Þjóðviljinn - 22.02.1949, Side 4

Þjóðviljinn - 22.02.1949, Side 4
4 Þ JÓÐ VILJINN Þriðjudagur 22. febrúar 1949. ÞiónyiuiNN Ctgefandl: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn *« Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb'. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmið.ia. Skólavorðu- stíg 19 — Sími 7600 (þrjér línur) Askriftarverð: kr. 12.00 á mánuðl.—LausasCluverð 60 aur. elnt. Prentsmiðja IÞjóðvlljans h. t. Sóstalistaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — oími 7610 (þrjár línur) Þjóðviljinn rakti nýlega allýtarlega vinnubrögð Framsóknarfiokksins, sem virtust mótasb í einu og öllu af kjörorðinu: Verkin þegja en Tíminn talar. Var í því sambandi rifjað upp af gefnu tilefni samband Framsókn- arflokksins við Jóhann Þ. Jósefsson, þann ma-nn sem Tím- inn hefur æ ofan í æ talið persónugerving fjármálaspill- ingar og óheiðarlegra viðskiptahátta í landinu — en Fram- sóknarflokkurinn hefur engu að síður stutt ötullega til æðstu yfirráða yfir fjármálum þjóðarinnar tvö undanfar- in ár! Tíminn hefur að vonum orðið mjög sár út af þess- um skrifum og reynt að bera af sér eftir megni, en skrif- hans hafa mótazt annað tveggja af furðulegri gleymsku — eða furðulegri trú á gleymsku almennings! Skal Timinn því enn einu sinni minntur opinberlega á litia, en lær- dómsríka sögu, sem raunar hefur verið drepið á hér áður: Það var 1. febr. 1947. Stefán Jchann Stefánsson var í samningamakki við versta afturhaldið í Sjálfstæðis- flökknum og búralegasta íhaldið í Framsóknarflolzknum um myndun nýrrar ríkisstjómar. Almenningur beið inilli vonar og ótta og óskaði þess í lengstu lög að þetta sam- særi auðstéttarinnar mistækist. Að morgni þessa dags kom Tíminn út og á fyrstu síðu hans var firnastór fyrir- sögn: „Hneykslismál í uppsiglingu". í greininni var siðan frá því skýrt að eitt fyrirtæki Jdhanns Þorkels Jósefsson- ar hefði gerzt sekt um ólöglegt athæfi, gjaldeyrisstuld. Hafði það sent til viðskiptanefndar í ógáti bréf sem sönn- uðu ao brezk fyrirtæki höfðu samkvæmt ósk þess, „bætt svokölluðum umboðslaunum þess við útflutningsvero vöru- sendinga til þess, en lagt upphæðina inn í reikning íyrir- tækisins í Hambrosbanka. — Við þetta er það að athuga, að íslenzkum aðilum ber að standa skil á öllum gjaldeyri, sem þeim áskotnast, og með öllu er óleyfilegt að bæta hin- um svokölluðu umboðslaunum ofan á vöruverðið, án sér- stakrar heimildar frá viðskiptaráði, eins og skiljanlegt er, þar sem umboðslaunin eru í raun og veru afsláttur á verð- inu, sem innflytjandinn fær, og þess vegna f jarri öllu lagi, að þau komi frarn í verði vörunnar, þegar hann selur hana aftur, auk þess sem þá væri einnig sköpuð aðstaða t;l á- lagningar á þau“. Tíminn heldur síðan áfram og skýrir frá því að húsrannsókn hafi verið framkvæmd og réttarhöld farið fram hjá sakadómara og rifjar að lokum upp sdgu þessa fyrirtækis Jóhanns Þorkels í nokkrum orðum: „Það var þetta fyrirtæki, sem átti faktúruna í tunnunni, sem alkunn varð og ljóstraði því upp, að fyrirtækið hefði áður lagt fram falsaða reikninga til þess að ná hærra innflutn- ingsverði og meiri álagningu á vörur sínar. Það sannaðist einnig, að það 'hafði flutt inn í stórum stíl allt aðrar vöi*- ur en því hafði verið veitt leyfi til af gjaldeyrisyfirvöld- unum. Má því segja að slysin elti þetta fyrirtæki“. Þetta var 1. febr. 1947. Fjórum dögum síðar birtir Tíminn nýja fyrirsögn á fyrstu síðu um að ný stjórn væri rnynduð, ásamt rnynd af Jóhanni Þorkeli Jósefssyni, sem orðinn var æðsti yfirmaður íslenzks f jármálalífs með stuðn- ingi Framsóknarflokksins —og Tímans! Síðan hefur aldrei verið minnzt á þetta „nýja hneykslismál" í Tímanum og réttarrannsókn sú sem hafin