Þjóðviljinn - 10.03.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.03.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. marz 1948. ÞJÓÐVILJINN i!!! lii IftifeiBiBI Áferm Marshalláætlanarinnar um minnkandi skipabyggingar í Evrépu háskaleg fyrir viðreisn álfunnar 1 Alþýðublaðinu 3. fskrúar s.l. stendur eftirfarandi klausa með stórri fyrirsögn: „Kommúnistar áhrifalausir í Verkalýðs- og sjómannafélagi Alftfirðinga Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga hélt aðalfund sinn 25. janúar síðastliðinn og fór kosningin í þessu félagi eins og svo mörgum öðrum að kommún istar voru gerðir alveg áhrifa- lausir, áttu þeir einn mann í stjórninni, "Halldór Guðmunds- son, en hann mætti ekki og var ekki endurkosinn og enginn frá kommúnistum í hans stað.“ Svo mörg eru þau orð. Það hefur líklega rekið hval á fjör- ur Alþýðublaðspiltanna að fá þessa gleðifrétt héðan frá Súða vík. En ég held að það sé nú ekki miklu af að státa. Annars var það svo allt til ársins 1944 að menn voru kosnir til trúnáS- arstarfa fyrir félagið eftir því hvernig þeir reyndust í félags- starfinu, en ekki eftir flokks- pólitískum lit, og nægir að beúda á að þegar ég var síðast formaður. þess 1943 og 1944 voru auk mín í stjórn 1 Fram- 'sóknarflokksmaður 1 Sjálfstæð- isflokksmaður og 2 Alþýðu- flokksmenn, og lief ég aldrei starfað með betri mönnum. Slíkt mimu Alþýðublaðs- menn kalla pólitískar ieikbrellur ÍPólitíska andstæðinga át.ti ég marga innan félagsins, en samt munu þeir hafa greitt mér at- kvæði. En mikils þótti nú við þurfa að koma mér frá for- mannsstöðunni. Það haust, 1944, átti að kjósa á Alþýðu- sambandsþing, og lagði ég það f.vrir fund í september. Kom þá fram tillaga um að fresta k^osningu, þai: sem margir fé- lagsmenn væru f jarverandi. Mér sýndist það þó ástæðulaust, en tíllagan var saftnþykkt. Vegna þess að á þessum sama fundi var gengið frá samuings- uppkasti var ég nokkru seinna staddur á Isafirði til að ganga frá undirskrift verkkaupssamn- ings félagsins. Þá auglýsti vara- formaður fuud til að kjósa full- tiúa á Alþýðusambandsþhig. Var mér sagt að kracarnir hefðu gengið berserksgang með áróður gegn mér og því að ég vrði kosinn. Var ég rétt kom- inn heim þegar fundurinn skyldi hefjast og fengu kratarnir full- trúann kosinn með ein3 eða tveggja atkvæða meirihluta. Raufarhafnar-Helgi stofnar félag Þetta sama ár stofnaði Kauf- arhafnar-Helgi Alþýðuflokksfé- lag með 20 hræðurn, auðvitað var meirihlutinn innan kosninga aldurs, og afhenti síðan það tæki þáverandi kaupfélags- stjóra til að efla fylgi Alþýðu- flokksins hér, og kem ég að því síðar. Ennfrcmur var stofnað hér annað félag er nefndi sig I- þróttafélagið Þrótt. Voru nú öll þessi tæki sett í gang til að losa Verkalýðs- og sjómannafélagið við mig sem formann, sem og líka tókst, með sama atkvæða- mun og áður getur. Mun það vera mesta íþróttaafrekið sem Þróttur hefur unnið! — Og þegj ar kosið var á síðasta A’þýðu- sambandsþing munaði r.