Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1947næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Þjóðviljinn - 14.11.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.11.1947, Blaðsíða 6
Þ J ó Ð VI L J T >T N F8-.~tudr.gur 14. nfv. 1947. * m 58 k I Samsæríð mikla eftir MICMEL SAYERS oq ALBERT E. KAHN an ósigur. Rauði herinn var, að dómi Hoffmanns, aðeins gamli rússneski herinn, „leystur upp í ruslaralýð“. Snemma vors 1919 hafði Hoffmann komið fram á Parísar friðarþingið með hernaðaráætlun um sókn til Moskvu með þýzka herinn í fararbroddi. Frá sjónarmiði Hoffmanns yrðu þar með tvær flugur slegnar í einu höggi, þáð yrði ekki einungis til að „bjarga Evrópu frá bolsévismanum“ heldur jafnframt bjarga keisarahernum og varna því að hann yrði leystur upp. Hoffmanns- áætlunin, með nokkrum breytingum, var samþykkt af Foch marskálki. Hinn 22. nóv. 1919 lýsti Hoffmann yfir í viðtali við Londonblaðið Daily Telegraph: „Síðustu tvö árin hef ég verið að komast að þeirri niðurstöðu að bolsévisminn sé mesta hætta, sem ógnað hafi Evrópu öldum saman“. í minningum sínum „Stríð tapaðra tækifæri“ harmar hann að ekki skyldi verða af sókninni til Moskvu samkvæmt hinni upphaflegu áætlun hans. Brezki sendiherránn d’Abernon lávarður lieimsótti Hoffmann í Berlin 1923 og segir svo frá í dagbók sinni: „Allar skoðanir hans mótast af því almenna viðhorfi að ekkert geti lagazt í heiminum fyrr en menningarþjóð- ir vesturlanda sameinast um að hengja sovétstjórnina. .... Aðspurður hvort hann teldi mögulega einingu Frakk- lands, Þýzkalands og Englands til árásar á Sovétríkin, svaraði hann: Það er svo brýn nauðsyn að eining hlýtur að nást“. Árin eftir stríðið, er íhlutunarstríðin gegn Sovétríkjun- um voru farin út um þúfur, endurskoðaði Hoffmann á- ætlun sína og sendi hana sem trúnaðafmál til herfor- ingjaráða ýmissa Evrópuríkja. Lejmiskjal þétta vakti þegar mikla athygli meðal hinna vaxandi fsistahreyf- inga álfunnar. Foch marskálkur og herráðsformaður hans, Pétain, er báðir voru nánir persónulegir vinir Hoffmanns, létu í Ijós mikla ánægju með hina endurskoðuðu Hoff- mannsáætlun. Meðal annarra þekktra manna er lögðu blessun sina á áætlunina voru Franz von Papen, barón Karl von Mannerheim, Horthy flotaforingi og yfirmaður leyniþjónustu brezka flotans Sir Barry Domvile. Hoffmannáætlunin naut í seinni útgáfunum hylli á- hrifamikilla manna i þýzku herstjórninni, enda þótt hún væri róttækt fráhvarf frá hinni hefðbundnu hernaðar- og utanríkisstefnu Bismarcks og lærisveina hans. Hin nýja Hoffmannáætlun gerði ráð fyrir bandalagi Þýzka- lands við Frakkland, Italíu, England og Pólland, byggðu á sameiginlegum málstað gegn Sovétríkjunum. Hernað- arlega gerði áætlunin ráð fyrir —"svo notuð séu orð hins forvitra rithöfundar Ernst Henris úr bókinni „Hitler gegn SovétríkjumuíT' „einbeita skyldi nýjum herjum að Vislu og Dvínu eftir fyrirmynd Napoleons, leiftursókn, undir þýzkri stjórn gegn liinum flýjandi hersveitum bolsévika, hernám Leningrads og Moskvu á nokkrum vikum, hreinsa til í landinu allt austur til Úralfjalla — og þá frelsun siðmenningar heimsins með þvi að sigra hálfa heimsálfu.