Þjóðviljinn - 09.02.1949, Page 6

Þjóðviljinn - 09.02.1949, Page 6
6 Þ Jö Ð V I L J.I.N. N Miðvikudágur 9. febrúar 1949. Goffskálk grimmí 0 endurhorinn tEGAR tuttugasta öldin og miðaldirnar mætast þarf engan að undra þótt áreksturinn verði harður. Undanfarið hefur heimurinn horft á lokaþátt slíks á.reksturs suður í Ungverjalandi. Miðaldirnar í per- sónu Mindszentys kardínála háfa staðið fyrir dómstóli hins þriggja ára gamla ungverska lýðveldis. Það er athyglisvert, hversu mönnum, sem hitt hafa kardínálann, verður hugsað til miðaldanna, tíma al- valdis kaþólskrar kirkju á Vesturlöndum. „Þegar ég sá hann . . . vissi ég í fyrsta skipti, hvernig herskár kirkjuhöfðingi á miðöldum leit út í raun og veru," segir Kingsley Martin, ritsíjóri „New Statesman and Nation". „Allt við hann minnir á .... miðaldirnar," segir bandaríska blaðakonan Ruth Karpf. Miðaldavið- horf Mindszentys hafa ekki legið í láginni síðan hann tók við forystu kaþólskrar kirkju í Ungverjalandi í stríðslok. Þegar ungversku vinstriflokkarnir, sem enn stjórna landinu í sameiningu, tóku við stjórn eftir að Rauði herinn hafði hrakið Þjóðverja á brott, ákváðu að skipta stórjörðum aðalsins og kirkjunnar milli landbúnaðarverkamanna, sem í raun og veru höfðu lifað í ánauð á góssum veraldlegrar og geistlegrar yfir- stéttar, barðist Mindszenty af öllu afli gegn þessu réttlætismáli. 1 fyrrasumar sagði hann við Ruth Karpf, að það hefði verið „andkristilegt" að skipta stórjörð- unum. Barnafræðslan í Ungverjalandi hefur að mestu verið í höndum kaþólsku kirkjunnar. Afleiðingin hefur verið fáfræði, seffl hefur verið öllum framförum þrándur í götu. S. 1. sumar ákvað stjórnin, að binda endi á þetta ófremdarástand og taka barnafræðsluna í hendur hins opinbera. Þá snerist Mindszenty öndverður við, bannaði kaþólskum foreldrum að senda börn í ríkisskólana og bannaði vígðum mönnum að kenna við þá. Þetta þótti mörgum kaþólskum Ungverjum keyra úr hófi, en þá hótaði kardínálinn að bannfæra hvern þann, sem opin- berlega gagnrýndi gerðir sínar. Því fór fjarri, að nokk- urs fjandskapar í garð kirkjunnar gætti vð stofnun rikisskólanna, trúarbragðafræðsla var þar t. d. skyldu- námsgrein. En við það vildi Mindszenty ekki sætta sig. Hann heimtaði að hafa allt skólakerfið sér undirgefið og reyndi að eyðileggja það, er krafan fékkst ekki fram. Einn svartasti bletturinn á Mindszenty er Gyðinga- hatur hans. Á stríðsárunum, er Þjóðverjar og ung- verskir kvjslingar myrtu 400.000 ungverska Gyðinga, gerði hann ekki hið minnsta til að hindra þessi hryðju- verk. Mótmæli frá kirkjuhöfðingjum hefðu haft mikil áhrif í ramkaþólsku landi eins og Ungverjalandi. Þýzkir kardínálar ,svo sem Preysihg, mótmæltu villi- mennsku nazista en Mindszenty þagði. Gyðingahatur hans kom líka í ljós í viðtali við brezku blaðakonuna Bertha Gaster. Hann fræddi hana á því að „hermdar- verlcaflokkur Gyðinga" stjórnaði nú Ungverjalandi. Þetta, sem hér hefur verið talið, er opinbera hliðin á- starfsemi Mindszenty kardínála. Hún einkennist af of- stækisfullri baráttu gegn innreið tuttugustu aldar þjóðfélagshátta í Ungverjalandi í stað miðaldalegrar lénsánauðar. En á starfsemi hans er líka önnur hlið, nátengd þeirri opinberu, sem legið hefur í láginni Þangað til fyrir mánuði síðan, er Mindszenty var hand- tekinn og mál höfðað á hendur honum. Kardinálinn hafði sem sé ekki látið sér nægja að kasta sér út í stjór'nmálabaráttuna í Ungverjalandi með hirðisbréfum og bannfæringum, hann var jafnvel enn umsvifameiri bak við tjöldin. I játningu sinni, staðfestri i opinberu réttarhaldi að viðstöddum fréttaritur'um heimsblaðanna. viðurkennir hann, að hafa undirbúið að kollvarpa ungverska lýðveldinu með aðstoð erlendra herja og setja þar á konungsstól Habsborgarann Otto. Til þessa leitaði Mindszenty fulltingis hjá bjargvætti allra fú- inna afturhaldsfauska, Bandaríkjastjórn. 