Þjóðviljinn - 05.02.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.02.1948, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. febrúar 1948. Þ JÖÐVILJINN 3 a Hil fJárhagsEega géðærð aotast ekki nema hrynstefnupostHlHnum sá vik- íl frá völáim Ræða Steingríms Aðalsteinssonar við 1. umr. um fjárlagafrumvarpið nýja Stofnað til stétiastríðs í stað þess að afla nýrra atvinnutækja (Framhald) Eg gat þess áður, 1 öðru sam- bandi, að engar áætlanir hafa komið frá fjárhagsráði og semii legá verðui' enn nokkur bið á þvíj. að þær birtist.— 1 stað" áhúgans fyrir að hagnýta til fulls framleiðsiugetu þjóðarinn ar, hefur hv. ríkisstjórn hvao eftir annað — með árásum á lífskjör alþýðunnar — stofnað til stéttastyrjaldar í landinu, sem haft hefur í för með sér alvarlegar stöðvanir í fram- leiðslulífi þjóðarinnar, og þar með verðmætistöp. Engin öflun nýrra full- kominna framleiðslutækja hef- ur átt sér stað — umfram það, sem fyrrverandi ríkistjórn hafði gert ráðstafanir til. — I stað þess, að byggðar séu verksmiðjur og iðjuver, til þess að vinna sem mest og bezt úr öllum framleiðsluvörum til lands og sjávar, eru stöðvaðar þær verksmiðjubyggingar, sem fyrrverandi ríkisstjórn liafði undirbúið, og að sumu ieyti keypt vélar til. — Og starf- semi fiskiðjuvers sjálfs ríkis- ins er torvelduð, með atbeina rikisbankans. — í stað þess að útrýma húsnæðisskorti og heilsuspillandi ibúðum, er íjár hagsráð látið neita mönnum um f járfestingarleyfi til að byggja hús yfir höfuð sér — og það jafnvel, þó efnivörur séu fyrirliggjandi, svo að ekki sé um neina aukna gjaldeyris- notkun að ræða. Þó keyrir sennilega um þver- bak með afstöðu fjárhagsráðs, og annarra stjórnarvalda, til iðjuvera, sem framléiðá vörar, er spara þjóðinni gjaldeyri. Hafta og stöðvunar- stefnan 1 stað þess að bæta starfs- skilyrði þessara iðjuvera — eins og það er kallað í f járhags ráðslögunum — er ástandið í þessum málum þannig, eins og berlega hefur komið fram í blaðaskrifum undanfarið, að innlendi iðnaðurinn er að meira eða minna leyti stöðvaður, vegna þess, að honum hefur verið neitað um innflutning nauðsynlegra hráefna — og framundan virðist vera algjör stöðvun á þessu sviði, ef svo fer fram, í þessu efni, sem ver ið hefur. í staðinn fyrir að spara gjaldeyri með því að hlynna að þessari innl. fiamleiðslu, kvað nú hafa verið leyfður inn- flutningur t. d. á hreinlætis- vörum, sem talið er, að muni verða miklu dýrari, en hrein- lætisvörar þær, sem innlendu verksmiðjurnar mundu fram- leiða, ef þær fengju nauðsyn- leg hráefni — og nota til þess aðeins lítinn hluta þess gjaid- eyris, sem fer fyrir fullunnu vörumar. Eg get' ekki stiílt' mig um í þessu ..sambandi ,að vitna í frétt, sem eitt aðklblað hv. rík- isstjórnar,- Morgunbl. flutti 21. jan, s. 1.. Væntanlega verð ur það ekki talinn „kommúnista áróður", sem það blað flytur — eða hætta á að það beri ríkis- stjóminni og Btofnunum henn- ar verii sögur, en efni standa til. Fréttin er frá fréttaritara Morgunbl. á Akureyri, og hljóð ar þannig: (með leyfi hv. for- seta) „15 janúar kom stjórn Iðn- rekendafélags Akureýrar sam- an á fundi til að ræða um ástand það, er skapast hefur í mestum hluta iðnaðarins hér á Akur- eyri, sem orsakast hefur af hráefnaskorti síðastl. ár. Sumar verksmiðjur hafa þeg- ar hætt störfum og aðrar neyð- ast til þess innan skamms, ef ekki rætist úr þessum vand- ræðum. — Vonir manna við skýrslusöfnun þá, sem fjárhags ráð lét fara fram í byrjun nóv. s. 1. hafa algerlega brugðist. — Þar var m .a. óskað eftir upp- lýsingum um minnstu hráefna þörf til ársloka 1947, en ekki er vitað um eitt einasta fyrir- tæki hér á Akureyri, sem feng- ið hefur svar. Lýsti stjóm iðnrekendafél. megnri óánægju yfir því