Þjóðviljinn - 04.01.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.01.1949, Blaðsíða 6
e ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. janúar 1949. i ái w fli A u g I ý s i n g ; Nr. 52/1948 frá Skömmtunarstjóra. Louis Bromfield 128. DAGUR. &TUNDIR Með auglýsingu skömttitunarstjóra No. 51 frá 31. desember 1948 var gildi hverrar vefnaðarvöru- einingar ákveðið 20 aurar í stað einnar krónu áður. Fyrir eftirtöldum skömmtuðum fatnaði, framleidd- um hér á landi úr innlendu eða erlendu efni, þarf því einingar eins og hér segir: Manchettskyrtur og aðrar milliskyrtur en vinnuskyrtur ................... 130 einingar Sokkar úr erlendu efni, aðrir en kven- sokkar .............................. 40 — Prjónapeysur úr erlendu efni ....... 150 — Hálsbindi ........................... 50 — Flibbaslaufur ....................... 30 — Náttföt karla og kvenna............. 180 — Náttkjólar.......................... 180 — Nátttreyjur ........................ 110 — Prjónavesti úr erlendu efni ........ 120 — Flibbar ............................. 10 — Nærskyrta .......................... 40 — Nærbuxur .......................... 40 — Undirkjóll ......................... 150 — Innisloppur ........................ 700 — Baðkápa ......................1.... 300 — Leikfimisföt kvenna ................. 60 — Sundbolur ........................... 80 — Leikfimisbolur ...................... 20 — Leikfimisbuxur..................... 30 — Sundbuxur ......................... 40 — Morgunkjóll eða sloppur .......... 100 — Svunta ............................ 50 — Stormtreyja ...................... 300 — Kvenblússur úr prjónasilki, satin eða öðrum slíkum efnum ............... 140 — Kvenblússur úr silki eða ull...... 350 — Barnatreyjur eða úlpur með 'hettu . . 200 — Buxur eða blússa, bama 10 ára eða 80 yngri ............................. 50 — Samfestingar barna, 14 ára eða yngri 80 — Kápur úr vatnsheldu efni (waterproof) handa börnum 14 ára eða yngri .... 120 — Barnakjólar úr prjónasilki, satin eða öðrum slíkum efnum ................. 100 — SMðabuxur karla, kvenna eða, barna . 350 — Að öðruleyti vísast til auglýsingar skömmtun- arstjóra No. 9 frá 14. apríl 1948 um verzlun með þessar vörur. Reykjavík, 31. des. 1948. Skömmtuiiarstjóri. sagði: „Eg elska þig, góði. Eg er hamingjusöm í fyrsta skipti á ævirini." Henni fannst eins og dyr hefðu opnazt og við blasti alveg nýr heimur. Hann sagði allt í einu: „Hvaða vitni eigum við að hafa ?“ Eg hef ekkert hugsað um það .... Eg hugsa að ég vilji hafa Mary Willets, stúlkuna sem leikur með mér. Og þú?“ „Eg vildi hafa mann sem heitir Jim Whittaker- Við vorum saman í háskóla. Við lærðum saman að fljúga þegar við bjuggumst við að leada í stríðinu. Við rerum í sama bát í Harvard." „Það er bezt við förum að byrja daginn. Það er nóg að gera.“ Hún settist upp í rúminu og sagði snögglega: „Hefurðu lesið leikdómana? Eru þeir góðir ?“ „Eg hef ekki Iesið þá. Eg hélt kannski þú vildir ekki að ég læsi þá á undan þér.“ Henni fannst það dásamlegt að hann skyldi vita tilfinningar hennar í sambandi við leikdóma. Hvern- ig gat hann vitað hvað henni var illa við að nokkur sæi þá á undan henni? „Það er satt,“ sagði hún. „Þú ert dásamlegur Philip.