Þjóðviljinn - 26.11.1947, Blaðsíða 6
6
68.
eftir
MICHAEL SAYESS ALBEET E. KAHM
Reilly gerði allt hugsanlegt til að hindra. lánið. Hann
setti upp einkaskrifstofu á Broadway er brátt varð að-
alstöð baráttunnar gegn SoVétríkjunum. Ógrynni af á-
róðursefni tók að flæða þaðan víðsvegar um Bandarík-
in, sent í pósti til áhrifamikilla ritstjóra, blaðamanna,
kenpara, stjórnmálamanna og verzlunárhöida. Reilly
fór í fyrirlestraferð til að skýra almenningi frá „hætt-
inni af bolsévismanum og ógnun hans við menningu og
heimsverzlunina“. Hann átti allmörg „trúnaðarsamtöl“
við fámenna, vaida hópa Wall Street-manna og auðugra
iðjuhölda víða í Bandaríkjunum.
„Bæði með opinberum fyrirlestrum og blaðagreinum"
ritar-frú Reilly. „barðist Sidney gegn láninu til bolsé-
víka. Og ekki þarf frá að skýra hvernig liann vann alger-
an sigur með einni uppljóstruninni eftir aðr'á, og lánið
var ekki veitt.“l)
Bítrátta gegn láninu var þó ekki aðalstarf Reillys í
Bandaríkjunum. Hann ætíaði sér fyrst og fremst að
stofna vestan hafs deild úr Alþjóðasambandi gegn bol-
sévisma, er lagt gæti drjúgan fjárskerf til hinna ýmissu
samsæra gegn Sovétríkjunum, sem hann hafði á prjón-
unum í Evrópu. Deildir úr sambandi Reillys voru þá
þegar starfandi í Berlín, London,- París og Róm og auk
þess í öllum ríkjum „sóttvarnarbeltisins“ frá Eystra-
salti til Balkanskaga. I austur-Asíu var deild, kostuð af
Japönum, í Harbin, Mansjúríu, undir forustu hins al-
ræmda kósakkaforingja Semjonoffs. í Bandaríkjunum
voru engin slík samtök, en nógur efniviður í þau.
Hinir rússnesku hvítliðavinir Reillys kynntu hann brátt
áhrifaríkustu og auðugustu sambandsmönnum sínum í
Bandaríkjunum, er helzt voru líklegir til að leggja fram
fé í samtök hans gegn Sovétríkjunum.
„Hvað fjáröflun snertir er hér einmitt rétti staðurinn“,
ritar Reilly þetta ár í trúnaðarbréfi til eins erindreka
síns í Evrópu, ,,en til þess að fá peningana þarf að'leggja
fram ákveðnar áætlanir sem sennilegt er að hægt sé að
framkvæma, og áþreifanlegar sannanir þess að minni-
hlutinn geti áður en langur tími líður endurskipulagt
fyrirtækið.
,,Minnihlutinn“ sem Reilly nefnir svo á rósamáli sínu
var gagnbyltingarhreyfingin í Sovétríkjunum. „Endur-
skipulagning fyrirtækisins“ þýddi fall sovétstjórnarinn-
ar.
„Með slíkum forsendum væri hægt að ná sam-
bandi við voldugasta bílaframleiðandann hér, sem
hefði áhuga á einkaleyfum ef hann fengi sönnun
(en ekki tóm orð) um að þau séu nothæf. Tækist
að vekja áhuga hans væri fjáröflun að miklu leyti
tryggð.“
Að því er segir í minningum frú Reilly átti maður
hennar hér við Henry Ford.
2. Njósnarinn Bl.
Foringi hvítliðasamtakanna í Bandaríkjunum var upp-
gjafaliðsforingi úr keisarahernum, Boris Brasol, fyrrum
njósnari í Okrana, er eitt sinn hafði verið saksóknari í
hæstaréttti Pétursborgar. Hann kom til Bandaríkjanna
1916 sem rússneskur fulltrúi á ráðstefnu Bandamanna í
New York, og varð eftir það um kyrrt í Bandaríkjunum
sem erindreki keisarastjórnarinnar.