að- gerðíileysi, sem vírðist rikja í þessum málum hjá þeim áðilum sem með innflutnings og gjald- eyrismál fara“. Það er ekki aðeins, að bessi frétt stjórnarblaðsins dragi upp hryggðarmyndina af hafta- og stöðvunarstefnu hv. ríkis- stjórnar og stofnana hennar, í atvinnulífi landsmanna —■ held ur lýsir hún einnig, á tákn- rænan hátt, fyrirlitningu þess- ara „toppfígúra“ á landslýðn- um, sem — í krafti hins yfir- skipulagða ríkiskapítalisma — á örlög sín og afkomu svo mjög undir geðþótta stjómarvald- anna komin. Skjaldarmerki skrif- finnskunnar Það, að fjárhagsráð heimtar skýrslu á skýrslu ofan, cr skjaldarmerki skriffinnskimn- ar í stjómarkej'finu. — Hitt, að það lýtur ekki svo lágt að svara erindr.m lmilla atvinnu- greina — !i ■ að þá að uæta úr þörfum betrrn - er snerting þeirrar dauðu handar, sem nú- verandi st iórvarvöld lands- ins hafa lagt á nýsköpunina. Um þessar mundir hafa ýmis félög átt mismunandi merk af- mæli og hefur margra þeirra verið minnzt með talsverðri við höfn, eins og vera ber. I dag er röðin komin ?.ð Bakarasveina félági íslánds. Það var stofnað 5/2! 1908 og telst því fertugt. l'tilefni af þessu. afmæli hitti tíðindamaður Þjóðviljans for- mann félagsins, Guðmund B. Hersi, til þess að fá fregnir af því helzta, sem drifið hefur á daga brauðgerðarmanna okkar og hvemig þeim virtist framtíð- in blasa við. Stofnun félagsins Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Dani að nafni P. O. Andersen, sem þá var búsett ur hér í bæ, en Pétur Guðmunds son f jölritari mun hafa átt nokk um þátt í að koma því á lagg- irnar, þótt ekki væri hann bak- ari. Andersen var kunnur starfi bakarasveinafélags Danmerkur og vissi því áf eighi raun, hvert gildi stéttarsamtök gátu haft. Félagsþroski okkar Islend inga hefur löngum verið ærið misjafn, við höfum pukrað hver í sínu homi og enn sóum við verðmætum í stórum stíl með afkáraskap og útúrborings- hætti. Félagslífíð var ekki blóm legt hjá bakarasveinum fram á þriðja tug aldarinnar, en félag- ið hjarði og þvi tókst að bæta verulega kjör meðlima sinna. Kjör bakarasveinanna Það sést bezt á fyrsta kjara samningi félagsins, hve bág kjör bakarasv.eina voru hér á landi, áður en B.S.F.I. var stofn að. Þessi samningur var gerður 14. maí 1908, og þótti vinnuveit endum hart aðgöngu að þurfa að veita sveinum þau kjör, sem í samningnum felast. Þar er á- kveðið, að vinnutíminn skuli vera „11 stundir á dag eða 66 stundir á viku auk tíma til borðhalds og hvíldar, sem skal vera tvisvar á dag, Vz klukku- stund í hvort sinn.“ Kaupið var 18 kr. á viku fyrir hvern full- gildan svein. Sökum deyfðar i félaginu urðu nær engar breyt- ingar á kjörum svémanna'- til ársins 1918. Þá fyrst var vinnu tíminn styttur um eina stund og kaupið var ákveðið 34—42 kr. á viku, 1932 styttist vinnutím- inn niður í 9 stundir og kaupið var ákveðið 65 kr. — 85 kr. á viku og 1945 fengu bakarasvein ar loks viðurkenndan 8 stunda vinnudag og grunnkaup þeirra er nú ákveðið 154.50 á viku. Þegar bakarasveinarnir hafa borið gæfu til þess að standa einhuga um félagið sitt, hefur þeim jafnan tekizt að rétta hlut sinn baráttulitið. Þeir hafa aldrei þurft að leggja út í verk fa.ll. Hótanir um slíkar aðgerðir hafa nægt til þess, að kröfum þeirra hefur .verið sinnt að nokkru. Félagsstarfið B.S.F.I. er stéttarfélag fyrst og fremst og skipulagt á þeim grundvelli. Nú era allir bakara sveinar landsins meðiimir þess nema hafnfirzku sveinarnir. Þeir mynda sérstaka deild og eru sjálfstæður samningsaðili. Áður voru „sjálfstæðar“ deildir til víðar um land, t. d. var sér- stök deild á Akureyri um skeið. Meðan svo var háttað málum, urðu Akureyrar sveinarnir að búa við verri kjör en meðlimir B.S.F.I., svo að þeir gengu í félagið 13/2 J944. Þessi sundr- ung stéttarinnar hefur jafnan reynzt henni fjötur um fót, og gæti verið hættuleg, ef til á- taka kæmi við vinnuveitendur. Afstaða hafnfirzku bakarasvein anna til B.S.F.I. er sú sama ög afstaða Verkamannafélags Vest mannaeyja til Dagsbrúnar. Kaup þeirra er á hverjum tíma hið sama og kaup sveina í B.S.F.