Þjóðviljinn - 11.02.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.02.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. febrúar 1948 Þ JÓÐVIL JINN 3 liorf ojj ifeiðil ^ÉIfeBfeðfelliiÍ sttii Kristínn Ág. Eiríksson, varaíormaður Félags járniðis a%rraaiia seglr frá för sinni íil Norðurlanda AJ)ALFUNDUR verkalýðsfélagsins Jökull Verkalýðsfélagið Jökull Höfn. Homafirði hélt aðalfund sinn 25. jan. s. 1. Þessir voru kosnir. í stjórn: Formaður. Benediktj Þorsteinsson, ritari: Óskar Guðnason, Gjaldkeri: HalUlór Sverrisson. Alþýðusambaud Dana — De Samvirkende Fagforbund — var 50 ára 3. jan. sl. og voru þrír fulltrúar Alþýðusambands Is- lands gestir danska Alþýðusambandsins á afmœlishátíðinni. Voru það þeir Hermann Guðmundsson forseti A. S. I., Guðgeir Jónsson, formaður Bókbindarafélagsins og Kristinn Ág. Eiriksson vara- formaður Félags járniðnaðarmanna. Tveir þeir fyrrnefndu komu heim að aflokinni afmælishátíðinni, en Kristinn varð eftir til að kynna sér eftirlit með véluin og verksmiðjum í Danmörku og sitja þing Norðurlandaþjóðanna um vinnuvernd og öryggi við vinnu. Kristinn kom heim 29. f. m. og hafði fréttamaður Þjóð- viljans tal af honurn nokkru síðar. — Þú ert fulltrúi Alþýðu- sambandsins í nefnd þeirri sem á að endurskoða núgildandi lög um eftirlit með vélum og verk- smiðjum, og það var í því sam- bandi að þú dvaldist lengur í Danmörku en félagar þínir? — Já, það var samkvæmt ósk formanns nefndarinnar um eft- irlit með vélum og verksmiðj- um, Jóns Vestdals, að ég kynnti mér þau mál í Danmörku og Svíþjóð. Norðurlandabandalag um vinnuvernd .„Þú, varst á Norðurlandaráð- stefnu í Svíþjóð? — Já, ég fór til Svíþjóðar á ráðstefnu um þessi mál, þar sem fulltrúar frá öllum Norður- landaþjóðunum voru mættir. Þar var rætt, um að stofna sam band Norðurlandanna, með þátt cöku íslands, vnn þessi mál. Það vorn verkalýðssamtök Norðurl. sem boðuðu til ráð- stefnunnar, og jafnframt Arbej er Samaritenes Forbund í Sví- þjóð og Danmörku og Norsk Folkhjelp i Noregi, en það er mjög víðtækur félagsskapur verkalýðssamtakanna í Noregi, sem lætur til sín taka öll mál er snerta öryggi við vinnu og eftirlit með vélum og verksmiðj um, en einnig allar slysabætur bæði á sjó og landi og ennfrem um berklavarnir. Auk þess bygg ir þessi félagsskapur gufubað- stofur fyrir almenning, og gríp- ur yfirleitt inn í þar sem þurfa þykir í öryggis- og heilbrigðis- málum. Norsk Folkhjelp var stofnað 1939, en Þjóðverjar leystu fé- lagssamtök þessi upp og lögðu þau undir Nasjónal Samling. en þau voru endurstofnuð að stríð inu loknu. í félagssamtökum í Málmey á allskonar öryggis- útbúnaði við vinnu og vörnum gegn slysum. Vöruskömmtun -— Vöruskömmtunin? — Vöruskömmtunin er á flest um nauðsynjum, t. d. er smjör- skammturinn 250 gr. á mann á mánuði, en aftur á móti fá þeir kíló af góðu smjörlíki og svína feiti er óskömmtuð. I Danir leggja mikla áherzlu á I útflutninginn, t. d. selja þeir raf | mótora út úr landinu, — sem. svo eru stundum keyptir inn | aftur á tvöföldu verði. Alger vöntun er á súkkulaði í Danmörk, þó ganga allar súkkulaðiverksm. Dana nótt og Ný lög um vinnuöryggi í undir-i (jag Qg framleiða til útflutnings. Það er algengt fyrirbrigði að vinir Dana í öðrum löndum AÐALFUNDUR Verkalýðs- og sjó- mannafélags Norð- firðinga VerkalýOs- og sjómannafélar Norðfirðinga Ncskaupstað hél aðalfund sinn 8. þ. m. 1 stjóm voru kosnir: