Þjóðviljinn - 23.10.1948, Page 3

Þjóðviljinn - 23.10.1948, Page 3
Laugardagur 23. október 1943. MðÐVILJINN 3 BJarni Benediktson frá Ilofteigl! „Hærra, minn guð til þín” Á fimmtugsafmæli Guðmundar Hagalíns' var lesin í utvarpið smásaga eftir hann. Nefnist hún Staddur á .Lágeyri,og hafði höfundur sjálfur valið hana til flutnings í tilefni dagsins. Saga þessi er einnig prentuð í nýju smásagnasafni eftir Hagalín, og er sú bók í tilkynningu út- gáfunnar raunar kölluð ,,safn fimmtán nýrra skáldsagna“. Er það furðu barnaleg staðreynda- fölsun, og vandséð hverjum hún getur verið þóknanleg. Upp lestur umræddrar sögu vakti athygli mína á dálitið sérstæð- an hátt og varð til þess, að nokkrum dögum síðar gekk ég i bókabúð eina til að átta mig betur á henni við eigin lestur. Hér eru síðan nokkrar hugleiðingar út af þessari sögu, en fyrst skal gerð grein fyrir efni hennar. Títtnefnd saga hefst á því, að sögumaður ,,ég“ mætir öldr- uðum kunningja sínum á gctu í Reykjavík, og eru báðir rúskn- 5r vel, að vanda beggja. Þessi fundur verður til þess, að „ég“ fer að rifja upp fyrir ,,mér“ sögu gamla mannsins. Ktmur þá upp úr dúrnum að þetta er fyrrum öreigi að vestan, haldinn allbaldinni stjálfstæðis- þrá og stolti, sem hefur þó sán takmörk sem síðar getur. Eitt sinn er hann r£er á sjó og verður óglatt, af sulti skilst manni, og hefur engu upp að kasta nema vatni, skýrir hann las’eik siim svo, að hann „mæði upp af saltspaðinu“, sem hann át áður en hann fór að heiman. Og einn dag, nokkru eftir að oddvitinn hefur tjáð honum, að hann sé leystur undan útsvari í ár, sendir hann oddvita.num jafngildi síns gamla útsvars i hreinum peningum, og fylgir bréf méð, hvers staðsetning er svolátándi: Staddur á Lágeyri. Þar sem maðurinn á heima á Lágeyri, veldur þetta orðalag nokkrum heilabrotum í sveit- inni, og er þó almennt kennt fákænsku mannsins. Síðan vik- ur sögunni til Reykjavíkur, er Bjartur gamli sendir eftir ,,mér“. Hann er að skilja við og langar til að tala við ,.mig“, og hefur reyndar enn næga orku til heilmikils orðaflaums um það, hve „ég“ hafi verið fínn drengur og öðrum ólíkur. Prest urinn er búinn að vera hjá Bjarti, og „það var enginn ný- móðins prestur með ef og en“ (leturbr. G. H.). Og þá kemur skýringin á hinni gömlu stað- setningu bréfsins. • Öreiginn Bjartur hefur sem sé alltaf skil ið það, að jörðin er bara án- ingarstaður á leiðinni til himna, og nú þegar hann er að deyja, kveðst hann ætla „að fara að reyna það fínna, flytja frá •Lágeyrinni -á Háeyrartorfuna‘h Hann á -þannig góða heimvon, enda hefði hánn ekki klórað í bakkann aö öðrum kosti: ,,Eg hef aldrei sætt mig við neitt ef eða en, því að hvað ætli ég hefði getað strítt við að halda mér og mínu eitthvað i áttina til þess, sem ég taldi mör.num boðlegt, ef ég hefði ekki trúað því, að ég væri bara : úaddur (leturbr. G. H.) á Lágeyri“. Síðan lýkur sögunni með óráðs- órum hins deyjandi manns, — Það er mikið trúlegt, að ,,and- lega“ innrættum borgurum þessa lands muni þykja þetta góð saga. Og það eru jafnvel líkur t-il þess, að liinn eilífi • þingfróttir Alþýðublaðsins eigl eftir að kveða henni 