Í. Iiagur B.S.F.Í. er mjög góður eins og sakir standa. Félagið á nokkra sjóði, sem vonandi kom- ast óskertir gegnum hreinsunar eld eignakönnmiarinnar. Hver félagi leggur frsan 10 kr. á viku . til B.S.F.Í. og skiptast þær milii' hinna ýmsu sjóða, atvinnuleysis sjóða, ekkna$jóðs o. s. frv. Bak arámeistarafélág iýeykjavíkur og B.S.F.I, standa sameiginlega að utanfararsjóði bakara. Úr honum eru veittir styrkir til þeirra sem ætia að stunda fram haldsnám erlendis í bakaraiðn. Iðnnámið hér heima er ófilll- liomið á ýmsan hátt, og veldur ónógt húsnæði þar miklu um. Betri menntun er krafa tímans, og' eru bakarar óánægðir með þá menntun, sem þeir hljóta liér heima eins og sakir standa. Á Norðurlöndum er til sam- band bakarasvema, og er B.S. F.I.-á því. Þetta samband veitir meðlimum sínum atvinnurétt- indi mnan sambandssvæðisins. íslenzkir bakarasveinar hafa stundað iðn sína í Danmörku, og Danir hafa jafnan unnið hér á landi við brauðgerðarhús. Á styrjaldarárunum lagðist þctta samband niður, en nú mun það vera í þann veginn að endur- fæðast, vonandi stéttinnd til þroska og efliugar. Framleiðslan Eigi er hægt að skiljast svo við þetta mál, að brauðanna, sem við borðum, sé ekki minnzt að nokkru. Eins og flestum er kunnugt, eiga iðnaðarmenn okk ar við marga 1 örðugleika að stríða um þessar mundir. Stjórn arvöld landsins hafa af vís- dómi sínum skert mjög flesta aðflutninga til landsms, og bitn ar. efnisskorturinn einkum á iðn aðarstéttunum. Við verðum að fá brauð og bakararnir verða lað baka, það sér hver lifandi i maður og stjórnin lika. En efn Erambald á 7. siðu. sem þau, umfram allt, vilja feiga. Dæmið um það, að f járhags- ráð ekki emusinni svarar er- indum iðnrekendasamtakanna í höfuðstað Norðurlands er að vísu nokkuð hart — en það er ekkert einsdæmi, heldur að- eins sýnishorn af þeim erfið- leikum, sem einstaklingum og félögum — og það jafnvel opin berum aðilum, eins og bæjar- félögum — eru búnir af því að þurfa að sækja flest sín mál hingað, undir Reykjavíkurvald ið. — Lítur út fyrir að það mál verði landsbyggðin að taka til alvarlegrar meðferðar, held ur fyrr en síðar. Vil ég í því sambandi, minna á tillögur, sem þingmenn Sósíal istafl. flytja nú á Alþingi, um það að komið verði upp sjálf- stæðum innflutnings- og gjald- eyrisdeildum, einni fyrir hvemj landsfjórðung — er hafi að-; setur á Isafirði, Akureyii og í Neskaupstað. Árið 1948 mesta veltiár í sögu þjóðarinnar Eg hefi nú bent á nokkur dæmi þess, — í sambandi við fjárlagafrumvarpið — hvernig stefna hv. ríkisstjórnar er aft- urhaldssöm og neikvæð um verklegar framkvæmdir og þró- un atvinnulífsins í landinu. -— Slík stefna er ekki í neinu sam- ræmi við raunverulega f járhags getu þjóðarinnar — og þaú skilyrði ömiur, sem við nú höf- um til að efla framleiðslugetu 1 þjóðarinnar og velmegun fóiksins. Eg fullyrði, að þetta ár, sem nú er nýbyrjað, verður mesta veltiár, sem yfir íslenzku þ-jóð- ina hefur komið — ef ekki kemur til alveg óvenjulegur aflabrestur — eða énn meiri skemmdarverk af hálfu for- svarsmanna þjóðarinnar. En slík fjárhagsleg góðæri notast ekki til að undirbyggja varanlega velmegnun þjóðar- innar, nema vikið sé frá völd- um þeim hrunstefnu-postulum, sem nú halda kverkataki um uýsköpunarframkvæmdirnar, sem Sósíalistaflokkurinn á sín- um tíma átti frumkvæðið að.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.