Þjóðviljinn - 23.02.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.02.1949, Blaðsíða 6
6 Þ JÖÐVIL JINN Miðvikudagur 23. febrúar 1949, AlþýSa Indlands arffaki frelsisbaráffunnar —miinninM i wiiMi' ■ nwiri Louis Bromfield 165. DAGUB. FRÁ. því stríði lauk hefur iðn- aðarframleiðslu Indlands hrakað i flestum greinum. Stál- framleiðslan fór niður í 1200 000 tonn eftir stríð og er enn í hnignun, varð 1948 aðeins 850 000 tonn. Járnframleiðslan er einnig í hnignun. Fram- leiðsla vefnaðarvara er minni en á stríðsárum. Auðvald Bret- lands og Bandaríkjanna, sem indverska borgarastéttin hallast að, hefur síður en svo í hyggju að efla iðnaðarþróun Indlands, reynir meira að segja að tefja hana og hindra, svo hœgt sé að nota landið sem markað fyrir brezkar og bandarískar vörur. Mikið magn fullunninna vara er flutt frá Bandarikjunum og Bretlandi til Indlands. Meðan Indland er háð erlendum stór- veldum efnahagslega getur iðn- aður landsins ekki þróazt nema að því skapi sem hinum er- íendu herrum þykir hagkvæmt. M^FNAHAGSLEGT sjálfstæði Indlands er einungis hugs anlegt ef stóriðja landsins yrði þjóðnýtt. Foringjum Kongress- flokksins er það ljóst og hömr- uðu á því áður en þeir komu til valda. En ekki er hægt að þjóð nýta stóriðju Indlands án þess að rekast á hagsmuni auðbur- geisanna Tata, Birla, Dalmia og annarra sem foringjar Kong- ressflokksins styðjast við, enda hefur rikisstjórnin frestað þjóð nýtingu stóriðjunnar um ára- tug. t>að nær einnig til iðnaðar fyrirtækja í eigu brezkra auð- félaga. Indverska auðvaldið er of tengt hinu brezka til að láta viðgangast þjóðnýtingu stóriðj- unnar. Frá því um strið hafa veriö mynduð mörg brezk ind- verzk hlutafélög og bandariskt auðmagn streymir nú einnig inn í indversk fyrirtæki. gVIPUÐU máli gegnir um nýskipan landbúnaðarmála. Svo á að heita að verið sé að undirbúa þá nýskipun, en ekki virðist í ráði að snerta neitt verulega á forréttindum land- herranna, þeim eru ætlaðar ríkulegar bætur fyrir hverja landspildu og bændur fá ekki nóg til að tryggja sig gegn hungri. Þó af þessum áætlunum yrði má hcita að arðránsað- staða hinna lénsku landherra sé óskert. Með því móti á ind- verskur landbúnaður sér ekki viðreisnar von, enda hrakar framleiðslunni. Gert er ráð fyr- ir að á þessu ári muni þjóðina skorta þrjár milljónir tonna af korni. 1 Suður-Indlandi er hung ursneyð yfirvofandi. Ríkis- stjórnin er að koma á skömmt- un á ný ,en skömmtun var af- numin snemma árs 1948. Nú í febrúar verða nauðsynjar 70 milljóna Indverja skammtaðar og verður brauðskammturinn 113—170 g. á dag. Hnignun fram léiðslunnar í iðnaði og landbún- aði veldur minnkandi þjóðar- tekjum, úr 67 rúpíum á mann árin 1939—40 i 62 rúpía 1947—- 1948. J^JAMTÖK bænda og verka- manna eru ofsótt um allt Indland. 1 mörgum landshlutum hefur Kommúnistaflokkur Ind- lands verið bannaður. Blöð hans hafa nær öll verið bönnuð. Dreifing aðalmálgagns lcommún ista, „Alþýðuöldin", er bönnuð víða um land. Kongressfiokk- urinn hefur klofið verkalýðs- hreyfinguna, Alþýðusamband Indlands, með því að stofna ný samtök, er njóta verndar Sard- ar Fatels ,varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra, fulltrúa afturhalds og stóriðju. Þrátt fyr ir starf nýju félaganna, sem ganga skipulagt að verkfalls- brotum og þjónustu við stjórn- arvöldin, logar allt Indland í verkföllum. Fyrstu þrjá mánuði ársins 1948 voru háð 1811 verk- föll, af 1 840 780 verkfallsmönn um, til baráttu gegn vaxandi dýrtíð og almennum uppsögn- um. Þúsundir verkfallsmanna og leiðtoga verkalýðsfélaga hafa verið fangelsaðir. — Frjáls lyndu æskulýðsfélögin og bændasamtökin hafa einnig ver ið ofsótt. Þannig er innanlands ástandið í Indlandi fyrsta sjálf- stæðisárið. Jafnvel blöð Kon- gressflokksins viðurkenna mis- tökin. Blaðið Amrita Bazar Pat- rika í Bengal ritar í nýjárs- hugleiðingu að árið 1948 hafi verið harmleiksár, ár drauma og vona sem ekki rættust, ár árangurslausrar viðleitni að flytja þjóðinni frið og velmeg- un. Blað indverskra sósíaldemo- krata, Free Press Journal, segir í áramótagrein að fyrsta ár „sjálfstæðisins" hafi verið ár blóðs og tára, er úthellt hafi verið ófyrirsynju, ár sundrung- ar og árangurslauss strits. TjgNDA þótt Indland njóti nú sjálfstæðis sem brezkt „samveldisland" eru úrslita- völd efnahags- og fjármálalifs í höndum brezkra auðfélaga og bandarísk auðfélög auka óðum ítök sin. Þessi aðstaða er óspart notuð til að sveigja stefnu Ind- landsstjórnar í innanlandsmál- um til afturhaldssemi. Banda- ríski sendiherrann, Henderson, lýsti yfir á blaðamannafundi í Delhi 22. des. sl„ að „hjálp" Bandaríkjanna til Indlands yrði í beinu samhengi við þá stjórn- arskrá og efnahagsmálastefnu sem landið kysi sér. I utanrík- ismálum dregst Indlandsstjórn meir og meir undir áhrifavald Bretlands og Bandarikjanna, og er unnið að .