Þjóðviljinn - 20.02.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1949, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. febrúar 1949. ÞJÖÐVILJINN a Undanhald samkvæmt áætlun lAM ! I síðustu pistlum var kom- izt þannig að orði um Ólaf Thors: „Hann er mikilhæf- astur agent Bandaríkjanna hcrlendis og var nýkominn frá París þegar hann skrif- aði áramótagrein sína, en þar hafði hann hitt yfirboð- ara sína, þegið af þeim fyr- irskipanir og svarið þeim eiða“. Svo er að sjá sem þessi stuttaralega lýsing hafi hitt nákvæmlega í mark, því samkvæmt Morgunblað- inu s.l. miðvikudag hefur Ólafur Thors talið sérstaka ástæðu til að reyna að sann- færa þá 400 Sjálfstæðis- flokksmenn sem staddir voru í Sjálfstæðishúsinu á mánu- daginn var um það að hann væri saklaus af þessum al- varlega áburði. Um sönnun- argögn flokksforingjans ;er ekki getið að öðru leyti en því að haft er eftir honum: „Ólafur kvað sig vita, að sá, sem þessi ummæli hefði við- haft, tryði engu orði þeirra sjálfur.“ Sönnimargögnin eru vissulega eins og efni standa til. Ég skal segja það’ hreinskilnislega og um- búðalaust að ég trúi að sjálf sögðu hverju orði ummæla minna og er þess fullviss að þar er farið með staðreyndir einar, staðreyndir sem liggja eins í augum uppi og frek- ast er unnt, þegar um er að ræða leik í þeirri stórpóli- tísku svikamillu sem tefld hefur verið að tjaldabaki undanfarin ár með sjálfstæði íslands að veði. Ólafur Thors hefði aldrei skrifað áramóta grein sína á þann hátt sem raun sannar, .ef hann hefði ekki verið búinn að skuld- binda sig áður, binda sig heitum í samræmi við fyrir- mæli þeirra erlendu manna sem nú seilast eftir kverka- taki á íslénzkri þjóð. ★ 0 París er nú miðstöð hinnar bandarísku herferðar gegn evrópskri alþýðu. Allir muna hvernig Valtýr Stefánsson var á sig kominn eftir vist *vr- á þeim stað. Hann var grip- inn ritæði, skrifaði síðu eftir síðu í blað sitt þar sem veidd ur var versti sorinn ofan af þeim grautarpotti sósíalisma níðs og rússahaturs sem kraumað hefur í undan- gengna þrjá áratugi. Þar til allt í einu að hann hætti jafn snögglega og hann hafði byrjað. I síðustu grein sinni hafði hann kallað séra Sig- urbjörn Einarsson dósent smurðan Moskvuagent og morðingja og þá loks skild- ist yfirboðurunum að ritstj. Morgunblaðsins átti ekki til þá sálarrósemi forherðingar innar sem einkennir góðan agent. Þó undarlegt megi virðast fataðist Ólafi Thors á ná- kvæmlega sama hátt og rit- stjóranum og hafði þó ferskt víti hans til varnaðar þegar hann skrifaði áramótagrein sina. Efni hennar var rifjað upp í síðustu pistlum, lof- . söngur hans til morðtóla og vígvéla og yfirlýsing hans um að hervæðing íslands væri ekki aðeins lífsnauðsyn leg íslendingum, heldur sjálft skilyrði þess að hægt væri að stofna nokkurt hern- aðarbandalag! Þstta hefur eflaust verið mjög álitlegt úti í París, í hópi bandarísks stórmennis, og í slíkum fclags skap er auðvelt að gleyma því hjómi sem nefnist ís- lenzk þjóð. En minnið kom aftur til Ólafs Thors, heidur óþyrmilega, því enn er það svo að á þessum hólma er íslenzkt andrúmsloft. ★ Undanhald Ólafs Thors kom átakanlega greinilega í ljós á Holsteinfundinum s.l. mánudag, þar sem fjögur hundruð dyggustu fylgis- menn Sjálfstæðisflokksins áttu að taka ákvörðun um stefnu flokksins í „öryggis- málunum" eins og komizt var að orði. Mán’uð eftir mán uð. liafði verið deilt hatram- lega um afstöðu Islands til SKÁK Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Þröngar taflstöður. Ekki er þess að vænta að les- endum þeirra bókmennta er um skák fjalla séu öll hugtök