Þjóðviljinn - 09.05.1948, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.05.1948, Qupperneq 4
i ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. maí 1948. S. CfetóaaiMÍ Bamelnlngarflokkur alþýOn — Sósíallstaflokkurlzm » —0... ^____öig urOur UuOmundesoo (Ab.) Frettantstióri: Jon Biamaaoo Blaðamenn: AriKórason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnaaon Ritstjórn, afgreiSsia, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7Ö00 (þrjár linur) JLskrfftaverO: kr. 10.00 á'mónuöi. — Lansasöluverð B0 aur. elnt. Frentsmiðja ÞjóðvUjans h. t. Sósíaiistaflokkurinn, Þórseötu 1 — Simi 7510 (þrjár linur) ValdaránshneyksHð Samsæri þriggja stjórnmálafiokka 1941 um *.ð víkja til hlið- ar stjómarskrá íslands „fram yfir ófriðarlok” og hald* •!lum völdum í landinu þvert ofan í vafalaus ákvæði stjórnarskrár- innar, með umboðslausum þingmönnum kosnum 1937, rnun verða mörgum íslendingi lærdómsríkt. Flestum fyndist þetta ó- trúlegt ef ekki lægi fyrir afdráttarlaus játning frá aðalmálgögn- tm flokkanna sjálfra um þessa ósvífnu árás á þingræði og lýð- ræði í landinu. Fólk er orðið því svo vant að heyra einmitt þessi blöð og þessa flokka tala endalaust um ást sína á lýðræði og þingræði að það getur komið eins og köld vatnsgusa yfir fylgj- endur þeirra að minnsta kosti að sjá hve þunnt lýðræðislagið er á ýmsum þeirra stjórnmálamanna sem mest tala um blessun þingræðis og lýðræðis. Það var rifjað upp liér í blaðinu í gær að valdarán Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknarflokksins og AlþýðufLokksins 1941 hefði verið gert með þeirri forsendu að kosningafrestunin ætti að gilda ,,fyrst um sinn“, en þá ymprað á fjórum árum, aðeins sem hinni fjarlægustu markalínu valdatímabils umboðslausu þing- mannanna. Þannig er málið lagt fyrir Alþingi og þjóðina og þannig er tillagan um kosningafrestunina samþykkt af 41 þing- manni úr ,,þjoðstjórnarfIokkunum“. Það var ærin ósvífni að meirihluti alþingismanna skyldi leyfa sér að látast afnema ein mikilvægustu atriði stjórnarskrár íslands með einfaldri þlngsályktunartillögu og á það var rétti- lega deilt af þingmönhum Sósíalistaflokksinst er mótmæltu harð- lega þessum furðulegu aðförum. En þegar það bætist við sem Morgunblaðið og Tíminn hafa verið að fletta ofan af — í ógáti sjálfsagt — undanfama daga, verða þessir ólýðræðislegu athafn- ir þriggja. íslenzkra stjórnmálaflokka okkar til að sýna þá mögn- i>ðu stjórnmálaspiliingu sem þeir eru gagnsýrðir af. Bak við það sem birt var í þingsályktunartillögunni um frestun kosninga „fyrst um sinn‘ lá samningur milli SjálfsÞeðis- flokksms, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins um valda- rán þessara flokká „fram yfir ófriðaríok“ í algeru trássi við stjórnarskrá landsins. Þetta kemst upp nú sjö árum síðar, vegna þess að Morgunblaðið og Tíminn eru svo önnum kafin við gagn- kvæmar ásakanir, og ritstjórar þessara stjómarblaða taka ekki eftir því að þau eru að skýra frá hlutum sem iljóta að verða smánarstimpill á þrjá íslenzka stjórnmálaflokka og faaingja þeirra meðan þeirra verður getið í Íslíuidssögunni. Upplýsingarnar mn valdarán núverandi stjórnarflokka vorið 1941 varpa skýru liósi yfir það sem nú er að gerast í íslenzkum fctjómmálum. I flestum atriðmn hefur afturhaldsstjórnin sem nú situr tekið úpp þráðinn frá „þjóðstjóriiinni“ alræmdu, aðeins gengið mun lengra í skemmdarstarfsemi og leppmensku fyrir er- lent vald. Undir yfirskyni göbbelskrar baráttu gegn kommún- ismanum er reynt að færa allt athafnalíf í fjötra og láma ís- lenzka verkalýðshreyfingu með árásum utan að og sundrungar- starfsemi ,,ólánsmanna“ Alþýéuflokksins innan frá. S.imtímis eru lokur dregnar frá hurðum og bandarísku auðmagni levft að laka kverkataki á íslenzku atvinnulífi auk þess að látinn er við- gangast hinn