Þjóðviljinn - 13.02.1948, Síða 7
Föstudagur 13. febrúar 1948.
ÞJÓÐVILJINN
7
Hreinar léreftstuskur
kaupir
Prentsmiðja 'Þjóðviljans
Skólavörðustíg 19
BARNLAUS HJÓN óska eftir
að fá leigt til 14. mai 1—2
herbergi og eldhús, eða að-
gang að eldhúsi, há leiga
greidd fyrirfram. Þeir sem
geta eða vilja sinna þessu
leggi nöfn og heimilisföng
imi á afgreiðslu Þjóðviljans,
merkt „Húsnæði".
Kaupi oa sel
notaðar bækur, ýmsa notaða
hluti og fatnað.
Ennfremur allar' algengar flösk
ur og glös. Opið fyrst um sinn
frá kl. 1—6 e. h. Búðin móti
Eskihlíð 14 við Reykjanesbraut.
BILUÐ KLUKKA ?
Vil kaupa gamlar vegg- og skáp
klukkur, mega vera bilaðar.
Upplýsmgar í síma 4062 frá
kl. 9—7.
FASTEIGNASÖLUMIÐSTÖÐ-
IN T.snkiargötu 10 - Sími 6530
' Viðtaistími 1—3.
MINNINGARSPJÖLD
S.Í.B.S.
fást á eftirtöldum stöðum:
Listmunaverzlun KRON Garða-
stræti 2 Hljóðfæraverzlun Sig-
ríðar Helgadóttur, Lækjargötu,
Bókabúð Máls og menningar,
Laugaveg 19, Bókabúð Laugar-
ness, skiifstofu S.l.B.S. Hverf-
isgötu 78 og verzlun Þorvaldar
Bjamasonar, Hafnarfirði.
MUNID RAFITSÖLUNA HafD
arstræti 16.
KAUPUM — SELJUM: Ný og
notuó húsgögn, karlmannaföt
og margt fleira. Sækjum —
~ sendum. Söluskálinn,
Klapparstíg 11. — Sími 2926
BAUPUM HREINAR ullartusk
ur. Baldursgötu 30.
ÍAOLS6A ný egg soðin ot
hrá Kaffisalan Ilafnarst. 16
RAGNAR ÓLAFSSON hæsta-
réttarlögmaður löggiltur
endurskoðandi, Vonarstræti
12. BÍmi 5999.
1®»'*’ -«• m «. •*.,
KEFLAVÍKURFERÐ
Ferðaskrifstofa rikisins efndi
s.l. laugardag til ferðar suður á
Keflavíkurflugvöll og voru þátt
takendur liðlega 100. Var þeim
sýndur flugvöllurinn, farþegaaf
greiðslan og fl.' og ekið eftii'
flugbrautum. 1 ráði er að fara
aðra ferð á sunnudaginn kl, 1,15
og verður þá iagt af stað að
sunnan kl. 5—6. Vissara mun
fyrir þá sem hafa í hyggju að
fara suður eftir að tryggja sér
farmiða í tíma því síðast vildu
fjeiri fara en komust.
Úr borgismi
Næturvörður er í lyf jabúð-
inni Iðun.
Utva.rpið í dag:
20.30 Útvarpssagan: „Töluð
orð" eftir Johan Bojer, VI.
(Helgi Hjörvar). 21.00 Strok-
kvartett útvarpsins: Kvartett
nr. 17 í F-dúr eftir Mozart. 21.
15 Erindi: Hvalfjarðarsíldin og
önnur síld (Ámi Friðriksson
fiskifræðingur). 21.40 Tónlistar
þáttur (Jón Þórarinsson). 22.00
Fréttir. 22.05 Symfóniskir tón
leikar (plötur): a) Celló-kons-
ert í D-dúr eftir Haydn. b) Sym
fóía nr. 8 í F-dúr op. 93 eftir
Beethoven. 23.00 Dagskrárlok.