Formaf ur: Bjarni Þórðarsor.. Varafo: m'aður: Sigurjón Ásinundsson Ritari: Jakob Hermannsson Gjaldkeri: Sigurður Jcnsso-i o: meðstjórnandi Valdimar Ey ólfsson. Samþykkt var á fundinum ac segja upp kjarasamningum fé- lagsins við atvinnurekendur og eru þeir útrunnir 1. maí n. k. búningi í Danmörku — Varstu lengi í Svíþjóð? — Eg var tæpa viku. Þaðan fór ég til Danmerkur aftur og ferðaðist um, ásamt trúnaðar- manni vélaeftirlitsins,og skoð- aði verksmiðjur víðsvegar um Danmörk. Eg fór einnig á fund Johan Ström félagsmálaráð- herra, en hann vildi fá að vita um þessi mál á Islandi, og gaf hann mér jafnframt upplýsing- ar um allt sem ég spurði um þessi mál í Danmörku. Gildandí lög í Danmörk um eftirlit með vélum og verksmiðj um eru frá 1913. Nú stendur yfir endurskoðun þessara mála, nýtt frumvarp um þessi mál liggur fyrir þinginu, og mun það verða að lögum. . Þrátt fyrir það að gildandi lög eru frá 1913 tel ég þessi mál vera i mjög góðu lagi í Öanmörk, a. m. k. samanborið við okkar lög um þetta efni, sem stafar eðlilega af því hve iðnaður Dana á sér miklu lengri sögu og reynslu að baki en okk ar iðnaður. Eg tel t. d. rétt að geta þess að vélaeftirlitið í Danmörk hef- ur sérstaka rannsólmarstofu. Kjör danskra jámsmiða — Hvað er að frétta af kjör- um danskra járnsmiða? — Kaup jámsmiðasveina er kr. 140—160 á viku. Kaup verkamanna er kr. 110—130 á viku. Aftur á móti er verðlag á nauðsynjum miklu lægra eii hér. Smjör kostar 5 kr. kílóið, í gjafapökkum | sem búið er til í' þessum eru nú 1500 manna sem ) 45% ostur kr. 4,20 kg., mjólk eru útlærðir í hjálp í viðlögum. 144 aura lítirinn, grænmeti 20— Þ.essi starfsemi er einnig mjög öflug bæði í Svíþjóð og Dan- mörk, en þó einkum í Dan- mörk. í sambandi við ráðstefnuna var haldin sýning í ráðhúsmu 30 aura kílóið, flesk kr. 4,80 kg. egg 24 aura stk. og smjörlíki kr. 2,66 kg. Föt úr sæmilegu efni, saumuð hjá klæðskera, kosta milli 400—500 kr., en það er mjög erfitt að fá föt. senda þeim súkkulaði — Danmörk! Sama fyrirbrigðið er í Sví- þjóð. Þeir framleiða vélar til útflutnings — og flytja svo sænskar vélar inn aftur á marg földu verði. Nýir kjarasamningar -—Þann 22. jan. s. 1., heldur Kristinn áfram, samþykkti Járn smiðasambandið tillögu sátta- semjara sem tryggir vinnufrið í járniðnaðinum næstu tvö ár. Allsherjaratkvæðagreiðsla var um tillöguna og tóku þátt í henni 54% af félagsmönnum sambandsins. Já sögðu 18166, en nei sögðu 15207. Tillaga sáttasemjara fól í sér nokkra hækkim og kjarabætur. Nú standa einnig yfir samn- ingar i ýmsum öðrum iðngrein- um. Sjötti hver vcrkamaður í Kaup- mannahöfn atvinnulaus — Atvinnuleysi í Danmöik? — Sjötti hver verkamaður i Kaupmannahöfn er atvinnulaus í dag. I Verkamannasamband- inu eru 54 þúsmidir. 9 þúsundir eru nú atvinnulausar. Að ein- hverju leyti orsakast þetta af árstírranv.m. Til þessaE^ maima er greidd- ur emn fjórði úr milljón króna á viku í atvinnuleysisstyrk, og kemur styrkurinn bæði frá verkalýðssamtökum og ríkinu. Það er einnig mikið atvinnu- leysi hjá dönskum málurum og klæðskerum sökum efnisskorts. Aftur á móti vantar vinnuafl í j árniðnaðin um. 108 milljónir á ári í atvinnu- leysisstyrki —Er mikið gréitt í atvinnu- leysisstyrki yfirleitt ? Framhald á 7. síðu. AÐALFUNDUR Verkalýðsfélags . Dyrhólakrepps Verkalýðsfélag Dyrhóla- hrepps hélt aðalfund sinn 27. jan. s.l. Stjórnin var öll endur- kosin og skipa hana þessir: Formaður: Gunnar Stefánsson. Ritari: Vigfús Ólafsson. Gjald- keri Sigurður B. Gunna.rsson. AÐALFUNDUR Bjarmi á Stokkseyri Verklýðs- og sjómannafélagiö Bjarmi Stokkseyri hélt aðal- fund sinn 8. jan s.l. Stjórnin var öll endurkosinj ■og skipa hana þessir: Form.: Björgvin Sigurðsson. Varafor- maður:Helgi Sigurðsson. Rit.ari: Frímann Sigurðsson: Gjaldkeri: Gísli Gíslason. Fjármálaritari: Guðmundur Ingjaldsson. AÐALFUNDUR Félags húsasmíða- nema í Reyk javík Aðalfundur Félags húsasmíða nema í Reykjavík, var haldinn 5. þessa mánaðar. Formaður fé lagsins Guðmundur Jóne.sson, skýrði frá störfum félagsins á s.l. ári. í stjóm félagsins voru kjörnir: Formaður: Alfreð Sæ- mundsson, varaformaður: Jón Þorleif sson, ritari: Benedikt Björnsson, gjaldkeri: Pétur I Jóhannesson, meðstjómandi: Valdimar Magnússon. -—£--- AÐALFUNDUR Félags máíaranema í Reykjavík Félag málaranema í Reykja vík, hélt aðalfund sinn 5. þ. m. Fráfarandi formaður Óskar Ólason flutti skýrslu stjórnar- innar. Stjórn félagsins fyrir- þetta ár skipa: formaöur, Stein- þór M. Gunnarsson, varaform. Hafsteinn Hanssen, ritari Hjálmar Jónsson, gjaldkeri Björn Ólsen, meðstj. Magnus Stefensen. Víkingur svarar Alþýðublaðinn Stjórn Víkings í Mýrdal hef- ur beðið Þjóðviljann fyrir eftir farandi leiðréttingu við „víta- verðum fréttaflutningi“ Alþýðu blaðsíns: „Vegna skrifa Alþýðublaðsins um stjórnarkosningu í verka- lýðsfélaglnu ,,Víkingur“ i Vík í Mýrdal viljum við undirritaðir taka fram eftirfarandi: í fyrsta lagi var kosningin ópólitísk eins og undanfarin ár og sýnir þar af leiðandi ekki fylgi eins eða annars flokks og í öðru lagi var Sigurður Gunn- arsson stuðningsmaður Helga Helgasonar en ekki í kjöri sjálf ur. Viljum við því leiðrétta um- mæli blaðsins liérmeð og telj- um slíkan fréttaflutning víta- verðan. Vík í Mýrdal. Helgi Helgason (formaður). Einar Bárðarson (gjaldkeri). lúdasar eru fyrir- litniraf öllum 1 eftirfarandi grein, sem Vest urland á ísafirði birti 22. f. m. sannast enn hver örlög þeirra verða sem svikja réttan málstað og ganga á mála gegn betri vitund: Þeir eru fyrirlitnir af öllum. í grein þessari er það ennfremur staðfest af blaði Sjálfstæðisflokksins að Helgi Hannesson hafi s.i. sumar verið á mála hjá Claessen. Grein Vesturlands er svo- hl jóðandi: „Verkalýðsleiðtogi á mála hjá Claessen. Allir ísfirðingar þekkja Helga Hannesson og fégræðgi hans. Hann hefur komið sér hér vel fyrir og neytt til þess flestra bragða. Hann eignaðist bíl hér um árið'— allir þekkja þá sögu. Bíll þessi hefur gefið honum góðar tekjur, hvort sem þær hafa nú ávalt verið taldar fram eða ekki. Á siðastliðnu sumri stundaði hann bilkeyrslu og bíi- kennslu hér í bænum. Sótti hann starfið svo fast, að hann hafði stundum ekki tíma til að mæta á bæjarstjórnarfundum vegna þessa. Bílkennftla. e»-bæði ábatasarr.- ur og skemmtilegur starfi. Allt í einu hvarf Helgi'frá þessu öHu og flaug suður. Eitthvað févæn legra var í'boði. Jú, Hftlgi Hann esson foi’maður verkalýðsfélags ins Baldur var ráðinn sérstak- ur sendimaður Eggerts Claes- sens vegna vinnudeilna á Norð- urlaudi. Hinn stóri og vambmikli krati ,fór með mikhmi bægslagangi af stað. Reynai hann að splimdra samtökum verkamanna m. a. með aðstoð falsskeytis, sem sagt var frá Alþýðusambandi Islands. En allt kom fyrir ekki. Það var hljóðlátur maður, se.m Framhald á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.