Þjóðviljinn - 10.12.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.12.1948, Blaðsíða 5
Föstudagur 10 descmbér 1948 Fyrstu tvær umferÖimar Skákálrugi Reykvíkinga hef- ur blossað upp á ný undanfarna dag. Menn hafa fjölmennt í Tí- ■ vólí á hverju kvöldi til að sjá hversu þeim gengur hverjum gegn öðrum beztu skákmönnum okkar, og þó einkum til þess að: vita hvort ekki tekst einhverj- um þeirra að koma lagi á hinn hollenzka stórmeistara taflsins,; en hann er víðkunnasti skákmað f ur sem gist hefur þetta land, síðan Aljechin var hér á ferð- inni. Þessir nýju Tívólfgestir hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum.' Að vísu er sú stóra skák sem halda muni nafni mótsins á lofti enn ótefld og viðbúið að sumum þyki meir en nóg um jafntefla- fjöldann, því að af þeim fímm töflum sem lokið er þegar þetta er ritað hefur fjórum lokið með jafntefli. En þau jafntefli sem hér hafa séð dagsins ijós, hafa flest komið fram eftir fjörugan og lettan leik. Að fjöri oa skerpu taka þau mörgum sigr- inum fram og sýna að keppend- ur eru allsendis óhræddir við að takast á hendur áliættur og lenda í ævintýrum. ' í í fyrstu umferð áttust tveir gamlir keppinautar við, þeir Ás- mundur og Baldur. Baldur hafði svart og svaraði drottningar- peðsbyrjun Ásmundar með holl- enzkri vörn (sem virtist eiga ó- venju vel við þetta tækifæri!) og sýndi að ekki var hugarfarið nema í meðallagi friðsamt. I Baldur fékk allmikla sóknaF stöðu á kóngsarmi og ýmsir fóru að spá hvít.um skammra lífdaga í þeim stormi er í hönd sýnaist fara, en staðan stirðnaði upp aftur án þess að verulega hvessti. Hvítur átti biskup lok- aðan inni í horni en á rnóti því átti svartur aðrar veilur, sem ætla mátti að torvelduðu vinn- ingsspil- Menn voru smáfarnir að búa sig undir jafntefli sem að vísu kom, — en á annan hátt en flesta hafði órað fyrir. Það fór kliður um salinn þegar Ás- mundur lék 28. leik sínum. Lítið og veiklulegt peð geystist allt í einu fram í opinn dauðann. Fáir höfðu séð þennan leik fyrir en nú sáu flestir að peðsfórninni myndi fylgt eftir með fórn ,,dauða“ biskupsins í horninu. Með þessu móti opnuðust hættu- legar sóknarlínur að kóngi Baldurs og menn ræddu nú á- kaft hvort þessi leiftursókn rnyndi nægja Ásmundi til sig- urs. Svo varð þó ekki. Baldur varðist af gætni og forsjá en Ásmundur hélt örugglega jafn- tefli með þráskák. Skákin birt- ist h'r á eítir án frekari skýr- inga. Annars vakti skák Euwes við Guðmund Pálmasori mesta at- hygli. Einve valdi Sámiscli-af- brigðið gegn nimzóindverskri vörn, hvasst framhald sem sýndi að ekki var hér teflt til jafnteflis. Á miíborðinu kom fram óbifandi þeðamúr en á kóngsarmi átti Euwe meira rými og notaði það til peðafram rásar og sóknar. Staða Guð- mundar v.irtist í nokkurri hættu cn einn ógætilegur kóngsleikur Euwes nægði honum til að rétta leikinn alveg- Peðasprenging á réttum tíma og skiptam. fórn tryggðu honum gott spil með margvíslegum hótunum. Staðan varð afarspennandi og mátti hvergi muna tempói til eða frá. Úrslitin eru öllum kunn, Euwe kaus að halda jafntefli með þrá skák, átti ekki á betra völ. Skák þeirra Guðm. Ágústsson ar og Árna Snævarr hafði einna minnst að bjóða áhorfendum, átökin lágu þar nokkuð djúpt. Guðmundur virtist eiga betra um það bil er skákin fór í bið, cn Árna tókst að halda jafn- tefli. I annarri umferð beindist at- hyglin framan af einkum að skák Guðmundar Ágústssonar við Euwe. Guðmundur valdi einkar rólegt afbrigði af Drottn ingarbragði sem talið ,er veita svörtum allgott tafl og vék skömmu síðar af venjulegri leið. Þá freistingu stóðst Euwe ekki en lagði í glannalega framrás kóngspeðsins. Líklega hefur 12. leikur Guðmundar komið Euwe á óvart, að minnsta kosti átti hann erfitt með að halda jafn- væginu á eftir, menn hans voru óvaldaðir og í hættu á ýmsum stöðum á skákborðinu. 