Þjóðviljinn - 11.02.1948, Blaðsíða 8
Æskan sameinast m feyggingu æskulýðsfeallar
Unnið að stofnun sambands æskulýðsfélaga í Reykjavík
ÍOÐVlllfNN
Biskup íslands, herra Sigurgeir SigurÖsson, boðaði, í
nafni Bræðralags, kristilegs félags stúdenta, formenn rúml.
20 æskulýðs-, menningar-, og íþróttafélaga í KcykjvaOí á
fund að heimili sínu 9. þ. m., og sátu fundinn formenn og
fulltrúar frá 20 félögum.
Fundurinn var boðaður í því
skyni, að ræða um stofunu sam-
bands æskulýðsfélaganna í
Reykjavík með byggingu æsku
iýðshallar fyrir augum.
Biskupinn tók fyrstur til máls
bauð gesti velkomna og stýrði
fundinum.
Næstur talaði Þorsteinn
Valdimarsson cand. theol., for-
maður undirbúningsnefndar
Bræðralags og reifaði málið í
ítarlegri ræðu. Hann brá á loft
ýmsum athyglisverðum hug-
myndum um starfsemi, er gæti
þróast í væntanlegri æskulýðs-
höll og skýrði frá þeirri hug-
mynd, að sameina æskulýðs
höll og skautahöll, og er nú
verið að athuga möguleika á
því.
Næstur talaði Emil Bjöms-
son af hálfu Bræðralags.ræddi
um stofnun æskulýðssambands
og bar fram svohljóðandi álykt
un í nafni undirbúningsnefnd-
a rfundarins:
„Vér undirritaðir formenn
æskulýðsfélaga i Reykjavik lýs-
um hér með yfir þvi, að vér
munum hér eftir vinna saman,
og hver í sínu félagi, að því að
hrinda í framkvæmd byggingu
æskulýðshallar i Reykjavík svo
fljótt, sem verða má. í því skyni
viljum vér fá í lið með oss öll
æskulýðsfélög bæjarins, og
stofna samband þeirra, er hafi
forustu um framkvæmdir af
hálfu æskunnar, og vekja hina
félagsbundnu og ófélagsbundnu
æsku til skilnings á málinu og
þeirri staðreind, að sameinaðri
er henni sigurinn vís“.
Stefán Runólfsson formaður
Ungmennafél. Rvíkur tók þá til
máls og lýsti eindregnum stuðn
ingi við fram komnar hugmynd
ir á fundinum, og minntist þess
er Aðalsteinn Sigmundsson bar
fram æskulýðshallar hugmjmd
sína. Las Stefán síðan upp
ályktun frá fundi Ungmennafél.
Rvíkur., sem haldinn var í
fyrradag. Þar segir m. a. að í
von um að takast megi að sam-
eina æskulýðsfélögin í Reykja-
vík um byggingu æskulýðshall-
ar, þá heimili ftmdurinn stjórn
félagsins að lofa fjárframlagi
til byggingarinnar, ef með þarf,
samkvæmt fjárhagsgetu þess.
Formenn og fulltrúar frá eft
írtöldum 20 félögum, er fundinn
sóttu, samþykktu síðan allir á-
lyktun undirbúningsnefndar
Bræðralags og rituðu nöfn sín
undir til staðfestingar: Bræðra
lagi, Ungmennaféiagi Rvíkur,
Kvenskátafél. Rvíkur, Knatt-
spymufél. Fram, Knattspymu-
fél. Víking, Skólafél Gagnfræða
skóla Reykvíkinga, Skólafélagi
Menntaskólans í Reykjavík,
Skólafél. Iðnskólans, Knatt-
spymufél. VaJ, Taflfél. Rvíkur,
Sundfél. Ægi, Piltafél. Dóm-
kirkjunnar og kristilegu félagi
ungra manna Fríkirkjusafnað-
arins, Nemendafél. Tónlistar-
skólans, Glímufél. Ármanni,
KnattspjTnufél. Rvikur, Skóla-
fél. Kennaraskólans og Skóla-
fél. Gagnfræðaskólans í Reykja
vik. í gær undirrituðu fjórir
formenn þessa ályktun til við-
bótar, formaður félags ungra
Framsóknarmanna i Rvík, form
fél. ungra jafnaðarmanna, form
félags imgra sjálfstæðismanna,
Heimdallar, og form. félags
ungra sósíalista, Æskulýðsfylk-
ingarinnar.
Loks var samþykkt að boða
til stofnþings æskulýðssam-
bandsins innan þriggja vikna,
og skrifar undirbúningsnefndin
öllum æskulýðsfélögum í bæn-
um á næstunni og biður þau að
halda fundi og kjósa einn fulltr.
hvert á stofnþing sambands
æsltulýðsfélaganna í Reykja-
vík.