hneykslanlegasti yfirgangur og lagabrot í fram- kvæmd KeflávíkursarnningÉins. Stjórn sem þannig hagar sér er Iogandi hrædd-við dóm kjós- enda og hefur til þess fyllstu ástæðu. Ilvort hún grípur tii ör- þrifaráða ciiis og valdaránsins 1941 er enn óvíst, ep hitt ei' víst að afturlialdið íslenzka færi enn veiT út úr slíkum aðgerðum en1 þjóðstjórnin forðum. Sú ólánsstjórn hrundi vegna baráttu verka- lýðssamtakanna og Sósíalistaflokksins. Þau sömu öfl, margfalt styrkari og betur skiplögð, standa einnig nú sem veggur gegn hverri valdaránstilraun afturhaldsins, ^tanda traustan vörð um lýðréttindi og lýðræði íslenzku þjóðarinnar. Hátt verð aðgöngumiða Það vekur mikla furðu manna hið háa verð aðgöngumiða að sundkepþnínni milli Norðmannu og Islendinga. Stæði kostar hvorki meira né minna en 20 kr., sæti 25 kr. Aðsókn er skilj- anlega mikil, miðarnir seldust upp í gær. En hann má svei mér vera merkilegur viðburður inn, ef þetta háa verð er afsak anlegt. — Einnig vekur það furóu manna, að ekki skuli gerð ar ráðstafanir til að útvarpá frá keppninni. Hvar er nú þráð- urinn stáls? ★ Hávaði í bíó M. skrífar: „Þegar maður fer í bíó með kærustunni sinni, uppþússaðui' og allt í lagi, þá viU‘ maður fá að heyra það sem leikaramir segja. Maður hefur borgað margar krónur fyrir að sjá kvikmynd og vita, um hvað hún snýst. — Eg fór í Gamla bíó hérna um kvöldið með kærust- unni, og það leið oft langur tími, að við heyrðum ekkert. sem leikararnir sögðu fyrir há- vaða niðri (við sátum uppi) Og þetta var á 9-sýningunni og ekki hægt að kenna „rol!ingum“ um hávaðann eins og oft er gert. ★ Sítrónflöskum rúllað „Þó var auðheyrt að þarna voru unglingar að verki: og há- vaðinn var mestur eftir hlé. Þá heyrði maður stöðugt, að rúllað var sítrónflöskum um gólfið og fylgdu þessu hróp og háreysti, en verðir hússins skiptu sér ekkert áf þessu langa lengi. — Þetta tel ég ekki við- eigandi. Það á að hafa nægilegt eftirlit með óuppdregnum bíó- gestum, svo að þeir kæfi ekki með hávaða tal leikaranna, þann ig að talmyndir verða sem þögl - ar myndir fyrír okkur hin. - M.‘' * Hafnarfjarðar- veguriun Þá hefur ó. Q. sent cftirfar- andi: „Kæri bæjarpóstur! Eg hef lengi þurft að aka bíl um Hafnarfjarðarveginn og oft hef ur hann verið slæmur en sjaldan Jield ég eins og núna. Sumar holurnar eru bókstaflega lífs- hættu.legar. Viltu biðja þá menn sem eiga að passa upp á þennan veg, endilega hreint að lagfæra verstu Jtafiana sem fyrst. Reynd ar vitum við að þessar tugþús- unda dýru viðgerðir ár eftir ár eru hreinasta kleppsvinna. Það dugar ekki annað en að láta steypa allan veginn. — Ó.Q.“ ★ Vegurinn um háskóla- lóðina Svo er það stúdent sem spyr: „Mig langar að fá það upplýst, hver eigi að sjá um viðhald á veginum, sem liggur um há- skólalóðina, Reykjavikurbæv eða háskólaráð ? Sá alilinn, sem þetta skal gera, er sekur um dæmafátt hirðuleysi. Vegarkaflí þessi er til skammar. I ligning- um er hann ekki einu sinni fæ*. mönnum á skóhlífum. — Stúd ent.“ Vonandi upplýsa hlutaðeig- andi aðiljar það sem um er spurt. * Vísur Loks hefur roskinn verkamac ur, Ó. S„ boðið xnér þessar vís- ur til birtingar. Önnur er um nýliðna atburði en hin orðin til í hugleiðingu um sjósólm á yngri árum: Það er hart á þessu landi þetta að kalla lýðræði. Útvarpsráð sá erkifjandi alþýðu bannar málfrelsi Boðann brýtur og skaflinn breiðir út vængi hvíta, hrikti í hörðu afli — — nú liúmar að kvöldsins tafli. Isfisksalan. Sala íslenzku togar- anna í Þýzkalandi núna á dögun- um var sem hér segir: Bjarni fidd ari seldi fyrir 10.760 pund, Kaid- bakur fyrir 12.320 pund, Helgafell RE fyrir 12.040 pund, Isólfur fyrir fyrir 9520 pund og Júpíter fyrir 7080 pund. SKIPAFR ÉTTIB : Eimskip. Brúarfoss fór frá Reykja vík 6.5. til Leitly Fjalifoss fór frá Halifax 5.5. til Reykjavikur. Goða- foss er í