Þjóðviljinn - 10.12.1948, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1948, Blaðsíða 7
Föstudagur 10 desember 1948 ÞJ ÓÐVILJINN „Þegar bandaríkjaflugmáð- urinn varpaði kjarnorkusprengj unni á Hiroshima í vor gerðist atburður, sem valda mun mik- iivægum þáttaskiptum í bernað- arsögunni. Fram til þess hafði hernaður verið tvíþættur, sókn- arstríð og varnarstríð. Síðan kjarnorkusprengjan kom til sögunnar, er fyllsta ástæða til að ætla, að annar þessara þátta, varnarstriðið, muni hverfa að mestu, eða með öllu. Allt bendir til þess að eftirleiðis verði ekki um neina vörn að ræða í ófriði. Gegn kjarnorkusprengjunni verður engri vörn við komið og það er vafasamt, að mennirnir geti nokkurn tíma fundið upp varnir, er stoði gegn þeim. Þetta hafa vísindamennirnir, sem gerðu þær fyrstir, játað, t. d. Albert Einstein, og það er hverjum leikmanni auðskijílð. Orkan, sem þar er leyst úr læð- ingi, er svo gífurleg, að öll mannaverk eru sem fis fyrir átökum hennar, hinar traust- ustu víggirðingar fá ekki vsitt henni neitt viðnám. En það eru fleiri hernaðar- nýjungar komnar til sögunnar en kjarnorkusprengjan. Nú er svo komið, að enginn staður á jörðinni er lengur óhultur fyr- ir árásum. Flugsprengjur Þjóð- verja hafa vsrið fullkomnaðar, og herfræðingar segja, að í ó- friði muni eftirleiðis hægt að senda flugsprengjur með hraðá hljóðsins og með öruggri miðun, milli hvaða staða á hnettinum • sem er. Armorum vis (máttur vopnanna) nær nú til allrar jarðarinnar, vopnin taka hvert á land sem vera skal. Saga hinna síðustu ára hef- ur sýnt það, að í ófriði er öllum vopnum ibeitt til hins ítrasta, og af staðreyndum þeim, sem nú var getið, virðist mega ráða nokkuð um það, hversu ófriður myndi háður, ef sú vitfirring skyldi grípa leiðtoga þjóðanna, að þeir hæfu ófrið á ný. Öfrið- arþjóðirnar myndu leggja allt kapp á að demba sem fyrst eins miklu af kjarnorkuspjrengj- um og þeim vreri frekast unnt Jrfir herstöðvar óvinanna, iðn- aðarstöðvar þeirra og sam- göngumiðstöðvar. Þær gætu sent þessi skeyti heiman að frá sér. Hvort skotstöðvar þeirra verða nær óvinunum eða fjær myndi litlu eða engu máli skipta. Sprengju, sem fer með hraða hljóðsins munar ekki um vegalengdirnar hér á jörðinni. Hrslitin myndu á því velta hver skjótvirkari yrði, og myndi þá eigi verða neiknað með mán- uðum eða vikum, dögum eða klukkustundum, heldur mínút- um og jafnvel sekúndum. Sá sem yrði fljótari til, hefði fleiri skotstöðvar og ætti meiri birgð ir af sprengjum myndi geta eytt land hins á skammri stundu °g þó sjálfur hljóta mikil svöðusár og máske banvæn, ef óvinunum hefur gefizt stundar tími til þess að beita líka vopn- um sínum. Stríðið yrði skamm- vinnt, en mannskæðara og hryllilegra en nokkrar þær hörmungar aðrár, sem gerzt Ólafur Lárusson, prófessor: HERVERND hafa í harmsögu mannkyns- ins fram til þessa. Að sjálfsögðu myndi hver ó- friðarþjóð reyna til þess fyrst og fremst að eyðileggja her- stöðvar óvinanna. Þangað myndi fyrstu skeytunum verða beint, og hversu rammbyggi- lega sem um þær væri búið myndu allar þær varnir reyn- ast gagnslausar- Fáeinar sprengjur myndu nægja til að afmá þær með öllu og tortíma öllum lífverum, sem í þeim væru. Herstöðvarnar eru ekki lengur varnarstöðvar, Héðan í frá verða þær aðeins árásar- stöðvar. Sennilega líður ekki á löngu þar ti'l stórveldin ráða öll yfir kjarnorkusprengjum og þjóð, mikilvirkari komi í þeirra stað. Það þýðir ekki að loka aug- unum fyrir þessum staðreynd- um, þótt óhugnanlegar séu, og þær hljóta að hafa mikil áhrif á sambúð þjóðanna hér á jörðu eftirLeiðis. Þegar stórveldi býður smá- þjóð hervernd sína, þá er eðli- legt, að spurt sé: „Hvaða vernd getið þér veitt?