Þjóðviljinn - 10.03.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.03.1948, Blaðsíða 5
Miðvikuda'gur 10. marz 1948. Þ JÓÐVILJINN • • SEX SOGUR TÍKKO DAGA -.:mv Daoskur stúdent í Prag segir frá sigri tékkneskrar alþýðn yíir valdaránstilraun aíturfaaldsins Prag, í marz. Nú þegar tékkneska stjómar- kreppan er leyst — og það vel leyst, er hægt að gera sér heild- argrein fyrir því sem gerzt hef- ur, að sjá hina hraðgengu at- burði í réttu samhengi og dæma um það með sæmilegum líkum hvaða þýðingu þessi viðburða- rika vika hefur fyrir þróunina í Tékkóslóvakíu. Hverjum þeim sem hefur fylgzt með stjórnmálaþróun þessa lands nú undanfarið, var ljóst, að sprenging hinna þriggja borg aralegu flokka á þjóðfylkingar- samstarfinu, föstudaginn 20. febrúar, var í beinu framhaldi af viðleitni, er verið haíði reynd alllengi af mikliun áhuga og með nokkrum árangri til að koma á samstilltu bandalagi gegn kommúnistum, sem gæti gripið hentugt tækifæri til að skapa það ástand sem alkunn- ugt er frá Frakklandi ag Italíu, þar sem stærsta stjórnmála- flokki landsins, kommúnista- flokknum, er haldið útan við rík isstjórn með snmspili afturhalds aflanna og með virkri aðstoð 'er lends auðmagns og hers. Hægriflokkarnir snú- ast gegn sinni eigin stefnuskrá 1 Tékkóslóvakíu voru bak- tjaldaaðferðir afturhaldsins þær, að tefja sem allra iengst vinnu við mikilvæga lagasetn- ingu, enda þótt allir flokkar hefðu í stjórnarstefnuskrálini hátíðlega skuldbundið sig til að samþykkja þau lög. Þama var um að ræða jafnmikilvæg mál og framkvæmd víðtækrar og mjög aðkallandi nýsköpunar landbúnaðarins, almannatrygg- ingar, þjóðnýting fyrirtækja er hefðu yfir 50 verk-amenn, skipulagning vörudreifingar- innar, sem til þessa hefur líkzt meir myrkviði en stofnun til al- menningsþarfa enda stjórnað af einkaf yrirtækjum; og margt fleira. Sambandið við erlent aftur- hald og aðstoð þess varð þegar Ijós í haust, er upp komst um samsærið gegn lýðveldinu í Sló- vakíu og hefur upp á síðkastið verið áberandi i blöðum aftur- haldsflokkanna sem hafa háð“á- kafa og stöðuga æsingaherferð gegn Sovétrikjunum og hinum slavnesku bræðraþjóðum. Stöð- ugar upplognar kvartanir um hin „miklu töp og fórnir“ Tékkó slóvakíu vegna verzlunarinnar Danski stúdentinn Eigil Steffensen, sem dvelur í Tékkóslóvakíu, lýsir í eftirfarandi grein atburðunum kringum nýafstaðin stjórnarskipti þar í landi. Hann rekur að- draganda þessara atburða og hrekur ýkjur og ósannindi, sem hin alþjóðlega auðvalds- pressa hefur breitt út um þá. Þessi frásögn sjónarvotts af atburðum, sem vakið hafa heimsathygli, birtist í Kaupmannahafnar- blaðinu „Land og Fólk“. við slavnesku löndin hafa skipzt á við lofgerð um Marshall-áætl- unina og kvein yfir því að Tékkóslóvakía yrði ekki aðnjót andi blessunar hennar. Spellvirkjar og brennu- vargar frá Vestur-Þýzka- landi Það kom því engum á óvart að við meðferð mála snertandi njósnara og spellvirkja er send- ir frá Þýzkal. og staðið höfðu að dularfullum „eldsvoðum“ í mikilvægum atvinnugreinum í Súdetahéruðum og víðar.skyldu finnast meðal hinna tékknesku hjálparmanna þeirra menn íir Kaþólska flokknum, er nefna sig þjóðlega sósíalista og þjóð- lega lýðræðissinna. Tilgangur þeirra var ekki ein ungis að koma stjórninni í þess- um sundurlausu flokkum í l.end- ur afturhaldssömustu aflanna. Það var einnig armur forhertra Munchenmanna og hægri krata í tékkneska Sósíaldemokrata- flokknum, sem ekki einungis var fús til þátttöku í baráttú gegn kommúnistum, en sem vann sjálfur kappsamlega að því að hrifsa til sín flokksforust- una, en formaður flokksins var þar til í nóvember vinstrimað- urinn Fierlinger. Þegar tókst á flokksþinginu í nóvember að koma fulltrúunum að óvörum, að ekki sé sagt blekkja þá, og mynda meirihluta gegn Fier- linger, mátti telja að undirbún- ingi aðalárásarinnar væri lokið. Ákaft aðstreymi í Komm únistaflokkinn fylgi borgaraflokkanna er misstu meir og meir álirif meðai almennings, vegna þess hvert pólitík þeirra stefndi. Alþýöan fylkti sér stöðugt þéttar um Kommúnistafiokkinn, er á einu ári hafði aukið Jélagatölu sína um 3000.000. Það var ckki gott fjöldinn, á annað hundrað þús- und manns, á ræðu Gottwalds. Hvað eftir annað liljómuðú um hið mikla torg hrifningraköll og fullvissmi um fylgi við þá ráð- herra sem ekki höfðu vikið frá skyldum sínum og gert sig ó- verðuga trausts þjóðarinnar. Þegar Gottwald sagði: „Forset- inn á að taka til greina lausnar beiðni þeirra, svo við getum myndað ríkisstjórn er njóti trausts alþýðunnar,“ ætluðu fagnaðarlætin aldrei að hætta. Svipaðir fjöldafundir úoni lialdnir í öllum helztu borgum lýðveldisins, og strax þennan laugardag tóku að streyma á- lyktanir frá verksmiðjum, nám- um, bændafélögum og fleiri sam tökum er sýndu að allar vinnu- stéttir landsins fylktu sér fast Téklíneskir bændur i marglitum þjóðbúniugi flykktust til Prag, 130.000 alls, til að krefjast sldptingu stórjarða útlit fyrir afturhaldið að eiga, um Gottwald. Þegar Benes for- að ganga til kosninga í vor. 