Þjóðviljinn - 04.11.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.11.1947, Blaðsíða 4
4 WOÐVILJINN Þriðjudagur 4. nóvember 1947. /-— ----------- ' Þjóðviljinn Útgefandl: Samelnlngarflnkkur alþýCu — Sósíallstaflokkurlnn Rítstjórar: Magnús Kjartansson, Sígurður Guðmundsson, 6b. FróttaHtatlórl: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Síml 7500. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, siml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, nímí 8399, Prentsmiðjusími 2184. j Askriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Ijausasöiuverð 60 aur, eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. • ------------------------------------------- Sjöfia flokksþingið L r öllum landshlutum sækja fulltrúar íslenzkrar al- þýðu flokksþing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins, ræða og meta starf flokksins tvö undanfarandi ár, og ákvarða starfsskrá hans fyrir næstu árin. Sósíalistaflokkurinn er ekki tíu ára fyrr en að ári, langyngstur íslenzkra stjórnmálaflokka, en hefur á þess- um stutta tíma náð miklum árangri. Áhrifa Sósíalista- ílokksins á íslenzk stjórnmál gætir víða, og er það ekki sízt viðurkennt af andstæðingunum, þar sem svo má heita að mestöllum blaðakosti þeirra sé árið um kring varið til baráttu gegn Sósíalistaflokknum, blöðin fyllt af rógi og níði um sósíalismann, um stefnu flokksins í einstökum málum, starf hans og starfsaðferðir, leiðtoga hans og trúnaðarmenn. Ailiu' þessi óhemju gauragangur er háður undir kjörorði Göbbels og bandaríska auðvaldsins — það er „baráttan gegn kommúnismanum“ sem flaggað er með, - en það er baráttan gegn verkalýðssamtökunum, gegn sjálfstrausti og framsókn íslenzkrar alþýðu, barátta til að rýra lífskjör verkamanna og annarra alþýðustétta sem háð er. ★ Það er ríkisstjóm íslands sem nú hefur forustu í þessari baráttu afturhaldsins gegn alþýðusamtökunum, baráttu sem beinlínis er háð til að rýra kjör þeirra þjóð- félagsþegna sem fátækastir eru, svo að auðmennirnir, | milljónaburgeisar Reykjavíkur, geti haldið ofsagróða sín- um óskertum. Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar i hefur unnið trúlega að því verkefni, sem henni var þegar frá upphafi ætlað af auðvaldi Islands, með stöðvun þeirra iiýsköpunarframkvæmda sem nokkur leið var að stöðva, :neð stöðvun byggingavinnu og öðrum ráðstöfunum hefur henni þegar tekizt að skapa hér atvinnuleysi, sem hlýtur að vaxa ört ef þessi afturhaldsstjórn fær að halda áfram skemmdarverkum sínum enn um skeið. Hug sinn tii alþýðusamtakanna hefur ríkisstjórnin sýnt ótvírætt með vinnudeilunum í sumar, er öllu afli aft- urhaldsins, undir forustu ríkisvaldsins, var beitt til að reyna að buga verkalýðshreyfinguna. Dagsbrúnarmenn og félagar þeiiTa í Reykjavík, félögin á Norðuiiandi, sjómenn og verkamenn rnn allt land hrundu þeirri árás, þrátt fyrir tilraunir Alþýðuflokksins að vega að baki verkalýðssamtök- íinum með skemmdarverkum innan félaganna, samstilltum áhlaupum afturhaldsins að utan. ★ Þa.