Brasol var lítill maður, óstyrkur og kvenlegur, alræmd-
ur fyrir gyðmgahatur. Árið 1913 hafði hann verið einn
aðalmaðurinn í Beilis-málinu, er leynilögregla. keisarans
reyndi að sanna að gyðingar fremdu helgisiðamorð og
1) Sidney Reilly gat raunar ekki þakkað sér einum þann
sigur. Til voru menn i Bandaríkjunum, sem engu síður lögðu
sig i framkróka til að hindra lánið. Meðal þeirra var Herbert
Hoover, þáverandi verzlunarráðherra; hafði sízt dregið úr
andúð hans á bolsévíkum. „Verzlun milli Bandarikjanna' og
Rússlands", sagði Hoover við Maxim Litvinoff 31. marz 1921,
„er miklu fremur pólitískt mál en efnahagslegt meðan bolsé-
víkar ráða þar ríkjum". 1
ÞJÓÐVILJINN
Miðyikudagur 26. nóv. 1947.
Framhald af 5. síðu.
Fjölda íslendinga er það
ljóst, hvílíkir hagsmunir það
væru fyrir Isléndinga að öðl-
ast full yfirráð yfir Græiilandi.
Jarðlög eru þar frá flestum
tímabilum jarðsögunnar og því
málmauðug mjög, þar eru kol
og marmari í stói’um stíl. Þá
var þess og getið í dönskum
fréttum á s.l. hausti, að olía
væri þar í jörðu, á svæði sem
væri á stærð við Sjáland. Þó
éru það e. t. v. fiskimiðin sem
mcísf koma til greina fyrir okk
ur nú í svipinn. Þau eru ein
allra auðugustu fiskimið í
heimi, svo sem kunnugt er.
Margt þykir benda til þess að
fiskimið vor •geti orðið upþur-
in í náinni framtíð ef ekkert er
gert til þess að hamlá því. Enn
fremur gæti svo farið að fiskur
og síld legðist frá landi og
leitaði meira í liafið við Græn-
land, þar sem það er kaldara
en nú er við strendur Islands.
Haldi hitafarsbreytingar þær,
sem nú ganga yfir, áfram að
. aukast og sjórinn við ísland
að hitna í vaxandi mæli, þá er
ekkert líklegra en fiskur og
síld leiti á kaldari mið. Þá
gæti orðið erfitt um afkomu
vora, ef vér þyrftum að sækja
um leyfi til Dana til þess að
veiða á Grænlandsmiðum. Og
svo er nú komið að útgerðar-
mönnum hefur þótt svara kostn
aði að senda togara á Sval-
barðamiðin við Bjarnarey og
jafnvel alla leið austur t'il Hvíta
hafs. Sjómenn vorir og út-
gerðarmenn liafa líka löngum
verið vakandi um þetta mál og
má. í því efni minna á samþykkt
ir fiskiþinganna á umliðnum
árum og nú síðast á samþykkt
11. þings F.F.S.Í. í síðasta
mánuði, þar sem skorað var á
þing og stjórn að taka ákvcðna
afstöðu til Grænlands og vinda
að því • bráðan bug. Þing og
stjórn hefur nefnilega enga op-
inbera afstöðu tekið til máls-
ins. Þögn ráðandi manna þjóð-
félagsins um þetta mál er ann-
ars með öllu óskiljanleg.
Blöð vissra flokka virðast
hafa veríð með öllu lokuð fyrir
þessu máli, en þó sýnist sem
ý þær lokur séu nú sem óðast að
skreppa frá, og er það vel far-
% ið. Raddirnar eru að verða svo
% margar og háværar, að þing og
stjórn verður að fara að taka
afstöðu til málsins, enda máski
9llÍlllliiUllllllllllivillj|inil!ii!lllllIHIJIIil!ll[lUIIIlli(IUll!lUl{U!l!II8UR!in!l!lillI[!Illllu(RllIlinillil011
D A V I Ð
ir uiGræsiW?
hver síðastur.
Til er starfandi nefnd, sem á
að semja um deilumál íslend-
inga og Dana, þar á meðal hand
ritamálið. Einn þessara nefnd-
armanna sagði í ræðu á fjöl-
mennum fundi í sölum háskóla
vors, að íslenzka nefndin hefði
skýrt dönsku nefndannönnun-
um frá því, að þegar handrita-
málið væri til lykta leitt. þá
væru ekki annað en smámál
sem semja þyrfti um á milli
þjóðanna. Þessi frásögn nefnd-
armannsins hefur vakið mikið
umtal. Eg veit ekki hve víðtækt
umboð nefnd þessi hefur feng-
ið frá íslenzlca ríkinu, en ég vil
draga það mjög í efa að hún
hafi haft nokkurt umlíoð til
þess að mæla þessi orð.
