Þjóðviljinn - 13.03.1948, Side 4

Þjóðviljinn - 13.03.1948, Side 4
ÞJÓ&VILJINN Laugardagrur 13. marz 1948. I þJÓÐVILJIHN Útgefandl: SameSnlngarflokkur alþýfSu — Sóaíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, JónasArnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Siml 7600 (þrjár línur) Áskriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Kausasöluverð 60 aur. elnt. Prentsmlðja Þjóðviljans h. f. Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 fþrjór línur) 1938-1948 y . i Dollarapilturinn Ivar Guðmundsson, fréttaritstjóri Morg-unblaðsins, sagði í hinu makalausa erindi sínu frá út- löndum í útvarpinu í fyrrakvöld, að allir frjálshuga menn hefði fylizt hryllingi yfir Munchen-svikununm 1938. Það er fyllilega rétt hjá dollarapiltinum. En hann var svo sannar- lega ekki sjálfur í hópi frjálshuga manna og hvorki Morgun- blaðið né Sjálfstæðisflokkurinn, ekki þá fremur en nú. Morgunblaðið komst í þvílíkt uppnám yfir glæpaverkinu að þess eru engin dæmi um það blað, og hefur það þó oft glaðzt yfir illu. Dag eftir dag notaði það hástemmdustu lýsingarorð tungunnar um svikarann Mr. Chamberlain og verk hans, og væri það efni í heila bók að rifja þau ósköp upp. En það er rétt að gefa Morgunblaðinu sjálfu orðið, vitna í örlítið brot af fagnaðarlátunum. 30. september 1938 segir Morgunblaðið að Miinchen- glæpurinn sé „einhver allra mérkasti viðburður sem sagan J»ekkir“, Chamberlain sé „hin niikla þjóðhetja brezka heimsveldisins“ og orð hans vísdómur „sem sagan á vafa- laust eftir að varðveita sem dýrmætan gimstein". Enn- fremur segir svo: „Allur heimurinn hefur með aðdáun og lotn- ingu horft á aðgerðir Chamberlains, forsætisráð- herra Breta undanfarið, í þágu friðarins. Engum hefur dulizt að þar hefur mikilmenni að verki verið, mikilmenni, sem á fáa eða engan sinn líka uppi nú á dögum. Allt starf hans hefur mótazt af vitsmunum, hyggindum og festu, en það eru eiginleikar sem — því miður — gætir ekki að jafnaði í fari þeirra stjórnmálamanna, sem mest bér á í heiminum nú á dögum............ Með starfi sínu undanfarið í þágu friðarins hefur Chamberlain forsætisráðherra getið sér ó- dauðlegt nafn í veraldarsögunni. Hann verður þjóðhetja, ekki aðeins í sínu landi, heldur einnig I öllum löndum heims“. 5. október 1938 birtir Morgunblaðið mynd af Hitler og Chamberlain, þar sem þeir eru nánast í faðmlögum, og yfirskriftin er: „Þeir ætla að friða Evrópu“. 6. október 1938 segir Morgunblaðið: „í nútímasögunni verður vafalaust ekki bent á neitt einstakt afrek, sem jafn óskoraða viður- kenningu hefur hlotið eins og afrek hins aldraða forsætisráðherra Breta Mr. Neville Chamberlains. Allur heimurinn dáði þrautseigju hans í barátt- unni fyrir heimsfriðnum“. 7. október 1938 segir Morgunblaðið: „Það sem gerðisí í Mimchen var 1 raun og veru ekki annað, en að óréttur, sem framinni var fyrir 20 árum mcð friðarsamningunum eftir heims styrjöldina, var gerður góður aftur .... Ekki get- um við íslendingar sagt, að hér hafi verið annað gert en það sem rétt var“. Og þannig mætti lengi telja. I marga mánuði sam- fleytt fagnaði Morgunblaðið Múnehen-glæpnum, hældist um yfir því að sjálfstæði Tékka hafði verið kastað í vargs- kjaft þýzku nazistanna. Það hefur ekki skipt um skoðun síðan, þótt hinir fasistisku yfirboðaðar séu nú bandarískir en ekki þýzkir. En hin þverandstæða afstaða þess nú sýnir betur en