Þjóðviljinn - 13.02.1948, Page 4

Þjóðviljinn - 13.02.1948, Page 4
I Þ JÖÐVIL JINN Föstudagur 13. febrúar 1948. tMÓÐVILIINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýí5u — Sósialistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason _ Blaðamenn: AriKárason, Magnús Torfi Olafsson, JónasArnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stig 19. — Simi 7500 (þrjár línur) Askriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðvlljans h. f.__ Sósíallstaflnkkiirinn Þórsp-ötn 1 — Sími 7510 (þrjár iínur) ísland í hers höndum Stjórnarfarið er nú líkast því sem óvinaher hefði hertek- ið stjórnarráðið, Landsbankann og helztu valdastofnanir þjóðarinnar og stjómaði þaðan með það takmark eitt fyrir augum að brjóta mótstöðukraft þjoðarinnar á ba.k aftur, eyðileggja trú hennar og traust á sjálfa sig og leiða yfir hana atvinnuleysi og síversnandi kjör, unz þrek hennar foili og hún komi krjúpandi að valdakötlum óvinahersins, til þess að biðja um náðarbrauð klakahöggsáranna. Ríkisstjórnin hefur sett upp dýrustu nefnd, sem nokkru sinni hefur íþyngt íslenzku þjóðinni, — f járhagsráð, auð sjáanlega í því skyni einu að koma hér á atvinnuleysi og fá þannig grundvöll að launalækkunum. Samkvæmt áætlun átti atvinnuleysið að hefjast um nýjárið og launaráninu var skellt. á í trausti þess. Faxaflóasíldin kom með herhlaupi sínu í Hvalf jörð í veg fyrir að þessi hernaðaráætlun tækist. Því er nú meirihluti stjórnar Síldarverksmiðju ríkisins genginn út af örkinm til þess að draga úr síldarflutningunum, unz sjómenn gefisti upp á að bíða eftir löndun og hætti. Þannig á að eyðileggja tilraun Faxaflóasíldarinnar til að bjarga verkamönnum frá atvinnuleysi. Samtímis þessu markvísa starfi æðstu stjórnarvaldanna að því að koma atvinnuleysinu á, dregur svo Landsbanka- stjórnin svo úr seðlaveltunni að hún lækkar niður úr 181 milljón í 107 milljónir króna. Þannig á að tryggja að ríki, bæjarfélög og fiumtakssamir einstaklingar geti ekki lagt í aý fyrirtæki og helzt ekki haldið þeim gömlu áfram. Hefur með vægðarlausum neitunum á lánveitingum og hækkunum á vöxtum, tekizt að stöðva allmikið af útgerð og öðrum at- vinnurekstri. Virðast þessir gammar, sem klófest hafa at- vinnulíf Islendinga, nú hlakka til að fara að ganga að ýms- um þeim, sem djarfast hafa sótt fram í viðreisnarbaráttu þjóðarinnar. Til þess að banna útgerðarmönnum og öðrum að bjarga sér, hneppir setulið óvinhers þessa alla útflutningsverzlun iandsins í fjötra og bannar öllum öðrum að selja vörur þjóðarinnar úr landi. Sjálf svíkst svo ríkisstjómin um að- nota þau ágætu tækifæri, sem verið hafa undanfarið til þess að selja vörur íslendinga á háu verði. Alræmdast er, þegar hún bannaði erinrdekum sínum í Prag að undirskrifa í vor. s. 1. samninga um mikla sölu á árinu 1948. — Geti hinsvegar einhver framtakssamur Islandingur, selt vörur landsins g'óðu verði erlendis, þá tekur samninganefnd stjórnarinnar slíka möguleika tafarlaust af honum og' fær öðrum í hendur sem býður fyrir lægra verð. — Reglan er helzt ekki að selja neitt og ef selt verður, þá sem lægst. — Ríkið borgar og svona skemmdarverk eru á eftir góð röksemd gegn ríkis- rekstri og fiskábyrgð! Reyni íslendingar að bjarga sér með því að koma t. d. upp Fiskiðjuveri til þess að vinna sem dýrmætasta vöru úr sjávaraflanum, þá sameinast ríkisstjóm og Landsbanka- stjórn um að hindra að hægt sé að reka slík fyrirtæki af fullum krafti. Hafi íslendingar hinsvegar komið sér upp iðnaði, til þess að vinna úr erlendum hráefnum, þá sér fjárhagsráð ríkis- stjórnarinnar um að hindra að slík iðjuver fái hráefni í tæka tíð, svo þau stöðvist. Stundum reyna svo