Þjóðviljinn - 09.02.1949, Side 4
4
Þ JÖÐ VIL JINN
Miðvikudagur 9. íebhiár 1949.
Ligeíandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
c
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. SigurSur Guðmundsson (áb>.
Fréttaritptjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jóuas Árnason.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu-
stig 19 — Síml 7500 (þrjár linur)
ÁRkriltarverð: kr. 12.00 á mánuði. — LausasDuverð 50 aur. elnt.
Prentsmiðja Þjóðvlljans h. f.
ttógiaiistaflokkurinn, Þór&götu 1 — Simi 7510 (þrjár línur)
Eins og kunnugt er hafa útgerðarmenn sagt upp samn-
ingum um áhættuþókmm sjómanna á togurum, og hafa
krafizt þess að áhætíuþóknunin verði látin niður falla upp-
bótalaust, sem sagt að kjör sjómanna verð rýrð sem því
nemur. Launakjörum togaraháseta er nú þannig háttað að
þeir hafa í föst grunnlaun kr. 359,60 á mánuði, auk þess
lifrarhlut sem er kr. 6,64 á fat til hvers háseta og í þriðja
lagi áhættuþókknunina. Nemur hún nú allt að þriðjungi
af árslaunum háseta, svo að það er engin smávægileg
árás sem útgerðarmenn hafa boðað.
IJtgerðarmenn hengja sig í orðið áhættuþóknun og
segja að liún sé styrjaldarfyrirbæri sem beri að af-
nema nú, þegar styrjöldinni er lokið fyrir alllöngu. Þetta
•er þó hártogun, sjómenn eru fyrir löngu farnir að líta
á áhættuþóknunina sem eðlilegan hluta launa sinna og
telja að vonum að nafnið skipti þar engu máli. En í
sambandi við þessa deilu fer ekki hjá því að verkamenn
í Reykjavik minnist þess að vorið 1942 flutti aðalfulltrúi
Alþýðuflokksihs í Dagsbrún tillögu um að verkamenn færu
ekki inn á nýjar grunnkaupshækkanir heldur bæðu um 15 %
.áhættuþóknun! Það hefur verið lán verkamanna að þeir
hafa ekki hlítt slíkri forustu.
Að sjálfsögðu standa sjomenn einhuga gegn hinni ó-
svjiiiu kröfu útgerðarmanna um allt að þriðjungs niður-
skurð á laununum. Hinsvegar munu þeir margir ugga
um fiamkomu stjórnár Sjómannafélags Reykjavíkur, hvort
hemii sé treystandi í þeim átökum sem nú virðast óhjá-
kvæmileg. Það er því sérstök ástæða til að benda á um-
mæli þau sem Sigurjón Á. Ólafsson lætur Alþýðublaðið
hafa eftir sér í gær:
„Síðan stríðinu lauk Iiafa sjómenn Iitið á áhættu-
þóknunina sem ^ðlilegan Iið í raunverulegum tekjum sjó-
manna vegna stórvaxandi dýrtliðar frá því kjarasamning-
arnir voru gerðir ... af tilboði útgerðarmanna er nú auð-
seð, að tilgangur togaraeigenda er að knýja fram veru-
lega kauplækkun liáseta. HINS VEGAR ER ÞAÐ TVÍ-
MÆLALAUS SKOÐUN HÁSETA, AÐ TEKJUK ÞEIREA
GETI EKKÍ LÆKKAГ. I
Það verður nú eitt \-arkefni sjómanna að sjá til
þess að Sigurjón Á. Ólafsson standi við orð sín.
Það er eitt sem'þjóðfélagið er óspart á við sjómenn,
Það er hrósyrði og innantómt skjall. En þegar til raun-
verulegra hagsmunamála kernur kveður við annan tón.
Sjómenn hafa orðið að knýja allar kjarabætur sínar fram
með valdi samtaka sinna gegn harðvítugri andstöðu auð-
stéttarinnar. Síðasta dæmið um hug auðstéttarinnar til
sjómanna er baráttan um hvíldartímann, þar sem jafn-
vel stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefur gerzt hand-
bendi útgerðarmanna. Og nú bætist við krafan um stór-
fellda kjararýrnun þeirrar stéttar sem aflar gjaldeyris-
ins sem öll afkoma þjóðarinnar byggist á.
Það er kunnara en frá þurfi að segja hvirn óhcmju-
gróða útgerðarmenn hafa 'haft af togurum sínum undan-
<r
farin ár. Þeim hafa safnazt milljónatugir á milljónatugi
ofan, og verulegur hluti þess fjár hefur verið dreginn úr
útgerðinni og lagður í heildsölu og önnur stórgróðafyrir-
tæki í landi. Útgerð nýsköpunartogaranna er enn stór-
gróðafyrirtæki, og séu einhverjir erfiðleikar á útgerð
gömlu 'togaranna, er auðvelt að leysa það mál, t. d. á
kostnað verzlunarauðvaldsins sem hirðir ofsagróða sinn af
þeim gjaldeyri sem sjómenn afla.
