Þjóðviljinn - 13.01.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1948, Blaðsíða 4
4 Þ JÖÐ VILJINN Þriðjudagur 13. janúar 1948. þlÓÐVILllN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús ICjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár linur) Áskriftaverð: lcr. 10.00 á mánuði. —• Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðvlljans h. f. Sósíaiistaflokkiirinn. Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Eitt mesta umræðu- og deiluefni síðasta á.rs var afurða- sölumálin. Vom þau rædd mjög ýtarlega í blöðum, og mun almenningur ekki fyrr hafa fengið jafn miklar frásagnir um þau, eða gert sér eins ljósa grein fyrir mikilvægi þeirra. Voru þessar umi'æður mjög nytsamlegar; þvi meiri vit- neskju sem þjóðin hefur um ástand og horfur í afurðasölu- málunum, þeim mun erfiðara verður fyrir pólitiska glæfra- menn, eins og þá sem nú fara með völd, að láta hleypidóma og ofstæki stjórna athöfnum sinum og selja jafnvel afurðirn ar fyrir tugum milljóna króna lægra verð en imnt var, eins og reynslan leiddi í 1 jós að gert var siðasta ár. Eins og Þjóðviljinn hefur þrásinnis sýnt og sannað, er það eitt aðalsjónarmið núverandi ríkisstjóraar að selja afurðirnar fyrir dollara og pund, einkum doliara, hvað svo sem andvirðinu iiðm-. Var sölum síðasta árs hagað mjög í .samræmi við þetta sjónarmið. Bandaríkjamenn og Bretar fengu fiskafurðir langt undir kostnaðarverði á sama tíma og ýmsum meginlandsþjóðum, svo sem Tékkóslóvakíu, Frakklandi, Italíu o. fl. löndum var neitað um kaup á verði sem stundum var helmingi hærra en það sem Bretar og Bandaríkjarnenn greiddu. Ástæðan var fyrst og fremst hagsmunir heildsalastéttarinnar, hún vildi lialda gömlum og grónum samböndmn sínum ásamt nflegum umboðslaun- um, en losna við að ieggja á nýjar brautir, þar sem um- boðslaun voru ef til vill óþekkt hugtak. Jafnframt komu til greina pólitískir hleypidómar og ótti við löndin á megin- Iandi Evrópu. Þegar sósíalistar vöktu fyrst máls á þessu athæfi svar- aði ríkisstjórnin skætingi einum og sagði frásagniraar upp- spuna frá rótum. Henni var þó aðeins skamma stund stætt á þeirrí afstöðu. Þá var gripið til þeirrar röksemclar, að hin svonefndu clearing-lönd seldu afurðir sínar svo dýru verði, að viðskipti við þau yrðu okkur óhagkvæm, jafnvel þótt við fengjmn hið bezta verð fyrir afurðir okkar. Einnig þetta var alger falsröksemd, eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu. Röksemdir stjóraarliðsins vora miðaðar við það eitt að blekkja þá sem fáfróðastir eru, og völctu mikla. reiði allra útvegsmanna, sem skyn bára á þessi mál. Fengu sumir ekki oröa bundizt, t. d. hafa Finnbogi Guðmundsson frá Gerð- um og Ólafur Jónsson í Sandgerði lýst afurðasölumálunmn mjög á sörnu lund og Þjóðviljinn. Og. s.l. föstudag birti Vís- ir nýja og mjög athyglisverða grein eftir Finnboga Guð- mundsson um þessi mál. (Hún er raunar skiifuð 5. des.. en hefur ekki fengið inni fyra en nú!) I uppliafi gTeinarinnar tekur hann fyrir þá röksemd að heildarviðskipti við clear- ing-löndin séu óhagkvæmari en viðslcipti við lönd hins frjálsa gjaldeyris. Ber hann saman Bandaríkin og ítalíu og tekur ákveðin dæmi sem sanna að ítaliuviðskiptin séu um 40% hagstæðari þjóðaihagsléga séð. Að vísu sé vöruverð lægia í Bandaríkjunum, en þau greiði hins vegar aðeins hálft ábyrgðarverð fyrir fiskinn þar scm Italir borgi meira en ábyrgðarverð. Þá bendir hann á að hinar ströngu höml- ur á viðskiptum við Evrópu hafi valdið því að stórum minna hafi verið aflað af ýmsum útflutningsafurðum en hægt hafi verið, sökum þess hve