Þjóðviljinn - 02.02.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1949, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. febróar 1949. * J ÖHE* VFEJ IiriF ÁRSSKYRSLA DAGSBRÚNAR Skuldlausar eignir Dagsbrúnar orðnar yfir hálf milljón króna - Hafa aukizt um 368 þús. kr. á starfsámm einingarstjómar Sigurðar Gnðnasonar Hér fer á eftir skýrsla fonnanns Dagsbrúnar, Sigurðar Guðnasonar, er liann flutti á Dagsbrúnarfundinum í Iðnó s. 1. mánudagskvöld. „Góðir félagar. Á hinu liðna starfsári hafa 264 menn gengið í félagið og af þeim hafa 69 verið færðir yfir úr öðrum félögum innan Alþýðusambandsins. 25 félags- menn hafa látizt á árinu og 95 sagt sig úr félaginu.“ Á árinu hafa 56 Dagsbrún- armenn fengið styrk úr Stóra- sjóði að upphæð samtals kr. 17 þúsund og úr Styrktarsjóði Dagsbrúnarmanna hafa 52 fé- lagsmenn fengið styrk, er nem- ur samtals kr. 8440.00. Á þessu starfsári réðist fé- lagsstjórnin í framkvæmdir í landi Dagsbrúnar að Reykholti í Biskupstungum. Var unnið þar frá því í maí og fram í á- gústbyrjun að því að reisa tvo skála og- gera á þeim nauðsyn- legar breytingar. Skálarnir eru 5 sinnum 15 metrar að stærð hvor um sig og úr vönduðu efni. Annar skálinn var full- gerður að öllu leyti til afnota. 1 honum er allstór salur ásamt einu tferbergi og eldhúsi. Hinn skálinn er ekki fullgerður hvað innréttingu snertir, en ætlunin er að skipta honum í minni her- bergi, og verður næsta fram- kvæmd að Ijúka því verki. Gerð hefur verið athugun- á þvi að virkja Reykholtshver til upp- hitunar og annara afnota. Þeg- ar þeirri virkjun er lokið, er kominn þarna upp vistlegur dvalarstaður til afnota fyrir Dagsbrúnarmenn' í sumarleyf- um sínum. Sjóðsaukning félagsins á ár- inu hefur numið kr. 57.526.98. Skuldlaus eign félagsins í árs- lok 1948 er kr. 520.356.43. Til samanburðar var skuldlaus eign félagsins í árslok 1941 kr. 152.673.01. -Skuldlaus eign fé- lagsins hefur því aukizt í tíð núverandi stjórnar um kr. 367.683.42. Nýjar tollabyrðar — kaupránslög — at- vinnuleysi. 1 skýrslu félagsstjórnar á að- alfundi í fyrra var því haldið fram, að eins og horfði, væri allt útlit fyrir, að reynt yrði að þrengja kosti verkamanna enn meir, en þá þegal hafði gert verið. Árið áður hafði hin ný- myndaða ríkisstjórn og Alþingi lagt miklar nýjar tollabyrðar á hið vinnandi fólk í landinu, en verkalýðssamtökunum ekki hvað sízt fyrir tilstilli Dags- brúnar,, tókst með harðvítug- um verkföllum sumarið 1947 að hækka grunnkaup sitt og vega þannig nokkuð upp á móti kjaraskerðingu. Þess varð líka skammt að bíða, að ráðizt væri á nýjan leik á lífskjör verkamanna. 1 desember 1947 voru hin al- ræmdu kaupránslög samþykkt á Alþingi og gengu þau í gildi þá um áramótin. Með þessum lögum var kaupgjaldsvísitalan bundin við 300 stig. Þessi ráð- stöfun hafði þær afleiðingar, að hver vinnandi verkamaður hefur verið rændur um 1600— 2000 krónur af samnings- bundnu kaupi sínu á siðast- liðnu ári. Ýmsir verkamenn höfðu þá trú, að með setningu þessara laga væri verið að gera raun- hæfar ráðstafanir til að lækka dýrtíðina, og tryggja afkomu atvinnuveganna í landinu, og fýrirbyggja atvinnuleysi, og vildu því gefa valdhöfunum tækifæri til að efna loforð sín. Á því röska ári, sem liðið er síðan, hefur reynslan áþreifan- lega sannað þeim verkamönn- um, sem ólu þessar vonir/h brjósti, að þetta voru allt sam- an tálvonir. í stað þess að dýrtiðin lækk- aði, hefur allt vöruverð farið síhækkandi á árinu. og þrátt fyrir sýndarráðstafanir og skrípaleik stjórnarvaldanna til að halda niðri hinni opinberu vísitölu, hefur hver launþ:gi fundið það greinilega á pyngju sinni, að dýrtíðin hefur vaxið stórlega. í stað þess að tryggja afkomu vinnuveganna.' sérstaklega báta útvegsins, hefur reyhslan orðio sú, að þessar launalækkunarráo stafanir hafa lítil sem engin áhrif haft til þess að losa'at- vinnuvegina út úr þeirri kreppu, 'sem þeir eru í, heldur orðið til þess eins að auka enn milljónagróða nokkurra stór- atvinnurekenda og braskara. 