Þjóðviljinn - 23.10.1948, Side 5

Þjóðviljinn - 23.10.1948, Side 5
Laugardagur 23. október 1948. ÞJÓÐVILJINN ' 'Ekki' mun ofmælt að alþýða landsins bíði i ofvæni fregna frá hverju nýju þingi meðan hald- ast umboð þeiri’a þingmanna er gerðu herstöðvasamninginn 1946 og styðja þá bandarisku leppstjóm sem nú hreykir sér í illa íengnum völdum. Sjáifstæðisbarátta þjóðarinn- ar gegn Bandaríkjunum er far- in að setja svip á aðallínur ís- lenzkra stjómmála, á þau stjórnmálaátök sem dýpst ná. Það er ömurleg sjón að sjá forvigismenn og alþingismenn þriggja íslenzkra stjórnmála- flokkp taka, á sig með meiri og minm ákafa hlutverk banda- rískrar fimtu herdeildar á Is- landi, sjá þá misnota aðstöðu þingmanna og ráðherra til að smeygja erlendum fjötri á ís- lenzka lýðveldið, fjögurra ára vamarlaust ungviði sem veit ekki iié skilur hvert mein er ver ið að vinna því. Annnað stóra skrefið á ógæfu brautinni, Marshallsamningur- inn frá 3. júlí i sumar, var tekið af rikisstjórn Bjarna Benedikts sonai' án þess að Alþingi væri til kvatt, og hefur stjórnin nú lýst yfir að samningurinn verði ekki borinn undir Alþingi til samþykktar. Sósíalistafl. lýsti yfir strax 11. júlí að hann teldi þessa aðferð við samnings- gerðina brjóta í bág við stjórnarskrá landsins. En varla er við því að búast að tillit til stjó rnarskrárinnar vegi þungt hjá flokkum þeim, núverandi stjórnarflokkum, sem vorið Þingsjá Þjóðviljans 23. okp. 1948. HERNAÐARÁÆTLUN fimmtu Eierdeildariiiiiar bandarísku birt 1941 gerðu samsæri um að hafa ákvæði hennar að engu, fram- lengja umboð þingmanna sinna til stríðsloka og hrifsa þannig völdin í hendur þings og stjórn ar sem ekki hafði vott af um- boði frá fólkinu í landinu til að' stjórna. Þá eins og nú var það einn flokkur, sem mótmælti þvi að st.jórnarskrá Islands væri lögð til hliðar þegar ósvífnuir. ötjórnmálamönnum þætti henta — Sosíalistaflokkurinn. Það er skiljanlegt að ríkis- stjórnin þorir ekki að leggja Marsliallsamninginn fyrir Al- þingi, ekki einu sinni þann sam- vizkuliðuga meirihluta sem hún telur sér þar vísan til óhappa- verks. Dæmið um herstöðva- samninginn 1946 hræðir. Ekki sízt vegna baráttu þingflokks sósíulista gafst nokkrum hluta þjóðarinnar tóm til að átta sig á þvi níðingsverki sem verið var að vinna. Nú skal það forðast. En ekki var vel frambærilegt að minnast ekki á Marshall- samninginn og Parísarsamning- inn á Alþingi. Það gaf of beinar upplýsingar um eðli stjórnar- farsms ef ríkisstjórnin gerði víðtækustu utanríkismálasamn- inga sem Islendingar hafa gert án þess að þingið fengi um þá að vita nema af blaðatilkynn- ingum. Ríkisstjórnin tók það ráð að setja á dagskrá samein- aðs þings „skýrslu ríkisstjórn- arinnar um Marshallaðstoðina", og var ekki rætt um annað en þann dagskrárlið á þriggja dagv þingfundum þriðjudag, miðv:kudag og fimmtudag og umræðu loks frestað til mánu- dag.s. Fyrsta daginn skiptu ráðherr arnir Bjarni Benediktsson og Emil Jónsson með sér verkum. Var sýnilega tilætlun stjórnar- innar að hefja mikla áróðurs- sókn fyrir Marshalláætluninni og þátttöku Islendinga í henni, enda er hún samningsbundin til slíks áróðurs (8. gr. Marsh- allsamningsins). Utanríkisráð- herrann lýsti Marshalláætlun- inni á þann hátt sem væmnustu og barnalegustu áróðursmenn Bandaríkjanna lýsa lienni, taldi alla afstöðu Bandaríkjanna í sambandi við áætlunina og fram kvæmd hennar mótast af meiri víðsýni, stórhug og sönnum hjálparvilja en þekkzt hefði í al þjóðamáluih ! Sámi barnalegi á- róðurinn um mannúð og hjálp- fýsi Bandáríkjastjórnar glumdi í ræðum flestra stjórnarþing- mannanna sem töluðu, og er vandséð liverjum ráðherrar og þingmenn ætla slíkar þjóð- sagnaskýringar á alþjóðamá.l- um. Helzt virtist það hvarfla að Stefáni Jóhanni og hinum trúa skjaldsveini hans Gylfa Þ. Gíslasyni að einhverra frekari skýringa væri vænzt, og komst hagfræðingurinn að þeirri niður stöðu að auðvaldið í Bandaríkj - unum fengi engin áhrif að hafa á áætlunina, heldur einungis Bandaríkjastjórn! Hitt virtist hinum sprenglærða prófessor um megn að finna nokkur tengsl milli Bandaríkjaauðvalds ins og ríkisstjórnarinnar í Wash ington! Gegnum þykkan vef klaufalegra afsakana og væm- ins smjaðurs þjónanna um hina bandarísku húsbændur skar hin glæsilega svarræða Einars Ol- geirssonar á miðvikudaginn eins og hárbeitt sverð, eftir hana var eins og stjórnarliðinu gengi illa að finna hinn barnalega smjaðurstón, þeim hafði verið sýnd með skýrum rökum og til- vitnunum í frumheímildir Marsh alláætlunarinnar og fram- kvæmd hennar sú staðreynd sem hvergi í heimi er neitt leyndarmál: Að Marshalláætlun in er frá upphafi áætlun Banda- ríkjaauðvaldsins til að afstýri eða fresta hinni ægilegu við- skiptakreppu sem vofir yfir Bandaríkjunum, áætlun um að misnota aðstöðu dollaravalds- ins til að ná efnahagslegum og pólitískum ítökum og yfirráð- um um allan auðvaldsheiminn. — Ósigur Marshallliðsins með sinn margfalda ræðutíma fyrir þessari einu ræðu fulltrúa ís- lenzka málstaðarins, var algjör, enda varð lítið eftir nema sefa- sjúkar upphrópanir um vonzku kommúnista. ★ Ekki gekk áróðursher Mars- halls betur á þeim vígstöðvum sem aðalsóknin var gerð: Á þriðjudaginn las Emil Jónsson upp fjögurra ára áætlun, um framkvæmdir og nýsköpun á Is- landi árin 1948—52, (sem nýbú- ið var að þýða á íslenzku, sagði ráðherrann, auðvitað frumsám- in á Marshallensku!). Fram- kvæmd hinnar miklu áætlunar átti að kosta 542,8 milljónir króna, þar af 261,69 milljónir í erlendum gjaldeyri. Með fagn andi sigurvissu veifaði ráðherr- ann hinni miklu áætlun, stór- auka átti fiskveiði -og kauu: skipaflotann, meir en tvöfalda raforkuframleiðsluna, reisa lýs- Framhald á 7. siðu. 1938 1948 24. oktoher ÁLISTAFLOKK 10 ára Sósíalisfaíélag Reykjavíknr eínir til hátíðaifundai n. k. sunnudag kl. 8.30 í samkomusal Nýju mjóikuistöðvaiinnai í tiíefni af 10 áia afmæli Sósíalisfaflokkslns. DAGSKRÁ Sósíalistaflokkurmn 10. ára: Sigfús Sigurhjartarson alþm. Áfmæliskveðjur. Gamlar endurminningar: flendrik Ottosson, fréttamaður. Einleikur á klarinett: Egill Jónsson. Undirleik annast Lanzky-Ottó. Ástandið í alþjóðamáltim: Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur. Einsöngur: Einar Sturluson. Undirleik annast Róbert Abraham, söngstj. Ð A N S. Sameiginleg kaffidrykfeja. Mgöuguumiðai seldii í dag í skiifstofu Sésíalistaflokksins. Þóisgötu 1, sími 7511. ! *>00<><><><>'>0<>-><>0<><><><><><><><><><><><><>0:><><><><><>><><>00<^ fe

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.