markaður vax1 lélegur og af skomum skammti í löndum hins frjálsa gjaldeyris. Nefnir hann frystan flatfisk, saltrisk, reknetasíld og Faxaflóasíld, og telur að þctta hafi kostao þjóðina um 50 milljónir kr. 1946 og annað eins 1947. Ber hann að lokum fram þá kröfu að út- vegsmenn fái nokkurn hluta gjaldeyris þess sem þeir afla til frjálsrar ráðstöfxmar til þess að auka útflutningsfram- leiðsluna. Hvað sem þeirri kröfu líður er ljóst að það ástand sem nú ríkir er algerlega óviðunandi, að fámenn klika aftur- haldsmamia með Bjaraa Benediktsson í farai'broddi fái að stjórna afurðasölurnglunum samkvæmt pólitískum geðþótta Fókussóttartilfellið ívar Guðmundsson Sagt hefur verið, að sjálfs- ánægja beri ávallt vott um slæm an smekk. Enginn maður sé svo fullkominn, að liann hafi ástæðu til að vera ánægur með sjálfan sig. Það er mikill sannleikur fólg- inn í þessari kenningu,- og sam- kvæmt henni hafa fáir menn eins slæman smekk og ívar nokkur Guðmundsson,- frétta.- stjóri Morgunblaðsins. Hinn slæmi smelckur ívars Óuðmunds sonar kemur fram í takmarka- lausri hrifningu hans af ívari Guðmundssyni. ívar Guðmundsson er haldinn ákveðnum sjúkdómi, sem kannski helzt væri hægt að skil greina á máli ljósmyndara og kalla fókussótt. Ljósmyndarar tala um, að þetta eða hitt sé í fókus, þegar það liggur þannig við auga mradavélariunar, að það kemur greinilega út á myndinni. ívar Guðmundsson þjáist af óstjórnlegri löngun til að troða sér ávallt í fókus, —- enda frægur fyrir það. ívar Guðmundsson er eitthvert alvar legasta fókussóttartilfelli á ís- landi. ★ Hugleiðiugarnar um lífið ívar Guðmimdsson lætur að staðaldri frá sér fara hugleiðing ar um lífið. Hugleiðingar þess- ar birtast í Víkverjadállcum Morgunbl. Venjulega enx þær sakiaust lognmolluhjal mark- lausrar liversdagslundar. Þær lyftast kannski stöku sinnum ofurlítið yfir jafnsléttu, aðeins til að stingast strax aftur á hausinn niður á malbik hvers- dagsleikans. Vængir andlegheit- anna eru þania svo ósköp út- haldslitlir. Hugleiðingar ívars Guðmunds sonar um lífið eru sem sagt venjulega áhrifalausar í sínu innihaldsleysi. Sá er þehra kost ur. * I fókus útvurpsins Eg hefði ekki farið að gera ívar Guðmundsson að umtals- efni hér í dálkunum, ef hann hefði látið sér nægja að vmna f\TÍr sér hjá Morgunblaðinu með því að hugleiða lífið á Víkverjavísu.. Ástæðan til þess, að ég helga lionuxn svona mikið pláss, er sú, að þessi logmollu- kennda hversdagslur.d er nú bú iu að troða sér í fókus íslenzka ríkisútvarpsins og fai’in að segja öllum landslýð lygasögur um ástandið i alþjóðamálum. Nýjasta dæmið um þetta er erindi það, sem ívar flutti síð- asliðið fimmtudagskvöld, upp- fullt af svívirðingum um lýræð isöflin í Evrópu, sneylt öllum rökum, enda bein þýðixig úr baadarískum sorpritum, blönd- uð prívatheimsku fljtjandans. Slíkt sem þetta er ekki hægt að láta óátalið. Og ef áfram- hald verður á þessum ei-inda- flutningi ívars Guðmundssonar, liggur beinast við að álj kta, að útvarpsráð hafi eins slæman smekk og ívar Guðmundsson, sé ánægt með ívar Guðmunds- son, þetta eitt hið alvarieg- asta fókussóttartilfelli á ísLandi. Ef slílcur smekkur er ríkjandi BoMapisr utanriisiáiaráÉerrans Utam'íkisráðhexrann íslenzki hefur ekki farið dult með Banda ríkjadekur sitt. En stundum hefur þjónslund hans við auðvald U.S.A. orðið þess valdandi að frómar „Sjálf- stæðis‘‘-sálir hafa fengið ónota kipp. Svo mun hafa orðiö s.l. sumar er þessi ráðherra hclt aðalræðuna á héraðshátíð Sjálf- stæðisfélags Skagfirðinga í Melsgili 8. ágúst s. 1. Þessar hóg væru „Sjálfstæðis“-sálir sem