Þjóðviljinn - 03.02.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.02.1949, Blaðsíða 8
„Aðalfundur Þvottakvennafélagsins Freyju, haldinn 30. jan. 1949, lýsir sig algerlega andvígan því, að ísland taki þáít í nokkurskonar hernaðarbandalagi. Fundurinn telur að þáöitaka íslands í hernaðarbandalagi stofni tungu, menningu og tilveru þjóðarinnar í beinan voða, og skorar því alvarlega á Alþingi og ríkisstjórn að taka engar slík- ar ákvarðanir án þess að gefa þjóðinni áður kost á að segja s'Cí álit.“ Samþykkt í einu hljóði. „Aðalfundur hárgreiðslusveinafélags Reykjavikur haldinn 1. febráar 1949, skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera engar [sær ráðstafanir sem Ieggja þjóðinni á herðar nokkurskonar þátttöku í hernaðarbandalagi án þess að gefa þjóðinni kost á að segja sD; áiit við þjóðaratkvæðagreiðslu.“ egn kaupráni og tollaálögum „Aðalfundur Þvottakvennafélagsins Freyju, haldinn 30. jan. 1949, mótmælir eindregið hinum nýju dýi*;íðarlög'um ríkisstjórn- arinnar og teiur að með þeim hafi enn verið skert svo kjör al- Kíiennings og þó sérstaklega launþega að ekki verði Iengur við Unað. — Fundurinn álítur það lágmarkskröfu allra launþega að fuil dýrtíðaruppbót sé greidd á grunniaun og skorar því mjög eindregið á Alþingi að samþykkja fr’umvarp Hermanns Guð- mundssonar og Sigurðar Guðnasonar um afnám þess ákvæðis dýrtiðarlaganna er bindur kaupvísKöluna við 300 stig.“ Samþykkt í einu hljóði. „Aðalfundur Vmf. Raufarhafnar haldinn 16. janúar 1949, mótmælir vegna sívaxandi dýrtíðar lögfestingu vísitölunnar og skorar á Alþingi það er nú sXur að samþyklija framkomið frum- varp þeirra Sigurðar Guðnasonar og Hermanns Guðmundssonar liin það efni.“ Fmmvarp um vöruhappdrætti fyrir Samhand íslenzkra berklasjukliuga flutt á Alþingi Heilbrigðis- og félagsmálanefnd efri deildar flytur á Al- þiogi frumvarp um vöruhappdrætti fyrir Samband íslenzkra berklasjúklinga, og eru aðalatriði þess þannig: 1. gr. Heimilt skal Sambandi íslenzkra berklasjúklinga að stofna vöruliappdrætti rr.eð eft- irfarandi skilyrðum: a. Hlutatalan má ekki fara fram úr fimmtíu þúsund, er skiptist í sex flokka á ári hverju, og skal dráttur fara frara fyrir einn flokk 5. dag hvers mánaðar frá febrúar til dercmber ár livert. b. Hlufina má aðeins selja í 'k.eilu lagi. Iðgjald fyrir hvern hlnt á’iveour fjármálaráðherra, að fcugnum tillögum frá stjórn Sambands íslenzkra berklasjúkl in,ra. Umferðarslys á Laugavegi Rétt fyrir lil. 2 í fyrradag varð teipa fyrir bifreið á Lauga vegi og lærbrotnaði. Hún heitir Sigurbjörg Valdís Vaisdóttir, og á heima á Skúla göt.u 68. Slysio vildi til móts við húsið nr. 130 á Laugavegi og hafði telpan hlaupið í veg fyrir bifreiðina. Hún var flutt í Landsspítalann. c. Vinningar skulu vera að verðmæti samtals að minnsta kosti 40% af iðgjöldunum sam- antöldum í öllum 6 flokkum. 2. gr. Hsimild þessi gildir í 10 ár frá því að lögin öðlast gildi. Öllum ágóða af happdrætt inu skal varið til að greiða stofn kostnað við byggingarfram- kvæmdir vistheimilisins í Reykj alundi. Aðalfunlur Nétar Nót, félag netavinnufólks, bélt aðalfund sinn 28. þ. m. Stjórnin var endurkosin og ;\r skipuð þessu fólki: Formaður: Halldóra Guð- mundsdóttir. Varaform. Guð- mundur Bjarnason. Ritari Bryn dís Sigurðardóttir. Gjaldkeri: María Guðmundsdóttir. Mcð- stjórnandi: Björn Sigurðsson. Fclagið samþykkti að scgja upp samningum sínum við at- vinnurekendur og ganga þeir úr gildi 1. marz n. k. Aðalíundur Hárgreiðslusvcina fclags Reykjavíkur var haldinn 1. þ. ni. í tújórn voru kosnar: Formaður: Arnfríður Is- aksdóttir. Rit- ari: Inga H. Jónsdóttir. Gjaldk.: Guð björg Guð- mundsdóttir. Félagið gerði einróma sam- þykktir í dýrtíðar og hervarn- armálunum og er önnur þeirra birt hér í blaðinu. Þuriður Friðriksdóttir. Aðalfundur þvottakvennafé- iagsins Freyju var haldinn 30. jan. s. I. I stjórn voru kosn- ar: Formaður: Þuríður Friðriksdótt ir. Varaform.: Guðrún Stephen sen. Ritari: Petra Pétursdótt- ir. Gjaldkeri: Sigríður Frióriks dóttir. Meðstjórnandi: Kristín Einarsdóttir. Samþykktir félagsins í dýrtíð armálum, hervarnarbandalags- málinu o. fl. eru birtar á öðr- um stað í blaðinu. Aðalfundur bifválavirkja Aðalfundur F r e y j u Valdimar Lconhardsson. Aðalfundur Félags bifvóla- virkja var haldinn 31. janúar s. I. Stjórnin var öll endur- kjörin — sjálfkjörin, og skipa hana þessir. Formaður: Valdimar Leon- Aðaifundur verkamannaféiags Rauf- arhafnar vítir framferði hins óEöglega meirihluta Vísar fll íöðurhúsatina hverri fihauit tii að draga félagsmenn í pólifíska dilka „Aðalfundur Vmf. Raufarhafnar haldinn 16. janúar 1949, vítir harðiega framkomu meirihlutans á 21. þingi A.S.