Amsterdam, fer væntan- lega þaðan á mánudag til Boul- ogne. Lagarfoss fór frá Reykjavík 4.5. til Rotterdam. ReykjaTöss er í Reykjavík. Selföss er á Hofsós. Tröllafoss kom til Reykjavíkur i gærkvöld. Horsa er á Siglufirði. Lyngaa fór fiá Reykjavík ltl. 20.00 í gærkvöld-vestur og norður. Varg fór frá Halifax 30.4. til Reykjavík- Skipaafgreiðsla E, Z & Co. Foldin ur. er á leiðinni til Amsterdam. Vatnajökull er í Amsterdam. Ling estroom er i Amsterdam. Marleen fór fi»á Hull í fyrradag Reykjanes er í Englandi. títvarplfí í dag: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson vígslubiskup). 16.15 Útvarp til íslendinga erlendis. fréttir og tónleikar 18.30 Barnatími Þorsteinn Ö. Stephensen o. fl.). 19. 30. Tónleikar: ,,Brigg Fair" — ensk rapsódía eftir Delius 20.20 Samleikur á fiðlu og píanó. Þor- valdur Steingrímsson og Fritz Wéisshappel). 20.35 Erindi: Lykl- arnir að hliðum Calais-borgar 1347 (Friðrik Hallgrímsson, fyrr- um dómprófastur). 21.00 Einsöng- ur: Þóra Matthíasson 21.15 „Heyrt og séð“-(Gísli J. Ástþórsson blaða- maður). 21.35 Tónleikar: Strengja kvartett nr. 2 eftir Jéan Rivier (fluttur hér í útvarp í fyrsta sinn; plötur). 22.05 Danslög. 22.30 Veðui' fregnir. 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 19.30 Tónleikar: Lög úr óperettum og tónfilmum 20.30 Útvarpshljóm- sveitin: þýzk alþýðulög. 20.45 Um daginn og veginn (frú Aðalbjörg Sigurðardðttir). 21.05 Eináöngur ( Jón Pálsson, tenórsöngvari): a) Fi-iður á jörðu (Árnl Thorstelns- son). b) 1 dag skein sól (Páll ls- ólfsson)_ c) Leiðsla (Sigv. Kalda- — Hiauptu nú eins o'g þú hefur orkuna til — nú kemur næsti sprettur. lóns). d) Ætti ég hörpu (Pétur Síg urðsson). e) Sjá, dagar koma (Sig urður Þórðarson). 21.20 1 vertíðar- lok (dagskrá Slysavarnaféiagsins): a) Ávarpsorð (Henry Hálfdánar- son). b) Ræða (Eysteinn Jónsson ráðherra). c) Frásögn af „Epine"- strandinu (séra Árni Sigurðsson). d) Lokaorð (séra Jakob Jónsson). 22.05 Frá sjávarútveginum fiski- málastjóri. Létt lög (plötur). Söfnin: Landsbókasafnið er opið ki. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugordaga, þá kl, 10— 12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 2 —7 alla virka daga. Þjóðminjasafr.- ið kl. 1—3 þriðjudagi, fimmtudag'a og sunnudaga. Listasafn Einars Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—10 alla virka daga og kl. 4—9 á sunnu- dögiim. Kvenfélag Slj-savarnafélagsins heldur fund í Tjarnarcafé annað kvöld kl. 8.30. Fré I.elkfélagi Reykjavíkur. Fyrstu tvær sýningar Þjóðleik- hússins norska hér verða n. k. fimmtudag og föstudag. Aðgöngu- miðasalan verður opin á morgun frá 2—6. Athygli fastra áskrifenda leikfélagsins skal vakin á því að sækja aðgöngumiða þá. Frumsýningin, firnmtudagskvöld, hefst kl. 7.S0. Leikfélag Reykjavílcm' sýnir Eftirlitsmanninn kl. 8 í kvöld í síð asta. sinn_ Heigidagslæknir.' Magnús Ágústs son, Hraunteig 21. — Simi 7995. Næturlæknir er í læknavaiðstof- unni, Austurbæjarskólanum. — Sími 3080 Næturakstur í nótt og aðra nótt annast Hreyfill. — Sími 6633. Ljósatími ökutækja er irá kl. 22,15 til kl. 4,40. Smáauglýslngar eru á 7. si&u KROSSGÁTA NR. 28 Lárótt, skýring: 1, Jóðla, 4, hár, 5, c-nding, 7, möklcur, 9, horfa, 10, spott, 11, tíu, 13, fangámark, 15, tveir eins, 16, lengjast. Lóðrétt, sliýrlng: 1, Eldsneyti, 2. ríki, 3, tvíhljóði, 4, óþrifin, 6, balt- tal, 7, glaðvær, 8, sérgrein, 12, hljóð, 14, veizla, 15, guð. Lausn á krossgátu nr. 27. Láiétt, i-áðning: 1, Listi, 4, ná, 5, L.L. 7, ógn, 9, páð, 10, örk, 11, uss, 13, Ag, 15, ei, 16, álfur. . . Lóðrétt, rúðning: 1, Lá, 2, Sog, 3, íl, 4, nunna, 6, lrokni, 7, óðu, 8, nös, 12, Sif, 14, gá, 15, er. i>O<3>O«>©<*©<3>O0<2>©<>^^ Vreðrfð i dag. Suðvesturlund og Faxaflói: Suðvestan kaldí. Skúriv eða slydduél.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.