svo víða fixuiast um landið og lifa í þeirri einföldu pólitísku trú að flokkur sem ber nafn þess flokks sem Bjorn Jónsson stjórnaði, undir hvers merkj- um þeir börðust Benedikt Sveinsson, Árni Jónsson frá Múla, Sigurður Eggerz og Magn ús Torfason fyrir sjálfstæði ís- lands, hhdu að hafa orðið skelf- ingu lostnar ef þær hefðu hlust- að á ræðu utanrlklsi'áðhexTans, Bjarna Benediktssonar í Mels- og hafa af þjóöimii svo tugum milljóna skipth' áriega. Var þetta atriði tekið til meðferðar í framvarpi sósíalista í dýr- tíðar- og atvinnumálum, en þar er lagt til að afurðasölu- imálm verði falin 5 mamia nefnd, sem só að meh'ihluta skip- juð fulltníum fx-amleiðslustéttamia, tveim tilnefndum af I Landssambandi ísl. útvegsmanna, einum frá Alþýðusam- 'bandinu, einum frá Faxmanna- og fiskimaxmasambandinu íog einum fulltráa ríkisstjómarinnar. Með þessu er txyggt að afurðasalan sé í höndum þeirra manna sem afla gjald- eyrisins og hafa behma hagsmuna að gæta um að salan takist. sem bezt. Þessi tillaga er í algera samra&mi við hags- xuuni sjómamia, útveg'smanna og ]jjóðarinnar i heild; þess vegna hefur hún ekki fundið náð fyrir auglitL l)eirra. sem uú. stjórna landinu.. hjá meðlLmum ráðsina, er ekki lengur hægt að kalla útvarpið menningarstofnun. . * Utvarpssamtalið rið „Bjargar“-mennina Svo er hér bréf frá verka- manni: „Einhver maður í Berg- máli Vísis var nýlega að finna að því, hvað illa hefði tekizt útvarpssamtalið við „Bjargar“- mennina á dögunum. Þótti hon- um fréttamaðurinn hafa spurt kjánalega. Eg lilustaði á þetta samtal og mér fannst það mjög eðlilegt. Eg er nærri viss um, að mennirnir hafa sagt hver öðrum sjóarasögur, meira að segja af fylliríi og kvennafari. Og mér finnst það ofur eðlilegt og síður en svo ljótt. Eg vil þakka fréttaxnönnun- um fyrir viðtalið. Það var eðli- leg't og í þeim anda, sem vera bar.“ ¥ Hlédræg verðlækkun Og bréfritai-i þessi Heldur á- fram: „Nú ku allar vörur vera að lækka í verði, — og er það líka eins og vera ber. Verst, að eng- inn verður lækkunarinnar var. Ekki hef ég heyrt um neinn hús eiganda, sem hefur hálsbrotnað af flýtinum við að lækka húsa- leiguna. En það getur verið fyrir því. En meðal axmarra orða, hvað gerir rikisstjórnin til að frelsa vei'kamenn fra þessari blessaðri húsabraskarastétt, sem telur víst orðið fleiri meðlimi en kenn arastéttin, og sveimar yfir budd um verkamauna, eins og gamm- ar yfir bráð. Er ekki tími til kominn að láta þessar mann- kindur fara. að vinna fyrir sér? Spyr sá, sem ekki veit. Verkamaður.“ gili þenna umrædda dag. Enda auðheyrt á ræðu ráðherrans að hann taldi mikils um vert að vmdirstrika það vel við skag- firzka „Sjálfstæðismenn" hver nauðsyn bæri á þeirri stefnu í utanríkismálum sem núverandi ríkisstjórn hefur fylgt. Aðal- rökin sem liarm færði fi-am til sönnunar réttmæti þessarar ut- anríkisstefnu sinnar voru þessi: „--------Þráti lyrir }jað verð- ura við að sldljft það að vegna legu lands oltkar mótast stet'na okkar af stefnu frænda( ?) okk- ar í vestur.*1 (Allar leturbreyt- ingar höfundar). Og ennfremur: „Af þessum sökunv var það ljóst að við urðurn að taka þátt í Parísarráðstefnunni.“ Og enn áfram: „Fjárhags- og menning- artengsl bundu okkur á þeim stað.“ Síðar virtist mönmmv hann snúa nváli sinu upp í grín á Sjálfstæðisflokksmenn og sagði }>á: „Hvort hin íslenzka þjóð hcfur manndónv til að Hfa sæmilegu lífi . . . .“ „.... En ef farin verður sú lelð sem einn stjórnmálaflokkurinn. boðar að gera síauknar kröfur, verður þess ekki. langt að biða .að við Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.