ðeins einu atkvæði. Bliknar ekki fyrir pilt- unum þeim Eg hef síðan verið beðinn að gefa kost á mér sem formanni, bæði í fyrravetur og eins nú, en ég hef algerléga neitað, bæði af því að ég er nú kommn á sjötugsaldur og vil fara að bvíla mig frá þessum störfum, og eins af því að ég tel alveg á- stæðulaust að skipta um for- mann, þar sem núverandi for- maður er prýðismaður, en hins- vegar býst ég frekar við því að ég hefði verið kosinn, hefði ég gefið kost á mér. Þar sem Alþýðublaðið segir frá að ég hafi ekki mætt á aðal- fundi á líklega að skilja það svo, að ég liafi ekki þorað að mæta vegna vaxandi fylgis krat anna. Vegna þeirra ummæla vil ég segja þetta: ég mun hvorki blikna né blána þótt ég sæi framan í piltana við Alþj>ðublað ið, jafnvel ekki þó að það væri sjálfur foringinn Stebbi Jóh.nnn, hvað þá heldur þessa pilta hér, sem ég þekki svo vel. Afrek Alþýðuflokks- foringjanna var að af- henda íhaldinu völdin Þess ætla ég að geta, svona rétt til gamans, hvað það hefur borið góðan árangur, starf Al- þýðuflokksfélagsins sem Helgi stofnaði. Það liefur verið svo um margra ára skeið, að verkalýðs- samtökin hafa ráðið hrepps- nefndarkosningum, þannig, að þær hafa alltaf verið iæddar innan félagsins, og alltaf urnizt meirihluti. Þar til nú við síð- ustu kosningar, þá mátti víst verkalýðsfélagið ekki koma þar nærri, þar átti hin alvitra krata forusta að ráða og útkoman varð eitt gríðarstórt O. Kosningar fóru þannig að þeir komu engum að, og hafa nú heiðurinn af því að hafa af- hent Lhaldinu öll völd í liendur, — raunar sýnist mér nokkurn- veginn sama hvort bölýað ihald- ið er. Slík eru afrek þessara ný- móðins vindbelgja, er liér hafa komið sem aðskotadýr og villt um fyrir fólki. Er mér það ekki sársaukalaust, sem einn af fyrstu stofnendum verkalýðsfé- lagsins hér og fyrsti formaður þess, að sjá nokkuð af því starfi sem verkalýðshreyfingin befur innt af hendi, fara í hund og kött fyrir aðgerðir pólitískra vindrellna. Alþýðan þarf að standa sameinuð og: losa sig við flug:vallar-kvislingana En hvers er að vænta þeg- ar Alþýðuflokksforustan er eins og hún er, því kratabroddarnir eru sjáanlega búnir að gleyma sinni eigin stefnuskrá. Þeir hafa víst gleymt því að sósíal- isminn er að nafni til á henni, því nú berjast þeir hatramlega móti öllum og öllu er mætt.i nefna því nafni, en hugsa að- eins um sinn eigin bjór, það er að hafa völd og peninga. Fyrir það fórna þeir öllum verkalýð landsins. Hann einn á að bera byrðar verðbólgunnar. Svo vil ég enda þessar Hnur með þeirri ósk, að öll alþýða þessa lands beri gæfu íil þess að vinna saman að sinum sam- ciginlegu hagsmunamálum. I»á, og þá fyrst getur hún hugsað til þess að geta lifað menningar lífi í sínu eigin landi og losað sig við alla flugvallarkvislinga. Súðavík, 4. marz, 1948. Halldór Guðmundsson. Norska verzlunar- og sigl- ingamálaritið heíur gert að ræðuefni þann Iið í Marsliallá- ætluninni að selja bandarísk skip í stórum stíl, til Evrópu- þjóða og telur að sú minnkún í skipabyggingaiðnaði evrópu- þjóðanna,. sem þessi ráðstöl'un hljóti óhjákyæmilega að haítc í för með sér, geti reynzi stór- hættuleg fyrir endurreisn ev- rópulandanna. Þegar Truman skýröi frá þessari fyrirætlun í jan., var svo látið í veðri vaka að það væri gert í þeim tilgangi að nota stálframleiðslu Evrópu- landanna til annarra hluta. I Marshalláætluninni er alveg gleymt að taka með í reikning- inn að önnur lönd í Evrópu en Marshalílöndin 16 muni framleiða skipastól til nctkun- ar fyrir siglingar evrópuþjóð- anna. „Þess vegna“, segir í rit- inu, „er engin skynsamleg á- stæða fyrir því að selja banda- rísk skip til Evrópu í stcrum stíl, að svo komnu máli.