Þjóðviljinn - 13.03.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.03.1948, Blaðsíða 6
8 ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 13. marz 1948. Framhald af 5 .síðu. urflugvellinum lifa þar sem herraþjóð, æðri hinum inn- fæddu, sem notaðir eru til að- stoðarstarfa í eldhúsi, þeir eru ríki í ríkinu og koma í .einu og • öllu fram sem auðdrottnar rneð al nýlenduþjóðar. Framtíðin ein getur leitt í'Ijós hvað það er sem hinir 32 hafa kallað yfir íslenzku þjóðina, því ef þróunin verður að vilja þelrra sem nú ráða mestu í Bandaríkj unum,-verður eftirleikurinn stór um geigvænlegri en það sem þegar hefur gerzt. Keflavíkur- flugvöllurinn er ekki aðeins her stöð til árásar í styrjöld þeirri sem hinir brjáluðu auðkýfingar Bandaríkjanna eru nú að un lir búa, hann verður einnig skot- mark þeirrar þjóðar sem ráðizt er á. Og hvað duga þá hinir hljómfögru dollarar bandp.rírka utanrikisráðuneytisins ? í einu stórbrotnasta ljóði ís- lenzkrar frelsisbaráttu segir svo: „Standi fyrr í einum eldi allur barmur þessa lands, en það lúti annars veldi eða kúgun harðstjórans; fyrr skal hyrr um rjáfrin rjúka og rofin hrynja í tóftirnar, brennd til ösku fjöllin fjúka og flæða yfir rústirnar.“ Þær hamfarir sem skáldið kallar fram í þessari stórfeng- legu lýsingu sinni hljómuðu sem fjarstæða á síðustu öld og áttu að hljóma sem f jarstæða: skáld ið vildi lýsa því hversu fráleitt það væri að þjcðin sviki frelsis- hugsjónir sínar. En nú eru þær alger veruleiki. Tæpum tvoim mánuðum áður en Bandarikin lögðu fram herstöðvakröfur sín ar á íslandi var fyrstu atóm- sprengjunni varpað á Hiro- shima, og þar voru í einu vet- far.gi myrtar vfir hundraö þús- undir manna, kvenna og barua. SÍík eru þau djöfulsöfl sem hin ir 32 hafa kallað yfir þann hluta íslenzku þjóðarinnar sem við Faxaflóa býr, ef til styrj- aldar kemur. Og hvort sem hin ir 32 hafa gert sér þennan verknað sinn Ijósan eða ekki, og það getur Jóhnnn Hafstein væntanlega upplýst, þá vita| Bandaríkjamenn fullvel hvað þeir eru að gcra. Þeir hafa sjálf ir skýrt frá því að markmið þeirra sé að koma sér upp árás arstöðvum utan heimalandsins, tíl þess að forða sjálfum sér frá tortímingu. Þeir hafa meira að segja valið slíkum stöðvum nafn og kalla þær bombabsor- bing stations, og við íslendingar sem búum við Faxaflóa höfum verið valdir til að deyja fyrir hina vestrænu milljónara, ef. þeim tekst að koma á styrjöld i 'heiminum. I hinu heimsfræga brezka 'tímariti „New Statesman and Nation“ var þetta atriði gert að umtalsefni fyrir nokkru, og þar sem Morgunblaðinu hefur láðst að' geta þess, þykir mér rétt að tilgreina stuttan kafla. Þar segir svo: „Við þurfum ekki að ræða hvað Amcríka og Sovétríkin halda að þau geti unnið með svona stríði. Það er nóg fyrir okkur að hugleiða örlög okkar, ef við flækjumst í stríð milli hnatthelminganna. Við vitum að sá sem á ræðst stendur betur að \ ígi, og það er ómögulegt að hugsa sér Stóra Bretland sem árásaraðiljann. En við getum á samt Grikklandi, Tyrklándi og Islandi verið herstöð í fremstu víglínu fvrir' Bandaríkin. Og „Bulletin of the Atomic Scientists“ segir í ritstjórnar- grein sinni: „Það er hægt að eyðileggja þau ríki, sem verða herstöðvar í fremstu víglínu fyr ir okkur, með þeim sprengju- fleygum og flugvélum, sem nú þegar ei’u til taks. Ameríka get- ur því aðeins haldið þessum her stöðvum með því að stofna þess um vinsamlegu þjóðum í þá hættu að þeim vei’ði gersamlega útrýmt og væntanlega gegn þeirra vilja.“ Þannig er nú málum koinið hér á Islandi, slíkir eru ósigrar Islendinga og sigrar hinna bandarisku heimsveldissinna og agenta. þeirra. Og einmitt þetta ástand færir okkur lykilinn að alþjóðamálunum, ef við erum menn til að hugsa eins og ís-j lendingar. 