Þjóðviljinn - 10.12.1948, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.12.1948, Blaðsíða 8
B I> J ÓÐVT5 JI N N .. ' Fostudagur 10 descmber 1948 87. íwordan Schaffer: r AUSTUR- f 'ÞYZKALA wmnmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmm ....... i ....■i»iiw»ni . njB.yjp;y C 216. Ð'AGkJIi. Louis Bromiield STVXDIR Sósíaldemókratar í Berlín lögðust gegn tillögunni og eirm flokkurinn í andfasistisku blökkinni klauf sig í fyrsta skipti út úr, þegar C. D. U., en kvennadeild hans hafði nnnið kappsamlega að undirbúningnum, skoraði á meðlimi sína að taka ekki þátt í ráðstefnunni. Hún var þó engu að síður haldin og í trúnaðarstöður kaus hún konur, sem eru virtar um allt Þýzkaland. I stjórninni eru konur úr ölium þjóðfélagsstéttum, þar eiga. sæti húsmæður, ungar stúlkur, verkamannakonur og bændakonur. 1400 fulltrúar 250.000 kvenna sátu ráðstefnuna en hcillaóskir bárust frá Jiernámstjórnum Bandaríkjanna og Rússa og frá Alþjóða- eambandi lýðræðíssinnaðra kvenna. Mál kvenna eru eitt mikilv&gasta vandamál f’ýskalands nú sem stcndur. Manntjónið hefur verið svo gifurlegt, að það verður æ augljósara með hverjum degi i fcem líður, að því aðeins er von um að endurreisn Þýzka- lands hcppnist, að konurnar laki fullan þátt í starfinu. Mnrvntalið á sovéthernámssvæðinu í desember 1945 leiddi i Ijós, að á aklrinum tuttugu til tuttugu og fimm ára eru eðeins tveir menn á móti hverjum sjö konum, og að hlut- fai'io var r.-'m’egá einn á móii tveimur í aldursflokknum þrjátíu ára til fertugs- Ástandi-5 hefur enn versnað við þao, að í hópi flóttafólksins, sem streymir að, er mjög fátt ungra manna. Þessar tölur þýða það, ao milljónir kv enna verða að taka að sér störf í iðnaðinum eða við ör.nur framleiðslustörf. Fvrsta ráðstöfunin, sem gerð var á hernámssvæðinu var lögfesting reglunnar um sömu laun fyrir sömu vinnu, cn að andfasistisku kvennafundun- um undanskildum hefur ekki tekizt að fá nema lítinn hluta kv ennanna til þátttöku i stjórnmálalegum og félagsleg- um samtökum. Kinder und Kiiche-hefðin er enn mjög rík mcðal þýzkra kvenna, og mikill hluti karimanna, jafnvel þeirra, sem vinstrisinnaðir eru, líta enn hugmyndina um jafnrétti kvenna illu auga. Við kosningarnar til lands- þinganna, bæja- og sveitastjórnanna, í verkalýðsfélögun- tnn og stjómmálasamtökum eru mjög fáar konur hafðar S framboði. Og samt geta milljónir þýzltra kvenna aldrei gert sér Vcn um að lifa eðlilegu fjölskýidulífi, þá staðreynd þýðir ekki að reyna að fela fyrir sér. Ástandið kemur nú þegar fram í hraðri fjölgun hjónaskilnaða. Ráðherra í einni hér- eðsstjórninni sagði líka við mig: „Þetta er kannske ekki mjög heppileg lausn, cn hjónaskilnaðirnir gera það að verkum, að fleiri konur fá tækifæri til að eignast börn, því þeir þýða í rauninni það, að karlmaðurinn stofnar fleiri en eina fjölskyldu. Barnaeignum utan hjónabands fjölgar líka stöðugt, og nokkrar héraðastjórnirnar hafa, gegn mótspyrnu C. D. U., sett lög, sem gera börn fædd innan jDg utan hjónabands nákvæmlega jafn rétthá.“ ' * } I Samtök fcrnarlamba nazismans spruttu upp eins og lSnnur samtök á hernámssvæðinu, mjög fljótlega eftir hrunið. Nefndir voru rettar á síofn á einstökum stöð- um til þess að sjá þeim hópum virkra andstæðinga nazism- ans, sem komu úr fangelsum og fangabúðum, fyrir mat- yælurn, fatnaði og húsaskjóli. Þessar nefndir fengu mjög Hún sagði snöggt: ,,En þeir vita nafn þitt. Þeir finna þig strax.“ „Nei, þeir vita ekki í'étt nafn. Eg held að Rósa hafi ekki vitað það. Eg lét kalla mig Wilson. Eg heyrði um annan náunga sem hafði þessa aðferð “ Það fannst Fanneyju strax betra. Það gaf þeim ,tíma, svolítinn tíma, áður en lögreglan kæmist að því hver Wilson væri. Og óttinn við blöðin altók hana. Hún sá fyrirsagnirnar: Frægur klúbbmaður og pólóspilari. En svo tók hún eftir að hann horfði á hana úrræðalaus og aumkvunarverður, og þó und- arlegt megi virðast fannst henni hann aðlaðandi með hárið og skyrtuna flakandi er beraði vöðvasterkan hálsinn. Hann var fallegri en Melbourn. Hana lang- aði til að gráta tryllingslega og vissi samstundis'að hún mátti það ekki því annað livort þeirra yrði að halda fullum sönsum, og Jim var of illa farirui til að geta það. Hann var alveg niðurbrotinn og hélt áfrarn að endurtaka í sífellu: „Við verðum að upphugsa eitt- hvað fljóLti Við, verðum.......