“ Viktoría bar morgunverðinn á borð og ljómaði á meðan af rikri samúð og skilningi. Hún var ekki hneyksluð, engu frekar en Oktavía hafði verið hneyksluð, því hún var eins og Oktavía rómantísk að eðlisfari og hafði lengi spurt sjálfa sig og vini sína í Harlem hvernig á því stæði að myndarleg stúlka eins og ungfrú Janie hefði enga aðdáendur, að minnsta kosti ekki raunverulega aðdáendur, held- ur aðeins herramenn sem heimsæktu hana og færu burt á kvöldin. Viktoría var stór og kolsvört negra- stúlka frá Georgíu og hún hafði alla tíð kosið að vinna hjá fólki sem hafði einhver tengsl við Broad- way, því í þeim heimi var lífið æsilegt og maður haíði íJltaf dásamlegustu sögur að segja í Hundr- aðþrítugastaogfimmta stræti. Einu sinni hafði hún bjargað stúlku sem hún vann hjá frá þeim örlög- um að verða kyrkt af mexíkönskum eískhuga. Hún hafði séð fjárhættuspil þar sem hundruð þúsunda unnust og töpuðust. Hún hafði mætt fyrir rétti sem vitni í frægu morðmáli, og hún hafði séð konu kasta sér út um glugga á sjöundu hæð á Grand Alcazar hótelinu. Allt þetta gerði lífið skemmtilegt og jók álit hennar heima fyrir. 1 næstum því þrjú ár hafði hún nú ekki haft neina merkilega sögu að segja i Harlem, og í hjarta sínu var hún tekin að örvænta. Hún hafði jafnvel hugsað um að fara úr þjónustu svona kyrrlátrar og heiðvirðrar konu sern Janie Fagan til þess að kornast í litríkara umhverfi. Og nú, þegar hún var næstum því búin að ákveða að yfirgefa ungfrú Janie kom rómantíkin, og áhugi Viktoríu á lífinu jókst snögglega um mörg stig. Til- finningar Viktoríu voru eins og tilfinningar á- hyggjufullrar móður sem- allt í einu hefur komið dóttur út. Elskendurnir tveir voru varla hamingjusamari en Viktoría. Hvert orð hennar og hver hreifing var vottur þess að henni féll vel við herra Dantry og að hún taldi að ungfrú Janie hefði verið heppin. Henni tókst að finna upp á ótal afsökunum til að koma inn í herbergið og lóna við borðið meðan þau voru að snæða, þar til Janie sagði að lokum: „Þetta er gott Viktoría. Komdu með blöðin og svo getur þú borið út þegar ég kalla á þig.“ Hún kom með blöðin, lagði þau á borðið, snögg- lega hrædd við að opna þau og sjá að dómarnir væru slæmir. Væru þeir slæmir yrði hún að minnsta kosti að vera ein þegar hún læsi þá. Philip stóð upp og sagði: „Það er bezt að ég fari að byrja á öllu því sem ég þarf að gera. Eg kem og sæki þig um hádegið og svo förum við upp í ráð- hús eftir matinn.“ Hún bað hann að kaupa sér ekki dýran hring, því henni fannst á óljósan hátt að með því gæti hún ör- lítið bætt úr svikum sínum. Hún sagði: „Eg vil alls engan trúlofunarhring og bara óbrotinn giftingar- iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiimiitiiiikitiiiKiifi Bogmennirnir Únglingasaga um Hróa hött, og félaga hans — eftir ---- GEOFREY TREASE -------------------------- Hinir sveinarnir öskruðu af hlátri, en sá, sem fyrir þessu grófa gamni varð, tók því ekki jafn vel. Hann roðnaði við. »)Ha, gamli seigur, með þé-er auðvitað. Með hverjum öðrum ætti----------------.“ „Beittu engri frekju við mig, piltur minn. Veiztu ekki að ég er elztur í þess- um hópi. Næsta sumar verð ég skjald- sveinn. „Iivaða frægð er það,“ hreytti Dikon út úr sér. „Eg verð kannski líka eitthvað annað áður en varir.“ „Ekki óhugsandi, að þú verðir þá orð- inn að hræi —.“ „Æ, láttu hann eiga sig, Etienrie,“ tók einhver annar sveinn fram í. „Sérðu ekki, að snáðinn er út úr fullur. Skop- legt að verða fullur af tveimur staup- um.“ 0 A V I Ð Að þessi sinni beindist hláturinn að Dikon, og Etienne hló líka. Allt í einu laut hann til hliðar og hvíslaði að hin- um sveininum: „Hvað um það, eitthvað er bogið við hann, segi ég. — Tvö staup af víni lita þó ekki hárið á einum né neinum.“ „Hvað þá?“ „Sjáðu! Bak við eyrað á honum er svartur lokkur, annars er allt hárið eins og gull á lit.“ „Hann er kannski að stæla tízkuna,“ sagði hinn skilningslaust. „Ljóshærðir unglingar ganga bezt í augun á stúlkun- um nú á tímum.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.