Þjóðviljinn - 07.12.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÖÐVILJINN Smmudagur 6. deaember 184.7. þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Préttaritstjóri: Jón Bjarnason Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7600 (þrjár linur) Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðvlljans h. f. 1 Sósíallstaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7610 (þrjár línur) Launráð ríkisstjórnarinnar: Gengis- lækkim og gjaldeyrisskattur Enn bólar ekki á tillögum ríkisstjómarínnar í dýrtíðarmál- unum. Stuðningsmenn hennar segja, að hún basli dag og nótt við að hnoða saman tillögum sínum, en að erfiðlega gangi. Sam- komulagið mun ekki vera sem bezt, en þó er það hræðslan við fólkið sem mestu ræður um hve seint gengur að koma tillög- unum fram. Það er nú á flestra vitorði livað það er, sem stjórnin sér- staklega ræðir um sem ráðstafanir í dýrtíðarmálunum. Það ráðið sem mest hefur verið rætt og helzt stendur til a.ð framkvæma, er gengislækkun. Stjórnin hefur þó verið mjög hrædd við þessa leið. Henni er Ijóst, að hún er mjög illa séð og verður aldrei samþykkt án harðra mótmæla fjölda manna og margra samftaka. Stjórnin hefur ábyggilega fengið aðvaranir margra manna um að forðast gengislækkunarleiðina. Af þeim ástæðum hefur stjórnin lagt sig fram um að finna leið til }>ess að koma gengis- lækkuninni fram, án þess að nefna þyrfti aðfcrðina réttu nafni Það er afleiðing af grufli stjómarinnar í þessa átt, að hún ræðir mjög um svonefndan gjaideyrisskatt.. Sú leið er í rauninni aðeins dulbúin gengislækkun, en hefur yfirleitt sömu verkanir. Lækkun sú á gengi krónunnar, sem stjórnin ráðgerir, mun vera um 20%. Nú í svipinn er rætt um 10% gengislækkun beint en jafnhliða um 10% gjaldeyrisskatt. Hvaða áhrif myndi slík gengisbreyting hafa? I stuttu máli þessa: 1. allar aðfluttar vörur hækka í verði sem gengislækkun- inni nemur. Vöruverð í landinu hækkar og dýrtíð eykst. 2. Sparifjárinnstæður lækka í verðgildi við allt vöruverð. Verðgildi peninganna er minnkað. Krónan er þynnt út enn meir en orðið er. 3. Húsaleiga myndi hækka vegna hækkandi verðmætis húseigna. Nýjar byggingar yrðu dýrari og krefðust hækkandi leigu en annað húsnæði fylgdi á eftir leyfilega og óleyfilega. 4. Véla og tækjakaup yrðu óhagstæðari í samanburði við vinnulaun, vegna verðliækkunar. Draga myndi því úr tækni- þróun og framkvæmdum yfirleitt. 5. Gjaldeyriseign íslendinga, sem óleyfilega hafa kcmið peningum úr landi myndi hækka í verði samanborið við inn- 3end verðmæti. Gjaldeyrisþjófnaðurinn yrði því verðlaunaður með gengislækkun. í kjölfar gjaldeyrisbreytinga siglir spákaupmennska og brask og mundu því braskarar græða drjúgum á gengis- iækkuninni. Vörur sem fyrir eru í landinu mundu hækka í verði í skjóli þeirrar vöru sem síðar verður innflutt og kaupm. myndu stlnga gróðanum í sinn vasá. 7. Allsherjar kauplækkun allra launþega þar sem vísitalan á að bindast jafnhliða því sem gengi krónunnar er lækkað. Því er haldið fram að sjávarútvegurinn mundi græða á gengislækkun. Þetta er ekki rétt, nema í fáum tilfelium. Vélbátaútvegurinn, sem mest er hjálpar þurfi, mundi ekki hagnast á þessari gengislækkun. Allar nauðsj'njar til útvegsins mundu hækka í verði, má þar nefna: olíu, veiðarfæri, vélar, vélahluta, bátavið, öll tæki o. s. frv. En samkvæmt því er hugsað er af ríkisstjórninni mundi fiskverðið ekki hækka til bátanna frá því sem verið hefur. Því er haldið fram að fiskvcrðið hafi verið of hátt mið- að við erlend markaðsverð. Gcngislækkunin er því m. a. ætlað til þess að lyfta markaðsverðinu upp í það fiskverð sem báta- xitvegurinn hefur nú í ár búið við. Gengislrekkun stjórnarinnar yrði því síður en svo til þess að bæta rckstursafkomu báta- útvegsins. Það má öllum ljóst vera að gengislækkun er hin mesta fásinna eins og fjármálum okkar nú er náttað. Hún myndi enn TILKYNNING til bótaþegaalmannatrygginganna Ákveðið hefur verið, að yfirstandandi bótatímabil Tryggingastofnunar ríkisins framlengist til 30. júní 1948. Þeir, sem nú njóta ellilífeyris, örorkulífeyris, barnalíf- eyris, ekkjulifeyris, fjölskyldubóta eða örorkustyrks, þurfa því ekki að endurnýja umsóknir sínar um næstu áramót, þar sem úrskurðir um slíkar bætur gilda áfram fyrra missiri ársins 1948 og bæturnar verða greiddar þann tíma með sömu grunn- upphæðum og á þessu ári, nema úrskurðum beri að breyta lögum samkvæmt. Þeir, sem njóta örorkulífeyris eða örorkustyrks, sem úrskurðaður hefur verið samkvæmt tímabundnum örorkuvottorðum, er ekki gilda lengur en til næstu ára- móta, þurfa þó, ef þeir óska að njóta