. laga nr. 100
11. júní 1938 um iðnaðarnám.
2. gr. 15. gr. laganna orðist
svo:
Kröfur á hendur vinnuveit-
endum samkvæmt lögum þess-
um fyrnast eftir sömu reglum
og kaupkröfum samkvæmt lög-
um nr. 14 frá 20. okt. 1905,
um fyrningu skulda og ann-
arra kröfuréttinda.
3. gr. Lög þessi öðlast gildi.
Greinargerð.
Frv. þessu samhljóða fluttu
sömu flm. á síðasta þingi, en
það náði ekki fram að ganga.
Fylgdi þá frumvarpinu svo
hljóðandi greinargerð:
„Breyting sú, sem gert er ráð
fyrir í þessu frumvarpi á 1. gr.
orlofslaganna, er gerð til þess
að afnema þann órétt, sem hlut
arsjómenn hafa orðið að búa
við, og tryggja það, að allir
sjómenn hefðu ótvíræðan og
óskertan rétt til orlofs að öllu
leyti á kostnað útgerðarmanna.
Það liggur í augum uppi,
hversu ósanngjarnt það er, að
svi starfstéttin, sem viðurkennt
er, að vinni eitt erfiðasta og
þarfasta verkið, skuli ekki
njóta réttar til jafns við aðr-
ar starfstéttir landsins, að þvi
er snertir skilyrði til hvíldar
og hressingar.
Samkvæmt 15. gr. orlofslag-
anna, eins og þau eru nú, fyrn-
ast kröfur um orlof á hendur
atvinnurekendum, ef þær hafa
eigi verið viðurkenndar eða lög
sóljn hafin áður en næsta or-
lofsár er liðið, frá því kröfurn-
ar stofnuðust. Þrásinnis hefur
það komið fyrir, að launþegar
hafa tapað óvéfengjanlegum
rétti sínum til orlofs ýmisa or-
Framhald á 5. síðu.
varpinu og illt til þess að vita fyrir hlustendur að þeir geti
átt von á að sérhver óvalinn áróðurssnati afturhaldsins
vaði inn á heimili þeirra í hvert skipti sem opnað er fyrir
útvarjiið. Hlustendur, sem halda útvarpinu uppi með fé
sínu, standa nú alveg berskjaldaðir fyrir ofstæki þeirra
Stefáns Péturssonar og Jóhanns Hafsteins. Og það væri
vissulega tími til kominn að hlustendur mynduðu með sér
samtök, ef unnt væri að koma í veg fyrir að útvarpið
sykki ekki aðeins andlega heldur og stjórnmálalega niður
á menningarstig stjórnarblaðanna.