Um 50 skip bíða
losunar
Veður hamlar nú
veiðum
Slæmt veður var á síldarmið-
unum í gær og fyrrinótt og
hamlaði það veiðum. Um 50
síldveiðibátar bíða nú eftir að
geta losnað við aflann, og eru
þeir með samtals um 40 þús.
mál.
Lokið var í gær við að lesta
Hel og Hugann. Pólstjarnan
kom hingað í gær og tekur síld.
Þesi 11 skíp hafa komið síð-
an í fyrrakvöld:
Siglunes 750, Huginn I. og II.
200, Ásgeir 800, Freyja Re 800,
Haukur I. 1000, Bjarki .1200,
Vöggur 600, Richard 150, Eldey
1000, Bjöminn 600.
Skæruliðar í nthverfnm Saloniki
Skjóta af sprengjuvörpum á miðbik borgar-
innar
Snemma í gærmorgun var hafin stórskotaliríð á mið-
bik Saloniki, annarrar stærstu borgar Grikklands. Sannað
er, að skotið var úr úthverfum borgarinnar sjálfrar.
Rannsókn á sprengjubrotum ♦ "
hefur leitt í Ijós, að skotið var
af sprengjuvörpu með 81 mm.
hlaupvídd, en slík vopn draga
í hæsta lagi 5 km.
Herbúðir Breta hæfðar
Ein sprengikúla lenti á her-
búðum brezka hersins í Salon-
iki, drap einn Breta og særði 2.
Tvær kúlur sprungu fyrir utan
hótel það, sem Grikklandsnefnd
SÞ hefur aðsetur í og brotn-
uðu allar rúður í húsinu. Alls
féllu 4 menn en 13 særðust af
skothríðinni. Herstjórn Aþenu-
stjórnarinnar hefur ekki hug-
mynd um, hvaðan skothríðin
kom, nema það sem gizkað hef-
ur verið á um vegaiengdina. I
gær sprengdu skæruliðar í loft
upp orkuver verksmiðjo, er
Bretar ciga 60 km frá Ahenu.
Tjónið er metið á 25 þús. ]-und.
íþróttablaðið komiö út
íþróttablaðið 9.--12 töluþlað
1947, er nýkomið út. Jóhann
Bemhard ritar þar um Frjáls-
íþróttamótin í Reylijavík, Örn
Clausen um Norðurlandaför IR,
Ari Guðmundsson um sund-
meistaramót Evrópu, Árni
Ágústsson um knattspymuna í
Reykjavík, Kjartan Bergmann
um Sigurð Greipsson fimmtug-
an, minnzt er Steinþórs heitins
Sigurðsonar magisters, þá eru
greinar um Finnlandsför Ár-
mann, mót úti á landi, o. m. fl.
— 60 myndir eru í blaðinu og
margar góóar.
Norðurlanda-
söngmét í sumar
íslandi boðin þátt-
taka en hefur ekki
verið svarað ennþá
Utanríkisráðuneytinu hofur
fyrir nokkru borizt — í gegnum
sendiráðið í Kaupmannahöfn —
boð frá DANSK KORFOREN-
ING um að 50 manna blandað-
ur kór héðan taki þátt í Norð
uriandasöngmóti — NORDISK
STÆVNE 1948 —, sem Iialda
á í Kaupmannahöíu dagana 1.
og 2. júní í sumar.
Utanríkisráðuneytið sneri sér
til stjórnar Landssambands
blandaðra kóra, — formaður
Jón Alexandersson, forstjóri, —
um að athuga möguleikana á
því að taka þátt í þessu iroði.
Hafa nokkur bréfaskipti farið
fram milli LBK og ráðuneytis-
ins um þetta mál. Stjórn LBK
hefur leitað fyrir sér meðal
sambandskóranna um þetta.
Upplýstist fljótt, að aðeins tveir
Framh. á 5. siðu.
Kommúnistar 20
km. frá Mukden
Hersveitir kínverskra komm-
únista eru nú innan 12 km frá
Mukden, stærstu borg Mansjúr-
íu. Fregnir herma, að þær hafi
brotizt inn í seinustu vamar-
stöðvai' Kuomingtangliersins
fyrir utan borgina.
ÁVARP.
Rauði kross Islands er deild í alþjóðafélagsskap þeirra, sem
vilja vinna saman að því að þjóna og líkna þeim, sem liða; þeim,
sem búa við sár og kröm, klæðaleysi og hungur.
Rauði krossinn beiðist ekki ölmusu. En hann beiðist sam-
starfs við alla, sem vilja létta byrðar þeirra, sem þunga eru
hlaðnir. Hann beiðist aðstöðn til að vinna mannúðar- og misk-
unnarverk, þar sem líknar og hjálpar er þörf.