lífeyris eða styrks áfram, að senda nýtt lækn- isvottorð áður en hið eldra fellur úr gildi, svo að orkutapið verði metið á ný. Greiðsl ur lífeyris og styrks til þeirra verða frá næstu áramótum miðaðar við hið nýja mat. Þeir, sem vegna aldurs eða örorku öðlast rétt til lífeyris á tímabilinu til 30. júní 1948, sendi umsóknir sínar til umboðsmanna Tryggingastofnunarinnar á venjulegan hátt. Sama er um þá, sem á nefndu tímabili öðlast rétt til fjölskyldu- bóta, barnalífeyris, mæðra eða ekknabóta eða sjúkradagpeninga. Næsta bótaár hefst 1. júní 1948 og endor 30. júní 1949. Verður augýst síðar, með hæfilegum fyrirvara, hvenær umsóknir fy rir það bótaár skuli endurnýjaðar. Það er skilyrði fyrir bótagreiðslum, að hlutaðeigandi hafi greitt áfallin iðgjöld til trygginganna. Er því áríðandi, að umsækjendur gæti þess að hafa tr>-gginga- skírteini sín í lagi. Reykjavík 4. desember 1947. Tryggingastofnun ríkisins Hversdagslegir búðar- gluggar breytast í ævintýr Eftir því sem jólin nálgast verður meira gaman að vera barn og horfa í búðarglugga. Fleiri og fleiri hversdagslegir búðargluggar taka stakkaskipt um og breytast í ævintýr. Þar sem áður voru kannski svip- þungar nauðsynjavörur og allrahanda leiðinlegheit, sem engan langar í nema fullorðið fólk, af því það hefur ekki vit á öðru, eru nú komnar dúkkur og bangsar og bílar, meira að segja brunabílar, og flugvélar og hin og önnur dýr og öll möguleg spil, jafnvel Ludo, og ábyrgðarfullir litlir jólasveinar auka á gróðbrallið og möguleika hinna ríku til þess að græða Hún yrði til þess að auka dýrtíðina og þar sem henni á að fylgja ákvæði um að festa vísitöluna og lækka hana frá því sem hún er raunverulega, þá myndi hún gera öllum launþegum dýrtiðina óbærilega. Tillagan um að ieggja sératakan skatt á allan afhentan gjaldeyri mundi í framkvæmd hafa alla sömu annmarka á sér og bein gengislækkun eða beinir innflutningstollar. Skatturinn mundi hækk'a innkaupsverð allra aðfluttra vara og þar með auka dýrtíðina í landinu. Þessi leið er hugsuð af hálfu ríkisstjómarinnar eingöngu til þess að villa mönnum sýn og til þess að reyna að snuða upp á menn gengislækkun, undir þessu nafni. Það er vitað mál, að ýmsir menn úr stjómarflokkunum hafa látið sterka andstöðu í Ijós við stjórnina gegn fy.rirhugaðri gengislækkun og gjaldeyxisskatti. Stjómin er því í vanda stödd. Hún hefur ætlað sér að fara þessa leið en er dauðskelkuð. Fróðlegt verður að sjá hvort þeir stjórnarliðar, sem þótzt hafa verið í heilögu stríði gegn dýrtíð'* og verðbólgu nú í 7 ár eins og t. d. Framsóknarmenn, ætli sér nú með útþynningu á krónunni að auka dýrtíðina, skera niður spariféð, auka spá- kaupmennsku og gróðabrall og iækka launakjör almeimings. Sjálfstæðisflokkurinn stendur sig líka eflaust vel við að gera nú ráðstafanir til hækkunar á verðlagimi í landinu og til niðurskurðar á sparifénu. Og Alþýðuflokkinn munar víst heldur ekki um, að sam- þykkja gengislækkun eftir öll stóru orðin um glæp gengislækk- urnar yfirleitt, og heldur ekki að binda vísitöluna og ógilda með lögum launasamninga og þvinga þannig fram launalækkun á sama tíma sem vöruverð hækkar. j standa og halda vörð ura ævin- týrið, þangað til maður eignast það allt saman eftir riiman hálfan mánuð. ★ Dásaxnlegri en ai'mæli með rjómatertu Já, þetta er nú meiri búðar- gluggadýrðin, og mikið verður gaman að fara út að ganga með pabba og mömmu í dag, því nú er sunnudagur, og standa á öndinni af hrifningu fyrir fram an hvern búðargluggann á fæt- ur öðrum og finna, að jólin eru svo dásamleg, að þau réttlæta bókstaflega alla armæðu tilver- unnar, jafnvel stafrófskverið og margföldunartöfluna, sem ein- hver hefur fundið upp til að hrekkja mann. Já, jólin eru vissulega hámark allra lífsins unaðssemda; þau eru jafnvel miklu, miklu dásamlegri en af- mæli með rjómatertu og pant- leik. Og þó að þau séu kannski óþarflega lengi á leiðinni, þá getur maður ekki verið jiekktur fyrir að ólundast yfir þvi. Jólin eru svo dásamleg að }>eim levf- ist allt. ¥ En.maður tilheyrir fnll- orðna fólkinu En maður er ekki barn fyrir framan búðarglugga og líður að jólum í Reykjavík. Maður til heyrir fullorðna fólkinu og veit, að lítil böni um allan heim, miljónir lítilla barna verða engr ar jólag.leði aðnjótandi á þessum vetri, hafa kannski aldrei feng ið að vita, hvað hún er. Og ef svo undarleg vildi til, að þau eignuðust litla dúkku eða lítinn brunabíl, þá mundu þau senni- lega hafa skipti á þessum dá- samlegu leikföngum og einni braúðsneið, svo framarlega sem Framhalí. á 7. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.