Þjóðviljinn - 04.01.1948, Síða 5

Þjóðviljinn - 04.01.1948, Síða 5
Sunnudagur 4. janúar 1948 ÞJÓÐVILJINN KVIKHWnDIR Nýja Bíó: Ævintýraómar („Song of Scheherazade“). Þetta er allþokkaleg óperetta, hyggð utan um rússneska tón- skáldið Rimsky-Korsakoff og tónlist hans. Að vísu á hún ekkert sam- merkt við ævi tónskáldsins enda skiptir það minna máli. Tónlistin er eins og að líkind- um lætur aðeins glefsur, en ekki er henni misþyrmt nema á köflum, sérstaklega í Sche- herazade, sem er bætt upp með hinum einkar leiða kórsöng (líklega um 100 stelpur) sem á einhvern dularfullan hátt er orðinn nauðsynlegur í allri amerískri kvikmyndamúsík. Að öðru leyti er ekki ástæða að taka myndina alvarlega. Því mið ur var þarna látið ónotað tæki- færi til þess að sýna ágætan ballett, þar eð Yvonne de Carlo þurfti að dansa, og var það aumt skokk í balletlíki. Annars hefur myndin sinar björtu hliðar, er allfyndin og skemmtileg á köflum. Sérstak- lega er gaman að Brian Donlevy og Eva Arden. D. G. Tripolibíó: Á leið til himnaríkis með viðkomu í víti Þetta er sérkennileg mjmd, sænsk, hefur vakið athygli á Norðurlöndum, og á það skilið. Hún er gerð eftír leikriti Rune Lindströms „Himlaspelet" sem sýnd hefur verið í Svíþjóð við mikinn orðstír. Lindström hefur sjálfur stjómað töku myndar- innar og leikur aðalhlutverkið. Hugmyndin er ekki alveg ó- svipuð Gullna hliðinu. Hér er samofið daglegt líf úr Dölunum frá seytjándu öld, drepsóttir, galdrabrennur, atvinnuvegir og hugmjmdir alþýðufólks um guð, postulana, Salomon konung og aðrar merkispersónur biblíunn- ar að ógleymdum fjandanum sjálfum. Að sjálfsögðu skapar fólkið þessar biblíuhetjur í sinni mynd, klæðir þær sænskum bún irigi og setur þær í það eina um- hverfi er það þekkir, sveit í Svíþjóð. Því er prýðilega lýst í mynd- inni hvernig alþýðufólkið not- færir sér hugmyndakerfi kristn innar til réttlætingar heilbrigðu lífi og fordæmingar á sérgæð- ingnum sem brýtur af sér öll mannleg tengsl til að þjóna auð söfnunarástríðu og kúgunarlöng un, þeirri lífsskoðun að sönn lífshamingja býr ekki i ofsa- nautnum og háreysti konungs- hallarinnar heldur á vegum hins vinnandi, stríðandi fólks. En hinu er heldur ekki gleymt að einriig var hægt að ofsækja og brenna á 'báli saklaust fólk í guðs nafni, nota vanþekkingu og fonnyrkvun trúarbragðanna Á HVÍLDARDAGINN Það er talinn mildll siður um árarnói að skyggnast um öxl og íhuga misgerðir sínar á liðnu ári með þeim góða ásetningi að ástunda nýtt og betra líi á því ári sem ókom- ið er, og víst er það geðþekk- ur siður, þótt góð áform reynist ekki ævinlega sem staðbezt. Það ætti að minnsta kosti að vera Iærdómsríkt að íhuga gerðir sínar við ljós reynslunnar, og enginn skyldi fúlsa við nýjum Iær- dómum, hvernig svo sem tekst að hagnýta þá, þegar til á að taka. Eg vil taka þátt í þessari grandskoðmi áramótanna. Að vísu skal ég hlífa lesendunum \ið persónu legum misgerðum nrinum, hversu skemmtlegar sem þær kunna að vera, ásamt hugsan legum fyrirheitum um nýtt og betra líf, en rifja þess í stað upp skrif okkar Þjóð- viljamanna á því ári sem nú er iiðið. Rúmsins vegna drep ég aðeins á nokkur mikiivæg atriðí, og í stað reynslunnar læt ég nokkra háttvirta and- stæðinga fá orðið, virðulega borgara sem enginn grunar um þjónkun við línuna frá Moskvu. S6 rejTisla er vissu- lega óvéferig.janleg sem jafn- vel þröngvast í gegnum vitin á háttvirtum andstæðingum. ★ Okkur Þjóðviijamönnum er stundum legið á liálsi fyr ir það, að við séum of dóm- hvatir og dómharðir, nriklum afbrot andstæðinganna urn of og gerum þeim upp verk og hvatir sem séu fjarri sanni. Það eru einkum tvö aðaiatriði í málflutningi okkar á síð- asta ári sem hlutu þessa dóma hjá sumuin, skrifin