Þjóðviljinn - 04.11.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.11.1947, Blaðsíða 6
6 ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 4. nóvember 1947. 50. Samsærið mikla eítir MICMEL SAYEBS oa ALBERT E. KAHN Hernaðarmarkmið Bandamanna í Rússlandi voru öll óljósari. Talsnienn Bandamanna skýrðu loks íhlutunina fyrir heiminum, að svo miklu leyti sem þeir reyndu að skýra hana, sem pólitíska krossferð gegn kommúnismanum. En í raun og veru var baráttan gegn bolsévismanum ekki aðalatriðið. Atriði eins og rússneska timbrið, kolin í Donets, gull í Síberíu og olían í Kákasus voru þungvæg- ari orsakir. Þar komu einnig til heimsvaldasinnuð áform í stærri sniðum, eins og sú fyrirætlun Breta að mynda ríkjasarnband í Suður-Kákasus, er yrði veggur milli Ind- lands og Sovétríkjanna og gera mögulega einokun Breta á olíulindum Vestur-Asíu, — áætlun Japana um hernám Síberíu og nýlendunám, •— áætlun Frakka um að ná vaídi á Donets og Svartahafssvæðinu, og hin langsæja fyrirætlun Þjóðverja um vald yfir Ej'strasaltslöndun- um og Úkraínu. " Eitt af fyrstu verkum sovétstjórnarinnar var þjóðnýt- ing hinna voldugu auðhringa keisaraveldisins. NámurI Rússlands, myllur, verksmiðjur, járnbrautir, olíulindir og’ öll önnur stóriðjufyrirtæki voru lýst ríkiseign sovétþjóð- anna. Sovétstjórnin neitaði að viðurkenna skuldir keis- arastjómarinnar erlendis, meðal annars með þeim rök- stuðningi að lánin hefðu verið veitt beinlínis í því skyni að bæla niður byltingu alþýðunnar.l) Þó keisaraveldið Rússland hefði sýnzt út á við auðugt land og voldugt, var það í raun og veru hálfnýlenda ensk-franska, og þýzka auðvaldsins. Fjárfesting Frakka í Rússlandi keisarans nam 17591 milljónum franka. Enskt og franskt auðvald átti ráð á allt að 72% rússneskra kola, járns og stáls og 50% rússnesku olíunnar. Á hverju ári vöru noklcur hundruð milljóna franka og sterlings- punda fleytt af erfiði rússneskra verkamanna og bænda sem hluthafaarður, gróði og vextir handa erlenda auð- valdinu í bandalagi við keisarastjórnina. Eftir bolsévikabyltinguna birti árbók kauphallarinnar í London „Stock Exchage Year Book“ sérstakan lið í kafl- anum „Innstæður í Rússlandi": Áfallnir vextir 1918 og síðan ógreiddir“. Brezkur þingmaður, Cecil l’Estrange Malone ofursti, sagði í þingræðu 1920 í allheitum umræðum um stefnu Bandamanna í Rússlandi: ,,Til eru hér á landi hópar manna og einstaklingar sem eig'á fé og hlutábréf í R.ússlandi, og einmitt það fólk er alltaf með baktjaldamakk til að steypa bolsévikastjórn- inni. Á tímum keisarastjórriarinnar var hægt að fá tíu til tuttugu prósent hagnað með því að arðræna rússneska verkamenn og bændur, en í sósíalistaríki verður senni- lega ekki hægt að græða neitt þannig, en það kemur í Ijós að nær allir auðhringar þessa lands hafa á einn eða annan hátt hagsmuna að gæta í Rússlandi.“ Þingmaðurinn benti á að „The Russian Year Book 1918“, hefði áætlað fjárfestingu Breta og Frakka í Rússlandi ná- lægt 1600 milljónir sterlingspunda. „Þegar við segjum að Foch marskálkur og franska þjóðin sé andstæð friðj við Rússland", sagði Malone, of- ursti, „eigum við ekki við franska lýðveldið, ekki' við franska bændur eða verkamenn, heldur frönsku hluta- bréfaeigendurna. Þa.o skulum við gera okkur alveg ljóst. Við eigum við það fólk sem hefur varið illa fengnum 51. dagur LIFIDAB VEÐI Eftir Horare Mc Coy „Hún skammast og rífst yfir öllu, sem---------“ „Ó — það er vegna þess, að hún elskar þig, hel- vítis fíflið þitt.