Þjóðviljinn - 25.10.1947, Page 5
Laugardagur 25. október 1947.
WOÐVlLJINN
5
Sverrir Kristjjríti sson :
QfvsrpsráS
Aj: öllum þeim mörgu „ráð-
um“, sem þjaka þessa marg-
mæddu þjóð, er Útvarpsráð án
efa húmorlausast og liæfileika
snauðast. Það er jafnvel stund
um hægt að brosa að f járhags
ráði og skömmtunarráði, og
þau gefa þó fólkinu brauð. En
títvarpsráð, sem er launað til
þess að sjá fólkinu fyrir nokk-
urri skemmtan, er ekki einu
sinni broslegt. Það er bara leið
inlegt. En þetta leiðinlega ráð
hefur slíka vígstöðu, að leið-
indin leggur af því inn á hvert
einasta heimili, er á annað borð
liefur eignazt útvarpstæki. Og
hvert einasta heimili verður að
gjalda stóran skattpening fyr-
ir fúllyndi þessara háu ráðs-
manna. Já, framfarirnar á
þessu landi eru ekki teknar út
með sældinni.
Síðustu mánuði hefur einn
okkar efnilegustu blaðamanna,
Jónas Árnason, flutt nýjan út-
varpsþátt, „Heyrt og séð“. Er-
indi þessi hafa mörg verið
lireinasta afbragð, glöggar at-
huganir á lífi líðandi dags,
blandaðar góðlátlegri kímni.
Þau voru nýstárleg að allri
gerð, hressandi svali í Ijósvak
anum. Útvarpinu til sóma og
hlustendum til ánægju. Menn,
sem annars loka fyrir útvarpið
nema til að hlusta á síðiistu
bjargráð ríkisstjórnarinnar okk
ar, opnuðu fyrir „Heyrt og
séð“, og fólki af öllum stétt-
um og úr öllum flokkum kom
saman um, að Útvarpsráði væri
þó ekki alls varnað. Útvarpstíð
indi birtu þakkir frá hlust-
endum, er létu þá von í ljós, að
þáttur þessi yrði ekki látinn
lognast út af.
En nú var Útvarpsráði nóg
boðið. Hinir vísu mandarínar
hugsuðu þessari gikkslegu þjóð
þegjandi þörfina. Þeir vissu, að
þjóðin gat lokað fyrir útvarp-
ið, ef svo bar undir. Nú skyldi
hún fá að kenna á því, bölvuð
vanþakklætisrófan sú arna! Og
þeir lokuðu fyrir skemmtun
fólksins. Útvarpsráð hafði eng
in bréf upp á það, að því bæri
skylda til að verða íslenzkum
hlustendum til yndisauka. Út-
varpsráð hafði allt önnur skip
unarbréf. Um hvatir ráðsins í
þessu máli er allt á huldu —
opinberlega. Víst er um það, að
þegar Jónas Árnason hafði
sagt frá för sinni til Keflavík-
urflugvallar sunnudagskvöldið
5. október, fékk Útvarpsráð
eitt af sínum frægu ósjálfráðu
viðbrögðum. Þessi ósjálfráðu
viðbrögð ráðsins þykja sjaldan
góðs viti í Stofnuninni. Venju
lega vita þau á það, að hið
• svefnlétta hlutleysi Útvarps-
ins hafi hrokkið upp. Hlutleysi
útvarpsins er ákaflega óvært,
svo að allir ganga á flókaskóm
í Stofnuninni til þess að vekja
ekki sakleysingjann. En stund-
um dugar *'"ð jafnvel ekki til.
hasn
Stundum er eins og einhver að
sókn sé að þessu barni og þá
vaknar það við. hvert hljóð —
já, þó ekki sé annað en að
hundur gelti suður á Kefla-
víkurflugvelli. Og þá er þunnt
móðureyra í Útvarpsráði.
