Þjóðviljinn - 09.02.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.02.1949, Blaðsíða 3
s i Miðvikudagur 9. febrúar 1949. Þ JÖÐVJLJ INN S MÁLCÁCN ÆSKULÝÐSFYLKINpÁRINNÁRi SAMBANDS UNORA SÓSIALISTA Hver er tilgangur íslenzka aíturhaldsins töku í Átlanzhafsblökkhmi? Háðisieg Étrei afturhaEdsins í ] Mennfaskólanum ] Nemendur þekkia Ólaf Eíauk undir sauðargærunni 1 siðustu æskulýðssiðu leit- aðist ég við að sýna fram á að Islendingar ættu hvorki ’nenn- ingarlega, stjórnarfarslega eða sögulega samleið með Vestur- Evrópuríkjunum, og hernaðar- bandalag við þau væri hreinn glæpur gagnvart sögu þessar- ar þjóðar. En þá er eftir að at- huga þann aðilann sem aftur- haldið skríður hér flatast fyrir, en það eru Bandariki Norður- Ameríku. Okkur er sagt að þar ríki hið fullkomnasta lýð- ræðisskipulag en auk þess eigi Bandaríkin engar nýlendur og því beri okkur fyrst og frernst að halla okkur að þeim. I þessu lýðræðislaudi ráða auðhringar yfir nær öflum auðævum Bandarikjanna sem er auðugasta land veraldarinn- ar. Þar eru blöðin, útvarpsstöðv arnar og kvikmyndirnar eign og áróðurstæki þessara sömu auðhringa. Þannig hefur fá- menn klíka sem ekki er nema örlítið brot af bandarísku þjóð- inni skapað sér alræðisvald yf- ir því hvað þjóð sem telur hátt i á 2. hundrað milljónir íbúa fær að heyra og sjá, hvað hún fær að framleiða og á hverju hún fær að lifa. Þessir ókrýndu kon ungar Bandaríkjanná hafa iðu- lega látið brenna matvæli í stærri stíl en flestir íslending- ar hafa gert sér í hugarlund til þess eins að geta okrað á sveltandi samborgurum. Þar er athafnafrelsið því þannig í framkvæmd að múgurinn fær vélbyssuskothríð á móti sér'ef hann reynir að bjarga ein- hverju af því manneldi sem auð jötnarnir skammta eldinum. Þar er rit- og málfrelsi raun- verulega ekki til, sökum þess að andstæðingar hinnar ein- völdu auðhringasamsteypu hafa sáralitia möguleika á að viá út til fólksins með skoðanir sín- ar. Um kosningaréttinn í þessu' góssenlandi lýðræðisins er það að segja að þeir tveir flokkar sem þar eru látnir berjast um völdin á fjögra ára fresti eru báðir tæki fyrrnefndra auð- hringa til þess að viðhalda stétta- og kynþáttakúguninni og til j)ess að viðhalda og auka arðránið á bandarískum verka- lýð. Kosningabaráttan þar í landi er því ekkert annað en skrípa- leikur eins og sást bezt á því, að þátttakan er sjaldan mikið yfir 50%. Þar þurfa menn einn ig að greiða ákveðið gjald tii þess að neyta kosningaréttar ins sem er að vísu ekki sér- lega hátt en þó nóg til bess að margir fátæklingar kjósa frem ur að sitja heima; og þar eru þeir menn sem tilheyra ákveðn- um kynflokkum barðir dl ó- bóta eða lireinlega myi'tir ef þeir reyna að neyta réttar síns á kjördaginn. Þannig er sá fé- lagsskapur í stuttu máli sagt sem íslenzka afturhaldið telur sér æskilegastan lífsförunaut. Við megum því vita, íslenzku æskumenn, á hverju við eigum von ef við höfumst ekkert að á þessari örlagastund þjóðar- innar. ★ 1 utanríkismálum mótast stefna Bandaríkjanna af sömu sjónarmiðum og stéttarkúgunin innanlands. Þar stefna auð- hringarnir markvisst að því, Framhald á 7. slð*.. Eins og áður hefur verið get- ið í Þjóðviljanum var almenn- ur skólafundur haldirtn í Menntaskólanum 5. febrúar sl. og var þátttaka íslands í Atlanz hafsbandalaginu þar til um- ræðu. Fundur þessi var hinn merki- legasti fyrir margra hluta sak- og hafði afturhaídið mikinn viðbúnað til þess að villa nem- endum sýn. Treystist heimdall- arliðið þó ekki til annars en að láta nokkuð undan síga, og í því skyni var þægasti skó- sveinn þess, Ólafur Haukur Ól- afsson, fenginn til þess að bera fram tillögu, þar sem mótmælt var herstöðvum hér á landi á friðartímum, en að öðru leyti voru öll aðalatriði þessa máls vafin skrúðmælgi um vestrænt lýðræði og menningu. Augljóst var, að ýmsir af heimdellingum Menntaskólans töldu hræsnistillögu Ólafs Hauks lítt vænlega til sigurs og kusu heldur að koma til dyr- anna klæddir sínum vanalegu ihaldslörfum eða þegja, og reyndu fáir að tala með tillögu þessa vesæla dollaraþjóns, enda hafði aðeins einn maður feng- izt til að undirrita hana með honum. Nemendur Menntaskólans hafa með framkomu sinni í þessu máli gefið íslenzkri æsku glæsilegt fordæmi um það, hvernig snúast beri við stríðs- æsingum