Leikfélat; Reykjavíkur sýnLí
Sveinn Sveinsson að inn í Dags-
brún séu ekki teknir aðrir en
þcir sem á skrifstofuna koma.
Náttúrlega verða menn að koma
á skrifstofuna til að innrita sig
og fá sitt skírteini. Eða ætlast
Sveinn til þess að Dagsbrúnar-
stjórnin gangi á alla vinnustaði
með skírteini í vasanum 1....
*
Rukka aðeins „sína
menn.“ (!)
„Svo segir hinn sami maður,
að mönnum sé leyft að vinna ó-
félagsbundnum á félagssvæðinu.
Þetta eru helber ósannindi, því
það eru trúnaðarmenn á hverj-
um vínnustað sem líta eftir
þessu, ásamt stjórninni ......
Einnig segir harin, að Dagsbrún
rukki ekki félagsgjöld inn hjá
öðrum en „sínum mönnum."
Hvað á hann við með þessu?
Ætlast hann til að Dagsbrún
fari að rukka inn félagsgjöld
lijá t. d. Sjómannafélögunum ?.
*
Þeir sem urðu æstir.
„Enn segir í sömu grein, að
Þórður Gíslason hafi deilt á
stjórnina, og þá hafi „kommún-
istar“ orðið mjög æstir. Já, ég
verð nú að segja það, að ég varð
ekki var við að nokkur fundar-
maður yrði æstur; nema Þórð-
ur og Sveinn, þegar þeir fóru
að tala um Moskva ........ Þá
segir greinarhöfundur að Sigurð
ur Guðnason hafi haldið æsinga
ræðn, og sagt, að það væri nú
ekki svo langt undan sem Dags-
brúnarst jórnin stefndi að:
koma á „einræði kommúnista."
Það sem raunvérulega gerðist
var hinsvegar þetta: Sigurður
Guðnason sagði, og það rétti-
lega, að Dagsbrúnarstjórnin
ynni markvisst að því að koma
á einingu og tryggja samtök
verkamanna.
'A-
TiIIaga varðancli hernað-
arbandalagið.
„Svo er sagt að upp liafi ver-
ið borin tillaga um að skora á
Alþingi að samþykkja ekki að
ganga í hernaðarbandalag við
nokkra þjóð. Það er rétt, Sig-
urður bar þessa tillögu upp, en
hitt er ósannindi, að liann hafi
ekki leyft að ræða hana á fund-
inum. Hann spurði fundarmenn,
hvort þeir vildu ræða tillöguna,
en það kvaddi sér enginn liljóðs,
og þá bar hann hana upp til at-
kvæða, og var hún samþykkt
með öllum greiddum atkvæðum
fundarmanna.
*
Félagsgjald raunveru-
lega lækkað.
„Að endingu segir í þessari
landsins, sem ég vona að veit
líka .að þeir komast aldrei; að
minnsta kosti ekki í Dagsbrún.
Dagsbrúnarmaður.“
★
HÖFNIN:
Skúli Magnússon kom af veiðiim
í gær og fór áleiðis til útlanda. Þór
ólfur kom af veiðum og fór í sölu-
ferð. Kári fór á veiðar í gær. Egiíl
Skallagrímsson kom frá útlöndum.
Grimsö (áður Drangey) kom hing-
að f gær. Júpíter var færður af
Kleppsvíkinni inn á höfnina hér í
gær, og er nú verið að búa hann
út á veiðar.
ISFISKSALAN:
1 fyrradag, 8. þ. m. seldi Hvalfell
4138 kíts fyrir 14587 pund í-Hull.
RIKISSKIP:
Esja var á isafjrði í gær um há-
degi á suðurleið, Hekla er í Ála-
borg. Herðubreið átti að fara kl.
10 í morgun frá Reykjavík austur
um land til Bakkafjarðar. Skjald-
breið var í Stykkishólmi i gær. Súð
in var 180 mílur frá Barra Head í
gærmorgun á leið til Italíu. Þyrill
var í Keflavík síðdegis í gær. Her-
móður lá veðurtepptur í Kálfs-
hamarsvík í gærmorgun, á leið til
Drangsness frá Siglufirði.
EIMS'KIP :
Brúarfoss fór frá Reykjavík í
fyrracíag 7,2. til Hamþorgar. Detti-
foss fór frá Kaupmannahöfn í gær
8.2. til Áiasunds, Djúpavogs og R-
víkur. Fjallfoss fór frá Reykjavík
6.2. til Halifax. Goðafoss er í R-
vík. Lagarfoss er í Reykjavík.