sömu hræsn- ararnir sem hindra gjaldeyrisöflun þjóðarinnar eftir mætti að afsaka sig með þeim gjaldeyrisskorti, s^n þeir ýmist af aumingjahætti eða ráðnum hug eru að skapa. Þetta er aðeins lítil mynd af því stjórnarfari, sem er likast því, sem óvinaher stjórnaði landinu. Það er vafalaust ekki tilviljun að sú stjórn, sem ber ábyrgð á þessu stjórn- arfari, hleypir um leið útlendu, dulbúnu herliði inn í landið og lætur það brjóta flestöll íslenzk lög að vild, þ. á. m. svifta þjóðina tugum milljóna króna tolltekjum með opinberu smygli, svo aðeins sé minnst á eitt atriði. Fiskiðjuverið fær ekki ú starfa Framh. af 1, síðu bann við undirskrift samning- anna! Þar með var einnig eyði- lögð fyrirfram sala síldarinnar. Nú er búizt við að teknir verði upp samningar á ný en hitt á eftir að sýna sig hvort Tékkar verða þá eins fúsir og þeir voru í haust. Neitað um fé til að fullgera húsið Með þessu er þó síður en svo fullsögð sagan um afskipti vald liafanna af Fiskiðjuveri rikisins Það er sem kunugt er enn ekki fullgert. Eftir er að byggja hæð ofan á nokkum hluta húss ins, en þar átti að verða geymsla o. fl.. Til þess að fullgera bygg inguna vantar um 350. 000 kr., en þær hafa ekki fengizt, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli iðjuvers- stjómarinnar. Afleiðingin er sú að flytja þarf alla framleiðsluna burt til geymslu annarsstaðar, og hefur það í för með sér mikinn aukakostnað og gerir framleiðslua stóru mdýrari. Neitað um fé til ísframleiðslu Þá var ætlazt til að í Fisk- iðjuverinu væri framleiddur ís í stómm stíl, pm 45 tonn á sólarhring. I það hafa verið lögð mörg hundmð þúsunda króna, en um 200.000 kr. vantar til að það fyrirtæki væri fullgert. Sú upphæð hefur ekki fengizt, þrátt fyrir ítrekaða eftirleitan, og afleiðingin er sú að þau hundrað þúsunda sem lögð vom til ísframleiðslu eru algerlega óarðbær og til einskis gagns sem stendur. Ætlar ríkissf jórnin að láta iðjuverið í einkaeign? Þessi fáu dæmi sýna hvern hug valdhafarnir bera til þessa fullkomnasta fiskiðjufyrirtækis á landinu. Það vantar fé til að hægt sé að fullgera það, það vantar fé til að hægt sé að stunda byrjunarreksturinn af kappi, það vantar fé fyrir nægi- legu magni af dósum, og í þokka bót liefur verið unnið gegn því að hægt sé að selja framleiðsl una! öllu gleggra dæmi um hrunstefnu ríkisstjórnarinnar er ekki hægt að • hugsa sér. Og þarna á í hlut framleiðslufyrir- tæki, sem gæti aflað gjaldeyris í mjög ríkum mæli ef vilji vald- hafanna væri fyrir hendi. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá hinn sami og á öðmm svið- um: að drepa niður allar fram- kvæmdir og nýsköpun í atvinnu málunum. En þarna mun einn- ig annað koma til greina. Full- yrt er að ýmsir peningamenn Framh. af 8. síðu. að því er næturaksturbannið snerti alls ekki framkvæmd fram til 17. nóv. s. 1. Akstur fór fram allar nætur óátalið af lögreglunni, auk þess sem lög- reglan hafði milligöngu um að útvega alm. þifreiðar þrátt fyr- ir næturaksturbannið. 17. nóv. s. 1. barst svo Hreyfli bréf frá samgöngumálaráðuneytinu þess efnis, að næturakstur yrði leyfður með þeim takmörkun- um að 40 bifreiðar skuli vera á vakt frá kl. 23 til 2 eftir mið- nætti og aðeins á einni stöð', ennfremur var þar ákveðið að bifreiðamar skuli vera merktar sérstöku merki lögreglunnar. Bifreiðastöðv. framkvæmdu svo næturaksturinn samkv. þessu. f því trausti að einka- bílar yrðu ekki látnir stunda næturakstur Hæstv. samgöngumálaráð- herra hefur fullyrt það í blöð- um og útvarpi, að þessi tilhög- un hafi verið gerð með sam- komulagi við Hrejdil. Saga þessa máls er í stuttu máli sú, að strax eftir að benzín skömmtunin