margar skýringar eðli atburða síðustu vikna í Tékkóslóvakíu. Yfirboðurum Morgunblaðsins tókst ekki að fremja sama glæpinn nú og 1938, þess vegna heiftin, í>fs»r”>. og tryllingurinn. Bréf, skrifað í kaffitíma ,,Háinn“ skrifar: „Vinnuskúr nr. 36 10. marz 1948. -Kæri vinur! Þótt þetta bréf sé stílað til þín er það' alls ekki til þín — he’.d- ur guð má vita hvers — et til vill ætti það að fara beinu.itu leið til skömmtunarstjóra, en þá væri ég'líka viss um að það færi beinustu leið i bréfaköríu þess háa herra og enginn fengi nokkru sinni að vita að bréf þetta hefði nokkru sinni verið skrifað í kaffitíma í vinnuskúr meðal 15 verkamanna á ýmsum aldri, er sitja yfir kaffilögg, tesopa eða öðru sulli, og éta með rúgbrauð og magaríni eða vínarbrauð og liveitibrauð úr bakarii. ★ Aukaskammtur á ríkis- skrifstofu ,,En svo er víst skynsam- legast að komast að efninu. Eg verð að drekká te og yrði að drekka það sykurlaust ef ekki hefði verið fyrir klókindi konu minnar í fyrradag, að komast yfir 1 pund af strá- sykri hjá vinkonu sinni. Mér er bölvanlega við te, og kókó út- heimtir margfaldan sykúr- skammt. I fyrradag hitti ég vinstúlku mína frá gamalli tíð sem vinn- ur í fyrirtæki sem ríkið rek- ur, hún var á leið í verzlun að sækja kaffi og sykur fvrir starfsfólkið sem lagar víst kaff- ið sjálft og fær ótrúlega mikinn aukaskammt af kaffi og sykri. ★ Væri ekki eins rétt- mætt. .. . ? „Við verkamenn vinnum úti í hveruig veðri sem guð lætur yfir ganga og drekkum mikið kaffi og viljum hafa það sætt. Væri ekki eins réttmætt að við fengjum aukaskammt, þót.t við létum laga úr því lieima. Hversvegna erum við svintir þeim eina hressingarvarningi sem við höfum vanizt og get- um illmöguiega verið án, svo lengi sem við höfum tök á að veita okkur nokkrar lífsnauð- synjar? Kær kveðja. Háinn." ★ Varðandi Jóhann JÞorkel Hamborg Og svo er hér bréf frá öðr- um kaffivini: „Eg var sízt að skilja í því hvernig á því stæði, að allt í einu var hægt að fá keyptar kaffikönnur og það voru marg- ir, sem ekki skildu þetta eiiL- stæða frjálslyndi viðskiptaráðs. En nú er skýringin augljós. Herra f jármálaráðherra Jóhann Þorkell Hamborg, er búinn að bæta enn einu „firmanu" við sig. Og nú er honum í lófa lag- ið að, flytja inn, ekki einungis 200 þúsund naglbíta, heldur og 200 þúsund kaffikönnur. Kaffidrvkkjufólk, sem farið fer að þekkja á Jóhann Þorkel, vill gjarnan, að hann taki að sér að gerast aðal innflj'tjandi kaffisins, því þá yrði ekki langt að bíða þar til kaffið yrði gert alfrjálst, tekið út úr skömrr.t- uninni. — Kaffivinur." ¥ Bók um logsuðu og rafmagnssuðu Og loks er hér bréf frá iðrr- aðarmanni: „Kæri Bæjarpóstur! Mig langar til þess að biðja þig fyrir eftiifarandi línur til birtingar í dálkum þmum. Landssamband iðnaðarmarna hefur nýlega gefið út handbók- ina „Logsuða og rafmag.rs- suðu“ eftir Aðalstein Jóhanns- son vélfr. og vil ég hér rneð færa Landssambandi iðnaðar- manna þakkir fyrir hinn ágæta bókarkost. Mikil vöntun hefur verið á „tekniskum" handbókum á okk- ar máli, og hygg ég að þessi bók sé sú fyrsta og fer vel á því að Landssambandið befur hér orðið fyrst til, og þannig sýnt í verki að það skilur þ.rrf- ir iðnaðarmanna. Logsuðu- og rafmagnssuðubókin er iiourt skrifuð og í henni eru margar nauðsynlegar tölur, sem gott er að glöggva sig á, og vil ég því eindregið ráðleggja blutaðeig- andi mönnum að kaupa