var lognaðist út af um leið og Tíminn birti myndina af fjármálaráðherra sínum! Og því skal Þórarinn Tímarítstjóri spurður: Var það einn liður í „málefnasamningi" ríkisstjórn- arinnar að réttarrannsóknin gegn fjármálaráðherr- anum skyldi látin niður falla? Hættan af klakastykkj- um á húaþökum. „Varkár“ skrifar: „Eg vil biðja Bæjarpóstinn að benda á þá hættu, sem vegfarendum get- ur stafað af því, er ísdrönglar myndast á þakskeggjum hús- anna hér í bænum; en það hafa einmitt verið óvenju mikil brögð að þessu í umhleypingunum síð- ustu vikurnar. Þar sem ég þekki til í borgum erlendis, hafa oft orðið slæm slys, jafnvel dauða- slys, af því að klakastykki falla af húsþökunum í höfuð vegfar- enda. Og raunar þarf ekki að leita til útlanda eftir slíkum dæmum, því ég man ekki betur en það gerðist á Akureyri fyrir nokkrum árum, að maður beið bana af því að klakastykki féll af húsþaki í höfuð honum .... Nú vil ég þessvegna bera fram þá tillögu, að húseigendur verði skyldaðir til að láta brjóta burt klakann af þökum húsa sinna, þannig að tryggt sé að ekki valdi slysum. — Varkár.“ ¥ Nú eru altlrei barna- sýningar. Eg fór í Austurbæjarbíó • sl. sunnudag að sjá ,,Gullæðið“ hans Cliaphns. Húsið var fullt af börnum, sem með hinni frjálsu gleði Sinni veittu manni ekki minni skemmtun en sjálf hetja myndarinnar. — En þetta minnti mig á bréf, sem fyrir sakir gleymsku minnar hefur legið óbirt í skúffunni nokkurn tíma: „Hversvegna eru kvik- myndah. alveg hætt að hafa sér- stakar sýningar fyrir börn?“ spyr höfundur bréfsins. „Þegar ég var krakki var það venja að haldnar voru barnasýningar á hverjum sunnudegi, og verðið á aðgöngumiðum var þá aðeins tæpur helmingur þess, sem full- orðnir þurftu að borga.“ ¥ Sanngirniskrafa foreldra. Og taréfritarinn heldur áfram: , Þessi siður hélzt víst alveg fram á hernámsárin, en þá lagð ist hann niður, einhverra hluta vegna. Síðan hafa ekki, svo ég viti, verið neinar sérstakar b&rnasýningar á ltvikmyndahús unum. Því verður þó varla and- mælt, að kvikmyndahúsin ættu að skoða það skyldu sína að hafa sérstakar barnasýningar. . Það eru ekki nema tiltölulega fáar kvikmyndir, sem börnum er leyft að sjá, og þá er ekkert vit að láta þessa iitlu anga borga sama verð fyrir aðgöngu miðana eins og fullorðið fólk. Auk þess er það að ýmsu leyti truflandi fyrir báða aðila, börn og fullorðna, að vera saman á sýningum .... Mér finnst það vera sanngirniskrafa okkar for- eldranna, að lcvikmyndahúsin taki aftur upp sérstakar barna- sýningar — H.“ ★ Sigríði Eiríksdóttur þakkað. Þá hefur kona ein hringt og beðið mig að færa sínar beztu þakkir fólki því, sem fram kom á hinum ágæta fundi Þjóðvarn- arfélagsins í Austurbæjarbíói sl. sunnudag. „Skilaðu því sérstak- lega til hennar Sigríðar Eiríks- dóttur," sagði konan „að hún eigi óskipta aðdáun mína fyrir frammistöðuna. Ræða hennar var með afbrigðum röggsamleg. — tsland á vissulega öflugan má'.svara, þar sem Sigríður er með allan sinn dugnað og gáf- ur.“ ¥ Snjór á gangstéttum. Að endingu ofurlítið bréf um snjó á gangstéttum og ráð til að fá hann bnrt: Það á sem sé að krefjast þess, að hver og einn geri hreint fyrir sínum dyr um. Ibúarnir í hverju húsi eiga að moka snjónum af „hlaðinu" hjá sér, Iialda auðum þeim kafla gangstéttarinnar sem er fyrir framan heimili þeirra . .. . “ Þessi uppástunga hefur áður verið sett fram hér í dálkunum, en án árangurs. Vonandi verða einhverjar undirtektir, nú þegar hún hefur verið ítrekuð. Franskur togari kom hingað í fyrrakvöld, að taka kol. Esja kom út strandferð í fyrrinótt. Skúli Magnússon kom frá útlöndum í gærmorgun. Belgaum kom af veið- um í gærmorgun og fór áleiðis til Englands. Skeljungur fór til Borg- arness í gær með olíu. Horsa fór til Akrancss í gær að lesta fisk. Skallagrímur var tekinn í slipp í gær. ÍSFISKSALAN: S. 1. laugardag seldi Surprise 5335 vættir fyrir 13003 pund í Fieetwood. RIKISSKIP: _ Esja er í Reykjavík. Hekla er í Aiaborg. Herðubreið er í Reykja- vík. Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur í dag. Súðin er á leið frá Gibraltar til Italíu. Þyrill er á leið til Danmerkur. EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Leith 18.2. til Reykjavíkur. Ðettifoss kom til R- Var það annar liður í sama .,,málefnasamningi“ að Timinn skyldi þegja um þetta „nýja hneykslismál“ ? Hvað fekk gleðikonan í Edduhúsinu í aðra hönd fyrir þjónustulipurð sína vlð þann mann sem hún hafði áður talið persónugerving fjármálaspillingar og ó- heiðarlegra viðskiptahátta í landinu — og nú var orð- inn f jármálaráð'herra með hennar stuðningi? vikur 17.2. Fjallfoss kom til Hali- fax 18.2. frá Reykjayík. Goðafosa fór Væntanlega frá Hull í gær 21.2. til Reykjavíkur. Lágarfoss er í R- vik. Reykjafoss fór frá Hull 20.2. til Reykjavíkui*. Selfoss fór frá Húsavík 18.2. til Antwerpen. Trölla foss fór frá Reykjavík 16.2. til N, Y. Horsa er á Akranesi. Vatnajölc uil er á Djúpavogi. Katla fór frá Reykjavík 13.2. til N.Y. Næturvörður er i Laugavegsapó- teki. — Simi 1816. Næturakstur í nótt annast HreyfiU — Sími 6633. Hekla átti að fara til Prestvíkur og Kbh. kl. 8 í morg- un, með 25 farþega, ef veður leyfði. Gullfaxi kom frá Ivbh. kl. 3.30 í fyrradag. Ekkert fiogið innanlands í gær. Kvenfélag Sósialista'' ' i - "* heidur fund í Breiðíirðingabúð í kvöld kl. 8.30. Itaupendur Eyjablaðsins í Reykjo,- vík eru beðnir að vitja blaðsins eftirleiðis í afgreiðslu Þjóðviljáns. 18.00 Barnatími: Framhaldssaga (frú Sólveig Péturs dóttir). 20.20 Tón- leikar Tónlistar- skólans: Einleikur á píanó ( Lanzky-Otto): Partita í c-moll eftir Bach. 20.40 Erindi: Loftslagsbreytingar á jörðunni; V. crindi: Loftslagsbreyting síðustu áratuga (dr. Sigurður Þórarins- son). 21.05 Tónleikar. 21.15 Unga fólkið: Erindi og samtöl. 22.15 End urteknir tónleikar: „Francesca da Rimini," fantasía eftir Tschaikow- sky (plötur). 22.40 Dagskrárlok. Bl. laugardag voru gefin sam,- an í hjónaband, ungfrú Svav.a Sigurðard. óg Ágúst Jónssonr sjómaður. Séra Jakob Jónsson gaf þau saman. Heimili brúðhjónanna verður að Njálsgötu 20. G E N G I Ð: Sterlingspund 26,22 100 bandarískir dollarar 650,50 100 svissneskir frankar 152,20 100 sænskar krónur 181,00 100 danskar krónur 135 57 100 norskar krónur 131,10 1000 franskir frankar 24.69 100 hollenzk gyllini 245,51 100 belgiskir frankar 14.86 100 svissneskir frankar 152,20 Hjónunum Mar gréti Magnúsdóttur og Sigurði Jóns- syni, Grenimel 23, fæddist 15 marka sonur 19. febrúar. — Hjónaefnunum Björgu Þorkels- dóttur og Rágnari Agnarssyni, Stórholti 12, fæddist 16 marka son- ur 19. febrúar. Sl. laugaröag ’opinberuðu trúlof- un sína, ungfrú Bjarney G. Ólafsd. hárgreiðslumær, frá Knarrarnesi og Guðmundur Jassonarson, rafvirki. — Sl. föstudag opinberuðu trúlof- un sína, ungfrú Jakobína Sigurðar dóttir,' skrifstofumær, Flókagötu 4, Reykjavík og Þorgrímur S. Björg- vinsson, Garði í Mývatnssveit. Siifnin: Landsbókasafnið er 001? 10—12, 1—7 og 8—10 alla viru» daga nema laugardaga, þá Jrl. 10— 12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. S —7 al!a virka daga. Þjóðminjasatri' ið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga oe. sunnudaga. Listasafn Einars Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið ki. 10—lé alla virka daga. Veðurútlit í daft': — Gengur í allhvassa austanátt með slyddu síðdegis, en léttir sennilega til með norðaustanátt, þegar líðu.r á kvöldið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.