afturhaldsins, hvar í flokki sem menn kunna að standa, enda var augljóst að hin útþvælda kommúnistagrýla, sem Sigurjón Einarsson reyndí að veifa, hafði ekki hin minnstu áhrif á menn. Útreið sú, sem erindreki land söluliðsins hlaut á þessum fundi, ætti að vera áminning til afturhaldsins um að senda ekki leppa sína framvegis á fundi Islendinga um þetta mál til þess að kæfa mótmæli gegn svikum við málstað Islands með loðnum hræsnistillögum. Til þess, að slíkt sé hægt, liggja mál þessi of skýrt fyrir. Fyr- irætlanir landsöluliðsins eru hverjum manni ljósar, enda liggja þær nú fyrir dómi al- Morgunblaðið stingur höfðinu í sandinn Reynir á engan hátt ai afsanna bréfstuldinn Það vakti að vonum nokkra athygli, er Morgunblaðið birti í s.l. viku glefsur úr bréfi, sem sambandsstjórn Æ. F. hafði ritað deildum sínum í tilefni umræðnanna um þátttöku Islands í Atlanzhafsbandalaginu. Þótti þeim Morgunblaðsmönnum svo mikill fengur að bréfi þessu, að sjálf landráðasiðan-var tekin til hugleiðinga um það. Það, sem almenningi mun hafa þótt athyglisverðast við birtingu bréfs þessa í Morgunbl., var þó ekki efni þeirra glefsa, sem þar voru slitnar úr því, heldur einfaldlega það, hvernig bréf þetta hefði komizt í hendur þeirra Morgunblaðsmanna. Mál þetta var gert að umtalsefni hér í Þjóðviljanum s.l. sunnudag, og var þar meðal annars bent á það, að engar líkur væru fyrir því, að bréf þetta hefði borizt þeim Morgunblaðsmönnum á annan hátt en að því hefði verið stolið úr pjósti af ásettu ráði. Morgunbl. varð svarafátt við þessa ásökun: lætur sér nægja að segja í gær, að slíkar ásakanir séu ekki svaraverðar, og endur- tekur að öðru leyti hæstu tóna eymdarvælsins á land- ráðasíðunni s.l. föstudag. En eitt er komið í Ijós eftir þann stutta tíma, sem mál þetta hefur verið á dagskrá: Morgunblaðið eða einhver skósveina þess hefur komizt yfir bréf þetta með ófrjálsri hendi og út frá þeirri stað- reynd mun mál þetta rætt. Hvað er það í bréfi þessu, sem telja má að auðgi hinn fátækta málstað landsöluliðsins ? Hér hafa blekiðnaðarmenn Morgunbl. verið óvenju fundvísir, því að hver einasti stafur bréfs þessa á að sanna takmarkalausa hollustu Æ. F. við Stalín og aðra háttsetta menn í Kreml. Eitt er það þó sérstaklega, sem virðist hafa farið i hinar fíngerðu taugar Morgunbl., og er það áskorun um að hefja nú þegar áróður gfign áformum landráðalýðs- ins, hvar svo sem því yrði komið við. Morgunbl. veAur mjög í villu, ef það heldur, að það hafi orðið fyrst til þess að uppgötva þessa afstöðu íslenzkra sósíalista í hlutleysismálinu. En lcannski hefur þetta því fremur komið við kaun þeirra Morgunblaðsmanna, að sýnt er, að hafi slíkur áróður verið rekinn, hefur hann borið ár- angur, sem nú er að birtast í ákveðnum mótmælum ís- lenzku þjóðarinnar gegn hinum áformuðu svikum við málstað Islands. íslenzkir sósíalistar hafa ekki þurft að standa einir í því að opna augu almennings í þessu máli. Hinum íslenzka málstað hefur bætzt fjöldi nýtra liðs- manna, sem ekki þurftu annað til að mynda skoðun sína eftir en viðbjóð á landráðaskrifum hinna íslenzku borg- arablaða. Með birtingu þessa bréfs mun Morgunbl. telja sig hafa svipt einhverjum hulinshjálmi af starfsaðferðum íslenzkra sósíalista í því máli, sem nú er hæst á lofti á himni stjórnmálanna. Hafi bréfið flett ofan af nokkr- um, er það íslenzka afturhaldið og starfslið þess, sem s.l. föstrudag sendi frá sér neyðarskeyti, statt i sjávar- háska, — strandað á skerjum spillingar og siðleysis. þjóðar. AUSTFIRÐINGAMÓTIÐ verður haldið að Hótel Borg n. k. laugardag, 12. febrúar, og hefst með borðhaldi kl. 6 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Borg (suð- urdyr) í dag kl. 5—7 og á morgun á sama tíma ef eitthvað verður eftir. I dag verða félagsmenn (og einnig nýir félagar) látnir sitja fyrir. . Félagsskírteini verða afgreidd um leið. Austfirðingar, fjölmennið á Austfirðingamótið. STJÓRNIN. S Tónlisiaiíélagið. 5 Píané og waldhorntóflleika heídur W. Lanzky-Otto í föstudaginn 11. þ. m. kl. 7. síðd. í Austurbæjarbíó. DR. URBANTSCHITSCH aðstoðar. 1 Aðgöngumiðar á 10 krónur eru seldir hjá Ey- mundsson, Lárusi Blöndal og Bækur og ritföngum Austurstræti 1. , 'wwwHwwwwiSiWwwwwvvwwwvvwwwwwvwtfW

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.