þess- ara-r gagnmerku fræðigreinar jafnljós. Að minnsta kosti undr- aðist ég stórum er ég sá fyrst getið um opnar og lokaðar tafl- stöður. Sum orðin eru þó svo ljós að þau kalla ósjálfrátt á hugtak það sem þau eiga að tákna. Svo er um heiti þessa þáttar, maðup sér ósjálfrátt fyr ir sér menn í þröngum hnapp og lítil færi til heilbrigðrar hreyf ingar Hið síðastnefnda er aðal- einkenni þröngrar taflstöðu óg ef þið sjáið það ekki nú þegar fyrir ykkur, er ráð að skoða eft irfarandi skák úr fyrstu umferð taflmótsins í New York um síð- astliðin áramót. Fjögurra Itiddara tafl. Najdorf. 1. e2—e4 2. Rgl—f3 3. Rbl—c3 4. Bfl—*b5 Pilnik. hernaðarbandálags, mánuð eftir mánuð hafði Morgunbl. mælt með því af öllu ofstæki sínu að Islendingar gerðust stríðsþjóð. Og nú var runn- inn sá dagur að upp skyldi skorinn árangurinn af mán- aðastríði Morgunblaðsins, nú skyldu 400 trúir Sjálfstæðis- flokksmenn leggja blessun sína yfir stefnu Ólafs Thors og félaga hans. En þegar á hólminn kemur gerast þau stórtíðindi að þeir félagar þora ekki að leggja fram til- lögu þar sem minnzt sé einu orði á hernaðarbandalag. Sjálft þrætuepli undanfar- inna mánaða er ekki nefnt í tillögunni. Hinsvegar er sagt að ekkert sé „jafn nauðsyn- legt sem það að tryggja ör- yggi sitt með þeim hætti, sem bezt hentar hverri þjóð fyrir sig.“ Um það er öll þjóðin sammála, hitt er deilu málið hver sá háttur sé sem bezt henti íslendingum. Á- lyktun Sjálfstæðisflokksfund arins leiðir þennan kjarna málsins algerlega hjá sér! Slík er einangrun landsölu- manna að þeir treysta sér ekki einu sinni til að leggja brýnasta áhugamál sitt und- ir atkvæði 400 dyggustu fylgismanna þess flokks sem þeir stjórna. Það er erfitt að gera séb i hugarlund slík málalok fyrir þann sem dvelst meðal bandarískrá fyrirmanna í París. En Ölafur Thors kann sitt fag og þegar hann kemst ekki • beint tekur hann á sig ■ einn af króum þeim, sem eru einkenni á stjórnmála- ferli hans. I öðrum lið álykt- unarinnar er komizt svo að orði á nýjan leik að Islend- ingar verði að treysta öryggi sitt „og beri að stefna að því þannig .. að hcr verCi ekki herstöð - á friðartímum • og ekki herskyldu." Menn taki eftir hinu sérkennilega thorska orðalagi: „beri að stefna að því“! Alveg hlið- U»#1» ................. .. ■ stætt orðalag einkenndi Keflavíkursamninginn á sin- um tíma og var lykillinn að þeim svikum við framkvæmd samningsins sem nú eru öll- um ljós. T. d. hljóðaði 6. grein þess samnings þannig, «ins og Ólafur Thors gekk frá henni í upphafi: „I sam- bandi við rekstur flugvallar- ins munu'Bandaríkin, að svo miklu Ieyti sem kringum- stæffur leyfa, þjálfa íslenzka starfsmenn í tækni flugvalla- rekstrar, svo að Islendingar geti í vaxandi mæli tekið að sér rekstur flugvallarins, að svo miklu leyti sem frekast er unrÁ.“ Þessi grein merkti í raun og veru: Bandaríkin munu ekki þjálfa einn ein- asta Islending í „tækni flug- vallarekstrar“, og sú merk- ing er vissulega í algeru samræmi við þá reynslu sem fengin er. Á sama hátt merk ir annar liðurinn í ályktun Sjálfstæðisflokksfundarins: „öryggi“ landsins skal tryggt með hersetu á friðartímum og herskyldu íslenzkrar æsku. Þegar allt er komið í kring mun ekki standa á mönnum með leikarahæfi- leika að berja sér á brjóst og segja: ég reyndi að halda stefnunni eins og mér bar, en óvæntir örðugleikar hafa breytt öllum aðstæðum! Hið skjóta undanhald Ól- afs Thors og félaga 'nans er þannig aðeins á yfirborðinu, með sjálfum scr eru þeir staðráðnir í því að framkv. áform sín, efna heit sín til fullnustu. Hvernig fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar, verður