bókina. Vonandi eiga margar handbæk- ur um „teknisk" efni eftir að koma út á vegum sambandsi.ns, og nái þær allar jafn vel fil- gangi sínum og þessi bók ímin Sambandið hljóta heiður ^g þakklæti margra iðnaðarmunaa. Með þökk fyrir birtinguna. Iðnaðarmaður." Hninstjórnarráðstafaiiir Framhald af 1. síðu leggja skyldi fyrir Alþingi heúd aráætlanir um fjárfestingu í framkvæmdir ríkisins, innflutn- ing og útflutning, og yrðu fjár- lög afgreidd með hliðsjón af á- ætlunum um allan þjóðarbú- skapinn. Þetta hefði ekki verið gert. Nú birtir hinsvegar minni- hluti íjárveitinganefndar það af þessum áætlunum sem fjár- veitinganefnd hefur fengið, og ræddi Einar nokkuð um þær áætlanir. Sýndi hann fram á að í þess- um áætlunum væri ekki eitt orð um skipulagningu vinnuaflsins, okiti eitt orð um það aðalvcrk- efni íjárhagsráðs og ríkisstjórn- ariunar að tryggja öllum lands- búmun næga og örugga atvinnu. Vegna þessarar vöntunar vant- aði grundvöll að áætlun um þjóðarbúskap Islendinga árið 1948. í áætlunum þessum væri ekki orð um það hvernig afla skuli fjármagns til þeirra hluta sem gera. skal, þótt skipulagning fjármagnins voru annað aðal- atriði af verkefnum fjárhags- ráðs. Einnig áf þeim ástæðum svifi áætlanir fjárhagsráðs fyr- ir 1948 algerlega í lausu Iofti. Einar skýrði frá, að á fundi Iandsbankanefndar i fyrradag hafi verið lögð sér- stök áherzla á að komið væri slíkt vandræðaástand með lánsfé að fjármagn vanti til að borga framleiðslutæki sem þegar hafa verið keypt inu í landið, stofnlánadeildina vanti fé til að borga sjö tog- ara og 20 vélbáta. Formaður fjárhagsráðs, sem jafnfrarnt er formaður bankaráðsins lagði áherzlu á að úr þessu ástandi yrði bætt áður en þing færi heim. Taldi Eínar nauðsynlegt að lagðar væru fyrir Alþingi t.il- lögur um það hvemig hægt væri að bæta úr lánsfjárþörf- inni. I stað þess kæmi ríkis- stjórnin með tillögur um niður- skurð á lánveitingum, sem á- kveðnar eru með lögum. Yrðu fjárlög afgreidd án nokkurra úrræða í þessu máli, væri hætta á að sú óeðlilega lánsf járkreppa sem sköpuð hefði verið í land- inu yrði notuð sem átyila til að taka erlent lán. Einar lagði áherzlu á að grundvöll innflutningsáætlunar fjárhagsráðs vantaði, þar sem I útflutningsáætlun hefði engin 1 verið gerð. Einnig innflutnings- áætlunin svifi því algerlega í lausu lofti. Hér væri t. d. reikn að með dollaratekjum á annað hundrað milljóna króna, ;wm ekki sé reynt ao sýna hvernig eigi að fá. Al!t bæri að sama brunni. Það efnahagslega öryggi sem ríkisstjórnin hefði iofað að skapa með fjárhagsráðslögun- um vantaði alvég, en í stað bess hefði verið skapað skriffinnsku- báku. Það hefði ekki verið tek inn upp áætlunarbúskapur held ur hatröm haftastefna. Taldi Einar að afgreiði þingið fjárlög eins og nú er til stofn- að af stjórnarflokkunum, sé það að svipa sig völdum í þessum málum og sé það algerlega ó- forsvaranlegt. Hitt sé skiljan- legt að ríkisstjórnin vilji losna við þingið til aö geta haldið á- fram á þeirri braut sem hún virðist vera. |_____• _______________________ — TiOögur um aukin fjárframlög Framh. af 8. síðu tals 17 millj. kr. en það er hærri upphæð en allar gjaldahækkana tillögur minnihluta nefndarinn- ar. Auk tillagna nefndarmar.ua flytja þingmenn sósíalista all- margar breytingartillögur. Gert er ráð fyrir atkvæðagreiðslu í dag. J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.