5. okt. 1946 voru ekki aðeins frámin svik við dýrustu hugsjónir íslenzku þjcð arinnar, heldur og svik við ab’ar hugsjónir friðar og samst;j.rfs í heiminum. Með því* að sam- þykkja herstöðvasamningmn tóku hinir 32 á sig þá ýtrustu áb^Tgð sem ráðamenn • lítlliar þjóðar geta borið ef til ófriðar kemur. Þeir sviku ekki aðeins landsréttindi sinnar eigin bjóð- ar og stefndu henni í þá geig- vænlegustu hættu sem yfir henni hefur vofað, heldur hug- sjónir sameinuðu þjóðanna og hagsmuni og vonir allra smá- þjóða heims. Sú ásælni bairdaríska auð- valdsins sem leiddi til svika hinna 32 hefur mótað alit á- stand alþjóðamála undanfai’in ár. Islendingar cru ekki.eina þjóðin sem fyrir þeirri ásælni hafa orðið, heldur er land okk- ar aðeins hlekkur — og þó mikil vægur hlekkur — í herstöðva- kerfi sem nú tekur mikinn' þorra heims. Öll Ameríka, að Kanada undanskildu, er eitt samtvinnað hern a ðarbanda!ag, og eru Suðurameríkuríkin meii’a að segja skylduð til að kaupa öll sín vopn í Bandaríkjunum svo að undirbúningur styrjaid- arinnar sé sem bezt samhæfður. Grænlandi hefur veríð stolið frá Dönum og þar eru 5 herstöðvar. Á Azoreyjum eru Bandaríkin nýbúin að tryggja sér liernaoar flugvöll. Á Franco-Spáni, meðal fasistalýðsins, eru hinir vest- rænu „lýðræðissinnar" að koma sér upp herstöðvum. I Casa- blanca hafa þeir herstöð. Gri.kk land eru þeir að reyna að gera að algerri bandarískri hjálendu, og styðja þar af ofurkappi glæpaverk fasista og kvislinga frá síðustu styrjöld gegn al- þýðu landsins. Þar eru tugir pólitíslcra fanga myrtir á hverri viku, án þess hinum viðkvæmu Heimdellingum bregði. I Lýbíu er bandarískur hernaðarflug- voHur sem tekur þyngstu árás- arvélar. Tyrkland við landa- mæri Sovétríkjanna er orðið al- ger bækistöð Bandaríkjámanna. Það ma segja að Miðjarðarhaf- ið sé orðið bandarískt innhaf, og Bandaríkin hafa þar stærri flota en nokkur önnur þjóð. I Saudi-Arabíu við persneska f!ó- ann er bandarísk herstöð. I ír- an við landamæri Sovétrikjanna eru Bandaríkjamenn nú að byggja hernaðarflugvelli. I Kína er mikill fjöldi banda- rískra hernaðarsérfræðinga til aðstoðar við fasistann Sja.ng Kaisék og þar hafa þeir m. a. komið sér upp stórri bækistöð i Tientsin í námunda Mansjú: íu. I Japan eru Bandaríkjamenn að koma sér upp bækistöðvum, sem þeir ætla sér að halda til franij búðar, þeir hafa t. d. krafizt þess að fá Okinawa til algerr.rr eignar. Á Fillipseyjum sr-m Roosevelt forseti var búinn að lofa algeru sjálfstæði, lxafa hin- ir bandarísku heimsveldissinnar nú komið sér upp miklum f jölda herbækistöðva til 99 ára í al- gerri óþökk þjóðarinnar — og er nix aðeins það helzta talið. Það þarf mikla heimsku eða algert blygðunarleysi, nema livorttveggja sé, til að neita því frammi fyrir slíkum staðreyud- um að Bandaríkin keppi nú að algerum heimsyfirráðum og æsi til styrjaldar til að ná því marki Ef Sovétríkin væru í fótsporum Bandaríkjanna, hefðu þau nú herstöðvar í Mexíkó, á Kúbu og í Kanada. Og þ4 væri vissuícga réttmætt að saka þau um yfir- di’ottnunarstefnu og snúast til vai’nar. En staða taflsins er þveröfug. Það enx Bandaríkin, knúin áfram af voldugustu og trylltustu auðkífingum heixas, sem stefna að því að leggja undir sig hnöttinn og þeyta her ixiðra af engu minui ofsa en nazistar Þýzkalands fyrir 10 ár- um. Þeirri staðrcynd verður ekki haggað með þvaðri og 1\ ga fregnum dollai’abiaðamxa. I alþjóðamálum, scm Hoim- dellingar hafa nú tekið á dag- skrá, eiga fslendingar eina og aðeins eina afstöðu. Frelsi þjúð- arinnar, sjálfstæði og framtíð er undir því komið að takast megi að uppræta þau svik sem framin voru 5. okt. 1946. Allt starf þjóðarinnar verður að hníga að því marki að landráða samnjngnum verði sagt upp 1953 og verði þangað til fram- kvæmdur í ýtrasta samræmi við hagsmuni Islendinga. Sú af- staða varðar ekki aðeins líf og heill íslenzku þjóðarinnar, held- ur