Í. og af- greiðsfu hans á hinum ýmsu hagsmunamálnm verkalýðssam- takanna.“ Verkamannafélag Raufar- hafnar hélt aðalfund sinn 16. janúar síðastl. Stjórn félagsins var endurkjörin að öðru en því að Jón Einarsson kom í sæti féhirðis Stefáns Guðmundsson- ar er eindregið baðst undan end urkosningu. Að félagslögum var viðhöfð listakosning og kom aðeins einn listi fram, listi uppstillingar- nefndar félagsins. Stjórn félagsins skipa eftir- taldir menn fyrir næsta ár: Ólafur Ágústsson form. Ágúst Nikulásson varaform. Lárus Guðmundsson ritari. Jón Einarsson gjaldkeri. Einar B. Jóhannsson meðstj. Varamenn í stjórn: Friðmund ur Jóhannesson, Martin Peder- sen, Sigurður Árnason- 68 ára afmæli Ármanns I kvöld er þriðja kvöldið í 60 ára afmælishátíðahaidi Ár- manns. .œ*3rrrnagwiW'*æiianzmfmzæm Hefst það kl. 9 í Austurbæj- arbíó með ávarpi er forsætis- ráððherrann flytur. Þá flytur mag. Sigríður Valgeirsdóttir er- indi um íþróttir. Sif Þórs og Sigríður Ármanns sýna ballett. Þá verða dansaðir þjóðdansar undir stjórn Sigríðar Valgeirs-, dóttur. Árni Óla blaðamaðurl flytur ræðu: Með Ármenningum í Þýzkalandsför 1929. Þá verða aftur sýndir þjóðdansar. Nem- endur Klemensar Jónssonar sýna skilmingar undir stjórn hans. lírvalsflokkur kvenna sýn ir undir stjórn Guðrúnar Niel- sen. Hawaigítarkvartett leikur, Edda Skagfield sýngur. Aðlokum verður syndur ekta Hawaidans — dansaður í bún- ingi Hawaibúa. Ólafur Magnús- son og Edda Skagfield syngja með. hardsson. Varaform.: Sveinbj. Sigurðsson. Ritari: Sigurgestur Guðjónsson. Gjaldkeri: Guðm. Þorsteins. Varagjaldk.: Gunn- ar Bjarnason. 1 félaginu ríkir eining og sam heldni um öll stéttarmál. Sam- þykkt var að veita 7 þús. kr. til styrktarsjóðs félagsins, en í honum voru áður 96 þús. kr. svo nú nemur hann 100 þús. kr. í félagssjóði eru ca. 90 þús- kr. Trúnaðarmannaráð var einnig endurkjörið. ___ Á fundinum sem var fjölsótt- ur ríkti mikill samhugur um af- greiðslu þeirra mála er fyrir lágu og voru allar tillögur sam- þykktar mótatkvæðalaust enda treystist enginn til að halda uppi vörn fyrir breiðfylkingar- armálstaðinn. Ágúst Nikulásson fulltrúi fé- lagsins á 21. þingi A.S.l. flutti greinargóða skýrslu af störf- um þingsins og dró af þeim ýmsar snjallar ályktanir. Var máli hans fagnað með dynjandi lófataki fundarmanna. Fundur- inn samþykkti einróma mótmæli gegn framkomu meirihlutans á 21. þingi AS.I., frumvarpinu um hlutfallskosningar í verkalýðs- félögum, og einnig mótmælti hann einróma lögfestingu vísi- tölunnar- Þá var samþ. að veita úr fé- lagssjóði kr. 2000.00 til stofnun- ar félagsheimilissjóðs og vinna að því öllum árum að félagið eignist sem fyrst sitt eigið hús. Eins og fyrr segir ríkti hinn. mest einliugur á fundinum og voru menn á einu máli um það, að halda fast við þá stefnu sem félagið hefur markað og vísa tii föðurhúsanna hverri tilraun til að draga menn í pólitíska dilka ef til átaka kæmi í hagsmuna- baráttunni • aBHf>W?Hr*<l!r7F~5W*>vr, «» Sælgæti stolið Þrír ungiingspiltar brutust inn í Kiddabúð við Garðastræti í fyrrakvöld,og stálu þar nokkru af sælgæti. Piltar þessir, sem allir voru undir áhrifum áfcngis, höfðu brotið rúðu i búðarhurðinni og komizt þannig inn. Menn, sem urðu piltanna varir gerðu lög- reglunni aðvart. Náði hún tveim ur, en sá þriðji slapp. Maður bremist á augum • t i / Jónas Ásgrímsson raívirkja- meistari brenndist nokkuð á aug um við vinnu sína í fyrradag. Ennfremur særðist hann í and- liti af málmflísum. Slys þetta varð er eldblossi myndaðist, milli póla á raftæki, sem Jónas var að gera við. Vonir standa til, að Jónas nái sér að fullu eftir þetta óhapp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.