'cf í blaði sínu, nema hann verði búinni að því, þegar þetta birtist. Hér er svo sem ekki ljótleikinn og siðspillingin, heldur er allt upp- ljómað af fegurð hjartans. Var það ekki rart af þessum fá- tæka manni að vera að hugsa um Guð og annað líf, í öllum þrengingunum á Lágeyri? Jú, það þarf vissulega mikið sak- leysi sálarinnar til slíkra hluta. Hins vegar er undirritaður ekki viss um það, hvort hann hefur öðru sinni lesið öllu lak- ari sögu. Það má sleppa því að ræða um stílinn á henni, þenn- an linnulausa vaðals- og kjaft- háttarstíl, sem höfundur hefur tamið sér. Þess þarf heldur ekki að geta, hve atriðin um saltspaðið og útsvarsgreiðsluna eru ófrum.leg í vitund þelrra, sem lesið hafa söguna um hinn Bjartinn, þann í Sumarhúsum. Seinasta siðan er einmitt þess háttar skáldskapur, sem vænta má af óráðshjali eins manns. En þetta eru allt aukaatriði í þessu tilfelli. En það er eitt aðalatriði í sögunni, og við skul um halda okkur að þvi. Ætl- un höfundar með sögu sinni er sú að leiða okkur fyrir sjón- ir þá tegund manns, sem með paradoxölu orðalagi mætti kalla hinn húmaníska öreiga. Það er karl, sem ekki brýtur 5 bága við arfteknar siðgæðishugmynd ir, hann er ekki með kröfur á hendur einum né neinum, hann trúir á sinn guð og er sæll í sinni trú. Bjartur þessi iðkar mjög altarisgöngur í tómstund- um sínum, og lýkur þar stolti hans sem hillir undir prestssetr ið. Hann er ekki mjög gam- all, þegar eilífðarvitund hans, og tegundar hans, er svo alger, að hann skrifar ekki einu sinni eitt lítið sendibréf nema undir stjörnumarki hennar: Staddur á Lágeyri. Að launum hæversku sinnar hér á jörð væntir hann í dauðanum að flytjast á Há- eyrartorfu Himnarikis, og er ekki ástæða til annars en aetla að honum hafi orðið að von sinni, þar sem hann hefur hvorki vænzt né krafizt þess, að nálgast Háeyri 5 TáradaJ, enda vart eftir miklu að s’ægj- ast fyrir þann, sem treystir á hlunnindajörð á himriinum. Þetta er sem sagt óskaör- eigi kúgara síns, hinn klassíski öreigi borgaralegrar óskhyggju. En manni vakna spturnir á vörum: Hví hefur Guðmundur Gíslason Hagalín skrifað þessa sögu? Hví lýsir hann einmitt þessari gerð hins öreiga manns, hinum kröfulausa og guð- hrædda öreiga, og hví hefur hann svona mikla velþóknun á. honum og afstöðu hans? Og hví að velja einmitt þessa sögu til útvarpsflutnings, þegar margra annarra kostur er völ. Mér virðist, að hér sé allt með nokkru ráði gert, og við skul- um snöggvast reyna að grynna í svörin. Svo sem kunnugt er hefur G. H. um alllangt skeið verið einn fínindisi „social-demokrat“ og jafnframt einn framhlsypn- asti og sjálfumglaðasti ritmak- ari á vegum þeirrar félagslegu þjóðlygi, sem heitir sósíaldemo- kratismi. Mér er að miklu leyti ókunn saga sósíaldemokratískra flokka í Evrópu, en geta má þess sem allir vita, að víða um lönd hafa þeir komizt í meiri- hlutaaðstöðu á þingi og ekki orðið mjög brátt að fram- kvæma sósíalisma. En í þessu tilfelli skiptir afstaða þeirra í dag mestu máli. Rannsókn á þeirri afstöðu leiðir fljótlega í ljós, að hinn sósíaldemokrat- íski Alþýðuflokkur, sem flaka- trússast með umrætt skáld sitt, og