um markaðsmálin og þá stefnn ríkisstjórnarinnar að koma á atvinnuleysi. Við sögðum frá upphafi að ríkis stjórnin liefði þá stefnu í markaðsmálum að ein- skorða viðskiptin, sem mest við Bretland og Bandaríkin og kref jast greiðslu í dollur- um og pundum, en neita stór um hagkvæmari tilboðum frá löndum á meginlandi E\TÓpu. Hefði þetta haft í för með sér tugmilljóna króna tap fyr ir þjóðina. Hvatirnar röktum við til hagsmuna heildsala- stéttarinnar sent umfraut allt vildi halda hinum rót- grónu samböndum sínurn í Bretlandi og Bandaríkjunum sem tryggja áfranthaldandi gjaldeyrisstuld í stórum stíl. Jafnframt bentum \ið á hat- ur og ótta ríkisstjórnariimar við hinar nýju lýðræðisþjóðir Evrópu. Teljast þessi skrif til misgerða, og ber okkur að játa sjTtdir okkar nú við skuldaskil áramótanna? Reynslan talar þannig með munni hátt\irtra andstæð- inga: Finnbogi Guðntunds- son útgerðarmaður í Gerðurn segiT svo m. a. í Morgunblað- inu (!) 18. nóv. 1947: „Auð- veit var að selja allan salt- fisk í ítalíu gegn greiðslu í iírum, eða vöruskiptuin, en bankarnir neituðn að kaupa lírurnar og ínnflytjendur voru tregir að kaupa þær, enda var þá bruðlað í þá tiær ótakmörkuðum frjálsum gjaldeyri . . . Ef ca. 40% af saltfiskinum sem fór til ítalíu ltefði verið selt gegn greiðslu í lírum, en 60% í frjálsum gjaldeyri, heffti rík- issjóftur ekki þurft að gefa neitt með þeim fiski.“ Öiafur JónsKon í Sandgerði segir svo m. a. í síðasta hefti tímarits insFrost: „Verðlögðu Bretar þörskl'iökin okkar við santn- ingagerðina á ea. helming þess verðs, sem \ið þnrftum að fá fjTir þau.....Verðið í Ameríku var írant á haust tiltölulega ennþá Iægra . . . Til ýmissa svonefndra clear- inglanda höfum við áftur á móti selt fisk fyrir verð, sem jafngildir fyilUega núverandi ábyrgðarverði .... En mjög er ég hræddur um, að liafi ríkissjóður ekki beinna hags- muna að gæta við sölu fisks- ins, verði þjmgra á metunum hjá þeint, sem þessum málunt ráða, að fá fyrir fiskimt frjálsan gjaldeyri — sem svo er nefndur — heldur en að firra frystihúsaeigendur og aðra framleiðendur tapi. Breg ég þessa ályktun af þeirri reynslu, sent ég hefi haft af þessurn málunt á yfir- standandi ári.“ Gísli Jónsson alþiiigisntaður skj'rði frá því í þingræðu tun þrælalögin að hann vissi ntörg dæmi þess að framteiðenduni hefði verið bannað að selja afurðir sínar fjTÍr stórum hærra verð en það sent fékkst nteð sainning unt ríkisstjórnariiinar. Skyldu þessir þrír Sjálfstæð- ismenn tala tungu Stalíns hins austræna? ★ Á sama hátt og sumir neit uðu í upphafi að trúa því að ríkisstjórnin, hversu bölvuð sem hún væri, seldi afurðir þjóðarinnar fjTÍr stórum lægra verð en fáanlegt var töldu aðrir það fjarstæðu eina að nokltrir inenn stefndu vitandi vits að því að koma á atvinnuleysi. Þeir voru fúsir til að trúa um rík- isstjórnina ýmsum vömmum og skömmum, afglöpum og afbrotunt, en hitt fannst þeim fráleitt, að nokkrir menn ynnu að því af ráðnum hug að ræna almenning at- vinuu sinni og fremja þannig þann alvarlegasta glæp sem hugsanlegur er í einu þjóðfé- lagi. Engu að síður gengum við Þjóðviljamenn í berhögg \-ið efasemdir þeirra, sem góð hjartaðastir voru í dómum sínurn. Yið héldum þ\í fram að ráðstafanir ríkisstjórnar- innar stefndu allar að því að draga úr framkvæmdum og athöfuum, tiigaugurinn væri sá að gera eftirspurnina eftir vinnuafii sem minnsta, rj'ra með því mátt alþýðusamtak- anna og knj'ja frant alishcrj- ar kjararýmun almennings. Hvernig standast þessar rök- semdir grandskoðun áramóta anna? ■¥■ RejTtslan talar í þessu efni með munni Helga H. Eiríks- sonar, skólastjóra, ntikils Sjálfstæðismanns. Hann birti í áramótablaði Morgunblaðs- ins (!) grein sem nefnist „Iðnaðurinn 