er með henni lagður fram sá skerfur sem við erum raegn- ug til friðar og samstarf ; í heiminum. Andspænis þessu meginhlutverki ber íslenzkri æsku að taka höndum saman og geyma sér fjarlægari og litil- vægari deilumál. In memoriam Flugslysið síðastliðinn sunnu- dag hjó djúpt skarð í þann litla flokk sérfróðra manna ís- lenzkra, þeirra er eytt hafa fjölda ára til að afla sér hald- góðrar þekkingar á nauðsyn- legum greinum, og það líða dagar og ár áður en það skarð verður fyllt. Sú þekking, sem fórst með Þorvaldi Hlíðdal, síma verkfræðingi, þegar Anson-flug- vélin rakst á Skálafell, var þjóðinni meirí missir en flugvél- in, dýrmætari en margar flug- vélar, því að hún verður aldrei vegin í gulli. Þorvaldur Hlíðdal var fæadur 23. mai árið 1918, einkasonur hjónanna Guðmxmdar og Karó- línu Hlíðdal. Ungur innritaðist hann í Menntaskólann og lauk námi þar með stúdentsjxrófi úr stærðfræðideild bjartan júnídag árið 1937. Mai’gar skínandi von- ir eru ætíð tengdar við nýút- skrifáða stúdenta, cn viö Þor- vald bundu margir bjartari von- ir en við okkur hina, hann hafði einn okkar unnið mörg sumur við að búa sig undir ævistarf sitt. Síðari hluta sumars sigldi hann til Cambridge til að stunda þar nám í verkfræði, og lauk þar prófi árið 1940 í almennri verkfræði fyrstur bekkjar- bræðra sinna. Margir myndu hafa hætt námi og setzt í stöðxx heima að af- loknu svo glæsilegu námi, en Þorvaldur vildi vita meira. til að tryggja það, að hann gæti orðið þjóð sinni að sem mestu gagiii Hustið 1940 lagði hann leið sína til Bandaríkjanna og innritaðist í einn hinn bezta verkfræðiskóla vestan hafs. Rensselaer Poly- technic Institute í Troy nálægt New York. Hann hafði ekki dvalið þar nema ár, þegar hon- um hlotnaðist sá heiður að vera valinn til aðstoðarkennara, og vafalaust er það sjaldgæft um erlenda séi-fræðinga, hvað þá xxm erienda nemendur. Sýnir það einkar vel, hve haldgóð og djúptæk þekking hans var að álíti sérfróðra vísindamanna. Eftir tveggja ára nám tók hann próf í rafmagnsverkfræði og gerðist í júní 3942 starfsmaður hjá International Telephone and Telegraph Corporation í New Yoi’k. Tveggja ára starf hjá slíku fjrrirtæki var æfinga- og reynsJutími meiri en flestir aðr- ir verkfræðingar islenzkir hafa haft að baki sér, þegar þeir sncru til ættlandsins að afloknu námi. En lxaustið 1944 kom Þorvaldur hcim og hóf starf sitt sem verkfræðingur hjá Lands- símanum. Auk þess kenndi hann við Loftskeytaskólann, en á báð um þessum stöðum var liann með bezt liðnu og mest virtu starfsmönnxmum, æ meir elsk- aður eftir því sem tímar liðu. Áður en Þorvaldur sneri lieim, giftist hann erlendri eftirlifandi konu sinni, Freda. Eignuðust þau einn son, Peter Benjamxn, sem nú er á þriðja ári, ínyndar- legxir og hnellinn strákur, hug- ljúfi foreldra sinna og frænd- fólks. Þorvaldur Hlíðdal gei’ði ekk- ert til að vekja á sér áthygli, en samt fór ekki hjá því, að hon- um væri veitt eftirtekt, hvar sem haixn fór, því að hann var með myndarlegxistu mönnxxm, tígulegur-, sviphreinn, gáfuleg- ur svo af bar og ætíð glaour á svip. En þegar hann talaði, var röddin þýð og þægileg og tálið allt á þann veg, að maður hlaut að hlusta, því að hér réði hixx rólega yfix-vegun ríkjum. I hópi vina sinna .og bekkjarbræðra var Þorvaldi'.r hrókur slls fagn- aðar og sá, seui allir sættu sig bezt við að iúta, þegar sá gáll- mn var á. Hjálpsemin var aðall hans allt frá fyrstu tíð, svo að við sem tæpara stóðum í kunn- áttunni í skóla, gáturn ætíð ver- ið vissir um aðstoð harxs, þegar í nauðiniar rak. Þorvaldur var á leið frá Vest- mannaeyjum, þar sem hann vann að uppsetningu nýrrar sím stöðvar, þegar slysið bar að. Ástvinir hans biðu hans sunmi- dagskvöldið allt, leituðu lians um fjöll og firnindi sólarhring- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.