Þjóðviljinn - 26.11.1947, Qupperneq 5
Miðvikudagnr 26. nóv. 1947.
ÞJÓÐVILJINN
5
BRÉF
Stokkhólmi 14. nóvember.
í gær féll snjór í Stokkhólms
borg og nú liggur haustlaufið
á snjónum.
Þeir, sem sáu „The Iceman
í:—eftir O’Neill í gær-
kvðld, biðu þess allt kvöldið
að Ismaðurinn kæmi, en nei,
ekki var hann sýnilegur í leik-
liúsinu. Þegar út kom, var hann
þar. Það snjóaði og snjórinn
var jafnfallegur og snjór ann-
arra landa. Þetta er þó ekki
fyrsti snjór, sem fellur yfir
Stokkhólm, því að einn morgun
vaknaði fólk í ýmsum húsum
við það, að einhverjir voru að
viðra rúmföt á efri hæðunum,
og þegar gægzt varð út um
gluggana, var loftið fullt af
snjókornum. En sá snjór bráðn
aði á svipstundu. Mönnum komu
í hug orð Villons: Hvað varð
um forna snjóa?
Það liggur nærri að nú snjói
á frönsku í Svíþjóð, að minnsta
kosti í bókmenntaheiminum, því
að í gær veittu þeir Svíarnir
André Gide bókmenntaverð-
laun Nóbels. Stokkhólmsblöðin
taka misjafnlega undir kjörið.
Vinstri blöðin eru óánægð og
nefna aðra höfunda sem hefðu
átt að hreppa hnossið, en
hægri blöðin segja frá án þess
að brydda á óánægju né á-
nægju. Það komu aðrir höfund
ar til greina, m. a. enska skáld-
ið T. S .Eliot og frönsku rit-
höfundarnir Mauriac og Du-
hamel, sem báðir njóta þess
heiðurs að skrifa undir nafn
sitt ,,de l’academie francaise",
en það veitist ekki nema út-
völdum. I augum margra er tit-
illinn ,,dc l’academie francaise“
merki afturfarar og stöðnunár
nú á dögum og finnst þeim
akadcmídð standa bókmenntum
þeirra algjörlega fyrir þrifum.
Það hefur þann starfa, sem
kallaður er að hreinsa og við-
halda tungunni eða m. ö. o.
krækiberja og lúsatínslu á bók-
menntasviðinu. Ennfremur hef-
ur það ekki viðurkennt ýms
orð af því sem t. d. Corneille
skrifaði áður fyrr, svo að bet-
ur hefði farið, að það hefði
starfað þá, en ekki nú. Það er
varla nokkur Frakki, sem ekki
skrifar vel nú á dögum, en þar
fyrir er ekki sagt að hver og
einn sé mikill rithöfundur. Þeir
þykjast vera aftur úr tímanum.
Það er til smá saga um Arthur
Gravan, sem spurði André Gide
eitt sinn þreytulegum og gam-
allegum tón: ,,Hr. Gide, hvar
erum við í tímanum?“ En Gide
sem skildi ekki skensið svar-
aði: ,,Þrjú korter í 6.“
Nóg um bókmcnntir, þar eð
vér erum eltki í Frans, heldur
Svíþjóð hinni köldu. Hún ber
nafn með rentu þessa dagana
og við, sem nýkomin erum frá
Islandi, söknum heita vatnsins.
Þó hefur komið heitt vatn í
húsin einu sinni í haust og
. áttu þá víst Stokkhólmsbúar
að fá sér jólabaðið. En sú varð
frá Stokkhólmi
raunin á, að þeir ruku naktir
í baðið og þótti svo dónalegt,
að síðan hefur ekki komið heitt
vatn í vatnsæðar húsanna.
I suðurhluta bæjarins hefur
þó verið nóg um hituna, því að
þar hefur hver stórbrimiun ver-
ið á fætur öðrum. Það varð
uppvíst, að strákar á aldrinum
14—16 ára voru valdir að ein-
hverjum íkveikjum og höfðu
farið í þann leik til að sjá
rauða, fallega loga. Síðar kom
í ljós, að þeir höfðu logið á sig
fleiri íkveikjum en þeir höfðu
valdið, til þess að sýnast meiri
karlar fyrir félögunum.
Hér er margt skammtað eins
og heima, nema fatnaður.
Heima getur maður fengið sér
í eina ermi, en hér er ekki hægt
að fá í uppslög fyrir gjaldeyr-
isskorti. Það er sárt að sjá
eftir síðasta gjaldeyri landsins
í óþarfa eins og mat og hús-
næði. Kaffiskammturinn er lít-
511 og fer síminnkandi. Svo er
það vínið. Því er úthlutað sam
kvæmt kerfi Bratts nokkurs
og væi'i í lagi, ef það misbyði
ekki kvenréttindunum á gróf-
asta hátt. Til þess að fá sér
tvær fingurbjargir af brenni-
víni þurfa karlmenn nær því aö
sprengja sig á ’ mat, en kven-
fólk fær ekki nema eina fifig-
urbjörg, þótt það borði heirn-
mgi meira og jafnvel springi.