Skíðaferðir
í Hveradali á laugardag kl. 10
og kl. 5. Til haka kl. 6 á laug-
ardag og kl. 4 á sunnudag. Þeir
meðlimir, sem fara með þessum
ferðum, sit ja fyrir með gistingu,
meðan húsrúm leyfir. Á sunnu-
dag farið kl. 9. Farið frá Aust-
urvelli. Farseðlar hjá L. H.
Miiller og við bilana ef eitt-
hvað er óselt.
Skíðafélag Rvíkur
Skíðadeikl K. R.
Skíðaferðir um helgina:
Að Skálafelli á föstudags-
kvöld kl. 7, laugard. kl. 2 og
kJ. 6, sunnudag kl. 9 f.h.
1 Hveradali á sunnudags-
morgun kl. 9.
Farsseðlar seldír í Tóbaksbúð-
inni Austurstræti 4 (áður
Sport). Farið frá Ferðaskrif-
stofunni.
Á sunnudag fer fram, á Skála
felli, innanfélagsmót í bruni
í öllum flokkum. \
V A L U R
Fundur fyrir meisí
ara, 1. og 2. flokl
í félagsheimili V. R. í kvöld
kl. 8.30.
Áríðandi félagsmál.
Kaffidykkja.
Stjórnin.
Skíðaferðir *
að Kolviðarhóli um helgioa:
Laugardag kl. 2 og 6 og sunnu-
dag kl. 9 f. h.
Farmiðar og gisting selt í í. R.-
húsinu í kvöld kl. 8»—9.
Ath. Af gefnu tilefni skal það
tekið' fram að fólk sem ekki
kaupir gistingu á föstudag,
getur ekki vænst að fá gist-
ingu á Kolviðarhóli um helg-
ar. * .
Skíðadeildin.
Árni Þorarlnssofii
Fra.mhald af 3. síðu.
fyrir. „Almættisverk" varo að
vera „almættisverk". Ar.nars
var ekkert í það varið.
En séra Árni var skáld og
vantaði ef til vill það eitt í að
vera stórskáld, að hann skorti
stöðvun til að læra að yrkja.
Öllum slíkum mönnum er sú
list í brjóst lagin, að kunna að
mikla þau atriði í frásögn sinni,
sem eiga að vekja sérstaka. eft-
irtekt. Og stundum virðist uæmi
þeirra svo mikil, að atvikin, sem
mæta þeim i lífinu, verða rntkil-
fenglegri og lífrænni fyrir
þeirra skynjun en eftirtekt ann-
arra manna.
Eg talaði varla nokkurntíma
svo við Sigurbjörn Sveinsson,
að liann hefði ekki nýlega upp-
lifað nokkra heimsviðburði.
Draugar Jóhanns Jónsonar
vcru engin smámenni við að
fást. Stefán frá Hvítadal lék
sér að því að gera hversdags-
legt ástarævintýri að hátignar-
legu drama. Karlar Guðmur.dar
G. Hagalíns á Vestf jörðum líkt-
ust ekki tiltakanlega þeim Vest-
firðingum, sem fyrir augu mín
hafði borið á ferðum mínum um
þessar byggðir, þegai' har.n lék
þá af mestri list og hermdi
eftir þeim. Og haft hef ég þá
skemmtun að heyra Hall-
dór Kiljan Laxness lýsa
gömlum torfkirkjuskrokki norð-
ur á Víðimýri af svo fágaðri
tilfinningu fyrir hlutföllum við-
áttanna, að ég var næstum far-
inn að trúa, að þetta fjörefna-
sr.auða heimskautabyggðarlag
hefði eignazt sjálfa Péturskirkj-
una í Róm.
Enginn þessara manna mundi
þó vera talinn lyginn á alrnenn-
an mælikvarða.