“ Eins og nú er komið verður þeirri spurningu eigi svarað hreinskilnislega á annan veg en þann, að í rauninni geti það enga vernd veitt, ef til alvörunnar kemur. Hversu öflugt herlið og hversu mikinn vígbúnað annan, sem það hefði, myndi það þó ekki geta varnað því, að kjarnorku- sprengjum yrði skotið eða varp í styrjöldinni ? Myndi henni þykja mikið til verndarinnar koma? Það hafa þráfaldlega komið fram raddir um það, að vér Is- lendingar værum svo vanmátt- ugir, að vér yrðum að halla oss að einhverju stórveldi og leita verndar þess. Vér gætum eigi varið oss sjálfir í ófriði. Það er satt, að vér getum eigi var- ið land vort, en nú er svo kom- ið, að engin önnur þjóð er þess megnug að verja land sitt. Eng in þjóð getur komið í veg fyrir það, að flugsprengjum sé skot- ið á land Iiennar"Eða að óvina- flugvélar fljúgi yfir það og varpi niður sprengjum. Eg Las í dag í blaði grein úr enska blaðinu Observer, og er þar iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiill 1. desember 1945, skömmu eftir að borizt höfðu ; fyrstu kröfur Bandaríkjanna um herstöðvar hér á landi, ■ bihtist í Stúdentablaðinu grein eftir þáverandi rektor ; Háskólans, dr. phil. Ólaf Láfusson, prófessor. í grein i þessari var rakið haldleysi herverndar með sígildum ; rökum og sýnt fram á að hlutleysi er nú eina von ; smáþjóðanna. Þar sem grein þessi á enn jafn mikið ; erindi til þjóðarinnar og fyrir þremur árum, hefur ■ Þjóðviljinn leyft sér að endurprenta hana eftir Stúd- i entablaðinu. (TiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiMiiiiiiiiiiMiiiiiiiii sem ræður yfir því vopni, get- ur á skammri stundu útrýmt Livaða þjóð sem er, ef lienni að- eins gefst ráðrúm til þess. Þetta er sverðið, sem liangir nú yfir höfuðsvörðum allra manna liér á jörð. Þannig varð „frels- ið frá ótta“ (freedom form fear), sem mannkyninu var gef ið fyrirheit um ekki alls fyrir Löngu. Þessi ógn vofir yfir öllum þjóðum. Þær eru allar jafningj ar í hættunni, svo ótrúlegt sem það hefði virzt fyrir fáum mán uðum. Þær eru allar jafn varn- arlaus. Hin smæsta kotþjóð og hin stærsta stórþjóð eiga það jafnt yfir höfði sér, að þeim verði útrýmt með skjótu bragði. Aflsmunarins gætir nú aðeins í mættinum til að eyði- leggja aðra. Þannig standa sakir nú, en allir vita, hvílíkur hraði er í þróun tækninnar nú um stund- ir. Hin mikilvirkustu morðtól geta verið orðin úrelt, þegar minnst vonum varir, ekki svo, að vamir fáist gegn þeim, held- ur á hinn veginn, að önnur enn að á hið verndaða l'and, og það myndi eigi kunna nein ráð til þess að eyða eyðileggingar- mætti þessara vítisvéla, eða draga úr honum. Herverndin myndi reynast hinni vemduðu þjóð harla fánýt. En hún væri verri en fánýt, verri en engin. Verndarfþjóðin myndi hafa herstöðvar á hinu verndaða landi. Ef hún lenti í ófriði yrði landið ófriðarsvæði og herstöðvar verndaranna skotmark óvinanna. Hin vemd- aða þjóð yrði að taka afleið- ingum þess, og þær gætu orðið henni harla þungbærar. Hugs- um oss, að erlent ríki hefði her- stöðvar, t. d. í Fossvogi, og að ríki þetta lenti í ófriði. Ein líti’l kjaraorkusprengja, 1—2 kg„ eins og þær, er varpað var á Japan, sem beint væri að þess- ari herstöð, myndi Leggja hvert einasta hús í Reykjavík og Hafnarfirði í rústir og drepa allar lifandi vemr, sem þar væru staddar. Hvað yrði um íslenzku þjóðina eftir slíkt á- fa.ll, jafnvel þótt hún yrði eigi fyrir neinum öðnim ófamaði haft eftir