Kvenréttindm eru sem sé tioð-
dn illilega í svaðið, hvað sem
bindindismálum viðkemur. Svo
mikil lotning er fyrir kerfinu
að menn Ieggja sig almennt
undir það, enda eru Svíar litlir
sem engir merm ti! að brjóta
x-eglur.
Það kom stxilka frá íslandi
til Svíþjóðar og hafði aldrei séo
sporvagn . fyrr. Þegar hún sá
þá bláu, sem aka hér um
stræti með sitjandi og stand-
andi fólki, spurði hún: „Hvað
er þétta bláa, sem rennur eftir
götunum og dansað er í?“
Hún komst að því síðar,
hversu fjarri því fer, að dans-
að sé í þeim. Það er satt að
segja eins og að vera við jarð-
arför að fara með þeim og
versta skyssa, sem hægt er að
gera, er að hlæja.
Þeir eru nú í þann veginn að
bæta umferðina hér, alveg eins
og fólkið væri ekki nógu reglu-
samt fvrir. Expressen, eitt af
dagblöðunum, gerðist höfuð-
paurinn i að kénna mönnum
umfei’ðarreglur og bauð hverj-
um þeim, sém fæi’i rétt yfir
götuna, 50 ki'ónur. Þá vildi svo
til, að menn, sem alltaf hafa
stiklað á gulu röndunum, sem
merktar eru fyrir fótgangandi,
fói’u að taka hliðarstökk og
ýirtist enginn geta fylgt settum
reglum. Einstaka fengu verð-
laun og voru þeir afmyndaðir
þar sem þeir voru að fi'emja
afrekið að fara rétt yfir götuna
þannig, að hringur var settur
um þá á myndunum og viðkom
andi beðnir að bígefa sig á
skrifstofu blaðshis, til að taka
á móti verðlaunum. Komu
minnst 1000 manns til að fá
verðlaun fyrir hvern einn sem
fékk hring um höfuðið, því erf-
itt var að greina manninn á
myndinni,
Fyrstu verðlaun sem veitt
voru hlaut baniavagn. Það
minnti talsvert á kappreiðarnar
fyrir austan fjall, þegar hest-
urinn Skjóni fékk 1. verðlaun
og var það silfurbikar, en
hryssan Bleik 2. verðlaun og
var silfui'kaffisett. Var kaffi-
drykkja og dans á eftir.
Loks komst umferðin í samt
lag aftur og nú þræða íbúarnir
gulu strikin og fá engin verð-
laun. Þrátt fyrir það, segja
þeir ennþá mikið „tack, tack,
taek“ og þrælast á því frá
morgni til kvölds. Svarið við
því er „tack, tack, tack“ og
finnst oss löndum það minna
helzt á gagl, en erum samt óð-
fluga að nema. Svíar hafa ó-
umi’æðilega þörf fyrir ao titu-
lei'a fólk og segja þessa sögu
í því sambandi: Það var áður
fvrr í sveitinni, að fangar sem
þóttu meinlitlir, voru léðir á
hin og þessi heimili til vinnu.
Eitt sinn fékk frú nokkxir í
Örebro einn faixgann að láni
til að vinna í garðhium sínum,
og sem hún átti að skipa hon-
um fyrir vei-kum, vissi hún
ekki vel hvernig hún átti að á-
varpa liann. Þar eð hana grun-
aði að hann væri dæmdur fyrir
þjófnað, þá hóf hún máls:
„Vildi ekki heri'a þjófurinn
klippa grasið meðfram stignum
og þegar þjófui’inn lxefur gert
það, vill liann ekki raka mölina
og síðan, þegar þjófurinn hef-
ur lokið því, vill þá ekki þjóf
urinn gjöra svo vel að konxa
imx í eldhús og fá sér kaffi.“
En þá reiddist ávarpaður og
sagði vonzkulega:
„Þjófar gera hitt og þjófar
gera þetta — ég er .fjandinn
fjarri mér enginn þjófur. Eg
er brennuvargur."
Alltaf hafa Svíar gætt hins
ítrasta hlutleysis, jafnt nú á
j fundum sameiixuðu þjóðanna
senx áður. Ehxhver lét svo um
mælt, að næst skyldu Svíar
láta til sín taka á fuixdi RÞ og
stinga upp á einþverju róttæku.
T. d. því, að sameinuðu þjóð-
irnar efndu sér í bekki í stað
stóla, sem notaðir hafa verið á
fundum, svo að Svíar þyrftu
ekki að verða á milli stóla.
Th.
Mmmmia — Þórir
Þó margt sé nú ráðið af nxálefnum vorum og högum,
þeir mínnast þess lítt er fylgjast með sögunnar gangi,
að þú varst hinn fyrsti sem frá er getið í sögum
að fénaðist drjúgum á verzlun og innanlandsprangi
Þó saga vor kannski á stundum sé grálynd og glettin
og geti látið í triráðar meiningar skína,
er það víst tæplega hending að heildsalastéttin
til Hænsa-Þpris rekur tilveru sína.