“, en fór &llt í einu að skjálfa og varð náfölur. Hún hugsaði: „Það ætlar að líða yfir hann,“ og stökk út úr rúminu, sótti ilmsaltið sitt og héjt því að vitum hans. Svo fór hún inn í herbergið hans, sótti viskíflösku og gaf honum vænt staup. Hann hallaðist upp að rúmgaflinum og andvarp- aði, hana langaði mest til að styðja hendi á enni hans og strjúka honum um hárið, en af þeirri löng- un kviknaði nærri lostafull löngu til að hugga liann og gæta hans. Hún fann til göfuglyndis síns og sú reynsla veitti henni einkennilega fullnægju er snöggvast þurrkaði allt annað út, reiði hennar og vonbrigði yfir því að missa Melbourn, gremju henn- ar við Jim, meira að segja skelfingu sem hún fann til rétt áður. Hún sleppti sér í tilfinningasemi og þrýsti höfði hans að brjósti sér, strauk höfuð hans og sagði: „Þetta lagast allt. Við finnum einhver ráð. Við megum til “ Og svo þýðlega: „Þú máít Ireysta mér Jim. Það verður í lagi.“ Og hún fór að gráta vegna gæzku og göfgi sjálfrar sín. Aldrei áður hafði íiokkur leitað styrks hjá henni, og henni fannst mikið til um. Hún fann höfuð hans hvíla við líkama sinn og hún fann að hún elskaði hann af ástríðuþunga öðru vísi en nokkru sinni fyrr. Hún fann hve göfug og ágæt hún var, og hugs- aði: „Eg skal standa við lilið honum gegn öll m heimi, komi hvað sem vill. Heimurinn skal sjá hvað kona getur.“ Það var eins og sú fullnægja sem leik- kona finnur til sem veit að hún leikur óaðfinnan- lega. Hún strauk lengi um höfuð honum og talaði við hann lágri röddu, og tók loks eftir því að tár streymdu niður vanga hans, svo hana langaði að gráta líka en vissi að hún mátti það ekki. Hún varð að halda sönsum og liugsa ráo sín, þau urðu að fá D A V I Ð einhvern til hjálpar og hún fór að hugsa uni vini og kunningja, allt það valdamikla fólk sem hugsazt gat að leita til; hugsanir hennar beindust alltaf að sama manni. Einn var sá er gæti hjálpað þeim, ætti allt það vald er þyrfti- Hún reyndi að hugsa ekki nafnið, reyndi árangurslaust að láta sér koma einhvern annan í hug sem betur ætti við að leita til, en hún fann engan er var jafn valdamikill og jaínframt úr- ræðagóður. Hann var maður sem hún treysti skil- yrðislaust. Við tilhugsunina sá hún andlit hans, og þá vissi hún að hann gat hvað sem hann vildi. Ef hún gæti beðið hann hjálpar, yrði hann tillitslaus 'því hann hikaði ekki vio að hefja sig yfir siði og venjur og jafnVel lög. Hann gæti aldrei brotnað nið- ur og orðið úrræðalaus eins og Jim. Hann gæti bjargað Jim ef hann kærði sig um. Hún fann að Melbourn var eini maðuriiin í heimi sem gæti bjarg- að þeim. iiiimitmnmmiiiiíimiimuimmmmmimeuHHmtiiiimuf (í Ö Únglingasag'a um Hróa liöít og félaga hans — eftir GEOFREY TREASE Hrói þagnaði sem snöggvast, augu hans Ijómuðu. ,,Heldur þú, að við komum þessu til leiðar,“ hvíslaði Marteinn efablandinn. ,,Auðvitað,“ og Dikon þaggaði nið- ur í-honum. „Við getum allt.“ „Hin starfandi alþýða verður að fylkja sér saman, það er allt og sumt,“ sagði Hrói. „Hvað sem öðru líður verðum við að búa allt undir uppreisn í vetur.“ Drengirnir undruðust hvers vegna ætti að hefjast handa að vetrarlagi. Út- laginn hélt áfram að skýra mál sitt: „Um það leyti eru vegirnir verstir. Brjh’ víða brotnar, vöðin ófær. Að vetr- arlagi er höfðingjunum erfiðast að draga saman lið sitt. Ef mestur hluti þessa greifadæmis gerir uppreisn, höfum við jafnað reikningana við yfirdrottnarana hér áður en vinir þeirra í Jórvíkurhéraði og annars staðar frá koma þeim til hjálpar. Um það leyti sem þeir leggja af stað, munu þeir fá nóg að gera heima í sínu héraði.“ Hrói hló aftur vonglaður. „í Mið-Englandi látum við fyrst loga upp úr, félagar!“ hrópaði hann. „En brátt mun loginn breiðast út til norð- urs og suðurs, austurs og vesturs um allt England. Iiin starfandi alþýða mun rísa upp, fjc'ldinn eykst, ekksrt vígi fær stað- izt. Og þegar fáninn er dreginn niður á síðasta kastalanum, munum vér byggja upp hið nýja England, England jafnað- ar og frelsis. Hið fagnandi England að lokum!“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.