1947,“ en þar seg ir svo: „Er erl. gjaldeyri vantaði og innlent lánsfé vantaði og verðbólgan óx. — Þá var mjnduð ný stjórn og þá var myndað Fjárhagsráð, er skyldi ráða fram úr vand- ræðunum. Það gerði eins árs áætlun. — Fyrsti liður henn- ar var að draga úr eftir- spurn eftir innflutningi er- Iendis frá og lánsfé innan- lands. Til þess þurfti að minnka kaupgetu manna. — Þáð skyldi gert með at\innu leysi. Byrjað var á iðju og iðnaði. Það var hægast unt vik, og þessari atvinnustétt var ýmist neitað unt efnivið til starfa, eða svo ntjög dreg ið á Ianginn að leyfa það, að eldri birgðir voru meira eit þrotnar, þegar von var um viðbót. Sum iðnfjTÍrtæki hafa því orðið að loka, mörg önnur að fækka starfskröft- uni. Atvinnuleysi var byrj- að.“ Það er þá eitthvað nýtt ef Heigi H. Eiríksson er far- inn að dansa á línunni frá Belgrad. Það væri hægt að halda þessum \itna!eiðslum reynsl- unnar með orðnm andstæðing anna áfrant alllengi enn. T. d. birti formaður Framsókn- arflokksins ntikla og berouða áramótahugleiðingu í Tíman- um, þar sem hann sýndi frarn á hvernig núverandi ríkis- stjórn jnni að því að eyði- leggja á öllunt sviðum það sem fj’rri stjórn vann til hagsbóta. Laim embættis- manna og allra launþega væru skert, tryggingalögm tætt sundur, lögin um verka- mannabústaði gerð að ó- nterku pappírsgagni o. s. frv. o.s.frv. í ágætu samræmi við skrif Þjóðviljans á undan- förnu ári um stjórn þá sem Tírninn styður. En raunar rná segja að eigi þurfi framar vitnanna við. Röksemdir þær sem Þjóðviljinn flutti á síð- asta ári eru nú orðnar allra eign, og ntá það vera þeim lesendunt sem vantrúaðastir voru til nokkurs lærdóms! * Nú kann einhvcr að segja. að ntér fari eins og guði al- máttuguni, er haiut Jeit jfir verk sín og sá að þau voru harla góð. Slíkt sé þó f jarri mér. Eg tel að við Þjóðvilja- menn höfum framið miklar ntisgerðir og höfum ríka á- stæðu til að hyggja á nýtt og betra iíí. Misgerðir olikar eru þær, að við höfum verið of vægir í dómunt, of mildir í orðunt, ekki nógu einarðir í baráttu okkar, ekki nógu miskunnarlausir í afstöðu okkar. Vonandi tekst okkur að gera iðrun og yfirbót á því ári sent nú er hafið. til að æsa upp lægstu hvatir fólksins. Endir myndarinnar, þar sem ríki maðurinn fær syndakvittun og gengur inn í himnaríkissæluna breytir ekki því að hann hafði á jarðríki ferigið þvngsta dóm, átti hvergi inni vingjarnlcgt orð eða hlýj- an hug þegar dauðinn kom að sækja hann. En þ\ri fer fjarri að myndin sé tóm heimspeki. Hún er bpr- in uppi af góðum Jeik og hress- andi samfcembu af aivöru og kímni. Það borgar sig að arka suður i Tripoli að sjá hana. á. Gantla Bíó: Hátíð í Mexico (Holiday in Mexico) Þeir, sem eiga vanda fyrír höfuðverk, ættu að ltafa með -sér aspirín á þessa mynd. Hinir ,,eðlilegu“ iitir eru glannaskær- ir að vanda. Myndin gerist í Mexico, efnið snýst aðallega um bandaríska sendiherrann og dóttur hans, gefur glöggt til kynna, að þau gera mikið til að flikka uppá skemmtanalífið suður þar. Mj'ndin er skemmtanalíf í skær um litum. Þó skyldi enginn ætla, að þetta sé tómt húlumhæ og engin alvara eða venjulegar mannlegar tilfinningar, því sum atriðin eru þrungin harmi, mikl um harmi, eins og t. d. þegar sendiherrann stingur af úr einu stórkostlegu boði, sem dóttir hans heldur og bætir svo gráu oná svart með því að segja dótt- ir sinni, þegar boðið er búið, að hann sc hættur við að fara með henni langa lj’stireisu norður til heimkvnna þeirra í Bandaríkj- unum. Bandarískar sendiherra- dætur verða sosum fyrir baró- inu á miskunnarleysi þessa miskunnarlausa lífs, rétt eins og annað fólk, veslingarnir. Jaue Powell leikur sendiherra Framh. á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.