Það var nákvæmlega þetta.
sama, sem gerðist í frásögnum
Áma prófasts. Hann minnk-
eði hið litla og stækk-
aði hið stóra, lækkaði hið
lága og hækkaði hið háa. deyfði
hið litasnauða tfl þess að sterkj-
un hans á litum hins litaríka
yrði því auðsærri og áhrifa-
meiri. - Og stundum gátu smá-
munir vaxið í allar áttir fyrir
innri sjónum hans. En fyrir
fólki, sem lítt kann að grein
náttúru skáldskapar frá lygi
verður þessi list ósannsögli og
höfundurinn lygari.
VI.
Ámi prófastur sagði eitt
sinn við mig upp úr miðri frá-
sögn í marzmánuði 1943:
„Hefur þú ekki haldið,
að ég væri ósköp gæfur maður
og geðlítill ?“
„Eg hef nú enga grein gert
mér fyrir þvi ennþá,“ svaráði
ég.
„Jæja, þá skal ég segja þér
það vinur, að.ég. svitna oft á
dag af reiði“,
,,Og hverju' reiðistu svona?“
„Eg reiðist sjálfum mér út ál
því, hvað lítið gagn ég lief getað
' gert í heiminum".
Eg geri ráð fyrir, að þarna
hafi séra Árni gert svipaða
stækkun á reiðinni og Jóhann
Jónsson á draugunum og Hall-
dór Kiljan Laxness á víðát.tunni
í Víðimýrarkirkju.
En það stendur eftir sein áð-
ur óhaggað, að séra Árni var
ákaflega geðríkur maður og
hefur eflaust oft svitnað af
reiði, þótt hann hafi ekki rvitn-
að að jafnaði oft á dag.
Þessir skapsmunir ollu árekstr-
um í prestakalli hans og þeim
mun alvarlegri fyrir þá sök, að
séra Ámi var umbótamaður að
minnsta kosti framan af 'prests-
skapartíð sinni, og hafði ekki
geð til að sjá allt grotna niour í
kringum sig í andlegri og líkam-
legri ómenningu. Af þessu urðu
að sjálfsögðu árekstrar við stór-
bokka, sem sættu sig við bá nið-
urlægingu að „gefa DjöfUnum
vinnufrið". Og þessum mönr.um
mun hafa verið ljúfara að líta
á séra Áma fremur sem óbrot-
ínn lygara en sltáld.
VII.
En það var önnur hlið á
manngerð séra Árna, að hann
var skjótur til sátta, > o.llra
manna hlýjastur í viðmóti. ger-
samlega laus við embættis-
hroka, frábærlega alþýðlegur,
mannúðlegur, hjálpfús og gest-
risinn með afbrigðum. Ein/i af
óvinum hans, hreppstjórinn,
sem hann elti ólar við í III.
bindi ævisögunnar, sagði eitt
sinn um hann í áheyrn merkrar
konu, sem þetta hefur ritað frú
einni hér í bænum:
„Ef séra Árni væri fær um að
stjóraa tungu sinni, mætti kalla
hann heilagan mann, því að svo
kærleiksríkur er haim".
Þessi vanstjórn séra Áraa á
tungunni hefur vafalaust aukið
á andúðina gegn honum í
Prestakallinu.„Og það er eins og
hver sjái sjálfan sig“ að ý-nsir
munu hafa kveinkað sér undan
orðum hans til dæmis útmálun
hans á sóðadauðanum.
En hitt má ekki heldur dylja,
að þá væri mikið skarð hcggið
i snílligáfu Áraa prófasts, ef
hann hefði vegið og metið orð
Sin líkt og sómaklerkur, sem
heldur, að hann tali eins og
Jesús Kristur.
v
VIH.
Vmsir hafa gerzt þungorðir í
séra Áma garð út af síðustu
bók hans, Hjá vondu fólki. Sum-
vm hefur fundizt hann bera þar
Snæfellingum of illa sögu. Vms-
ir fullyrða, að þetta sé „allt
lygi hjá séra Árna.“ En aðrir
hafa dómfellt verk hans með
þessari gamalkunnu afsökun:
„Oft má satt kyrrt liggja".