Vegna þess hefur hann kjörið sér einn dag ársins, — ösku-
daginn, — til þess að kynna hugsjón sína og starf.
í dag fara böm og unglingar um höfuðstaðinn og marga
aðra bæi landsins og bjóða öllum, sem til samstarfs vilja koma,
merki Rauða krossins, sem kosta kr. 2.— og kr. 5.—.
Treystir Rauði krossinn þvi, að þessrnn sendiboðum sínum
verði hvarvetna vel tekið, og sala merkjanna gangi greiðlega.
og svo vel, að öll merkin verði uppseld áður en dagur er að
kvöldi kominn.
Vini sína í sveitiun landsins og þeim bæjum og kauptún-
mn, þar sem merkjasölu varð ekki við komið, biður Rauði Kross-
inn um að senda framlög sín í peningum, ávísunum eða frímerkj-
um, til nœstu Rauða-kross-deildar, eða beint til skrifstofu Rauða
Kross Islands, Hafnarstræti 5, Reykjavík.
Rauði krossinn beinir þeim tilmælum sínum til allra for-
eldra, — en þó sérstaklega til mæðranna, — að þau hvetji börn-
in til merkjasölu í dag.
Sú breyting verður nú gerð frá því sem verið hefur undan-
gengin ár, að afgreiðsla merkjanna í Reykjavík fer ekki fram
í barnaskólunum, heidur:
Vesturbær: Gagnfræðaskóli Reykvikinga (gamla stýri-
mannaskólahúsið, Öldugötu 23)
Miðbær: Menntaskólinn — bakhúsið —
Austurbær: Handiða- og myndlistaskólinn, Laugaveg 118
(á efstu hæð hins nýja húss Egils Vilhjálmssonar h. f.)
Þeir karlar og konur, sem vilja aðstoða Rauða krossinn við
afgreiðslu merkjanna, eru vinsamlega beðin um að tilkynna
þátttöku sína í síma 4658.
Reykjavík, 11. febrúar 1948.
Rauði Kross Islands
Hver er flugvailar
stjóri í Keflavík?
í símaskrá Keflavíkurflugvall
arins eru auðvitað allir titlar
á bandarísku — nema einn! Við
síma nr. 1 stendur: Gunnar Sig-
urðsson, flugv'allarstjóri.
Bandaríkjamaðurinn sem sér
um útgáfu símaskrárinnar hef
ur skýrt frá því hvemig á
þessu ósamræmi standi. í fyrri
útgáfu var flugvallarstjóri
nefndur airport manager og svo
átti enn að vera í þessari, en
þá kom tilkynning frá Agnari
Kofoed-Hansen að hann einn
bæri þennan titil, Gunnar Sig-
urðss. mætti ekki títulera á æðri
hátt en deputy, fulltrúi! Banda
ríkjamaðurinn þorði að sjálf-
sögðu ekki annað en hlýða þess
ari fyrirskipun, en þótti hins
vegar leitt að særa Gunnar Sig
urðsson. En - þá var það að
Bandaríkjamaður sem kunnug-
ur var ísicnzkum aðstæðum
fann upp á því snjallræði að
prenta titilinn á íslenzku. þar
með var öllum aðilum fullnægt,
Gunnar Sigurðsson er flugvall
arstjóri á íslenzku, en Kofoed-
Hansen airport manager á
ensku!
En að sjálfsögðu veldur það
nokkrum vandræðum á Kefla-
víkurflugvellinum að hinn ís-
lenzki „yfírmaður" hans er í
augum Bandaríkjaliðsins aðeins
Fyrirlestrar
um slysaskurð-
lækningar og
kristileg mál-
efni.
Enskur skurðlæknir
flytur þá
I gær kom hingað til lands
enskur læknir, Adrian C.
Kanaar að nafnl, og mnn hann
halda hér fyrirlestra um slysa-
skurðlækningar \1ð háskólann
og einnig almenna fyrirlestra
um ýmis málefni varðandi
kristna trú.
Ðr. Kanaar er hingað kominn
á vegum Kristilegs stúdentafé-
lags. Hefur hann hlotið mikla
menntun og víðtælra rejmslu í
læknisfræði.
Þeir almennu fyrirlestrar,
sem hann mun halda hér um
kristileg málefni verða í húsi
K.F.U.M. og í Dómkirkjunni,
15, febr., 19. febr., 20. febr.,
21. febr., og 22. febr. Seinasti
fyrirlesturinn verður í Dóm-
kirkjunni (hinir allir í húsi
K.F.U.M. ), sérstaklega ætlaður
fyrir æskufólk. Allir fyrirlestr
arnir hefjast kl. 8,30 e. h. Séra
Jóhann Hannesson kristniboði
verður túlkur.
fulltrúi, m. a. vegna hégómleika
Agnars Kofoed-Hansens.