allir aðrir demókratískir flokkar Vestur-Evrópu, sósí- alir jafnt og kristilegir(!), tengja nú al'la sína starfsemi og alla sína von harðsvíraðasta auðvaldi veraldarsögunnar, hringasamsteypum Bandaríkj- anna. Nærtækasta dæmið er lík lega Marshallplanið, sem allir þessir flokkar hafa gleypt við eins og þorskur gin við agni, enda þótt fyrir liggi yfirlýsing- ar frá vandamönnum þessarar á ætlunar um það, að hún skuli m. a. vera til þsss að reisa skorður við frekari sósíalisma í þjóðarbúskap viðkomandi landa. Þessa dagana beita franskir sósíaldemókratar herlögreglu og táragasi gegn fátækum mönnum í kolanámum Frakk- lands. En sósíaldemokratinn Ernest Bevin sendi fyrir skömmu síðan mannætur gegn langsoltnum verkalýð Malaja- landa. Þetta eru dæmi, sem hver maður þekkir, og það þarf heldur ekki að lesa mörg ein- tök af Alþýðublaðinu hérna heima til að sjá, hvorum meg- in hluttekning þess er. Iivert einasta níðingsverk, sem sósí- aldemokratar vinna gegn hug- sjón sósíalismans í lengd og ör- eiga verkalýð í dægurbaráttu hans,' í bráð, er unnið af ótta við hinn snauða mann og heims sögulegt hlutverk hans. Öllum sínum afbrotum eiga þeir eina ,,afsökun“: Það verður, sko, að vsrja vestrænt lýðræði fyrir „rauðu hættunni“. M . ö. o.: Það þarf að vernda borgarlegt þjóðskipulag fyrir sósíalisman- um. Það er sálfræðilegt viðfangs efni að skýra það, hvernig flokkar manna, sem í upphafi greinir lítið eitt á um einstök atriði, sækja smátt og smátt til andstæðra skauta unz þeir að lokum líta á al'la hluti frá öndverðum sjónarmiðum. í baráttu sinni við „rauðu hættuna,“ „kommúnismann,“ sem róttækasti og fram- sæknasti hluti fólksins hefur aðhyllzt, eru kratar nú víða um lönd orðnir hreinræktuð- ustu íhalds- og afturhaldsmenn þjóðanna. Dæmi um það er mjög nærtækt. En einu hafa þeir ekki gleymt: Þá órar enn fyrir því, hvert reginafl fólkið er í verðandi sögunnar. En i viðleitni sinni að hreykja sér á herðum þess og láta það styðja sig til valda, verða þeir borgaralegu pólitíkusar, sem nefna sig sósialdemokrata, að gera tvennt í senn: villa á sér heimildir og villa um fyrir fólk inu. Það má ekki vitnast að hlutverk fólksins sé að koma á sósíölsku þjóðskipulagi. Og þá erum við aftur komin að sögu Guðm. Hagalíns. Sem góð- um „social-demokrat“ leikxu' G. H. hugur á að vita hvai hinn fátæki maður stendur. En hann spyr ekki „hættu“legra spurninga: Ertu róttækur? Viltu nýtt þjóðskipulag ? Þú ert kannskþ „kommúnisti ?“ Nei, hann spyr ekki svo. Þetta þarf hann raunar að vita því allt er ónýtt ellegar, en það má orða þetta upp á svolítið annan máta. Því spyr hann ósköp grandvarlega: Trúir þú á Guð og annað líf ? Og hafi Guðm. Hagalín verið heppinn í vali þess er hann spyr og hann kveði já við, þá sezt G. H. niður og ritar ævisögu þessa snauða dándismanns, öðrum til eftirbreytni, enda leynir sér ekki velþóknun höfundar. Skáld hins sósíaldemokratíska aftur- halds skorar ekki á öreiga í ölium löndum að sameinast. Allt innræti og lifsviðhorf fá- tæks manns skal nú táknast í hrópi hins forna sálms: Hærra minn Guð, til þín. Heimvon þess vsgmóða,. er hér á jörð hefur stein að kodda, skal þó ætíð heilög. Þannig kaus Guðmund- ur Hagalin, að harpa sín hljóm- aði daginn sem honum var boð- ið að slá strengi hennar í kons- ertsal alþjóðar. Eg veit ekki hvenær umrædd saga er rituð, og vel mega nokk ur ár vera liðin síðan, enda er svikaferill Alþýðuflokksins eldri en tvævetur, og hugmyndafræði leg (ídeólógisk) hnignunarsaga forsprakka hans hófst ekki í gær. Þó er vist, að nú tekur út yfir eins og sýnd eru dæmi um hér að framan. Og þá fer að verða skiljanlegt hvers vegna skáld þessa flokks notaði tækifærið til að láta ljós síns persónulega viðhorfs skína. Hann vildi leggja einnig sitt lóð á metaskálar afturhalds- ins í landinu. Þess vcgna lætur hann lesa í útvarpið söguna um hirin guðelskandi altaris- gönguöreiga, sem væntir sér einskis hér á jörð, en stólar í þess stað á vildisjörð í himn- inum. Það er í fullkomnu sam- ræmi við getuleysi og viljaskort Alþýðuflokksins til að vinna, málefnum fólksins nokkurt. gagn. Og þótt það sé tilviljún, að einn höfuðpaur afturhalds- ins í heiminum, Georg Marshall gekk á fund páfa nokkrum dög- um eftir að ljós hinnar kristi- legu öreigasögu Hagalíns skein yfir ísland, þá er það kannski ■ekki. alveg marklaus tilviljun. Hitt er víst, að saga þessi vitn- ar um mikla blindu fyrir lífs- nauðsynjum fátæklings, og höf- undur hefur þurft mikla vnntrú: á lífið til að geta skrifað'- hana. Vandamál fólksins vcrða, að leysast á því tilverustigi. þar sem þau ber að höndum.. Það væri freistandi að halda. þessum hugileiðingum lengra. áfram og sýna t. d. fram á. það, hvernig sú vantrú höf— undar á lifið, sem birtist í vel- þóknun hans á guðstrú og alt- arisgöngum Bjarts á Lágeyri,. á rætur sínar í hnignun borg- aralegrar menningar og grun. hans eða vissu um endalok hennar. Þá hugsjónalegu upp- gjöf, sem sagan vitnar um,. má rekja saman við hugrriynda. öngþveiti allra borgaralegra. bókmepnta á vorum dögum. En þessu verðum við að fresta um sinn, en máski gefast önnur tækf færi síðar. f svipinn látum við okkur nægja þá vísbendingu, er- saga þessi gefur um það, undir hvaða merkjum þá menn er að finna, sem alvarlegast skeikar um réttan skilning á félagslegri. vitund og sögulegu hlutvrrkt fátæks manns á fslandi. Bjarnl Benediktsson. — Togararnir Framhald af 1. síðu inga um smíði 10 togara. Sá. tími sem stjórnin hefur þurft. til að átta sig á þessu máli hef- ur orðið þjóðinni dýr. Sjálf skip» in eru orðin miklu dýrari, og: þau fást ekki afhent fyrr en 1950—’51. Tvö dýrmæt ár, er* ) 20 nýsköpunartogarar hefðu getað skóflað upp 7—8 milljón kr. verðmæti árlega, eru glötuð vegna þess að rikisstjórnin hélfc í byrjun að henni tækist a& kæfa niður nýsköpunarvilja,- þjóðarinnar. Einar lagði áherzlu á að einrt ig jm yrði gerðar ráðstafanir- til að þessir tíu togarar yrðu að sem mestum notum fyrir al- þjóð, ráðstafanir sem gerðu t_ d. fátækum bæjarfélögum kleift að eignast þá, eins og gert var- með nýsköpunartogarana. Þegar til atkvæða kom reynci ust ekki nógu margir þingmenn viðstaddir til að koma málinu til 2. umr. og varð að fresta. atkvæðagreiðslunni í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.