Þjóðviljinn - 11.07.1948, Síða 1

Þjóðviljinn - 11.07.1948, Síða 1
Lesið lantf- ráðasaitm- iugfim — Hann var birtur í l»jóð viljanum, miðvikudaginn 154. tölublað. 7 . júlí. LANDRÁÐASAMNINGUR SIÐFERÐILEGA NE LAGALEGA FYRIR ÍSLENZKU ÞJÓÐINA DANDI Míisfjórn Sosíalistaflokksins mótmælir Marshallsamningnum og skorar á alla Islendinga að sameinast um að endurheimta efnahagslegt og stjórnmálalegt fuSlveldi landsins Yíirlýsing frá miðstjórn Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalistaflokksins: Ríkisstjórn íslands hefur gert samning við erlent ríki, Bandaríki Norðurameríku, þar sem íslenzka þjóðin er m. a. bundin eftiriarandi kvöðum og skuldbindingum: 1. Að semja fjárlög og ákveða gengi gjaldeyrisins í samráði við stjóm Bandaríkjanna. 2. Að veita stjórn Bandaríkjanna víðtæk- an íhlutunarrétt um framleiðsluáætl- anir, efnahags- og stjórnmál þjóðar- innar. 3. Að veita stjórn Bandaríkjanna víðtæk- an umráðarétt yfir ótiltekinni fjárhæð í íslenzkum krónum, til ráðstöfunar á íslandi, gegn ráðgerðri afhendingu á vörum, sem Bandaríkjastjórn ákveður verð á, ef íslendingum eru látnar þær í té sem svokölluð „aðstoð, án þess að endurgjald komi fyrir". 4. Að veita Bandaríkjunum forkaupsrétt, ,,með sanngjörnum söluskilmálum", á efnivörum, sem þau telja sig þurfa á að halda, fyrst og fremst til hernaðar- þarfa, og afsala þar með rétti íslend' inga til frjálsrar verzlunar með þess- ar vörar. 5. Að veita bandarískum þegnum sama rétt og íslendingum til atvinnurekstr- ar hér á landi, í framleiðslugreinum, sem Bandaríkin telja mikilvægar. Þessu fylgir að vísu fyrirvari um, að slíkur réttur skuli ekki brjóta í bága við íslenzk lög. Slíkur fyrirvari geíur þó ekki skoðazt sem annað en blekk- ing, þegar tillit er tekið til ákveðinna fyrirmæla hinna bandarísku marshall- laga, og til undirgefni íslenzku ríkis- stjórnarinnar undir vilja bandarískra valdhafa. Með þessum ákvæðum samn- ingsins er því leiðin opnuð til að þver- brjóta eða gera að engu eina. mikil- vægustu löggjöf landsins, sem trygg- ir íslendingum einum rétt til atvinnu- rekstrar hér á landi. 6. Að gefa hinu erlenda stórveldi ná- kvæma, sundurliðaða skýrslu um inn- anlandsmál íslendinga, og hefja op- inberan áróður fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Evrópu. 7. Að taka á móti sendinefnd frá stjórn Bandaríkjanna, til þess að hlutast til um atvinnumál og stjórnmál íslend- inga, veita henni sömu forréttindi og sendiráði, og greiða allan kostnað við hana í íslenzku fé, ef „aðstoð er veitt”. 8. Að veita erlendum dómstóli (Alþjóða- dómstólnum) æðsta dómsvald í vissum málum íslenzkra þegna, ef um er að ræða kröfur bandarískra þegna á hend- ur íslendingum, hafi Bandarí^jastjórn tekið þær að sér. Það er hverjum manni ljóst, að með því að gangast undir þessar skuldbindingar, hefur íslenzka ríkisstjórnin selt stjórn og þingi annars lands í hendur ákvörðunar- vald í ýmsum veigamestu málefnum þjóð- arinnar, og þar með raunverulega afsal' að sér fullveldi Islands í efnahags- og stjórnmálum, sem þjóðin hefur öldum saman barizt fyrir að endur- heimta. íslendingar eru ekki lengur ein- ráðir um að semja fjárlög eða ákveða gengi myntar sinnar, og þeir geta ekki sett sér neina meiriháttar löggjöf, né gert aðrar ráðstafanir, sem varða atvinnumál, fjármál eða viðskiptamál þjóðarinnar, nema samþykki bandarískra stjórnarvalda komi til. Með ákvæði 5. greinar samnings- ins um jafnrétti Bandaríkjaþegna við Is- lendinga til atvinnureksírar hér á landi er bandarísku auðvaldi veittur aðgangur að auðlindum landsins. Það er einsætt, að ríkisstjórnin hefur engan siðferðilegan rétt til þess að semja af þjóðinni valdið yfir efnahags- og stjórn- málum hennar. En miðstjórn Sameining- arflokks alþýðu — Sósíalistailokksins vill leggja sérstaka áherzlu á, að ríkisstjórnin hefur heldur engan stjórnlagalegan rétt til þess. Samningur þessi er gerður þvert ofan í skýlaus ákvæði stjórnarskrárinnar. I 21. grein stjórnarskrárinnar segir svo: „Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgna afsal eða kvaðir á land eða landhelgi, eða ef þeir horfa til breyt- inga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til". En samningurinn gerir hvorttveggja í senn, að leggja kvaðir á landið og inn- lima það í efnahagskerfi annars ríkis, sem óhjákvæmilega horfir til gagngerðra breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Rík- isstjórnin getur samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins alls ekki selt öðru ríki slík völd í hendur, sem hún gerir með samn- ingi þessum. I 40. gr. stjórnarskrárinnar er einnig bannað „að taka lán, er skuldbindi ríkið", „nema samkvæmt lagaheimild". En þessi samningur felur einmitt í sér skuldbind- ingar fyrirhugaðrar lántöku. ★ Samningurinn er því hvorki siðíerði- lega né Iagalega bindandi fyrir íslenzku þjéðina. Hann er gerður í fullu heimild- arleysi ©g þvert ofan í ákvæði sfjjórnar- skrár heimar. Mxðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sésíaiistaflokksins skorar á alla ís- lendinga, hvar í ílokki sem þeir standa, að taka höndum saman. til þess að Icsa þjóðina við landráðasamning þennan cg sfjómina, sem hefur gert hann, og til þcsr. að endurheimta efnahagslegt og sfjórn- málalegt fullveldi landsins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.