“ Þar sem skipabyggingar eru einn af undirstöðuatviniiin'eg- um margra evrópulanda, segir tímaritið, „myndi minnkuu þess Launakúgun blökku- manna í Astralíu Mannréttindasamband inn- fæddra manna í Ástralíu. sem er eins og nafnið bendir til stofnað til að vernda réttindi ástralskra frumbyggja og ann- arra litaðra manna, hefu: skýrt frá því að komið hafi í ljós að innfæddir verkamenn á búgörð- unum í norðvesturhluta lsnds- ins fái enn ekki greitt hærra kaup en 80 sent á viku (um kr. 5,20). Þá hefur einnig komið í ljós, að innfædd matreiðslu kona á einum búgaróinum liefur fengið í „kaup“ á ári eiu föt! Negrarnir eru skyldaðir til að kaupa allt í verzlunum atvinnu- rekendanna, þar sem vöruverð er miklu hærra en annarsstaðar, og hefur það þær afleiðingar, að þeir eru alltaf skuídugir þeim sem þeir vinna lijá. (ALN) K.anadiskxr koianámu- menn fá kauphækkun Tíu þúsund kanadískir iiola- námumanna unnu nýlega káup- deilu eftir mánaðarverkfall. Hækkar kaujiið um 2 dollnra á viku. Ennfremur gengu atvinnu i rekendur að því að greiða frá atvinnuvegar vera stórhættu- leg fyrir alla viðreisn evropu- landanna.“ Sjómannafélögin í Bandaríkj- unum hafa einnig mótmælt þess ari ákvörðun þar sem húu muni verða til þess að tugþúsnndir bandarsskra sjómanna verðí at- vinnulausir. Astraiskir verkamenn heimta skorður gegn verðhækkunum og svörtum markaði Verkalýðssamband Suður- Wales í Ástralíu, sem hcfur inn an vébanda siniia 500 þús. rnanna, liefur hafið baráttu fyrir því að settar verði hömlur gegn fyrirvaralausum verðhækk unum og komið í veg fyrir svart an markað. Sambandið gagnrýndi ríkis- stjórnina fyrir að leyfa verð- hækkanir á þeirri forsendn að verkamönnum hefur tekizt að koma á 40 stunda vinmiviku. Segir sambandið að skýrslnr um gróða atvinnurekenda sanni, að þeir hafi enga þörf fyrir nækk- að vöruverð. Gagnrýni þessi á gerðir verlca ‘mannaflokksstj. Chifleys var flutt og samþykkt af lccðandi mönnum í Verkamannafiokkn- unt. (ALN) V erkalýðsf oringi myrtur á Fiiipseyjum Stjórn Manuels Roxas á Fil- ipseyjum beitir stöðugt meiri og meiri grimmd gagnvart verkalýðssamtökunum í iand- inu, sem eru andstæð aftur- handsstjórn .. hans. Nýlega fannst Manuel Joven, einn af starfsmönnum verkalýðssam- bandsins, myrtur á leiðmni til Batangas, en þar ætlaði nann að taia á fundi flutningaverka- manna sem eiga í verkfalii. (AL.M) Marshallkratarnir og Alþjóðasamband verkalýðsins Greinin um Marshallkratana og átök þau sem nú eiga sér stað innan Alþjóðasambands verkalöðsins verður að bíða sök um rúmleysis, þangað til ein- hvern næstu daga. j 3—5 sentum hærra en áður í I styrktarsjóð námumanna. Eftir þessa hækkun er kaup fastráðinna námsmanna 14, 55 dollarar á viku, en annarra 10,93. Námurnar sem verkfaliið náði til eru í Albertafylkinu og brezku Kólumbíu. (ALN) Brezkir kolanámu- menn ræða lengdan vinnutíma Námumannasambandið brezka ætlar að halda fund í apríl n. k. nieð fuiltrúum allra nsmu- rnannafélaganna en stjóra. ,?am bandsins hefur mæit með því að námumenn vinni einnig á þessu ári lengri vinnutíma en þeim ber samkvæmt sámningum. Verði tillaga sambandsstjórn- arinnar samþykkt verður yfir- vinnu haldið áfram með sama sniði og undanfarið af frjálsum viija námumanna. Hinn lengdi vinnutími liófst í nóv. s.l. eam- kvæmt tilmælum ríkisstjórhar- innar. Er þetta einn veigamesti liðurinn í áætluninni um anknn útflutnng Breta. (ALN)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.