Þjóðviljinn - 05.02.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.02.1948, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 5. febrúar 1948. 116. Samsæríð mikla eftir MICMEL SAYEHS es ALBEHT E. KAHN Jakoff Livshitz, Trotskisti og starfsmaður stjórnar járnbrautanna í austurhluta Sovétríkjanna, var erind- reki leyniþjónustu japanska hersins og sendi reglulega til Japan upplýsingar um jámbrautirnar í Sovétríkjun- um. Ivau Kriaseff, Trotskisti og framkvæmdastjóri járn- brautanna í Úral, erindreki japönsku lejmiþjónustunnar. Undir yfirumsjón hennar rak hann skemmdarstarfsemi í Úral og sá japönsku herstjórninni fyrir upþlýsingum um samgöngukerfivSovétrikjanna. - . Josif Turok, Trotskisti og aðstoðarforstjóri flutninga- deildar járnbrautanna í Perm og Úral, erindreki jap- önsku leyniþjónustunnar. Árið 1935 fékk Turok 35.000 r'úbiur frá Japönum, sem greiðslu fyrir njósnastarfsemi og skemmdai’verk, sem hann rak í Úral. Mikhail Tsjernoff, hægrimaður og þjóðfulltrúi land- búnaðarmála í Sovétrikjunum, erindreki leyniþjónustu þýzka liersins frá 1928. Undir yfirumsjón Þjóðverja franiicvæmdi Tsjernoff víðtæk skemmdarverk og rak njósnastarfsemi í Ukrainu. Vasili Sharangovitsj, hægrimaður og ritari miðstjórn- ar Kommúnistaflokks Hvíta-Rússlands, hafði verið send- ur til Sovétríkjanna sem pólskur njósnari 1921. Næstu ár, hélt hann áfram að starfa undir yfirstjóm pólsku leyni- þjónustunnar og sjá henni fyrir njósnaupplýsingum jafn- framt því, sem hann rak skemmdarstarfsemi í Hvíta- Rússlandi. Grigori Grinko, hægrimaður og embættismaður í fjár- rnálaráðuneytinu, erindreki pólsku og þýzku leyniþjón- ustanna síðan 1932. Hann var foringi hinnar fasistisku þjóðernissinnahrejdingar í Úkrainu, aðstoðaði við vopna- og skotfærasmygl inní Sovétríkin og rak njósna- og skemmdarverkastarfsemi fyrir Þjóðverja og Pólverja. Samsæriskerfi Trotskista, Hægrimanna og Sinovjeffista var í raun og veru fimmta herdeiid Öxuiveldanna í Sov- étríkjunum. XVII. KAFLI Landráð og hermdarverk 1. Landráðadiplómatí. Árin 1933—1934 virtist leyndardómsfullur sjúkleiki leggja undir sig þjóðii’ Evrópu. Hvert landið á fætur öðru riðaði skyndilega af stjómlagai’ofum, uppreisnartil- raunum hersins, skemmdarverkum, launmorðurn og flett var ofan af hinum imdarlegustu samblástrum og sam- særum. Varla leið mánuður án nýrra ofbeldisverka eða nýrra svikráða. Faraldur landráða og hermdarverka geysaði um Evrópu. Nazista-Þýzkaland var miðstöð sýkingarinnar. Hinn 11. janúar 1934 sagði svo í United Press fréttaskeyti frá London: „Frá Nazista-Þýzkalandi, miðstöð hinnar nýju fasistahreyfingar, hafa æsingar og ofbeldi af hálfu þeirra, sem álíta hina gömlu stjórnslcipun dauoadæmda, breiðzt yfir meginlandið." Nafnið „fimmta herdeild“ var enn óþekkt. En hinar leýnilegu forystusveitir þýzlcu hérstjórnarinnar höfðu þejgar hafið sókn sína gegn þjóðum Evrópu, Cagoulards og Croix de Feu í Frakklandi, IJnion of Fascists í Bret- landi, Rexistar í Belgíu, POW í Póllandi, Henlænistar og HÍinkavarðliðið í Tékkóslóvakíu, Quislingar í Noregi, Járnvarðliðið í Rúmeníu, IMRO í Búlgaríu, Lappo í Finn- landi, Járnúlfurinn í Lettlandi, Eldkrossinn í Litháen og fjoldi annarra nýstofnaðra leynisamtaka nazista eða endurskipulagðra gagnbyltingarbandalaga höfðu þegar tekið til starfa við að brjóta þýzka liernum braut til sig- urs og undirokunar meginlandsins og undirbúa árásina á Sovétríkin. Hér er ófullkomin skrá um mikilvægustu hermdarverk nazista og fasista, sem unnin voru þegar eftir valdatöku Hitlers: Okt. 1933: Alex Maiioff, ritari Sovétsendiráðsins, mj'rt- ur í Lvoff í Póllandi af erindrekum OUN, hermdar- verkasamtaka ukrainskra þjóðernissinna, sem naz- istar styrktu. Des. 1933: Ion Duca forsætisráðherra Rúmeníu, myrtur 47. dagur eftir Anatole Franee Þegar við skildum, horfði ungfrú Préfere á mig með svo mikilli tilfinningu, að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. — Verið þér sælar, sagði ég við ungu stúlkuna, og heyrið mig: Vinur yðar er orðinn gamall, og hann getur brugðizt yður. Lofið mér því að bregð- ast yður aldrei sjálf, og þá skal ég vera ánægðiu-. Guð blessi yður barnið mitt. Ég lokaði dyrunum, þegar þær voru famar, opn- aði gluggann til þess að horfa á eftir henni. En það var orðið dimmt og ég sá ekki neitt nema óljósar skuggaverur, sem fóru um dimma götuna. Þungur niour barst að eyrum mér, það var þys hinnar miklu borgar og mér varð undarlega þröngt um hjarta. 'CT - • • x «<•»«»•> . 