Þjóðviljinn - 20.02.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1949, Blaðsíða 6
6 Þ JÖÐVIL JINN Griskur harmleikur '^T’arla líður svo nokkur vika, að ekki berist fregnir um nýjar fjöldaaftökur í Grikk- landi. Á þingi SÞ síðastliðið haust játaði Tsaldaris, utanrík- isráðh. stjórnarinnar í Aþenu.að 1500 manneskjur hefðu verið teknar af lífi og 3238 biðu dauða síns. Síðan hefur aftökun um fjölgað heldur en fækkað. Mikill hiuti hinna líflátnu eru konur og unglingar. Þrátt fyrir þetta hryllilega blóðveldi, sem ekki gefur eftir aðförum Gesta- po í hernumdum löndum Evr- ópu á stríðsárunum, eflist frels ishreyfing grískra lýðveldis- sinna stöðugt. Þrátt fyrir ríku- legar bandarískar vopnasending ar og aðstoð brezkra og banda- rískra hernaðarsérfræðinga við her Aþenustjórnarinnar gerist Lýðræðisherinn æ umsvifameiri. rsök þeirra hörmunga, sem verið hafa hlutskipti Grikkja síðan Þjóðverjar hörf- uðu úr landinu seiht á árinu 1944, er sú ákvörðun brezku og síðar bandarísku ríkisstjórnar- innar, að gera Grikkland að hernaðarlegu útríki sínu í Suð- austur-Evrópu. I baráttunni gegn Þjóðverjum hafði myndazt í Grikklandi samfylking verka- lýðsflokkanna og frjálslyndra borgaraflokka, er nefndist EAM og naut tvílmælalaust stuðnings mikils meirihluta þjóðarinnar. Bretar höfðu hins- vegar á sínum snærum gríska útlagastjórn, arftaka einræðis- stjórnar Metaxas, sem kúgaði griska alþýðu árin fyrir styrj- öldina. Bretar vissu, að EAM stefndi að róttækum þjóðfélags- umbótum og myndi ófáanlegt til að stjórna Grikklandi í sam- ræmi ' við brezka heimsveldis- hágsmuni. Þegar kóm til á- rekstra milli EAM og liðssveita útlagastjórnarinnar var þvi brezkur her ásamt lögreglusveit unum, sem Þjóöverjar höfðu myndað; sendur gegn grísku mótspyrnuhreyfingunni. essari viðureign lauk með hinu svonefnda Varkitsa- samkomulagi. Féllst EAM þar á, að leggja niður vopn gegn því að Bretar ábyrgðust; að eng ar hefndarráðstafanir ættu sér stað. Þetta samkomulag var þó brátt svívirðilega rofið. Virkir meðlimir EAM voru handteknir þúsundum saman, píndir og drepnir eða hnepptir í fangabúð ir. Etjórn EAM skírskotaði til ábyrgðar Breta á Varkitsasam- komulaginu, en þ'eir létu það sem vind um eyrun þjóta. Vopn aðir flokkar hægrimanna fóru um landið, rænandi og myrð- andi í skjóli yfirvalda Aþenu- stjórnarinnar og hernámsliðs Breta. Meðan þessi ógnaröld stóð yfir voru látnar fara fram kosningar, sem bæði vinstri- og miðflokkarnir neituðu að taka þátt í og meira að segja Sofu- lis, forsætisráðherra núverandi stjórnar í Aþenu hefur opinber lega játað að hafi hvorki verið frjálsar né lýðræðislegar. r sýnt var, að stjórn hægri- flokkanna í Aþenu var stáðráðin í að brjóta öll vinstri- öfl.-á balc aftur með fasistisk- um kúgunaraðferðum í skjóli brezks herliðs, flýði fjöldi manna til fjalla með vopn þau, sem þeir höfðu beitt gegn Þjóð- verjum og hófu nýja frelsisbar- áttu. Sumarið 1947 var stjórn Frjálsra Griklcja mynduð í fjöll um Norður-Grilcklands undir forystu Markosar hershöfð- ingja, sem nú nýlega lét af störf um vegna langvarandi veik- inda. Bretum. reyndist um megn að halda hinni spilltu og dug- lausu Aþenustjórn við völd gegn vilja alls þorra grísku þjóð arinnar, og