1 staðinn gerði hann kaþólsku kirkjuna í Ungverjalandi að njósnakerfi fyrir Bandaríkjamenn. Sjálfur hafði kardí- nálinn ákveðið að taka sér ríkisstjóravöld er hinn sárþráði, bandaríski innrásarher kæmi arkandi austur Evrópu í krossferðinni gegn kommúnismanum. Einn helzti félagi Mindszentys í samsærinu var Páll Ester- hazy prins, sem fyrir skiptingu stórjarðanna átti 500.000 hektara lands í Ungverjalandii I járnhylki, sem grafið var niður í gól/ kardinála- Louis tSromfield 153. DAGLR. STUNÐTR vísindi þýddu heiðvirði og að heiðvirði leysti úr böndum. Það skar burtu rómantík og tilfinningasemi og margan óþarfa en skildi við sárin hrein og auð- grædd án öra, lífið heilt og hreint og grætt. Það gat losað fólk við margvíslega eymd með þvi að fást við staðreyndir en ekki óhugnanlega vilsu úr- eltra siðgæðishugmynda og tilfinningasaman hrein- leika sem hafði eyðilagt margan mann. Heinni fannst að fyrir Elísabet Towner og börn Elísabetar Town- er lægi nýr heimur þar sem heiðvirði og hamingja væru möguleg. Svo hugsaði hún um Hektor og um giftingu, og hún fann að hugsunin um að giftast honum, meira að segja nú á gamals aldri, hafði alltaf legið falin 'íhugskoti hennar, án þess að hún viðurkenndi það sjálf, því öðrum mönnum og jafnvel henni sjálfri fannst ekki koma til mála að hún færi að giftast svo roskin. Hún fann að þessi hugmynd hafði verið svo sterk að hennar vegna hafði hún þolað Hektor hverja móðgun. Það var eins og hún væri til þess fædd að hugsa um hann. Ástæðuna vissi hún ekki nema hvað hún fann að þrátt fyrir allt var hýn eina manneskjan sem þekkti hann og gæti kannski bjargað honum. Því skyldi hún ekki giftast honum? Nú þurfti hann ekkert að óttast framar og það yrði þeim auðveldara en heita daginn í epplágarðin- um í Staatsburg. Nú var hún gömul kona, heilbrigð og skapgóð, en ekki klaufaleg, titrandi mær, rekin áfram af þrá sem reyndist yfirsterkari siðvenjum og metnaði. En hún þurfti að láta styrkja sig í trúnni og sagði: „Eg gæti ekki gifzt honum nú. Það væri hlægilegt." En Ronnie Mc Clellan hló, hörðum, gerilsneyddum hlátri. Hversvegna ekki? Ekkert gæti aftrað þér. Hann er einmana og óttast ellina og einveruna. En þú mátt ekki ætlast til bónorðs af honum. Það væri eins og að ætlast-til að yxu á hann nýir fætur. Hvers vegna ekki? Það yrði gott ævikvöld fyrir ykkur bæði. Þú gætir farið úr landi og ferðast, kannski kringum hnötinn, notið lífsins og látið Hektor gleyma sjálfum sér. Ykkur fellur báðum vel að lifa og borða af gnægðum. Það er það sem hann vantar. Hann hefur barizt við sjálfan sig alla ævi og orðinn harður og beizklyndur“. Hún stóð upp í ofboði og sagði: „Eg verð að fara, Ronnie. Eg hef tafið þig alltof lengi.“ Hún rétti lionum höndina og sagði: „Þakka þér fyrir allt sem þú sagðir. Eg skal hugleiða það.“ Hann stóð líka upp og sagði snöggt: „Hefur þú gaman af vísindum, Savína?“ „Já, ég hef gaman af næstum öllu. Því eldri sem ég verð því minni tími finnst mér til að læra allt sem ég á ólært.“ ,„Langar þig til að sjá röntgenkvikmynd ? Það er ný uppfinding, spennandi og vel nothæf.