enn ekki séð. Þó. bend ir æ fleira tií þess að stjórn- arliðið hyggi á þingrof og nýjar kosningár í vor, og fari þess nú á leit við Bandá ríkin að aðild Islands að hern aðarbandalagi verði frestað þar til eftir þann tíma. Þá yrði sem sé reynt að endur- taka söguna frá 1946. Sjálf- •w* stæðisflokkurinn myndi leggja út í kosningarnar und ir kjörorðinu: „Engin her- seta á friðartímum og ekki herskylda". (Það hefur þeg- ar birzt á fyrstu síðu Morg- unblaðsins!), og hinir stjórn arflokkarnir myndu velja sér engu óglæsilegri heróp. Að kosningum loknum myndu þeir síðan skríða saman á nýjan leik og framkvæma svik sín í skjóli þess áð fjög ur ár væru til næstu kosn- inga — og fyrir þann tíma gæti bandarískt herlið bætt þeim upp það fylgi sem kynni að hafa glatazt með þjóðinni. Það má vera að enn einu sinni megi takast að blekkja verulegan hluta þjóðarinnar. Það má vera að þeir verði margir sem trúa Ölafi Thors þegar hann ber sér á brjóst og sver með tilfinningu: „Engin herseta á friðartím- um og ekki herskylda", það má vera að landsölumönnum stjórnarflokkanna þriggja takist að ná meirihluta í slík xfm kosningum. En eitt er víst: Þjóðin mun snúast á annan hátt við svikum full- trúa sinna nú en 1946 — hvort sem þau verða framin fyrir eða eftir kosningar. Þau voru látin viðgangast 1946, þau verða ekki látin viðgangast nú. Áður en Ölaf- ur Thors og félagar ' hans leggja til lokaatlögunnar væri þeim hollt að reyna að gera sér grein fyrir því liver rnuni vera hugur íslenzkrar alþýðu til þeirra, þeirrar al- þýðu sem þeir þekkja aðeins af afspurn, þegar ástandið er slíkt að ekki er talið vog andi að leggja almenna til- lögu, þar sem minnzt sé á hernaðarbandalag, fyrir 400 trúustu Sjálfstæðisflokks- mennina í Reykjavik.. e7—e5 Rb8—c6 Rb8—k:G BÍ8—c5 Þessi vörn er orðin úrelt. Nú leika menn hér Bb4 eða Rd4. 5. 0—0 0—0 6. Rf3xe5! Rc6xe5 Þetta liggur beinast við en er ekki gott. He8 og Bd4 kemur líka til greina, en hvítur sýnist allt af ná betri stöðu. 7. d2—cl4 Bc5—1)4 8. d4xe5 Bb4xc3 9. b2xc3! Rf6xe4 10. Ddl—d4 Re4—g5 ? En hér var áreiðanlega betra að leika d7—d5. t. d. 11. exd6 a. p. Rxd6 12. Hdl Bf5 13. Df4, eða 11. f3 Rg5 12.' Bxg5 Dxg5 og Dxd5 er ekki hægt vegna c6. 11. Bd3 strandar á c5 12. Da4 Rg5. Ef til vill er 11. c4 með þrýstingi á d5 og e4 einna bezt. 12. Bcl—a3 Hf8—e8 13. Hal—dl c7—c6 Hér býr svartur við þrönga stöðu, d-peðið kemst ekki fram vegna þrýstingsins á d-línunni,. en það lamar svo aftur allan drottningarvæng svarts. 14. Iíb5—d3 En ekki Bb5—e2?, d7—d5!. 14. ---- d7—d5 . Svartur'afræður að fórna peð inu. 15. e5xd6 a. p. Bc,8—d7 16. f2—f'4 Rg5—e6 17. Dd4—f2 Dd8—b6 18. f4—f5 Db6xf2f 19. Hflxf2 Re6—g5 20. Hf2—f4! Peðfórnin losaði ekki nema lítið um stöðuna. Það sem eftir er taflsins þarfnast fárra skýr- inga, Najdorf heldur Pilnik í járngreipum, gefur • honum hvergi færi. Síðasti leikur hans á t. d. að liindra Rg5—e4. 20. ---- f7—f6 21. c3—c4 Rg5—f7 22. c4—c5 b7—b5 23. Ba3—b2 Rf7—e5 24. Bd3—e4 Kg8—f7 25» Bb2—d4 g7—g5? f ijiy ‘Vll 'nmnjip Að vísu væri 'ekki hægt að halda stöðunni lengi, en samt var'óþarft að opna hvítum nýja sóknarlínu. Bezt var að bíða á- tekta. ■ 26. fðxgG a. p. h7xgG 27. Hdl—fl f6—i'5 28. g2—g4 Re5—c4 29. Hfl—f2 Svartur hótaði Rd2 29. ---He8—gS 30. g4xf5 g6xf5t 31. Kgl—fl Hg8—g5 32. h2—h4 . Hg5—g3 33. Be4xf5 Bd7xf5 34. Hf4xf5f . Kf7—eG 35. Hf5—g5 Hg3xg5 Hh3 er ekki hægt vegna máts í 4. leik. 36. h4xg5 Ha8—g8 37. Hf2—e2t Ke6—d5 38. Bd4—f6 Rc4—a5 39. d6—d7 - Ra5—b7 40. He2—e8 Hg8—gS Framh. á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.