En þjóð, senx taldi sér Iöngunx á liðnum dögum
Ijóma hxers afreks skylt við gleymsku að þyrma,
það gáleysi lilýtur að gremjast í fræðunx og sögum
ef getið er ekki sem skyldi þíns j,öndyegisfirma“.
Og xíst hafði saixxtíðin nxargt þér tii foráttu að finna
og fésýslustarf þitt var mörgum áhyggjum hlaðið;
svo börðust eklvi i þjónustu hugsjóna þinna
á þímmi dögum Vísir og Morgunblaðið.
En það er svo algengt að þeir senx brautina ryðja
þiggi að launum misjafna dónxa og harða.
Því bæri nú fjrrnefndum blöðum þá hugmynd að styðja
að braskarastéttin reisi þér minnisvarða.
Og til þess að engum takist með réttu að segja’unx
tilefni slíks eitthvað misjafnt né að því finna
mun f,jármálaráðhcrra Íslands, Jóhann úr Eyjum
afhjúpa x'arðann í nafni flokltsbræðra sinna.
GAMLI.
N E I S T I
Framhald al' 8. síðu.
hafi verið á Hafnarfjörð sem
fyrirmyxxdarbæ Alþyðuflokks-
:ns, má segja að síðustu árin
hafi eitt íhald ráðið flestu unx
stjórxx bæjarins.
Menn geta gerzt áskrifendur
eða keypt Neista í lausasölu
hjá afgreiðslu Þjóðviljans. Rit-
stjórn og afgreiðslu annast ÓI-
afur Jónsson Strandgötu 41
Hanfarfirði,
Vestur í hafinu aðeins fjöru
tíu sjómílur danskar undan Vest
fjörðum liggur nxesta eyland
jai’ðar, Grænl. landið sem Islend
ingar námu til fonxa og byggðu,
lifðu þar lífi sínu og háðu sína
baráttu um aldir, runixu loks
saman við annan aðkomuþjóð-
flokk, Skrælingjana, glötuðu
tungu sinni og hinni íslenzku
búandmenningu, en hófu í stað
inn veiðimemxingu hinna nor-
rænu þjóða í hærra veldi og til-
einkuðu sér ennfremur að ýmsu
leyti siði og háttu Skrælingj-
anxxa.
Út af þessum samruna Islend
inga og Skrælingja eru nútíma
Grænl. konxnir, en sumir þeirra
bera enn norrænt yfirbragð.
Þetta mun vera hin almenna
skoðun erlendra fræðimanna,
og má í því efni vísa til ekki ó-
merkari manns en bandaríska
landkönnuðarins og mannfræð-
ingsins Vilhjálms Stefánsson-
ar.
Að vísu halda Daxxir því emx
fram, að ísl. fornu hafi dáið út
á einhvern undraverðan liátt,
úr lxor og úrkynjun eða verið
drepnir í styrjöld við Skræl-
ingja. En þetta er ekki hægt að
taka alvarlega, þar sem það
stangast á. við staði'eyndir, og
að öðru leyti er vitað, að þessa
kenningu hafa Danir reynt að
lemja inn í umheimhhx af mik-
illi óbilgirni vegna þcirra hags-
muna, sem þeir gætu e. t. v. af
því haft.
Að skiljanlegum ástæðum hef
ur Grænland verið oss Islend-
ingum hugstætt á umiiðxxum
öldunx, og svo er það enn í dag.
Og eftir að það varð kunnugt,
að landbúnaður hafði verið
lagður íxiður í Grænlandi og
bændabyggðirnar þar stæðu í
eyði, hafa oftar enn einu siixnx
kömið fram raddir um það, að
Islendingar ættu að endur-
byggja þær og setjast þar að.
Þannig kom sameiginlegri
stjórn beggja landamxa þetta
til hugar laust fyrir 1730, og
rétt eftir 1850 hófst töluverð
hreyfing í Þingeyjarþingi um
að flytjast til Grænlands. Voru
haldnir um þetta mál allmarg-
ir fundir í sýslunni. Skamm-
sýnum mönnum tókst þó að
sveigja þessa hreyfingu inn á
aðrar brautir, sem sé Brasilíu-
ferðir. Þannig fór um þessa á-
gætu hugmynd.
Um það leyti, sem okkur
sjálfum tókst að losna úr
greipum Dana, á grundvelli
Ganxla sáttmála og i skjóli
þeirrar frelsishreyfingar sem
þá fór um heiminn, komu fram
ýmsar raddir, sem liéldu því
fram að Grænland ætti að
fylgja Islandi út úr sambandinu
við Dani. Fylgdust Islendingar
með því málefni af rniklum á-
huga. Báru ýmsir hugsjóna-
og gáfumenn þessa kenningu
fram svo sem skáldið og
menntamaðurinn Einar Bene-
diktsson.
Um þetta leyti hóf dr. Jón
Dúason að rita um Grænland
og réttax'stöðu þess. Hafa nú
þessi árin verið að koma á
prent frá hans hendi mikil rit
um þetta efni svo sem alþjóð
er kunnugt.
Framhald á 6. síðu,