ð fer ekki dult að ríkisstjómin er þessa dagana að undirbúa allsherjarárás á lífskjör alþýðu og frelsi verka- lýðsfélaganna, er þau hafa unnið sér með hálfrar aldar baráttu. Emil Jónsson, Alþýðuflokksráðherrann, sem í sum ;;r stimplaði Dagsbrúnarmenn glæpamenn fyrir viðleitni þeirra til mjög hófstilltra- kjarabóta, lýsti yfir í útvarpsiun- i-æðunum að mikil átök væru framundan, átök stjórnar- Iiðsins við „kommimistaflokkinn“. Engum dylst að það sem ráðherrann meinti var raunverulega það sama sem hinn aldurhnigni brautryðjandi íslenzkra verkalýðssamtaka Otto N. Þorláksson sagði við setningu flokksþings sósíal- ista á laugardaginn: „Alþýða Island > á nú enga aðra stjórn- málaforustu en Sósíalistaflokkinn“. Þeim er það báðum ljóst, ráðherranum og brautryðjand- anum, hvers virði íslenzkri alþýðu Sósíalistaflokkurinn er. Þess vegna lítur afturhaldið með ugg til þings Sósíalista- flokksins, en alþýða landsins treystir því, að þaðan sé að vænta ákvarðana, er auðveldi henni vörn og sókn, beini brautina til betri lífskjara, til aukins valds yfir örlögum sínum. „Kvikmynd og gagnrýni 4—5 línur af heimsku- legri frásögn“ Það var bréf í Bergmáli Vís- is síðastliðinn laugardag, þar sem kvikmyndagagnrýni Þjóð- viljans var enn einu sinni gerð að heimspólitísku stórmáli. — Gagnrýnendur okkar skrifa um bíómyndir bara til að skeyta skapi sínu á Hollywóod og snobba fyrir Rússum. Höfund- ur bréfsins heitir Kári. Kári virðist álíta að kvikmyndagagn rýni Þjóðviljans sé þáttur í ein hverri hernaðaráætlun Rússa og geti jafnvel orðið efni i eina heimsstyrjöld til viðbótar, ef svo ber undir. Hann segir að kvikmyndagagnrýnin hérna hafi venjulega ekki lýst sér í öðru en „heimskulegri frásögn, að öllum jafnaði ekki nema 4— 5 línur, þar sem sagt er, að kvikmyndin sé frá Hollywood, illa gerð og fávitalega að flestu leyti“, og í leiðinni lætur Kári þess getið, að Gary Cooper sé ekki kommi. Það er Þjóðvilja- lygi að segja að Gary Cooper sé kommi. Hann er ekki einu sinni krati. Bréf Kára er sem sé hið skemmtilegasta. ★ Rússar segja þunna brandara Til að sanna fyrir fólki, að kvikmyndagagnrýnendur okkar séu Rússasnobbar og hinir verstu menn, nefnir Kári það að hér var ekki minnzt á einhverja þrautleiðinlegá rússnska gam- anmynd, sem sýnd var í Gamla Bíó nú fyrir skömmu. Kvik- myndagagnrýnendur Þjóðvilj- ans ætla vitlausir að verða, ef eitthvað kemur frá Hollywood, sem er ekki eins og það á að vera, en þeir .steinþegja yfir því, að Rússar scgja þunna brand- ara .Hér var á bíó sýnd rúss- nesk ,,dumvittighed“ en hinir sovétsnobbuðu kvikmyndagagn- rýnendur héldu henni leyndri. Það breytir auðvitað engu um hið dásamlega sönnunar- gildi þessara upplýsir.ga Kára, að kvikmyndagagnrýni Þjóðvilj ans hefur að mestu legið niðri uppá síðkastið, og þessvegna hefur hér engu meira verið skrifað um hollywoodskar en rússneskar leiðindamyndir. -— Sennilega mun Kári svara í sama tón og maðurinn, er mælti þessa setningu, sem fræg er orðin: „Eg geng ekki inn á neitt.“ k Fleiri kvikmyndahús kret'jast fleiri gagn- rýnenda En úr því ég er að tala um kvikmyndagagnrýni okkar er réttast ég gefi því skýringu, hversvegna hún hefur legið niðri að undanfömu. Ástæðan er aðallega sú, að við höfum ekki fengið nógu marga menn til að halda uppi stöðugri gagn rýni eftir því sem kvikmynda- húsunum hefur fjölgað. Við vilj um helzt hafa það svo, að hver einasta kvikmvnd. sé gagnrýnd, en til þess þarf nú fleiri gagn- rýnendur en áður. Og við höf- um heldur viljað sleppa með öllu kvikmyndagagnrýninni en láta hana ekki koma nema með höppum og glöppum. En nú fara þessi mál að lagast og vonumst við til að get'a innan skamms hafið að nýju kvik- myndagagnrýni sem fastan lið í blaðinu. Það dugir