Reykjafoss kom til Antwerpen í
fyrradag 7.2. frá Reykjavik. Sel-
foss er í Reykjavík. Tröllafoss
kom til Reykjavikur 5.2. fi'á Hali-
fax. Horsa fór frá Áiasundi í gær-
morgun 8.2. til Vestmannaeyja og
Reykjavíkur. Vatnajökull kom til
Kaupmannahafnar 6.2. Katla kom
til Reykjavíkur 4.2. frá N.Y.
Skip Einarsson & Zoega:
Féldin er í Reykjavík. Linge-
stroom fer til Akraness á miðviku
dagsmorgun, .ef veður leyfir.
Reykjanes er á förum frá Eng-
landi til Grikklands.
Gullfaxi er í
Stokkhólmi; vænt-
anlegur hingað á
laugardag. Hekla
fór í gærmorgun
til Pi’estvíkur og Kaupmannahafn-
ar með 35 farþega. Væntanleg hing
að á morgun. Geysir er í Reykja-
vík. Ekkert flogið innanlands
vegna veðurs.
Næturiæknlr er í læknavarðstof-
unnl, Austurbæjarskólanum. —
Sími £GSa
Sjómannablaðið Víklngur, 1.—2.
hefti þ. á. er nýkomið út. 1 heftinu
eru m. a. þessar greinar: A glap-
stigum eftir Ásgeir Sgurðsson;
Gömul veðurfræði eftir Sigurð Þor-
steinsson frá Flóagafli; Stýri-
mannafélag Islar.ds 30 ára; Félags
mál, eftir Birgi Thoroddsen; Loft-
siglingafræðingúr, eftir G.G. Barr-
ett; Fiskveiðar rrieð rafmagni, eftir
Gísla HalldórSson verkfræðing;
Þættir úr fiskveiðasögu íslands,
eftir Júlíus Havsteen, sýslumann;
„Willemoes," saga eftir E. Juel
Hansen; Leiðir og lendingar við
Faxaflóa, eftir Odd V. Grimsson;
o. m. fl. j
Fulltrúaráð iðnnemafélaganna.
- Fræðslufundur i Félagslíeimili
verzlunarmanna í kvöld kl. 21.00
—- ÍEmii Jónsson ráðherra talar um
stöðu iðnaðarmannsins.
Söfnin: Landsbókasafnlð er opíO
kl. 10—12, 1—7 ög 8—10 alla virka
daga nema laugardaga, þá kl. 10—
12 og 1—7. Þjöðskjalasafuið kl. i
—7 alla virka daga. Þjóðminjasafn-
lð kl. 1—3 þriðjudaga,.fimmtudaga
og sunnudaga. Listasafn Einara
Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu-
dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—10
alla virka daga.
Ungbarnavernd Líknar, Templ-
arasundi 3, ve.rður framvegis opin
þriðjudaga og föstudaga kl. 3,15—
4 e .h.
Nýlega opinberuðu
trúlofun sína, ung-
frú Krjstrún Frið-
finnsd., Mjóstræti
3 og Sigurbjörn
Stefánsson sama
stað. — Þann 29. janúar opinber-
uðu trúlofun sina, frk. Eiwor Holm
frá Falun, Sviþjóð og hr. Sæmund-
ur Óskarsson (Óskars Sæmunds-
sonar, kaupmanns, Akureyri). —-
Sl. laugardag opinberuðu trúlofun
sína, ungfrú Birna Jóhanna Jóns-
dóttir, Herskálacamp 33 og As-
björn Sveinbjörnsson, Lönguhlíð.
Náttúrula’kningaféiag Islands hélt
útbreiðslufund í Skátaheimiiinu
við Snorrabraut sunnud. 23. janúar
kl. 2 e.h. og stjórnaði honum Hjört
ur Hansson, Jónas Kristjánsson,
læknir, flutti þar fróðlegt erindi
um varnir og lækningu mænuveiki.
Þá las Þórbergur Þórðarson kafla
úr nýútkomnum endurminningum
sr. Árna Þórarinssonar, um Guð-
mund lækni i Stykkishólmi. Gret-
ar Fells flutti stutta en lcjarnorða
ræðu um þýðingu náttúrulækninga
stefnunnar, og síðan les AXel
Helgason ritgerð eftir Jónas Krist-
jánsson, úr tímaritinu Heilsuvernd,
um muninn á almennum læknyag-
um og náttúrulækningum. JNTæst
var samtalsþáttur, éftir' Sigurjón
Pétursson, fiuttur af honum og
Axel Helgasyni, um hreindýrin
í Arnarnesi við Þingvallavatn, sem
eyðilögð voru af ferðafólki með
sælgæti og öðrum „fínum“ matvæl
um, svo að þau veiktust og vesluð-
ust upp á fáum árum. Að lokum
las Björn L. Jónsson merkilega frá
sögu af konu með innvortis krabba
mein, sem Are Waerland tókst að
lækna með mataræði og öörum við
eigandi lífernisvenjum.