'seti lýsti því jrfir um kvöldið að Tilraun afturhaldsins að stöðva þróunina var örþrifaráð og hlaut að misheppnast. Svai' tékknesku þjóðarinnar við hólm gönguáskorun afturhaldsins kom greiðlega og var ótvírætt. Er það fréttist á föstudag að afturhaldið hefði sundrað þjóð- fylkingunni, svaraði verkafólkið í Praha tafarlaust. Úr verk- smiðjum, verkstæðum, verzlun- um, menntastofnunum streymdi alþýðan þegar kl. 10 morguninn eftir á stórfenglegan fjölda- fund á Staromestské námesti tii að heyra Gottwald forsætisráð- herra skýra frá livernig þetta ástand hefði orðið til og hvernig hægt væri og sjálfsagt að leysa vandann. Tækifærið var að mörgu leyti sniðuglega valið. Ráðstefna Breta, Frakka. og Bandaríkja- manna um Þýzkalandsmálið var á uppsiglingu og óttinn við að tékkóslóvakíska þjóðin, sem Þjóðin fylkir sér um ekki hefur gleymt Munchensátt málanum, tæki ráðstöfunum Gottwald Londonfundarins mjög illa. Ráðsmennskan með Vestur- í bitru frosti en blossandi af Þýzkaland varð til að veikja áhuga og hrifningu hlustaði hann samþykkti enga stjórn nema kommúnistar væru i henni, og jafnvel enga stjórn nema Klement Gottwald væri forsætisráðherra hennar, var þegar ljóst að fyrirætlanir aft- urhaldsins höfðu misheppnazt. Á sunnudágmn fékkst þó enn skýrari sönnmi á þvi að fjölda fundir laugardagsins liöfðu tjáð liinn sanna vilja tékknesku þjóðarinnar. Á aukaþingi Al- þýðusambands Tékkóslóvakíu hér í Praha, er setið var af 8000 fulltrúum röskra tveggja millj- óna verkamanna og starfs- manna, var Gottwald einnig tek- ið með fögnuði, og samþykkt var einróma ályktun, er mælir svo um að verkalýðsstéttin m-uni ekki láta bjóða sér að hinir svikulu ráðherrar taki aft- ur við embættum sínum, og heit ir Gottwald fyllsta stuðningi al- þýðusamtakanna við að fylla hina auðu ráðherrastóla með mönnum er alþýðan gæti treyst. Lögreglan verður aldrei framar látin skjóta á verkamenn I skýrslu sinni tók hinn sós- íaldemókratiski aðalritari, Er- ban, alveg sömu afstöðu og kommúnistar og sagði meðal annars: „Afturhaldið hamast gegn lögreglu okkar, og æpir að við búum við lögreglustjórn. Við skiljum vel, að aftxirhaldið er ekki ánægt með lögreglu okkar. Það er nefnilega ekki hægt að nota liana til að skjóta á verka- menn einsog í Frakklandi. ítal- íu og Grikklandi, það verður aldrei hægt að beita henni gegn liinni vinnandi alþýðu, þegar hún fer í kröfugöngur, ti! að bera fram réttmætar kröfur sín ar, heldur þvert á móti sýnir hún svartamarkaðsbröskurum, sem braska með vörur, sem þjóð okkar hefur svo mikla þört' fyrir, enga miskunn og ekkl heidur skemmdarverkamönnum og svikurum, sem hafa selt er- lendum stórveíöum og erindreli- um þeirra heiður sinn. Við er- um hreykin af lögreglu okkar og' þykir vænt um hana, og við munum aldrei láta viðgangast, að hún vorði verkfæri í hönd- um örfárra kapítalista.“ Margra mínútna langt lófa- tak sýndi að hann hafði látið í ljós tilfinningar tékknésku þjóð arinnar. Á þessu þingi, sem allt bar vott um festu og hriíjhngu en líka ábirgðartilfinningu þess- ara fulltrúa hins vinnandi fólks, var samþykkt að gera einnar klukkustundar allsherjarverk- fall á þriðjudaginn, til að sýna að hið vinnandi fólk þekkti afl sitt — og ábyrgð sína. Aðeins 10 af 8000 fulltrúum greiddu atkvæði á móti! íláðherrarnir sem sögðu af sér vilja vera kyrrir En á niánudaginn kom það í ijós að lausnarbeiðni sftur- lialdsi'áðherranna var eins og vænta mátti aðeins, herbragð! Ráðherrarnir viidu ekki vfir— gefa ráðuneyti sín. Ekki f.yrl cn eftir ótvíræðar kraftir frá öllum hinum stærri vinnustöðv- itm í lýðveldinu varð þeim ijóst, að bezt væri fyrir þá að taka afleiðingum verka sinna, Samai dag tiikynntu verkamenn i papp írsverksmiðjunum, ,að þeir myndu ekki flytja pappír til aft urhaldsblaðanna, meðan þau væru full af æsingaskrifuru Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.