Út á meðal fjöldans, þar sem
rætt er um þetta mál, eru flest
ir á eitt sáttir um að Grænland
liafi verið nýlenda íslendinga
til forna, enda er mörgum kunn
ugt um niðurstöður Vilhjálms
Finsens hæstaréttardómara í
því efni. Um hitt eru svo fleiri
í vafa, hvort sá réttur hafi
haldizt óslitið til þessa dags.
Um réttarstöðu Grænlands á
alþýða manna eðlilegá erfitt
með að mynda sér sjálfstæða
skoðun. Jafnvel lagadeild há-
skóla vors er þess ekki umkom-
in. Við hana starfar enginn
þjóðréttarfræðingur og kennsla
sú í alþjóðarétti, sem þar fer
nú fram er á frumstigi. Vér
verðum því enn sem komið er
að styðja oss við skoðanir er-
lendra þjóðréttarfræðinga. Ehin
nafnkunnur þjóðréttarfræðing-
ur, sænski íslandsvinurinn dr.
Ragnar Lundborg hefur látið
álit sitt í ljós. Fellur það álit
hans íslendingum mjög í vil,
því að hann telur rétt íslend-
inga til Grænlands að fornu og
nýju efalausan, smb. dagb.
Vísir. '
I kröfunni til Grænlands felst
engin stórveldastefna eða ný-
lenduásælni eins og einhverjum
gæti í fljótu bragði fundizt. Ef
íslendingar álíta sig eiga land-
ið og gera opinbera kröfu til
þess, verður það auðvitað gert
á grundvelli réttra laga, og
vér mundum verða að hlýta
þeim dómi, sem alþjóðadóm-
stóll kvæði upp. Ekki ætti þetta
heldur að verða til þess að
spilla norrænni samvinnu, því
að svo bezt getur orðið varan-
leg vinátta á milli tveggja
Aðalfundur
Skiðafélags
Hvíkur
Stefán G Björnsson
kosinn formaður
Aðaliundur Skíðafélags
líeykjavíkur var haldinn sl.
mánudagskvöld. Formaður fé-
lagsins, Rristján Ó. Skagfjcrð,
baðst undan endurkosningu en
í hans stað var kjörinn for.nað-
ur Stefán G. Björnsson skrif-
stofustjóri.
1 stjórn félagsins voru er.our-
kjörnir þeir Eiríkur S. Beck
framkvæmdastjóri og Einar
Guðmundsson gjaldkeri, en fyr
ir voru í stjórn Kjartan Hjalte
sted fulltrúi og Magnús Ar.drés
son fulltrúi. 1 varastjórn voru
kosnir Jón Ölafsson lögfræðing
ur og Jóhannes Kolbeinsson tré
smíðameistari.
Samkvæmt lögum félagsins
hefur stjórnin heimild til áfe
hafa sérstakan fjármálaritara
og beir.di fundai'stjórinn, Jón
Ólafsson, lögfræðmgur, því. til
stjóraarinnar að hún notaði sér
þessa heimild og fengi fráfar-
andi formann Kristján Ó. Skag-
fjörð til að taka starfið að sér,
en hann hefur verið formaður
Skíðaiélagsins síðastliðin 8 ár.
þjóða, að hvorug beri hlut hinn
ar fyrir borð. Þau mál, sem
ekki fæst samið um á friðsam-
legan hátt, verður að útkljá
fyrir alþjóðlegum dómstóli. En
eitt getum við víst allir verið
sammála um : Danir eiga ekki
Grænland og hafa aldrei átt
það. Lokun þeirra á landinu er
löglaus og stríðir gegn alþjóða-
lögum. Þessar . fáu þúsundir
Grænlendinga, sem enn tóra
þar í landi, eru enn á tuttug-
ustu öldinni beittir danskri ein-
okun á sama hátt og íslending-
ar voru henni beittir á saut-
jándu og átjándu öld, en und-
an því fargi slapp þjóð. vor að-
eins ódrepin úr hungri, svo sem
kunnugt er.
Og að lokum: Það er skilyrð-
islaus krafa, sem íslenzka þjóð-
in hlýtur að bera fram við rík-
istjórn sína, að hún taki þetta
mál föstum tökum hið allra
fyrsta og beri það fram til sig
urs fyrir land og þjóð. En á
meðan það er ekki gert gæti
hún þess að afsala ekki né láta
afsala þcim rétti sem vér kunn
um að eiga til Grænlands.
Reykjavík, 13. nóv. 1947.
Br. SveinssoH.
iiiniiöUiiiiiiiiiM snnniflmnfflnsðntMðinonnnninnnsninnflsaiBiinnnKL