Þjóðviljinn - 11.02.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.02.1948, Blaðsíða 4
% ÞJÓÐVILJINN MiðvLkudagur 11. febrúar 194S Þióðviliinn ÚtBefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Préttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sósíaiistaflnkkiirlnn Þórsvötu 1 — 'Jími 7510 (þrjár línur) (haldshjáleigan Alþýðuflokkurinn er orðinn hjáleiga hjá íhaldinu sem nefnir sig Sjálfstæðisflokk. Þetta eru ekki nýjar fréttir, en það líður varla sá dagur að ekki komi nýjar samianir fyrir því á Aiþingi, í bæjarstjórn Reykjavíkur, að maður ekki tali um íhaldsþjónustu Aiþýðublaðsins, sem er söm við sig á öllum árstíðum. Þetta varð fyrst verulega áberandi í tíð fyrrverandi rík- isstjórnar. Alþýða manna treysti því að þegar skærist í odda innan þeirrar stjómar um hagsmunamál alþýðunnar og almenn framfaramál, stæðu f jórir ráðherrar gegn tveim- ur. Þetta varð líka, en á annan hátt en búizt var við af alþýðufólki. Ráðherrar Alþýðuflokksins fylgdu íhaldsráð- Þerrunum til hvers sem var, líkt og um náskylda flokka væri að ræða, þegar í odda skarst átti afturhaldsstefnan fjóra ráðherra í stjóminni, alþýðumálstaðurinn aðeins tvo, ráð- herra Sósíalistaflokksins. Samkvæmt línimni frá Washington var núverandi stjóm hnoðað saman, ekki sízt til að útiloka sósíalista frá þátt- töku í ríkisstjóm. En meira að segja í hrunstjóminni hefur hin nána samvinna íhaldsins og Alþýðuflokksins vakið at- hygli, og hefur formaður Framsóknarflokksins lýst því yfir opinberlega að um flest ágreiningsmál hafi skiptingin í ríkisstjóminni verið milli Framsóknarflokksins annars vegar en ihaldsins og Alþýðuflokksins hinsvegar. Hvað eftir annað kemur þessi nána samvinna fram í af- greiðslu þingmála. íhaldið og Alþýðuflokkurínn mynda sameiginlegan meirihluta í fjárhagsnefnd neðri deildar gegn frumvarpi Sigfúsar Sigurhjartarsonar um breytingu á fjárhagsráðslögunhm, sem miðar að því að tryggja rétt kaupfélaganna til að verzla á samkeppnisgnmdvelli við kaupmenn. Þessi meirihluti reynir að tef ja málið með því að þrjózkast við að gefa út nefndarálit, en ekki er annað sjáan- legt en að Alþýðuflokkurinn ætli sér í þessu mikilvæga máli að hjálpa íhaldinu til að slá skjaldborg um hagsmuni kaup- manna. Alþýðuflokknum þykir líklega ekki nógu virðingar- mikið að styðja samvinnustefnuna; vist er um það að við- skiptaráðherra Alþýðuflokksins Emil Jónsson er mjög dáð- ur af kaupmönnum, svo að tímarit' þeirra sem ber öfug- mælanafnið „Frjáls verzlun" setur hann á bekk með sjálf- um höfuðpaurum heildsalastéttarinnar. Minnihluta fjárhagsnefndar í þessu hagsmunamáii kaup- félaganna og almennings um réttláta skiptingu innflutn- ‘ingsins mynda fulltrúar Framsóknarflokksins og Sósíalista- flokksins, Skúli Guðmundsson og Einar Olgeii'sson. Rök- styðja þeir í ýtarlegu nefndaráliti nauðsyn á framgangi málsins, og ætti því að vera tryggður framgangur málsins ■ef Alþýðuflokkurinn mæti meir málstað alþýðu en mútu- vináttu íhaldsburgeisanna. Með afgreiðslu, málsins verður f ylgzt af athygli um allt land, hver þingmaður Framsókn- ar og Alþýðuflokksins sem bregðazt kynni í þessu mikla hagsmunamáli alþýðúnnar mun um það spurður og á það minntur er hann biðlar næst eftir kjósendafylgi. Annað mál sem eins ér ástatt um, er frumvarp Ásmundar Sigurðssonar, Páls Zóphóníassonar og Lárusar Jóhannes- sonar um landshöfn í Hornafirði. íhaldið og Alþýðuflokk- urinn í sjávarútvegsnefnd efri