1 stað atvinnuöryggis fyrir verkamenn, hefur vágestur at- vinnuleysisins nú aftur barið að dyrum verkamanna í fyrsta skipti í mörg ár. Mörgum verkamanni rnn hafa fundizt, að með þessum ráðstöfunum væri nú nóg að gert í því að ganga á hlut al- þýðunnar en hlífa hinum ríku. En þeim verkamönnum, er þannig hafa hugsað, hefur ekki orðið að vonum sínum, því að ríkisstjóm yfirstéttaiinnar hef- úr ekki og mun ekki finna aðr- ar leiðir til úrlausnar, en þá að velta byrðtmum yfir á hina fá- tæku í landinu. Þenna lærdóm upplifðu verka menn enn einu sinni rétt fyrir síðustu jól, þegar fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar voru enn á ný lagðar milljónaálögur á herðar launþeganna með sam- þykkt hinna nýju dýrtíðarlaga, en þessi lög hafa nú þegar auk- ið dýrtíðina enn meir, hækkað vöruverðið, minnkað atvinnu- öryggið og hleypt nýju lífi í svarta markaðinn. Með ófalsaðri vísitölu væri kaup verkamanna kr. 11.20 í stað 8.40. Um áhrif dýrtíðarlaganna og ráðstafanir stjómarvaldanna á afkomu launþeganna hefur ver ið samið ýtarlegt álit af nefnd, sem í sameiningu var skipuð af stjómum Alþýðusambandsins og Bandalags starfsmanna rík- is og bæja á s.l. hausti. Niður- stöður þessa hagfræðilega álits eru í fullu samræmi við dag- lega reynslu verkamanna. Þar kemur í ljós, að „lækkun sú á vísitölu framfærslukostnaðar, sem kom fram sem bein afleið- ing af lækkun kaupgjaldsvísi- tölunnar um 28 stig, hafi vart numið meira en 3 stigum“. Það er að segja, að sú staðhæfing valdhafanna, að lög þessi væru sett til þess að lækka dýrtíðina, er hrein blekking. Rannsóknir nefndar þessarar staðfesta að fullu þá skoðun og staðhæfingu verkalýðssamtakanna, að hin opinbera vísitala. sé stórlega fölsuð. í nefndarálitinu segir: „Mun því óhætt að fullyrða, að vísitala, er rétt sýni breyting- ar á framfærslukostnaði i Reykjavík, geti ekki undir nein um kringumstæðum nú verið lægri en rúm 400 stig“. Þessi skekkja á vísitölunni sýnir það, að kaup almennra verkamanna ætti nú að vera að minnsta kosti kr. 11,20. í stað 8,40. En síðan nefndarálitið var samið, er nú liðinn meir en ársfjórð- ungur, og má fullyrða, að bilið milli hinnar opinberu vísitölu og hins raunverulega fram- færslukostnaðar hefur haldið áfram að vaxa. Loks kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að kaupmáttur launanna sé nú, það er á síðastliðnu hausti, þrátt fyrir grunnkaupshækkan ir síðastliðinna ára, álíka mikill og hann var árið 1943, eftir að verkamenn höfðu gert fyrstu tilraun sína til að rétta ið hliit sinn frá árunum fyrir stríð. Jafnhliða þessari minnkandi kaupgetu launanna, hefur þró- imin í atvinnumálum orðið sú, að atvinnuleysið hefur haldið innreið sína. Árangurinn af stefnu stjórn arvaldanna hefur m. a. orðið sá, að samdráttur atvinnulífs- ins hefur haldið áfram og stöð- ugt fleiri atvinnugreinar draga saman seglin og fækka við sig starfsliði. Nú er svo komið, að hér í Reykjavík gengur fjöldi verkamanna atvinnulausir. Að vísu má þar nokkru um kenna óblíðu veðurfari og öðrum ó- viðráðanlegum orsökum, en þess skulu verkamenn vera full- vissir, að ef áfram verður hald- ið á sömu braut um stjórn at- vinnu- og fjárhagsmála þjóð- arinnar, þá er óhjákvæmilegt að hér verði langvarandi og stöðugt