Kavalerar Sturlungaaldarmnar
myndu líka hafa óskað, að
Sturla Þórðarson hefði haldið
kjafti. Og ekki er ólíklegt að
ýmsir samtíðarmenn Sturlu,
sem lilýddu á frásögn hans hafi
ymt undan ósköpunum: „Oft
má satt kyrrt liggja“.
En myndi okkur ekki þykja
nokkuð skarð i sögu vori’i og
bókmenntum, ef Sturla Þórðar-
son hcfði lifað lífi sínu skikk-
anlegur og talfár og látið ósóm-
ann kyrran liggja?
Eg hef gild rök fyrir því, að
allt, sem verulegu máli skiptir
í lýsingu séra Árna á Snæfell-
ingum, er sannleikanum sam-
kvæmt. En hitt má segja þeim
til nokkurar upphafningar, að
þessu líkt var andrúmslofrið í
flestum sveitum þessa lands, þó
að sennilega hafi það verið með
lakara móti á Snæfellsnesi.
Hærra var nú ekki til lofts í
vorri margiofuðu bændamenn-
ir.gu fyrr á öldum allt fi-am
til síðust.u tíma, og mætti þar
tilnefna legionir sannana. Og
ég er sannfærður um, að það er
meiri gæfuvegur að viðurkenna
þetta hreinlega heldur en að
rembast við að ljúga upp á
sjálfa sig dyggðum, sem vér
aldrei höfum átt og aldrei verða
hlutskipti vort á meðan oss
brestur manndóm til að sjá.
oss eins og vér erum og
draga af þeirri sjón gagnlega
lærdóma.
Séra Árni hefur haft einurð
til að gera það, sem okkur hina
hefði langað til að gera, sagði
séra Guðmundur Einarsson á
Mosfelli. Hann hefur látið íæra
í letur mjög merkilega menníng-
ar- og sálarlífs-lýsingu á því
byggðarlagi, sem hann dvaldist
lengst í og var kunnugastur.
Það væri þakkarvert, ef fleiri
færu hér að dæmi Áma prófasts
og rituðu jafn-hreinskilnislegar
frásagnir af þeim héruðum. sem
þeir eru kunnugastir. Það hefði
miklu meira uppeldisgildi en.
allur þessi óþverramokstur, sem
ausið er yfir þjóðina af lygum,
blekkingum, hræsni, smjaðri,
sjálfsfegrun og hverskonar iág-
kúru-ómenningu.
Jæja, þessi síðasti fulltrui ís-
lenzkrar frásagnarsnilli er nú
horfinn af þessu stigi tilverunn-
ar. En burtför hans héðau úr
heimi sættir mig og marga aðra
betur við það hlutskipti að eiga
þessa sömu ferð fyrir höndum.
Þórbergur Þórðarson.
AÐALFUNDUR
Kvennadeilda Slysa-
varnafél. Hafnarfirði
Aðalfundur Kvennadeildar
Slysavarnafélags Islands í Hafn
arfirði var lialdinn fyrir
skömmu. Frú Rannveig Vigfús-
dóttir var endurkosin formað-
ur deildarinnar í 10. sinn. Aðr-
ar konur í stjórn deildannnar
era frú Marta Eiríksdóttir rit-
ari og frú Helga Jónsdóttir
gjaldkeri, en meðstjórnendur
eru frúrnar Sólveig Eyjólfsdótt
ir, Sigríður Halldórsdóttir og
Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Tekjur deildarinnar á áriuu
nema tsépum 20 þúsund krón-
um. Af því hefur deildin þegar
afhent Slysavarnafélagi Islands
% hluti. Þá ákvað deildm að
kosta. svefnpoka í skipsbrots-
mannaskýlið í Fljótavík auk
þess scm þarf til að ljúka við
skipsbrotsmannaskýlið sein
deildin hefur í smíðum austur
á söndum. Starfsemi deildar-
innar er mcð ágætum eins og
! sjá má af ofangreindum töluiK*.