Gárungar höfuðstaðarins
segja, að það hafi verið greyið
hann Sloppy Joe, er hafði rask
að næturfriði Útvarpsráðs í
þetta skipti og gert það svo
úfið í skapi. Greyið Sloppy má
sanna, að laun heimsins eru
vanþakklæti. Því að um það
verður ekki villzt, að Sloppy
hafi orðið þjóð sinni til mikils
sóma á þeim vettvangi, þar
sem tvíbýlið er bæði vandsetið
og veðrasamt. Það er kunn-
ara en frá þurfi að segja, að
íslendingar eru mjög tregir til
náms á engilsaxneslía flug-
vallatækni. En Sloppy lærði
tungu Engilsaxa svo rækilega,
að hann gleymdi móðurmálinu
og gelti með amerískum hreim.
Er það þá ekki í fyrsta skipti
í sögu íslands, að málleysingj-
a.rnir geri mönnunum skömm.
En þess var varla að vænta, að
óvitringurinn mætti sjá það
fyrir, að fjórir vitringar í Út-
varpsráði mundu hasta á hann
fyrir þetta og bregða honum
um kommúnistiskan áróður og
landráð. Þeir segja vestur í
Ameríku, að það sé ekkert
sældarbrauð að lenda í klónum
á körlum þeim, sem eru í
„Óamerísku nefndinni“ frægu.
Þó hefðu þeir ströngu dómarar
áreiðanlega sýknað Sloppy. En
í • Útvarpsráði þykir fínt að
vera kaþólskari en páfinn.
Þó skal þess getið sem gert
]er. Útvarpsráð hafði óljósan
' grun um, að lilustendum hefði
litizt vel á Sloppy. Það vildi
því gefa fólkinu nokkrar sára-
bætur. Sunnudagskvöldið 19.
október, réttum tveim vikum
eftir að sagan af Sloppy hafði
vakið viðeigandi truflun í sál-
arlífi Útvarpsráðs, las Gunnar
Stefánsson hjartnæma sögu í
Útvarpinu af „Hundinum í Næf
urholti“.. Það eru nú góðar
taugar í Útvarpsráði, þrátt fyr
ir allt! En þetta var líka góð-
ur hundur, ekki eins menntað-
ur og Sloppy, en bljúgur og
blíður eins og íslenzkur Al-
þýðuflokksmaður, sem hefur
ekki enn etið af skilningstré
góðs og ills. Þó hafði hundur-
inn í Næfurholti góða greind,
því að hann skildi til fullnustu
langa ræðu, sem Gunnar Stef
ánsson hvíslaði í eyra honum
á Hekluhrauni, enda mun
1 Gunnar hafa mælt á íslenzka
tungu.
Og er þá lokið þeim þætti Út
varpsráðs, er að dýrunum snýr.
Sverrir Kristjánsson.
í leii ú
Fyrir nokkrum dögum aug-
lýsti ég eftir húsnæði, Eg aug
lýsti í Mogganum eins og marg
ir fleiri. Sagt er, að hann græði
álitlegar fúlgur á hinum miklu
húsnæðisvandræðum höfuðstað
arbúa og má segja, að þar
hafi eigendur blaðsins og
helztu stuðningsmenn skarað
rækilega eld að sinni köku,
enda þótt það hafi aftur á
móti orsakað, að eldurinn lculn
aði á heimili fátæka mannsins,
sem lítið hefur til að bíta og
brenna. En það er nú önnur
saga, þótt sorgleg sé.
Eg var heiðraður með upp
hringingu í tilefni af minni
tuttugu og tveggja króna aug-
lýsingu í Mogganum. I síman-
um var ein mektarfrú í bænum,
kaupsýslukona að aðalatvinnu.