“ „Eg er búin að tefja þig of lengi.“ „Það gerir ekkert. Eftir mér verður b‘'ðið.“ Hann hringdi bjöllu og varð altekinn drengs- legri hrifningu. Blá augun ljómuðu og hraustlegt andlit hans varð enn rjóðara. Stífstrokna hjúkrun- arkonan kom inn og hann sagði: „Náið mér í filmu herra Champions, ungfrú Fox. Eg ætla að sýna ungfrú Jerrold hana.“ Hann sneri sér að Savinu: „Komdu inn í dimma herbergið," og fór með hana, dálítið miður sín og órólega, inn í dimmt herbergi, en í dimmunni skein á ferhyrning með daufum silfurlit. Savína var myrkrinu fegin því hún vissi ekki hvað hún átti af sér að gera. Það var eitthvað hneykslanlegt og ósiðlegt við þá hugsun að sjá innýfli Hektors að starfi. Hana langaði að neita boði Ronnies, en gat ekki fengið af sér að draga úr hrifningu hans. Það væri líkt og gefa dreng kinn- hest þegar hann ætlaði að fara að sýna listir sínar. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiHitiup* BogHiennirnir Únglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir •--- GEOFREY TREASE ------------------------- „Þetta eru ekki verstu fréttirnar, Dik- on minn. Segðu Jóni — en engum öðrum, mundu það — að við verðum að vera hér kyrrir og berjast, unz yfir lýkur, hvort sem Vessel kemur eða ekki. Mér hafa borizt fregnir frá Nothingham. Ráðagerð okkar hefur komizt upp, og ráðizt hefur verið á handiðnaðarmennina að óvörum. Foringjar þeirra eru dauðir, —voru hengdir í morgun. Inn í borgina kon* umst við ekki.“ „Og þá?“ stamaði Dikon. Hrói kinkaði kolli. „Það er úti um okk-- ur, úti um okkur alla — ef ekkert undur ber að höndum.“ hallarinnar, fundust bréf þau, sem farið höfðu á milli Mindszenty annarsvegar og bandaríska sendiráðsins í Búdapest og kaþólskra preláta erlendis hinsvegar. Þessi óhrekjandi sönnunargögn nægðu til að hinir ákærðu töldu þann kost vænstan ,að játa atferli sitt, halda því bara fram, að það hefði ekki verið samsæri heldur bara meinlausar bollaleggingar. Árekstur miðaldanna og tuttugustu aldarinnar í Ungverjalandi hefur vakið athygli um allan heim. Reynt hefur verið og reynt verður að gera Mindszenty kardí- nála að píslavotti, telja fólki trú um, að réttarhöldin yfir honum séu árás á trúfrelsi og trúarlíf. Ekkert er fjær sanni. Hér er um að ræða sjálfsvörn hins, unga ungverska lýðveldis gegn ofstækismanni, sem hafði tekið sér það hlutverk, að verja úrelt þjóðfélagsform, sem kirkja hans var orðin samgróin, sókn hins nýja tima. I þeirri baráttu hikaði hann ekki við að vinna verk, sem hann hlýtur að hafa séð, að voru brot á landslögum. | Við Islendingar, söguþjóðin, höfum öll skilyrði til að skilja mál Mindszenty kardínála út frá atburðum í okkar eigin sögu. Þegar athugaðar eru frásagnir af baráttu hans við ungversku lýðveldisstjórnina verður manni hugsað til þeirra tíma, þegar kaþólsk kirkja 1-éði lögum og lofum á Islandi. Þá voru uppi biskupar eins og Ólafur Rögnvaldsson og Gottskálk Nikulás- son grimmi, sem vegna fjárgræðgi sinnar og veraldar- vafsturs áttu í hörðum deilum við veraldlegt vald í landinu. Þessir illræmdu biskupar okkar Islendinga eru andlegir samtimamenn ungverska kardínálans, sem átt hefur svo harða sennu við stjórn lands sins. Það hvarflar jafnvel að manni, að Mindszenty kardí- náli gæti verið Gottskálk grimmi endurborinn. Ung- verska stjórnin cr bara þeim mun hlutskarpari en Jón Sigmundsson lögmaður, að hún hefur komið lögum yfir ofstopamanninn. M. T. Ó. "M’.r.".11"

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.