deildar mynda samfylkingu gegn málinu og leggja til að frumvarpið verói fellt. Fulltr. Sósíalistaflokksins og Framsóknar í nefndinni leggja til ao frumvarpið verði samþykkt. Álþýða manna, ekki- einungis í Hornafirði, heldúr um allt Austurland, á brýnna hags- muna að gæta í þessu máli. En Alþýöufiokkurinn kýs sér •að dingla aftan í íhaldinu, gegn málstað fólksins. Þetta eru aðeins tvö dæmi úr þingstörfunum, en þau mætti taka enn skýrarí úr verkalýðsmálunum. Samruni hinnar gerspilltu bitlingahlöðnu foringjaklíku Alþýðuflokksins við) ^svartasta íhaldið í landinu er ískyggileg staðreynd fyrir þá j BÆJARP0STIR1NW ■ 1 Breyting á Passíusá’ma- lestri Roskinn maður, sem margir kannast við, sendir mér eftirfar andi: „Eg er óánægður við hið háa Útvarpsráð útaf þeirri breyt- ingu að Passíusálmalestur eigi nú að fara fram á morgnana en ekki á kvöldin eins og verið hefur síðan byrjað var á þeim lestri. — Passíusálmalesturinn hefur komið á eftir síðari frétt- um þár til nú að útvarpsráð hef ur fundið hvöt hjá sér að láta danslögin hafa réttinn. Það er mér fjarri skapi að rýra dans- lögin út af fyrir sig. Þau eru oft góð og fjörgandi og ég hef gaman af þeim. En hinu get ég ekki neitað að mér finnst illa farið ef passíusálmamir verða að þoka úr sæti sínu fyrir dans- lögunum, og taka sér bólfestu á þeim tima dagsins, sem fyrir- sjáanlegt er að sára fáir geta hlustað. Það er öllum ljóst og ekki sízt „ráðinu“ sjálfu að tím inn er afar óhentugur fyrir flest ar stéttir þjóðfélagsins til að hlusta á útvarp. Rök fyrir því „Verkamenn í kaupstöðum og búpeningshirðingarmenn í sveit um eru þá komnir út til ýmissa óhjákvæmilegra útistarfa — All ir skólar'hærri og lægri, verzl- anir og verksmiðjur teknar til starfa, húsmæður í Reykjavík komnar í biðraðir úti fyrir mjólkurbúðunum og jafnvel skóbúðum og sveitakonurnar i óða önn við búverkin; og svona mætti lengi telja og sýna fram á það með rökum >að þessi svo kallaða guðræknlsstund í út- varpinu er sorglega vanhugsuð, ef hún er þá ekki bara meining- arlaust hrófatildur á útvarps- skránni sem ráðinu er „akúrel sama hreint“ hvar er niður tylt. ★ Hvað segja prestarnir? „Eg lít þeim augum á þessa breytingu að viðkomandi ráða- mönnum væri mikið heiðarlegra sóma síns vegna að sleppa hrein lega öllum iestri um píningar- sögu mannsins frá Nasaret, heldur en að vandræðast fram og aftur með þennan dagskrár- lið, og bjóða síðan þjóðinni upp á hræsnistilgerð — að eiga að hlusta á þeim tíma dags, sem vitanlegt er að þorri fólks hef- ur alls engar aðstæður til að hlusta á útvarp, þó það væri allt af vilja gert. Hvað segja blessaðir prest- amir okkar um þessa tilhögun ? ÍEr þeim sama þó sálmalestur- inn víki fyrir danslögum og á hvaða tíma dags þeir eru lesn- ir? Það gæti margur unnt séra Árna skemmtilegra hlutverks en að rífa sig upp hvem morg un yfir sjöviknaföstuna til að fara niður í útvarp og lesa upp píningarsögu frelsarans yfir sárafáum hlustendum og lokuð- um viðtækjum. ★ Skýring Hjörvars „Einhver ónafngreind kona, sem ekki lætur sér á aama standa um lestur Passíusálm- anna skrifar í dagbl. Vísi. Hún á þakkir fyrir góðar setningar og að hefja máls á þessu, og fyrir það að út frá grein hennar hefur hafizt samtal við Helga Hjörvar, þann greinargóða út- varpsmann. Helzta skýring Helga á þessari breytingu hljóð nr QTrn nríSréff *....