sérfróðum vísinda- manni, að 10 kjamorkusprengj ur myndu sálga öllum íbúum New York-borgar, og hvað mörgum sprengjum tókst flug- mönnum Bandamanna að varpa á þýzku borgirnar í einni löft- árás ? Hvað varnarleysið snert- ir er 'oss nú orðið ekki vandara um en öðrum. Veikleiki vor er nú í því fólginn, að vér erum þess eigi megnugir að eyða lönd annarra. Við þann veikleika sættum vér oss fús- lega, því að vér höfum enga löngun ti'l að gera öðrum þjóð- um mein. Eg hef hér að fram- an bent á það, að hverju haldi erlend hervemd myndi koma oss. Þeir menn, sem prédika um gagnsemi hennar fyrir oss, fara með staðleysu stafi. Vernd in yrði oss gagnlaus, en slíkt samband við ófriðarþjóð myndi óhjákvæmilega gera oss að ó- friðarþjóð og draga yfir oss allt það böl sem því er sam- fara. Eg veit vel hverju þeir, sem fylgja því, að vér leitum undir vemdarvæng einhyers stórveld is, muni svara þessu. Þeir munu segja, að oss sé nauðugur sinn kostur. Ef vér eigi tryggjum oss þessa vernd sjálíir, þá muni eitthvert annað herveldi taka land vort á sitt vald, hvað sem vér segjum, og oss sé betra að ráða því máli til lykta með vinsamlegu samkomulagi við þjóð, er oss sé g.eðfelld, en að vera hernumin gegn vilja vorum. Vér geíum eigi várnað því að íand vort verði hernmnið, ef eitthvei't herveldi telur sér þess þörf. En það e.r ekki víst, að vcr séum nokkru bættari þótt vér sjálfir felum öðrum að vernda oss. Eitthvert annað ríki getur orðið verndarríkinu yfirsterkara og hrifsað land vort úr höndum þsss. Margir munu telja það óhjá- kvæmilegt, að erlent herlið tæki sér bækistöðvar hér á landi, ef ófriður skyldi koma upp, þar sem yfirráðin yfir • siglingaleiðunum um Atlanz- hafið skiptu máli. Hin síðari ár hefur mikið verið gert úr hern- aðarþýðingu þeirri, sem Island hefði, vegna legu sinnar í miðju Atlanzhafinu, og Banda- menn hafa gefið þáð fyllilega í skyn, að sér hafi verið mikill styrkur að því, að háfa her- stöðvar hér á landi, og skal ég ekki rengja það. Það var þó eigi fyrr en í síðustu heims- styrjöld að menn uppgötvuðu þetta, og hernaðarþýðing lands vors á sér því eigi langan ald- ur og svo má fara, ao hún vari eigi lengi. Það er hugsanlegt, að bardagaaðferðir og styrjald- arrekstur taki þeim breyting- um, að hei'stöðvar hér á landi skipti litlu eða engu máli, jafn- vel í baráttu um Atlanzhafið. Vér skulum vona, að svo fari, og það er ýmislegt, sem bendir til þess. Flugþol flugvélanna eykst svo að segja msð hverj- um degi og að sama skapi minnkar þörfin fyrir viðkomu- staði. Hin nýju langdrægu og aflmiklu skottól hafa gert all- ar vegalengdir hér á jörðu þýð- ingarlausar. Og enn má benda á eitt atriði. Hsimsstyrjöldin fyrri stóð í full 4 ár, hin síðari í nálega 6 ár. Allan þennan tíma þurftu Bandamenn að halda uppi stórkostlegum flutn ingum yfir Atlanzhafið, flytja milljónaheri og ógrynni af alls konar varningi yfir hafið milli heimsálfanna. Þessar siglingar þeirra urðu greiðari og örugg- ari vegna þess, að þeir höfðu bækistöðvar hér á landi. Ef heimsstyrjöld brýzt út á ný, eru fullar ástæður til að ætla, að flugningaþörfin yfir hafið sjóleiðis verði mikið minni. Flugvélar myndu að nokkru leyti koma í stað skipa. Stríðið myndi verða mjög skammvinnt. Siguiwegararnir myndu eigi þurfa á miklum liðstyrk að halda til þess að hernema lönd hinna sigmðu þjóða, eftir að búið væri að eyða þau að mestu. Það þyrfti ekki að flytja neina milljónaheri yfir hafið og þvi síður að halda ár- um saman uppi stórkostlegum Framhald á 11. síðu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.