hófst, 1. okt. 1947 sendi Hreyfill nefnd manna á fund skömmtunaryfirvaldanna til þess að reyna að fá auka- skammt, þar sem f juirsjáanlegt var að benzínskammtur sá er fólksbifreiðastjórum var ætlað- ur myndi reynast með öllu ó- nógur. Niðurstaðan af þessum umræðum varð sú, að bifreiða- stjórarnir fengu aukaskammt með því skilyrði að næturakst- ur yrði tekinn upp í því formi, sem hann hefur verið til þessa. Það að Hreyfill sætti sig vio þessa tilhögun næturaksturs- ins og næturrinnubannið, var m. a. gert með tilliti til þess' að allur næturakstur yrði bann aður. Reyndin varð hinsvegar sú, að fólksbifreiðastjórar voru eltir með kærum og sektarhót- unum á sama tíma sem einka- s s t vilji fá fiskiðjuverið í einkaeign og þessi skemmdarverk valdkaf anna líta vissulega út sem lið- ir í þeirri þróun. Fyrst á að koma í veg fyrir að iðjuverið afkasti nema hluta af því sem hægt er, síðan á að tala um það sem þungan bagga á ríkinu, og að lokum að selja það! - V™ 9 bifreiðar óku óhindrað allar nætur, þessi akstur einkabif- reiða óx síðan smátt og smátt og loks fóru einkabifreiðarnar að aka fólki gegn greiðslu að næturlagi, á sama tíma sem at- vinnubifreiðastjómnum var bannað að stunda vinnu sína, þ. e. einkabifreiðarnar tóku upp þá vinnu, sem skömmtunaryfir- völdin höfðu bannað atvinnu- bifreiðastjórum að vinna. Akstur allskoneu* rétt- mdlalausra bíla á svört- um markaði — Einkabifreiðir þær sem hér áttu hlut að máli voru allra tegunda, jeppar, sendiferðabif- reiðar, hálfltassabifreiðar og vömbifreiðar. Bifreiðastjórar þessara bifreiða höfðu fæstir meirapróf, bifreiðarnar sjaldn- ast tryggðar til farþegaaksturs engra reglna gætt um verðlag og ástand þeirra oft og tíðum þannig, að þær voru eklci akst- urshæfar. Þetta öryggisleysi varð almenningur að sætta sig við á sama tíma og þaulæfðum bílstjórum var bannað að aka að viðlögðum sektiun. Þetta ó- fremdarástand hélzt svo ó- breytt þar til undirréttardóm- ur féll um næturaksturinn í byrjun jan. s. 1. þá hætti lög- reglan að skipta sér af nætur- akstrinum, Þar til liæstaréttar- dómur féll í fyrrgreindu máli. Þá var hafist handa á ný og á- kveðið að byrja þegar að beita sektarákvæðunum. Undu ekki slíkri frels- isskerðingu og misrétti lengur Þegar hér var komið þessum málum, þótti bifreiðastjórum misréttið um framkvæmd þess- ara mála orðið óviðunandi, þar sem þeir einir allra stétta máttu ekki aka bifreiðum sínum að næturlagi, þeir máttu ekki einu sinni aka sjálfum sér til og frá heimilum sínum, þyrftu þeir á bifreið að halda að næturlagi var þeim meinað að nota sinn eigin bíl, en áttu þess hinsveg- ar kost að taka á leigu jeppa eða sendiferðabifreið gegn marg földu gjaldi. Af því sem hér segir ætti öllum að vera ljóst hvílíks mis- réttis hefur gætt í framkvæmd þessara mála og að það er ekki að ófyrirsynju að bifreiðastjór- ar hafa mótmælt sem einn mað- ur. Stjórn Bifreiðastjórafél. Hreyfill“. Þeim aðferðum sem núverandi stjóm notar, er venji lega beitt til þess að gera frjálsa þjóð að nýlenduþjóð. Þa eru eðlilegar fyrir leppstjórn erlends valds, sem fjandsan legt er vexti og viðgangi íslenzks sjálfstæðis, eflingu blón legs atvinnulífs og trausti og trú þjóðarinnar á sjálfa sij En hve lengi mun íslenzka þjóðin þola í æðstu valdastöðui slíka leppa, meðan hún má kjósa sjálf? Það var sviki: aftan að þjóðinni við síðustu kosningar. I krafti þeirra svik situr nú setulið afturhaldsins á réttindum og hagsmunuj Islendinga. En atkvæðagreiðsla sjómanna og verkfall bílstjóranr eru dæmi um, 'hve andvíg þjóðin er afturhaldsstefnu seti liðsins. Métmælaverkfallið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.