atvinnuleýsi, með öll- um þeim hörmimgum, sem það hefur í för með sér. Tilraunir afturbalds- ins til að ná fótfestu í verkalýðssamtökunum. Um leið og atvinnurekendur með ríkisvaldið í broddi fylk- ingar hafa þannig ráðizt hvað eftir annað á lífskjör alþýð- unnar með þeim árangri, er( hér hefur verið lýst hafa þeir^ einnig hafið sókn á Öðrum vig- stöðvum til þess að koma á-. formum sínum sem bezt fram.l Þessi sókn er hin skipulagða tilraun stuðningsflokka ríkis- stjórnarinnar til þess að ná á- hrifum og völdum í verkalýðs- hreyfingunni. Fyrsta áfangan- um í þessari sókn sinni náði afturhaldið í haust, er það hrifsaði völdin í Alþýðusam- bandi Islands, með aðferðum, sem öilum félagsmönnum Dags-. brúnar eru kunnar. Næsti á- fanginn átti að verða sá að taka völdin í öllum stærri og þýðingarmeiri verkalýðsfélög- um landsins, og þá fyrst og fremst í félagi okkar, Dags- brún. Af skýrslu þeirri um úr- slit stjórnarkjörs, er hér verð- ur flutt á eftir, niun það koma í ljós, á livern veg Dagsbrún- armenn hafa snúizt við þessari sókn afturhaldsins á hendur verkalýðsfélaganna. í sambandi við tilraunir aft- urhaldsins til þess að ná fót- festu í Dagsbrún við nýafstaðn ar stjórnarkosningar, hafa inn- anfélagsmál Dagsbrúnar verið rædd i blöðum stjórnarflokk- anna á þann hátt sem ekki er hægt að ganga fram hjá. Þeirri ákvörðun stjórnar og trúnaðar- ráðs, og'sem einnig hefur ver- ið rædd á félagsfundum, að takmarka kosningarrétt félags manna við það, að þeir væru skuldlausir fyrir næstiiðið ár, þ. e. að segja, að þeir hafi lok- ið við að greiða árgjald sitt, níu mánuðum eftir gjalddaga, hefur verið tekið með meiri og ósvífnari lygaáróðri gegn fé- laginu en nokkur dæmi eru til áður. Við erum sannfærðir um það, að þeir fjölmörgu Dags- brúnarmenn, sem láta það vera sitt fyrsta verk að greiða ár- gjald sitt, munu vera okkur sammála um,, að þetta fyrir- komulag hefði átt að innlei*a miklu fyrr í félaginu, og það beri að vinna að því með öllum ráðum, að féilagsmenn inni þá frumskyldu af höndum að standa í skilum við félag sitt. Það er ærið umhugsunarefni fyrir Dagsbrúnarmen-*, hvort þeir félágsmenn, sem staðið hafa að áróðrinum í afturhalds blöðunum út af þessu máli á jafn ófélagslégan hátt og gert hefur verið, beri hag félagsins fyrir brjósti eða einhverra ann- ara. Verkalýðsfélögin þurfa að gera sam- eiginlegar ráðstafan- ir í kaupgjaldsmálunum Af þvi, sem að framan hefur verið sagt um afkomu verka- manna og atvinnuástandið, er ljóst, að verkalýðshreyfingar- innar bíða mikil og vandasöm verkefni í baráttunni fyrir þvi að vernda hagsmuni verkalýðs- ins. Það er augljóst, að verka- lýðurinn getur ekki mikið leng- ur beðið þess að fá hlut sinn réttan. Stjórn Alþýðusambands ins hefur, eins og tilkynnt var á síðasta fundi félagsins, sent ,'bréf til verkalýðsfélaganna, ' þar sem hún lýsir stefnu sinni í þessu máli. Eins og þá var tekið fram, hefur Alþýðusam- bandsstjórnin bréflega lýst því yfir við ríkisstjórnina, að hún sætti sig við launaránið, sem fólst í dýrtíðarlögunum frá síð- astliðnum vetri og að launþeg- arnir eigi að láta sér nægja 6 stiga hækkun kaupgjaldsvísi- tölunnar fyrir þá miklu kjara- skerðingu, er þeir hafa orðið fyrir. Félagið hefur þegar tek- ið afstöðu til þessarar stefnu Alþýðusambandsstjórnarinnar með því að skora á hana að endurskoða hana og taka upp einarða baráttu fyrir þeirri kröfu verkalýðsfélaganna, að launþegarnir fái fullar bætur fyrir fölsun og skerðingu vísi- tölunnar og síhækkandi vöru- verð. Ennfremur hefur félagið lagt áherzlu á það' við sam- Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.