“ ,,Eddie!“ hrópaði Myra. „Auðvitað," hélt Bishop rólegri áfram. „Það er sannarlega kominn tími til að einhver segi þessum bjálfa-------“ , Þögn. „Hvað um það,“ sagði Dolan loksins. „1 kvöld hef ég séð það, sem ég veit, að enginn máttur í víðri veröld getur aftrað mér frá að aðhafast eitt- hvað til að ráða bót á því. Þó það kosti mig lífið, þá skal ég gera það.“ „Það er ágætt,“ sagði Bishop. „Það reynir enginn að liindra afskipti þín í þessu máli. Við erum bara að reyna að hjálpa þér — okkur langar líka til að gera eitthvað í þessu. En þú getur ekki steypt þér á kaf í þe^ta, alveg fyrirvaralaust, án nokkux-s annars stuðnings en særðrar réttlætistilfinningar. Þú getur ekki lagfært heiminn á nokkrum dögum.“ „Ekki það? En þú getur böivað þér upp á, að ég ætla ekki að bíða -------“ „En hvernig fer þá með Nestor? Og hvernig fer með Carlisle? Eg hélt, að við ættum að taka þá í karphúsið næst.“ „Það er nógur tími tiúþess se.inna. Fj'rst kemur það, sem ég sá í kvöld. Það skiptir mestu máli. manstu eftir Ku Klux Klan?“ „Já, það man ég. Seztu maður, og taktu ofan.“ ,,Ágætt,“ sagði Dolan og livorki settist né tók ofan. „Eg veit ekki, hvort þessir menn tilheyra þeim félagsskap eða ekki. Þeir eru í svörtum kuflum, og kalla sig „Krossriddarana". Guð einn veit, hvað þeir eru fjölmennir hér í borg — ef til vill skipta þeir þúsundum. Þetta fer mjög leynt og það er mikil dul yfir því — og blöðin minnast ekki einu orði á það. Þeir ráðast á fólk að næturþeli, berja það, velta því upp úr tjöru og fiðri, alVeg eins og Klan menn- irnir gerðu á sínum tíma. Þeir neyða fólk til að kyssa fánann, og fleira þess háttar — meira að segja neyddu þeir vesalings Bagriola til þess, eftir að þeir voru búnir að misþyrma honum — og hann hefur verið sændur hetjuqrðunni og er miklu betri Ame- ríkani en nokkur þessara illmenna. Og vesalings Towbridge — rúmfastur og getur hvórki hrært legg né lið. Eg get ekki gert að því, þó þetta komi mér út úr jafnvægi. Það sýður í .mér —“ „All right“, sagði Bishop. „Eg er nú búinn að hlusta á þig af stökustu þolinmæði -—• nú verður þú að hlusta á mig. Eg ætla að segja þér dálítið, sem ég hef lengi haft í huga. Það er ekkert nema gott við því að segja, að þú sért gagntekinn af þessum atburðum, það erum við Myra líka. En flest það, sem gerist hér í Colton, á sér líka stað í öðrum borgum cg bæjurn Bandaríkjanna.. Fjársvik, sið- ferðisspilling, trúarhræsni og fölsk ættjarðarást — allstaðar þrífst þetta mætavel. Colton er glæsilegt sýnishorn þessarar spillingar. Setjum nú svo, að þér takist að uppraxta hér í Colton Ku Klux Klaix, eða Krossí'iddarrana eða livað þeir nú kalla sig--------“ „Já, ég skal komast fyrir rætur þess —“ „Svona hægan. Gríptu ekki fram í fyrir mér. Ger- um nú ráð fyrir, að þú upprættir þá hér í Colton. nE hvað þá um alla hina landshlutana? Þú upprætis ill- gresið ekki, nema með því að komast fyrir- rætur þess. Þú getur kannski rifið það upp með rótuni hérna —en með hvaða árangri ? Eftir mánuð verður allt komið í sama lxorfið. Skilurðu, við hvað ég á?