“ ' Bjóða átti út her um alla Evrópu undir þýzkri stjórn, til að slá niður Sovétríkin. IX. KAFLI Hin furðulegu örlög hermdarverkamanns 1. Sidney Reill.v skýtur upp. Berlín, desember 1922. Þýzkur flotaforingi og brezkur leyniþjónustumaður sátu saman í mannmörgum setusal hins fræga Adlon-hótels, og með þeim var' ung kona, lagleg, klædd eftir nýjustu tízku. Hún var leikkona frá sungleikjahúsum London, Pepita Bobadilla, einnig kunn sem frú Chambers, ekkja hins fræga enslca leikritaskálds Haddon Chembers. Talið barst að njósnum. Englendingurinn fór að tala um furðuleg ævintýri brezks njósnara er hann nefndi C„ í Sovétríkjunum. Þjóðverjanum var kunnugt um frægð þessa C. Þeir skiptust á sögum og ævintýrum hans. Frú Chembers réð loks ekki við forvitni sína, og spurði: ( Hver er þessi mr. C? 59. dagur LIFIÐ AÐ VEÐI EMr Hrtrare Me Coy brúninni. Spölkom framundan sá hann bjarm- söfnuðurinn, nema að því leyti, að framan á hettuna ami af ijósum margra bila, sem var gengið frá á' opnu svæði. Þegar augu hans vom farin að venjast myrkrinu, (það var ekkert tunglsljós), kom hann auga á marga menn hjá bílunum. Þeir voru að klæða sig í munkakuflana. Það giaddi hann mikið. Eftir allt þurfti hann þá ekki að sýna skirteimð. Hann opnaði böggulinn og flýtti sér í skrúðana ög smellti hettunni á höfuð sér. Hann varð hissa á því, hváð honum létti mikið við að fara í þessar druslur. Um leið og hann var kominn i skrúðann, var hjart- sláttur hans eðlilegur aftur og honum yarð léttara um andardráttinn. Honum fannst hann alveg örugg- ur í þessum dulbúningi. Hann brosti með sjálfum sér undir hettunni — þetta var undravert. Nú skildi hann, hvers vegna mennirnir dulbjuggu sig á þenn- an hátt og voru á ferðinni i myrkri. Þá fannst þeim þeir vera fullkomlega öruggir. Hann gekk meðfram veginum út á opna svæðið. Á opna svæðinu, umkringdu trjám, greindi hann mörg liundruð svartklæddar verur. Þetta var gamli flugvöllurinn, sem var notaður á stríðsárunum, en var nú löngu lagður niður sem slíkur. Einn stór flugskáli stóð uppi enn, og hann sá gegnum rifur og sprungur á veggjunum, að ljós log- aði inni. Hann gekk hægt í áttina til skálans. Gafldyrnar stóðu opnar, og hann sá að inni stóðu í smáhópum mörg hundruð manns, klæddir svörtum kuflum. Þvert fyrir innri gaflinum var' upphækkun, gerð úr óhefluðum plönkum, og á henni tíu stólar. Hann gekk fram hjá dyrunum, og aftur fyrir skálann. Þar stóðu um 50 bilar í skipulegri röð — dýrmætir, lokaðir einkabílar og íburðarmiklir „sport“-bílar. Þeir voru auðsjáanlega eign auð- manna. Hann rölti hægt í áttina til þeirra — og við enda skálans, þar sem vegurinn lá inn á gamla flugvöllinn, stóðu tveir kuflklæddir menn, og stjórn- uðu umferðinni. Þeir leyfðu aðems ákveðnum, út- völdum félagsmönnum aðgang að fyrirframtryggð- um bílastæðum. Hugur hans dvaldi örskot við kald- hæðnina í slíku manngreiningaráliti innan félags- skapar, sem hafði jafnrétti allra efst á stefnuskrá sinni, og öllu ofar. Haim tók úr vasa sínum innan undir kuflinum blýant og-blað og fór að slerifa hjá sér númerin á öllum dýrmætustu bílunum. Þetta var vandaverk í myrkrinu, en hann gætti þess vamllega að mislesa ekki númerin. Hann heyrði hvellt pípuhljóð að baki sér, og sam- stundis nálguðust allar skuggaverurnar skáladyrn- ar. Hann leit á klukkuna — hana vantaði tvær