ekki’ að hann falli niður þc;si ■ þáttur sem hefur unnið sór miklar vin sældir almennings og tekst svo prýðilega vel að fara í taugarn ar á fölki eins og honum ára mínum Kára. ★ Hver einasti tónn rammfalskur P. L. skrifar: „Eg hafði séð í blöðum að auglýst var með hástigslýsing- arorðum nýútkomin ljóðabók eftir ungt skáld. Hann hlaut að vera stórskáld eftir auglýsing- unum að dæma. Eg var farinn að hlakka t.il að lesa bók hans. En það dróst nokkuð og áður en það yrði, rakst ég í tímariti á kvæði eftir hinn unga mann. Kvæði þetta er fyrir neðan all- ar hellur, Það er einn endemis hálfvitasamsetningur í öllu til- 11ti. Efnið er tóm þvæla, þar sem það er ekki gjörsamlega ó- skiljanlegt, og meðferð manns- ins á viðurkenndum bragregl- um er líkust. því sem laglaus krakki væri að spila á fiðlu. Svo að segja hvör einasti tónn er rammfalskur. ★ Er ckki voðinn vís? „Þegar maður rekst á annað eins og þetta, hlýtur maður að spyrja í angist: Eru íslending- ar að tapa öllum skilningi á sín um þjóðlega kveðskap. Geta menn, sem ekki hafa snefilsvit t. d. á stuðlum og höfuðstöfum, komið með sitt- hræðilega leir- burðastagl til ritstjóra mikilla tímarita og fengið þá til að prenta það á fínasta pappír, með bráðgáfulegri mynd af '-'öfundinum, séníinu. Og er ekki bara voðinn vís í þessum efn- um, þegar íslenzkir bókaútgef- endur láta gabba sig til að gefa út heilar bækur af hálfvitalegu þrugli, sem á að vera kvæði? Jú, það er svo sannarlega eitthvað bogið við bókmennta- smekk íslenzkan, þegar svo er komið. P. L.“ A að senda bandarísku verkamennina heim? Fyrir nokkru var lesið í út- varp einkennilegt plagg, undir- ritað af flugvallanefnd. Þrátt fyrir loðið orðalag, þar sem ým- ist er slegið úr eða í, var ljóst að fæst af skilyrðum hins al- ræmda. flugvallarsamnings hafa verið uppfyllt af hálfu Bandaríkjanna. Tónninn í þessu pantaða plaggi minnir mjög á þá tíð er auðsveipni íslenzkra embættis- manna var á hæsta stigi og þeir luku bréfum sínum til danskra valdsmanna eitthvað á þessa leið: „yðar auðmjúkir og und- irdánugir þénarar." o. s. frv. Ekki mun rætt hér um þetta furðulega plagg, sem er höf- undum sínum til lítils sóma, Bandaríkjunum til enn minni sóma en ríkisstjóm Islands til háðungar, heldur minnst lítil- lega á eitt atriði: innflutning amerískra verkamanna til vinnu við hótelbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Til afsök- unar innflutningi nokkuð á fjórða bundrað verkamanna, segir eitthvað á þá leið, að stjórnin hafi ekki, þar sem annar tími fór í hönd, "viljað stuðla að því að íslenzkir verka menn yrðu ráðnir til starfa á vellinum, hins vegar muni þetta mál tekið til athugunai' eftir áramótin. Nú er vitað mál, að atvinna var með minnsta móti í sumar, síðan 1940, og bendir þetta ó- neitanlega í þá átt, að rikis- stjórn „hins þrautreynda verk- lýðsforingja“ hafi litla tilhneig- ingu til að nota tækifærin er bjóðast til að auka atvinnu- möguleika verkamanna. Nú hefst vertíð væntanlega eftir áramót, nema stjórnin ætli að stöðva hana eins og annað, svo eitt rekur sig á annars horn í „röksemdum“ ráðherranna. Og á þá að senda bandaríska verkamenn heim? hft- til leigu !s • á Mikíubrant 16 +— efri hæð —I liggiir leicíin -H-i-H-+-l+-Kr++++-l"l--:-l-!-4-I"I"I- tltbrei ð i ð Þjéðviljanm l-H-M-H-M-I-I-l'.l-M 11 I I H' !■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.