“ „Nei, í hreinskilni sagt, þá skil ég það ekki. Eg' hef ekki skimu um, hvert þú ert að fara —“ „Þá skal ég orða það öðruvísi. Hefurðu nokkurn- tíma heyrt getið manns, sem heitir Karl Marx?“ „Auðvitað hef ég heyrt um Marx og Engels og Lenín. Og hvað svo ?“ „Veiztu nokkuð um þá?“ „Ekki mikið. En hvern fjandann koma þeir þessu máli við?“ Bishop sneri sér að Myru. „Er það ekki stórkostlegt ?“ sagði hann. „Gæti maður trúað þvi að óreyndu?" „Tæplega —“ „Um hvern fjandann eruð þið eiginlega að tala?“ sagði Dolan fúll. „Eg spurði vegna þess, að mér finnst að þú ættir að kynna þér nánar kenningar þessara manna“, sagði Bishop. „Þeir fundu til ástandsins á alveg nákvæmlega sama lxátt og þú — þeir urðu bara þó nokkuð mörgum árum á undan þér að uppgötva það“. „Eg skil ekki enn —“ „Eg veit ekki hvernig ég á að gera þér það skilj- anlegt“, sagði Bishop. „Þú þaxrinast aga og skipu- lagshæfni. Án þeirra hæfileika kemstu ekki langt — án þeirra verðurðu aðeins samvizkusamur stritjálk- ur. Þú veizt hvað kommúnismi er — eða er ekki svo ?“ Jú“ svolítið —“ „Þú stiúðir mér stundum á þvi, að ég sé and- skotans kommúnisti” —•“ „Eg ætlaði ekki að særa þig með því, Eddie — það ættirðu að vita. Eg nota það bara sem slag-' orð —“ „Þú þarft ekkert að afsaka það“, sagði Bishop. „Eg tel mér heiður að þeirxi nafnbót. En það er rétt athugað hjá þér, að það er orðið „slagorð”. 1 augum flestra er það ekkert annað. En það veit skaparinn, að þú er miklu meiri kommúnisti en ég •—“ „Þú ert vitlaus”, sagði Dolan. „Eg er ekki komm- únisti“. „Þú ert kommúnisti, án þess að vera það ljóst sjálfum. Þú hatar stjórnarfyrirkomulag borgarinn- ar, stjórnarfyrirkomulag áhugamannaleikhússins, þú hatar auglýsingabrjálæðið í útvarpinu, þú hatar prestana, af því þeir elta fólk á röndum, kjaftandi og munnklökkir og vilja „frelsa" það, hvað sem það kostar —• þú hatar allt þjóðfélagið í einni hönk. Eg get bölvað mér upp á, að þú hefur sagt mér hundr- að sinnxim —“, „Nei, heyrðu nú,“ sagði Dolan og tók ofan. „Við getum þruglað svona í allt kvöld. Það getur vel 1) Eftir hinar hræðilegu Gyðingaofsóknir, sem- „Svartliðarn- ir“ með vitund leynilögreglu keisarans skipulögðu 1906, réðst Anatole France harðlega á þá frönsku fiármálamenn, sem héldu áfram að lána keisárastjórninni fé. „Borgarar vorir ættu að minnsta kostí að hafa eyru til að heyra," ritaði hinn heims- kunni franski rithöfunilur. „Yfir þá gcta dunið erfiðir tímar ef þeir halda áfram að lána rússnesku ríkisstjórninni fé, til þess að hún geti Iátið skjóta, hengja, strádrepa. ræna að vild og myrða frelsi og menningu í hinu víðáttumikia, óiánsama veldi •sínu. Borgarar Frakklgnds, látið ekki meira fé tii nýrra grimmd arverka og .asnastykkja, látið ekki fleiri milljarða til pisla og þjártinga mikil= fjölda manna." En frönsku fjármálamenn- irnir létu sé ekki segjast við hið ástríðuþungna ávarp Anatole Fr-ance. Þeir héidu áfram að lúna keisarai'astjórninni milljón á milljón ,ofan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.