15. desember. Konungurinn í Thule átti gullbikar, sem unn- usta hans hafði gefið honum til minja. Þegar liann var að dauða kominn, og vissi, að hann mundi'nl- drei framar bergja af bikar, þeytti hann bikarnum i hafið. Eg geymi þessar dagbækur eins og hinn gamli sækonungur bikar sinn úr slegnu gulli, og ég ætla að fara að dæmi hans og brenna þær áður en ég skil við. Það er engan veginn vegna dramb- látrar eigingimi, né heldur vegna þess, að ég vilji engum imna þess að sjá þær, heldur af því, að ég óttast, að það, sem mér sjálfum hefur verið heilagt, muni öðrum virðast ómerkilegt eða hlægilegt sök- um þess ófullkomna búnings, sem ég hef fengið því. Eg kemst ekki svona að orði neitt sérstaklega með tilliti til þess sem á eftir fer. Auðvitað var ég manna hlægilegastur þegar ég var setztur til borðs heima hjá ungfrú Préfere, við hlið þessarar tor- tryggilegu konu. Við sátum til borðs í lítilli stofu. Á. borðinu voru sprungnir diskar, skörðótt glös, hnífar sem skröltu lausir í skaftinu, ófægðir gaflar. Þama vantaði ekkert til að taka matarlistina frá siðuðum manni. Mér var sagt í trúnaði að miðdegisverður þessi hefði verið settur saman handa mér, enda þótt herra Mouche ætti að taka þátt í honum. Það leit út fyrir að ungfrú Préfere héldi að ég hefði ein- kennilegan smekk á bjór, því að sá sem hún bauð mér, var eldsúr. Steikin var þvílíkt eiturbras, að mér ætlaði að verða illt, en sú var bót í máli, að herra Mouche og ungfrú Préfere voru farin að tala saman um dyggð- ina og urðu þá svo háfleyg og fín, að ég liefði mátt skammast mín niður í tær fyrir mitt klúra og óandlega viðhorf til þess, sem þau töluðu um í svo háfleygum anda. Af því sem þau sögðu var það deginum ljósara, að sjálfsafneitunin var þeirra daglegt brauð og fómarlimdin þeim í brjóst borin. Ungfrú Préfere sá að ég var hættur að borða, og gerði sér mikið D A V I Ð ómak til að yfirvinna það sem hún var svo vinsam- leg að kalla hæversku mína. Jeanne, sagði hún, var ekki látin sitja til borðs, vegna þess að með því hefði skapast fordæmi, sem erfitt hefði verið að verjá fýrir hinum nemenduhum. Þjónustustúlkán bar fram lítilfjörlegan eftír- mat og hvarf eins og skuggi. Síðan fór ungfrú Préfere að segja herra Mouche með miklum fjálgleik frá því sem hún hafði sagt við mig inni í borg bókanna þegar ráðskonan mín lá rúmföst. Hún talaði um aðdáun sína fyrir með- limi vísindafélagsins, ótta sinn við að ég mundi verða veikur og einmana, sannfæringu sína um það að sérhver vitur kona mundi telja sér sæmd að því að verða lífsförunautur minn og liún dró ekk- ert undan af því sem hún hafði sagt heima hjá mér, heldur jók við það ýmsu ámátlegu þrugli Herra Mouche kinkaði kolli til samþykkis og bruddi hnetur um leið og þegar ungfrúin var þögn- uð, spurði hann sætbrosandi, hverju hún hefði svarað. Ungfrúin lagði aðra höndina á hjartáð en rétti hina í áttina til mín og sagði: — Hann er svo ástúðlegur, góður og mikill mað- ur. Hann hefur svarað. En ég, sem ekki er annað en einföld kona, hvernig ætti ég að geta liaft eftir orð, sem meðlimur Vísindafélagsins hefur tal- að. Það er nóg að ég taki fram aðalatriðin. Hann svaraði: „Já, ég skil yður og fellst á það sem þér segið“. Að svo mæltu greip hún aðra hönd mína. Herra Mouche stóð upp, ákaflega hrærður og greip hina. — Eg óska yður til hamingju, herra, sagði hann. Oft hef ég orðið hræddur, en aldrei hef ég fund- ið til jafn hryllilegrar skelfingar, sem í þetta skipti. Eg losaði um hendur mínar og reis upp til að gefa o/ðum mínum meiri þunga, ■—- Frú, sagði ég, annaðhvort hefur mér ekki tekizt að gera mig skiljanlegan heima hjá mér um daginn, eða ég hef misskilið yður núna. Hvort sem heldur er, er þörf á að skýra málið til fullnustu. Leyfið mér, frú, að tala án þess að tekið verði fram í fyrir mér. Nei, ég hef ekki skilið yður og ég sam- þykkti heldur ekki neitt, mér eru algerlega ókunn- ugt uip. kvonfang það, sem þér ætlið mér, ef það er þá nokkurt. Það væri ófyrirgefanleg heimska af manni á mínum aldri, að hugsa til hjónabands, og mér er óskiljanlegt, að skynsamri konu, eins og þér eruð skuli hafa komið til hugar önnur eins fjar- stæða og það að hvetja mig til að giftast. Mér er miklu nær skapi að halda, að ég hafi misskilið það, sem ég heyrði yður segja. Ef svo er, vil ég biðja yður að fyrirgefa gömlum manni, sem orðinn er því óvanur, að umgangast fólk, og þó sérstaklega konur, og mundi þykja mjög fyrir því að hafa orðið þetta á. ■ MMWMMBMMBWWMBMIilmilffllimmiHUlllllHHnllMlll—HMWW 11111.11.. -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.