mín- útur í tólf .Hann lét berast með straumnum, ánægð- ur yfir að hafa náð númerunum á bílunum — nú yrði auðvelt að hafa upp á því, hverjir væru for- vígismenn hreyfingarinnar. Skálinn var þegar orðinn fullur, en svartklæddar verur strcymdu samt stanzlaust að úr öllum áttum. Dolan ruddist inn í miðjan skálann, nokkurnveg- inn fyrir miori upphækkuninni. Sjö menn, sem voru þar stóðu nú á fætur og litu yfir söfnuðinn, en sá áttundi var á le.Sinni þangað. Átta menn. Þeir voru í samskonar kuflum með samskonar hettur og voru útsaumuð -allskonar tákn og merki, sem gáfu mannvirðingu þeirra innan félagsskaparins til kynna. Þau voru líkust grískum bókstöfum, en Dol- an var of langt frá mönnunum, til að geta séð þá greinilega. Mennimir á upphækkuninni hvísluðust eitthvað á um stund, og síðan heyrðist aftur hvína í pípunni. Embættismaður gaf merki með höndinni, og hurðin féll ískrandi og brakandi að stöfum. Samstundis dró niður í hundruðunum í skálanum, og allt varð stein- hljótt. Maðurinn, sem hafði gefið merkið, steig nú upp á ræðupallinn og leit yfir mannfjöldann, um leið og hann heilsaði með nokkurskonar Ilitlerskveðju. Nú var orðið dauðahljótt. Hann lyfti höndinni eins og taktstokk, og um leið og hann sveigði hana niður söng allur mannsöfnuðurinn: My country, ’tis of thee Sweet land of liberty Of thee I sing. I love thy rocks og rills Thy woods and tempelhills, From every mountain-side Let freedom ring! Söngurinn hófst upp í volduga hrifningareldu frá söfnuðinum, og smáfjaraði síðsin út. Augu allra hvíldu á mönnunum á .ræðupallinum. Annar embættismaður — einhverskonar djákni — kom fram og heilsaði með samskonar Hitlerskveðju- afskræmi og hinn, og laut síðan höfði. Dolan sá út undan sér, að mennimir í kring um hann lutu líka höfði, svo hann gerði það sama, en ekki meira en svo að hann sæi það, sem fram fór á pallinum. „Foringjamir” stóðu líka á fætur. Djákninn upphóf ræðu sína: ,,Ó, guð, vor himneski faðir! Vér biðjum, að þú blessir þessa samkomu hér x kvöld. Láttu vísdóm þinn uppljóma Krossriddarana, þessa göfugu menn, nefnda eftir pílagrímum mið- aldanna, sem ferðuðust yfir Rauða hafið til að berjast við kolsvarta heiðingja, sem svívirtu must- eri þitt, Hjálpa þú oss að vera sterkir og hugprúðir, svo oss auðnist að sá ógn og skelfingu í hjörtu fjandmanna þinna — Amen“. Djákninn rétti í einum rykk úr álútu höfðinu og dró sig í hlé. Söfnuðurinn andvarpaði. Dolan brosti undir hettunni, og var að hugsa um, hvað margir viðstaddra vissu, að djákninn hafði í bæninni haft hausavíxl á sögulcgum staðreyndum og ruglað stað- leysur. En nú kom fyrri embættismaðurinn aftur í ljós. Hann beið átekta, þegjandi, þangað til kyrrð var komin á. Þá rétti hann höndina upp í loftið. ,,Hljóð!“ öskraði hann svo undir tók í skálanum. „Krossriddarar!“ hélt hann áfram. „í nótt höldum við sjöunda fund þessa volduga félagsskapar. Dag eftir dag náum við nýjum áröngrum í starfi okkar. Dag eftir dag sameinast fleiri og fleiri blóðhreinir . ..—ini ni .................... wm..

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 261. tölublað (14.11.1947)
https://timarit.is/issue/212995

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

261. tölublað (14.11.1947)

Aðgerðir: