Þjóðviljinn - 10.12.1948, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.12.1948, Blaðsíða 1
Stjórnarskipti ' V ' ! í ílngverjalaiicll | i Lajos Dinnyes, forsætisráð- herra Ungverjaiands sagði af sér í gær, eftir að miðstjórn flokks hans, Smábændaflokks- Jáfní cg þétt vinna herir kínverskra komnún- ista á í bardaganum fyrir norðan Jangtsefljót, og nálgast þar með það markmið, að geta lagt til at- lögu gegn Nanking og Sjanghai, stærstu borgum Kuomintang-Kína. í gær sprengdu kommúnistar í loft upp járnbrautarbrú hjá Púká 45 km. norður aí Nanking og er þá rofin eina samgönguleiðin, sem Kuomintangstjórnin gat noiað til að koma liðs- auka á vígvöllinn. dGsiaifsiaveiag Nýlega 'hefur verið stofn- að sósíalistafélag í Glerár- þorpi og voru stofnendur 15. Formaður félagsins var kos- inn Friðrik Kristjánsson. ins, hafði samþykt harða gagn- rýni á framkomu hans upp á síðkastið. Búizt er við, að István Dobi, flokksbróðir Dinnyes og landbúnaðarráðherra í stjórn hans verði falið að mynda nýja stjórn. Dinnyes tilheyrir stór- bændaarmi Smábændaflokksins en Dobi smábændaarminum. Ekki var ljóst af fréttunum, hvort það hefði verið lítill her- flokkur sem sprengdi brúna eða hvort fjöknennur kommúnista- her er kominn þetta nærri Nan- king. Eins og vant er varð Kuomin- tangstjórain að éta ofan í sig í gær þær sigurfregnir, sem hún birti daginn áður. Játaði hún, að rangt væri, að einum hinna innikróuðu Kuomintangherja milli Pengpu og Súsjá hefði tek- izt að brjótast til meginhersins. Fréttaritari Reuters í Nan- king skýrir frá því, að öll von sé úti um að 3. Kuomintangher inn, sem er innikróaður, geti brotizt úr herkvínni. Kuomin- tangherstjórnin játar, að einn hinna innikróuðu herja hafi misst 60.000 menn í bardögun- um undanfarna daga. Reuters- fréttaritarinn segir, að Kuo- mintangherimir sem verjast við Pengpú sjái fram á óhjákvæmi legan ósigur. I Norður-Kína hafa kommún istar tekið járnbrautarborg miðja vegu milli Peiping og Kal- gan og sækja að kolanámuborg austast í Hopeifylki. Bevin utanríkisráðherra vék að Kína í framsöguræðu um ut- anríkismál í brezka þinginu í gær. Hann kvað brezku stjórn- ina ekki ætla að hlutast til um innanríkismál Kína- „Það er bara venjulegi nagramorð.." Félagsvist í Breiðfirðingabáð í kvöld kl. Sósíalistafélag Reykjavík- ur efnir til síðustu félagsvist arinnar fyrir jól í kvöld kl. 8.30 í Breiðfirðingabúð. Veitt verða verðla'an. Munið einn- ig e-0ir að veitt verða heiid- arverðlaun fyrir allan vet- urinn. Á eftir vistinni flytur Jón as Árnason blaðamaður er- indi: „Heyrt og séð“. Að lokum verður dansað. Dans- hljómsveit Björns R. Ein- arssonar leikur. Dragið ekki að tryggja ykkur miða að þessari vinsælu skemmtun. Aðgör.gumiðar seldir á skrif stofu Sósíali: úaflokksins Dórsg. 1. Atiiugið að mæía Stundvíslega. JÓNAS ÁRNASON blaðamaður. Truman vill afnema éaraer- ísku ncfndina Truman Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi i gær, að hann áliti þingnefndina, sem rannsakar óameríska starfsemi dauða, þar sem hún muni verða afnumin er nýkjörið þing kem- ur saman eftir áramótin. Tii- gangur nefndarmanna með hin- um svokölluðu rannsóknum væri aðeins að fá stórar fyrir- sagnir um sig á forsíðum blað- anna. Þrátt fyrir allt tal sitt um „njósnakerfi kommúnista“ hefði nefndin ekki komið með eitt ein asta sönnunargagn, sem tekið yrði gilt fyrir dómstóli. Neitar mátu- ásökunum sn segir af sér Belcher, aðstoðarverzlunar- málaráðherra Breta lýsti því yfir í gær, að hann hefði ákveð- ið að segja af sér. Gaf hann þessa yfirlýsingu áður en hann tók að bera vitni fyrir dómstóln um. sem rannsakar hvað hæft sé í ásökunum um mútuþágu og fjármálaspillingu brezkra ráð- herra og embættismanna. Beleh- er neitaði, að hafa tekið við fé- mútum, en játaði að hafa þegið gjafir, er hann sem ráðherra hefði átt að hafna. Alþjóðasamþykki gegn þjóðamðíðam Þing SÞ samþykkti í gær ein- róma sáttmála, sem gerir þjóða- morð (genocide) að refsiverðu athæfi samkvæmt alþjóðalög- um. Sáttmálinn nær til útrým- ingar eða tilrauna til útrým- ingar þjóða, kynþátta, trúflokka og stjórnmálaflokka. Ákveðin tala meðlimaríkja SÞ verður að staðfesta sáttmálann. Banáaiísk ylirvöld hjálpa Ku Klnx Klan að ofsækja svertingja í dag hefst í borginni Macon í Georgiaríki í Bandaríkjunum þing glæpafélagsskaparins Ku Klux Klan til að undirbúa nýja ofbeldisherferð „til varnar yfirráðum hvítra manna og gegn fé- lagslegu jafnrétti.“ : Þingið er haldið í Macon að boði borgarstjórans þar, Lewis Wilson, og verður út- varpað. Myrtur fyrir að neyta atkvæðisréttar síns Þessi opinberi undinbún- ingur lund'ir allsherjar at- lögu gegn svertingjunum er hámark ofsóknaröldu, sem llýófet, jþegar íHerman Tal- madge var kosinn frambjóð- andi démokrata í ríkisstjóra kosningunum í Georgía í haust. Talmadge er yfirlýst- ur forvígismaður svertingja- ofsókna, og kosning hans hleypti nýju láfi í Ku Klux: Klan. Að kvöldi kosninga-J dagsins var svertingi í Mont- Framha'.d á in sícu. . 1 Amy !5f?.l!ard (í niiðið) handtek- in af McDuffe (t.h.). riarálð lýsir ánægjii sinni m failii sámfiykld við stofnun „Dtgáfufélagsins Yinnan“ Stjórn einingarmanna með 54:36 atkv Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hélt að- all'und sinn í fyrrakvöld.. — I Fulltrúaráðinu eru nú 32 félög með ea. 9300 meðlimum. Formaður fráfarandi stjórn- ar flutti skýrslu hennar og urðu1 um hana miklar umræður, eink- um í sambandi við stofnun ,,0t- gáfufélagsins Vinnan“. Hélt Sæmundur Ólafsson, hinn al- ræmdi „varaforseti“ Alþýðusam bandsins langa ræðu, er var venjulegt samsafn hans af per- sónulegu níði og f jarstæðum. T. d. hélt hann því fram, að í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí s.l. hafi tekið þátt 70 verkamenn og 2 sjómenn! Ekki hafði hann né samherjar hans rænu á að bera fram neina til- lögu í sambandi viö „títgáfu- félagið Vinnan“. Hinsvegar flutti fráfarandi stjórn eftirfar- andi tillögu: „Fundur í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykja vík, haldinn 8. desember 1948, lýsir yfir ánægju sinni og fullu sántþykki sínu við samning þann, eT stjórn Full trúaráðsins hei'ur gert við stjórn Alþýðusantbands Is- lands um stofnun og starf- semi „Útgáíufélagsins Vinn- ian“. Fundurinn heitir á alian verkalýð Reykjavíkur og alls iandsins að veita „Vinn- unni“, tjntariti útgáfufclags- ins, sem mestan stuðning og efla útbpeiðsiu þess-“ Tillaga þessi var samþykkt með 53 atkvæðum gegn o2. Kosningu í stjórn Fulltrúa- ráðsins til næstu tveggja ára hlutu þessir: Björn Bjarnason, Eggert Þorbjarnarson, Einar Ögmundsson, Snorri Jónsson og Þnríður Friðriksdóttir. Hlutu þau 54 atkvæði, en uppástung- ur Sæmundar Ólafssonar 30 atkvæði. í varastjórn voru þess- ir sjálfkjörnir: HAnnes M. Stephensen, Helgi Þorkelsson og Guðgeir Jónsson. Endurskoð endur voru kjörnir þeir Ari Finnsson og Halldór Pétursson, en Maggiús Ástmarsson til vara, allir sjálfkjörnir. Á fundinum kom fram tillaga frá Magnúsi H. Jónssyni um a5 ákveða tíma fyrir framsögu í málum og umræður á fundum Fulltrúaráðsins og var ákveðið að taka hana til afgreiðsiu á næsta fundi Fuíltrúaráðsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.