Ennþá hefur ekki verið kunn-
ugt, svo ég muni, að hennar
veitingahús hafi verið sektað
fyrir of hátt verð á veitingum,
eins og komið hefur fyrir sum
önnur. Þessi veitingakona átti
liús, ef til vill er þó maður-
inn hennar skrifaður fyrir því,
því að hún ku nefnilega eiga
mann, þótt hann komi hér ekki
við sögu. Þessi mektarkona
kvaðst hafa íbúð til leigu og
aðspurð svaraði hún því, að
sú íbúð væri í nýju húsi. Þegar
leið á samtalið kom þó fram,
að íbúðin væri á Leifsgötu. Þá
fór ég ósjálfrátt að efast um
að húsið væri nýtt, enda þótt
það væri sýnilega yngra en frú
in, sem enn var þó á léttasta
skeiði og bar á sér öll ein-
kenni velmegunar.. Eitt af því
sem þarna bar á góma, var fyr
irframgreiðsla á húsaleigu. Fyr
irframgreiðsla á húsaleigu er
nefnilega eitt af þeim hlunnind
um, sem margir leigutakar
verða aðnjótandi um þessar
mundir og mun einn fyrrver-
andi heildsali eiga heiðurinn af
því að hafa verið með þeim
fyrstu til að hágnýta sér þessa
mikilsverðu möguleika til að fá
ódýr og hagkvæm lán hjá fé-
litlum mönnum. Kannski hefur
þetta líka þótt fínt og hann
fengið viðurnefnið ,,fíni“ á eft
ir sínu mjög svo algenga
skírnarnafni.
Ekki komst ég þegar að því,
hversu mikillar fyrirfram-
greiðslu var krafizt. Samtal
mitt við þessa mektarfrú end-
aði svo með því, að hún bauð
mér í ökuferð (bíltúr á Reykja
víkurmáli) með sér neðan úr
miðbæ og upp á Leifsgötu, ef
ég óskaði að skoða íbúðina, áð-
ur en ég tæki hana á leigu,
sem var auðvitað mjög vel boð
ið. Vitaskuld átti ég að leggja
til bílinn, það var ekki nema
sjálfsögð kurteisisskylda þeg
ar kona átti í hlut.
Eg fékk bílinn og ók af stað,
hitti frúna á ákveðnum stað
og ók með hana að hinu há-
reista húsi liennar. Þar fórum
við að sjálfsögðu inn um dyrn
ar og staðnæmdumst að lokum
í rúmgóðum stofum. Veggirnir
hefðu haft gott af því að vera
málaðir, því að auðsjáanlega
var langt um liðið síðan íbúðin
hafði verið máluð, því að húsið
var nefnilega ekki alveg nýtt,
heldur byggt í byrjun síðasta
stríðs. Ef til vill hafa eigend-
urnir ekki haft efni á því að
halda við húsinu. Þessi mis-
skilningur með aldur hússins
reyndist stafa af því að frúin
mundi ekki gerla, hvenær síð-
asta stríð er talið hefjast og
skal ég ekki lá henni það, þar
sem Kínverjar voru t. d. bún
ir að berjast við Japana árum
saman og þola af þeim þungar
búsifjar, án þess að því væri
verulegur gaumur gefinn eða
reynt að stemma stigu fyrir
það.
Húsið var sem sagt ekki
gamalt, þótt það væri byggt
á ódýrum tíma miðað við bygg
ingakostnað nú á dögum. Stof-
urnar virtust líka geta orðið
prýðileg íbúð fyrir húsnæðis-
lausan fjölskyldumann. Það er
þægilegra að íbúðirnar séu það
rúmgóðar að hægt sé með
sæmilegu móti að ganga um
herbefgin, þótt eitthvað af hús
gögnum sé inni í þeim.
Eg var búinn að fá að vita,
að óskað var eftir mikilli fyr-
irframgreiðslu. Nú fékk ég að
vita hvað íbúðin átti að kosta
á mánuði. Hún var fjögur her-
bergi og eldhús og átti að
kosta aðeins tvö þúsund krónur
á mánuði og ársleigan, tuttugu
og 4 þús. að greiðast fyrirfram.
Þér finnst þetta kannski
ótrúlegt, af því að á einu ári
mundi leigjandinn greiða fyrir
íbúðina ríflega það sem hún
kostaði þegar húsið var byggt.