117. leik lagði Euwe í mikla tvísýnu og hefði ekki verið öfundsverður ef Guðm. hefði valið 18. Hhl—el. I rauninni er ekki annað sýnna en að svartur eigi þá glataða stöðu. En eins og Guðmundur lék tókst Euwe að halda jöfnu með þráskák — þriðja þráskák in í röð á mótinu, það mun nærri einsdæmi. Skákin er prentuð hér á eftir. Um það leyti cr skákinni milli Euwe og Guðmundar Ágústs- sonar lauk var skák Baldurs við Guðmund Pálmason að verða afarspennandi. Baldur hafði náð öilu frjálsari stöðu og þreifaði fyrir sér um sókn en Guðmund- ur var hinn öruggasti í öllum vörnum. Jafnvægið raskaðist lít ið en það sem hélt mönnum hug J föngnum var að Baldur eyddi I óvcnjulega miklum umhugsun- | artíma, svo að þegar 10 leikir voru eftir voru ekki nema fáar sekúntur eftir af umhugsunar- t tima hans. Það varð ljóst að hann mundi aldrei geta ráj öll i ‘ um sinum leikjum a tilsettum tíma, enda fór hann yfir tíir.a- takmörkin í 29. íéik og hafði þá reyndar leikið fram síðustu leiltjum sínum leiftursnöggt og Framhald á 11. síðu- ■HBEJTB'JSE u kS rKEIZEHaHHHHHKKHKKKKHHKHKKEKKKKKKHMK BHBKKHHKKHKKKKKKKKKKHHKKHHBKHBKHBIia yy l^endingai*9 iiseiin ©g kosiisr!' ilm géHlseste í Kvjaíjarðar- ©g Þingeyjarsýsbun■ eftir stílsnillinginn Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Bókina prýða yfir hálft hundrað mynda af mönnum og héstum er við sögu koma. Um fyrra bindi bókar þessarar (1946), sem fjallar um húnvetnska og skag- firzka gæðinga, hefur margt verið ritað austan hafs og vestan, og það á einn veg, að hér sé á ferðinni sjaldgæft afreksverk, fagurt og stórbrotið. .... s.Níundi ágúst rann upp bjartur og fagur með sólarbros, þjarkailm og blandaða sumarsöngva nátt- úrunnar. Dalurinn ljómaði í kyrrlátri fegurð .... Gæðingurinn stóð tygjaður á heimahlaði sínu .... húsbóndinn gaf honum hlýja lófastroku á vangann um leið og hann sté í ístaðið og lyfti sér í hnakkinn. Reistur í fangið, glaðvær og spilandi dansaði gæð- ingurinn einn sinn yelþekkta vikivaka .... mót skapanornum ills og góðs, sem deildu um völdin þennan dag .... En þá skeði það .... Hugdjarfa gæðingshjartað var liætt að slá og létti fóturinn að hreyfast......“ . . „Gamlar alfaraleiðir, sem áður ómuðu dynjandi hófataki gæðinganna, brosa í ljósi minninganna “ „Hann lék á kostum iandsf jórðunga miili, þær leiðir styttust vegna orku hans. Hann skeiðið rann með fjöri og fótasnilli og fjölgaði stærstu draumum eiganðans Hanr. hefur troðið hciðarveginn langa. og hlaupið létt um Kjöl og Sprengisand. Með afli klofið elfu-flauminn straiiga og alitaf fundið hinum megin lanci! Þessar bráðsnjöiiu bækur Ásgeirs frá Gottorp, um góðvin Islendinga gegnum aldirnar, ættu að vekja þrá í þrjósti allra heilbrigðra manna, sem eiga þess nokkurn kost, að eignast góð- hest að einkavin og yndisgjafa- Lestu með athygil um hina horfnu -góðhesta. Og þá nwct þú skynja af cljúpum skilningi, hvílík guðs gjöf glæsiíákurinn hefur verið þjó’ð vorri frá landnámsöld til vorra daga. Ein. þióðlegasta og mihiífenglegasitz jólabók ármns CKBKKBHKKBKKI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.