ÞaU haffl. margir óskað eftir guðræknis- Stund í útvarpsdagskránni á morgnana og taldi útvarpsráð að hægast væri að verða við þessum óskum með því að hafa Passiusálmana kl. 8.45 að morgni og yrði leikið viðeigendi sálmalag á meðan og eftir — og síðan þögn.“ Svo mörg eru þessi orð skrifstj. ¥ Hverjir eru þeir heizt? „Nú gerist ég fyrst forvitinn. Það væri ljómandi fróðlegt að vita úr hvaða stéttarfélögum þeir væru helzt þessir ,,mörgu“ sem sækja þetta svona fast, að eignast kyrrláta guðræknis- stund á heimilum sínum kl 8.45 í gegnum útvarpið, einmitt í mestu önnum morgunverk- anna? Var eitthvað óþægilegra að breyta tíma danslaganna og' hafa þau kl. 8.45 að morgni. Eg held einmitt að það hefði verið tilvalin breyting, þá hefði sálmalesturinn komizt inn á sinn rétta. tíma sem konum bar að réttu lagi. — og þá var hæg- ara að taka undir með Hersteini °g segja að útvarpið í þessu hafi „fetað hinn gullna meðal- veg.“ 8. febr. 1948 Emil Tómasson.11 Skautasvell snævi þakið Vesturbæingur skrifar: „Það er leikvöllur héma vest-. ast við Hringbrautina og ný- lega var sprautað á hann vatni til að þar gæti orðið skauta- svell handa bömunum. Nú hef- ur snjóað mikið og svellið er þessvegna að mestu snævi þak- ið. Litlu skinnin hafa hreinsað | burt snjóinn rétt í hornunum, en þau hafa auðvitað hvorkí þrek né tæki til að gera þetta rækilega. Hvemig væri nú að bærinn kostaði verkamenn til að hreinsa skautasvellið fyrir bömin okkar? Vesturbæingur." Bílstjérar hefja mótitiælaverkfall Framhald af 1. síðu. ótryggðum jeppum til Hafuar- fjarðar fyrir 50 kr., en sömu vegalengd lcostar leigubíll frá 27—30 kr. Verði lækkun Þegar stjórnarviíidin fyrir- skipuðu sýndarlækkanir sýnar um áramótin skipuðu þau bíl- stjórum að lækka aksturinn um 8%. Bílstjórar neituðu því á- kveðið og kváðust mundu skilja ( mannakaupið úr tengslum við gjald bifreiðarinnar að öðrum kosti. Brot á stjórnarskránni 1 desember rigndi kæmm vfir bílstjórana fyrir óleyfilegan akstur. Bílstjórarnir leituðu ráða lögfræðinga og fengu þau svör að reglugerð þessi væri of mikil skerðing á frelsi manna og e. t. v. brot á stjómar- skránni. Fór einn bílstjóranna í mál og vann það fyrir undir- rétti. í fyrradag féll dómur í hæsta rétti og var bílstjórinn sektað- ur um 600 kr., og stjómarvöld in munu hafa í hyggju að láta sama ganga yfir aðra bílstjóm. Mælirinn fullur Þegar hér var komiö vai' mælirinn fullur, bílstjórar voru einhuga um að þola ekki lengur þann órétt sem þeir eru beittir og ákváðu því á fundi sínum í gær að hefja kl. 8 í morgun 60 klst. mótmælaverk- fall til að reyna að koma vit inu fyrir stjórparvöldin. Allar bílstöðvar verða því lolcaðar þangað til kl. 8 á föstu dagskvöld og næturakstur fell- ur einnig niður þar sem sam- þykkt var að taka ekki við leyf- iskortunum til næturaksturs fyrst um sinn. Taki stjórnarvöld in engum sönsum á þessum 60 klst. munu bílstjórarnir neyð- ast til að grípa til frekari að- gerða. alþýðumenn sem enn fylgja Alþýðuflokknum, og getur leitt til mikils tjóns fyrir alla þjóðina ef þeim pólitísku glæframönnum sem nú ráða mestu í Alþýðuflokknum tekst að blekkja einhvern hluta alþýðu til fylgis við sig áfram. Heiðarlegir Alþýðuflokksmenn kunna því illa að nafnið „aðstoðarlhaMið“ er óðum að festast við flokkinn sem eitt sinn bar með sóma nafnið Alþýðuflokkur. En takmarkaláus íhaldsþjónusta flokksins á Alþingi, í bæjarstjórn Reykjavíkur og í verkalýðsmálum verður ekki dulin. Og það er alþýðunnar að dæma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.