vorið 1947 hljóp Bandaríkjastjórn undir bagga og hefur síðán varið yfir 500 milljónum dollara til hernaðar- legs og fjárhagslegs stuðnings við valdakiíkuna í Aþenu. Bandarískir liðsforingjar hafa milljónum dollara til hernaðar- aðgerðum gegn Lýðræðishern- um. Allt þetta hefur komið fyr ir ekki, skörðin, sem tekizt hef- ur að.höggva í Lýðræðisherinn, hefur grísk alþýða fyllt jafnóð- um og meira en það. Banda- ríkjaménn sjálfir telja, að hann sé nú fjórðungi öflugri en er þeir hófun íhlutun sína í Grikk- landi. ■^^"esturveldin „hafa ekki gert sér það ljóst, að nýtt fólk hefur komið fram á sjónarsvið- ið í Grikklandi — eins og í öðr- um löndum — vegna stríðsins, hernámsins og frelsisbaráttunn- ar," segir J. A. Sofianopoulos, fyrrverandi utanrikisráðherra Grilcklands og foringi eins mið- flokkanna. „Framtiðin til heyrir þessu nýja fólkl. Að loka aug- unum fyrir þessari félagslegu og stjórnmálalegu breytingu, að virða að vettugi framfaraöflin, sem allur almenningur í Grikk- landi telst til, er að byggja á sandi og eiga á hættu, að vakna upp við vondan draum." jgöðulsveldið í Grikklandi sannar það bezt, hver sú „siðmenning" er, sem málsvar- ar heimsvaldastefnu engilsax- nesku þjóðanna eru alltaf með á vörunum, og hvað felst í tali þeirra um vestrænt lýðræði. 1 ofsóknaræði sínu hefur Aþenu- stjórnin afnumið allar réttar- farsreglur, fólk er dæmt til dauða og tekið af lífl þúsund- um saman án þess að það komi vörnum við og fyrir þær salcir einar, að aðhyllast „hættulogar" skoðanir. Maðurinn, sem myrti Ladas dómsmálaráöherra í • fyrra, slapp mað fangelsisvist, er hann undirritaði yfirlýsingu, þar sem hann fordæmdi baráttu Lýðræðishersins. Aðrir menn, sem aldrei tókst að sanna, að hefðu hið minnsta verið viðriðn- ir morðíð, voru dænidir til dauða og skotnir, vegna þess að þeir fengust ekki til að afneita sannfæringu sinni. Ábyrgðin á slíkum dómsmorðum hvílir á Truman, og Attlee, sem halda böðlunum við völd. 1 staðinn fá Bandaríkjamenn að byggja flug vélli fyrir þyngstu sprengjuflug- vélar við Saloniki, Kozar.i og Kavalla í Norður-Grikklandi, fárra klukkustunda flug frá Odessa og Kieff. M.T.Ó. Sunnudagur 20.. febrúar 1949. 'xs StWS' Louis Bromfield 163. DAGIJR. STUNÐIR var að geyma þær upplýsingar sem lengst, og þá því aðeins að Jim þyrfti þess með. Ef þess þyrfti ekki fengi aldrei neinn að vita það. Hún fór að gráta, svo hljóðlega að hann þóttist sjá að það var ekki uppgerð, eins og hún átti vanda til. „Eg er alveg í vandræðum, hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera. Eg hefði ekki sent eftir þér ef ég hefði séð nokkurt ráð.“ „Hvar er Jim,“ spurði hann og varð ljóst að þetta var í fyrsta sinn sem hann kallaði mann hennar Jim, og að það var vegna þess að hann vorkenndi henni og vildi láta hana finna að hann ætlaði að hjálpa henni. „Hann er ómögulegur. Hann sefur, alveg upp- gefinn. Hann var dauðadrukkinn í nótt. Hann gæti ekki — hann gæti ekki hafa gert það. Og hann datt þegar hann hljóp niður stigann og handleggsbrotnaði. Hann getur ekkert nema þvælzt fyrir“. Tárin streymdu niður vanga henn- ar. „Hvað eigum við að gera. Hvað eigum við að gera?