Satt er það, að ekki hefur íbúð
in lækkað í verði við að
vera notuð í nokkur ár, þótt
málningin nuddaðist burt á
nokkrum stöðum. Hin augljósu
ágæti steinsteyptra veggja
komu bara einmitt betur í ljós
og hefði það sízt átt að draga
úr hróðri þessarar ágætu íbúð
ar, enda var ekki á málninguna
minnzt af minni hálfu.
Fátt eitt man ég af viðskipt
um okkar eftir þetta, nema
livað ég þakkaði henni fyrir
ökuferðina að skilnaði, er ég
hafði skilað henni á þann stað
er ég tók hana. fyrst. Síðan
hef ég ekki séð þessa mektar-
frú.
Einn af mörgum.
Enda þótt norski Verka-
mannafl-okkurinn hafi tapað
allmörgum fulltrúum í bœj-
arstórnarkosningunum er Al
þýðublaðið samt uppnumið af
hrifningu og birtir eina frétt
ina annarri gleiðletraðri. A-
stœðan er sú að kommúnistar
töpuðu 4000 atkvœðum. Þetta
litla tap, sem vart getur talizt
til stórtíðinda, vegur fullkom-
lega upp fulltrúatap Verka-
mannaflokksins og fylgisaukn
ingu hægri flokkanna í aug-
um ritstjórans. Ef kommúnist
ar aðeins tapa, hversu lítið
sem það er, fær ritstjórinn
móðursjúkt fagnaðarflog. All
ir aðrir atburðir skipta hann
engu máli■
★
En þá er ritstjórinn ekki
jafn ánœgður með 'úrslit
frönsku kosninganna. Það er
að vísu ekki fylgisaukning de
Gaulles sem angrar hann,
heldur hitt að kommúnistar
uku fylgi sitt og verkalýðs-
flokkarnir tveir hafa nu hrein
an meirihluta í Frakklandi í
fyrsta sinn. Þegar hann fœr
fréttir um að forustumenn
sósíalista og kommúhista í
Frakklan'di• hvetji til sam-
starfs þessara beggja flokka
gegn de Gaulle fœr hann móð
ursjúkt heiftarflog og skrifar
þannig feitletrað á fyrstu
síðu (s.l. fimmtudag): „Geta
menn hugsað sér aðra eins
flærð? Mánuðum saman hafa
franskir kommúnistar svívirt
jafnaðarmenn sem „svikara
og „sósíalfasista“ og magnað
hvert vdrkfallið af öðru á
níði um stjórn þeirra (Rama-
diers). Nú hafa þeir fengið
svarið við ábyrgðarleysi sínu
og skepnuskap í kosninga-
sigri de Gaulles; og þá koma
þeir skríðandi til jafnaðar-
manna og segja: „Kommún-
istar heita á sósíaldemókrata
til samstarfs gegn afturhalds-
fylkingu de Gaulles!“
★
Nei samvinna gegn fasisma
er vissuíega ekki stefna Stef-
áns Péturssonar. Stefna hans
felst í slagorði Göbbels heit-
ins: „Barátta gegn kommún-
ismanum“
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
hinn bráðskemmtilega gaman-
leik Blúndur og blásýra annað
kvöld. Er það 5 sýningin. Að-
göngumiðasala er í dag, sbr.
auglýsingu í blaðinu á öðrum
stað.
Frumvörp sósíalista
Framhald af 4. síðu
saka vegna, svo sem erfiðrar
aðstöðu í dreifbýli eða á af-
skekktum stöðum til þess að
ná í lögfræðilega aðstoð svo
og vegna þess, að ýmsir hafa
gengið út frá og talið eins og
sjálfsagðan hlut, að fyrning
kaupkrafna og orlofskrafna,
sem svo mjög eru tengdar hvor
annarri í eðli sínu, fylgdust að,
enda virðist liggja í hlutarins
eðli, að svo eigi að vera.“
Síðar mun skýrt nánar frá
frumvarpinu um Faxaflóasíld-
ina.