“ Öðru sinni þóttist hann sjá hina nýju Fann- eyju, sömu konu og hann þóttist sjá gegnum bréf- ið. Hafi hún ætlað að leika sjónleik þegar hún kom inn í herbergið var það áform gleymt. Hún var mannleg og sönn, grátur hennar mýkti hana og gerði hana aðlaðandi. En hann ásetti sér að láta ekki ánetjast á ný, hvað sem fyrir kæmi, og sagði: „Sagði Jim þér allt af létta?“ „Jú.“ „Segðu mér hvað hann sagði. Segðu mér hvað gerðist. Við verðum að taka varlega á þessu.“ -Hún sagði honum allt sem Jim hafði sagt henni, og meðan hún sagði frá gat Melbourn ekki varizt því að athygli hans beindist meir að Fann- eyju sjálfri, kvaldri og auðmjúkri, öll hégóma- girndin farin, — en að sjálfri sögunni. „Hún hefur gott af því öllu,“ hugsaði hann vægðarlaust. „Hún kemur frá því sæmilega heið- arleg. Þetta ér í fyrsta sinn sem eitthvað snert- ir hana.“ En meðan hann hlustaði fann hann líka að ekki var allt búið þeirra á milli, að minnsta kosti ekki frá hennar hlið, það lá eitthvað í loft- inu sem gerði honum órótt. Hann vissi ekki hvað það var, en hann fann að hann gæti gert við hana hvað sem honum sýndist, og að bak við sögu Jims beið hún þess að fá hann aftur, hv'að sem það kostaði, og það lá henni þyngra á hjarta en morðmálið. Það var eins og líkami hennar kæmi upp um Hana og hugur hennar yrði gegnsær. Hann horfði svo fast á hana að hún hætti í miðri setningu og spurði: „Hvað er að? Hversvegna horfirðu svona á mig ?“ Og hann svaraði: „Eg var ekki að horfa á þig. Bara að hugsa um það sem þú ert að segja.“ Þegar frásögninni lauk sagði hann rólega: „Eg bjóst við einhverju þessu líku.“ „Hvað eigum við að gera?“ Andartak þagði hann, en sagði svo: „Það er tkki nema eitt að gera, komast burt eins fljótt cg hægt er, strax í kvöld ef skipsferð er.“ „Já, París fer. Mér datt það í hug. Við erum búin að ganga frá dótinu. Vegabréfin eru í iagi. Við létum stimpla þau í fyrra þegar við fórum til Skotlands." Hann sá að hún roðnaði og vissi samstundis að það var vegna þess að orðið Skotland minnti þau bæði á ferðina er þau fundust fyrst. „En hvað eigum við að gera þegar það kemst upp hver „hr Wilson“ er? Ef farið verður að síma til Evrópu og Jim hundeltur af erlendri lög- reglu .... vísað úr landi og allt það. Það yrði liræðilegt.“ llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllll Bogmennirnir tJnglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir — GEOFREY TREASE — „Jæja, félagar! Nú leggjum við land undir fót norður á bóginn, svo fljótt sem auðið er.“ Hrói hélt á rjúkandi kjötstykki milli fingra sér og fékk sér bita af öðru hvoru, þess á milli talaði hann við félaga sína. Þeir þyrptust um hann til þess að heyra betur, hvað hann segði. „Ef við látum okkur nægja að lifa hér á sama hátt og við áður gerðum, eruni við öruggir í ,Sherwoodskógi enn sem fyrr. En ég er orðinn leiður á því að fara huldu höfði hér um skóg- ana. Enn erum við ekki sigraðir“. „Engan veginn,“ samsinntu hinir skógarmennirnir einum rómi. „íbúar Jórvíkurhéraðs eru reiðu- búnir til uppreisnar, allir sem einn. En þeir bíða aðeins eftir forystu. Að þessu sinni var heppnin ekki með okk- ur. Ef hertoginn hefði ekki komið til skjalanna, hefðum við haft aðra sögu að segja. En betur mun ganga í Jór- víkurhéraði“. DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.