því að fá Indland til að vera áfram innan brezka samveldisins. Þær tilraunir hafa þó mætt öflugri mótspyrnu inn- an Kongressflokksins og utan. sleppur úr þessu, því meiri líkur séu til að þið áður en þeir færu gekk Melboum yfir að glugg verið ósátt á ný.“ anum þar sem Sir John var niðursokkinn í ó- „Þetta er ljótt að segja.“ brezka hrifníngu vegna útsýnisins. En Melbourn „Ljótt, en satt. Þú verður að lofa mér því að var ekki að njóta útsýnisins. Hann var að líta minnast aldrei á það að fyrrabragði.“ eftir París, og þakkaði sínum sæla að Fanney „Eg lofa því.“ yrði eftir eina eða tvær klukkustimdir komin á „Má ég treysta þér?* leið til Evropu og burt ur lífi hans að fullu og „Eg íofa því.“ öllu. Hún þyrði áreiðanlega ekki að koma aftur „Eg veit hve djöfulleg þú getur verið.1 Og hann hugsaði „Nú veit hún þó að öllu er lokið.“ Eftir stutta þögn sagði hún: „Þú hefur verið vægðarlaus við mig. Þú yarst vægðarlaus í sím- anum áðan.“ „Það er bezt þannig.“ Hann fann að hún var með eðlislægri snilld tilfinningaríkrar konu að komast frá því sem verið hafði erindi hans og að því sem alltaf hafði verið í hug þeirra beggja allan þennan fund. Kæmi hann sér ekki burt tafarlaust yrði hann fyrr en varði flæktur í langar stælur um sam- band þeirra. Hún kynni meira að segja að ánetja hann eins og forðum. Hún sleppti ekki takinu þó hann særði hana. Hún sleppti því ekki fyrr en hún fyndi annan karlmann eða kenndir hennar til hans dæju úr leiðindum. Þau máttu aldrei sjást framar. Hann leit á úrið eins og venjulega og hann gat sagt: „Jæja, ég verð að fara. Bon voyage. Ef þú þarft að tala við mig áður en skipið fer, verð ég á skrifstofunni til klukkan fimm. Eftir það verð ég heima.“ Það var komið fram á varir honum að á heim- leiðinni kæmi hann við hjá Savínu ásamt Ruby Wintringham, það var rétt að hann gat bitið það í sig. I fáti tók hann aftur í hönd henni og fann hana aftur læsast um hönd sína. Hún leit upp til hans og vissi að hana langaði til að kyssa hann til kveðju, en hann gerði það ekki. Hann snerist snöggt á hæli og gekk út úr herberginu og úr húsinu. 2. Frá klukkan þrjú til hálfsex sat hann hjá Sir John Elsmore í stofu fjörutíu og tvær hæðir ofar götum og með útsýni yfir alla New Yorkhöfn. Þeir voru með nokkrar skjalamöppur sem þeir litu í annað veifið og landabréf sem þeir lágu talsvert yfir. Þrír námusérfræðingar komu og fóru og vélritunarstúlkur komu og fóru. Loks er þeir höfðu metið þá örðugleika sem risið gátu vegna öngþveitisins í Kína annars vegar og öng- þveitisins í Rússlandi hins vegar var ákveðið að gera kaup sem einhvern tíma gátu orsakað stríð. Þegar því var lokið, færði ungfrú Einstein þeim Melbourn og Sir John frakka og hatta, en Bogmennirnir tJnglingasaga um Hróa hött og íélaga hans — eftir — GEOFREY TREASE — Því fór betur, að hlýtt var í veðri, og vor fór í hönd, annars hefði Hrói ekki komizt lífs af úr þessu ferðalagi um hið eyðilega hálendi, þar sem skammdegissnjórinn lá enn í öllum dalverpum. Ólíkt var þetta skóglendi, Gnípu- skógurinn, hinum vingjarnlegu skóg- arbreiðum Sherwood. Hér uxu trén einungis í dölum og dalverpum. Hærra uppi, einmitt þar, sem útlagarnir urðu að leggja leið sína, virtist trauðla vera nokkurt afdrep fyrir næðingnum. Oft áttu þeir ekki á öðrum vatnsbólum völ en fúlum og gruggugum mýrar- pollum, og eldsneyti fundu þeir ekk- ert. Þeir komu til Heiðarbæjar, sem var afskekkt fjallaþorp, og kirkjan stóð þar, sem hæst bar á. „Hér er ég fæddur“, sagði Litli-Jón með viðkvæmni. „Og gjarnan vildi ég grafinn verða í þessum litla kirkju- garði, þegar þar að kemur.“ Ekki áræddu þeir að fara inn í þorp- ið. En Jón og Gurt læddust þangað, er skyggja tók, og komu aftur með marga hænu, fáein kálhöfuð og nokkra dökkd brauðhleifa úr grófu haframjöli. Þetta var enginn veizlu- kostur, en þorpsbúarnir, sem sjálfir voru fátækir, gáfu það bezta, sem þeir gátu í té látið. r jj^ FLOKKSÞINGINU í des- ember var öll mótspyrna gegn afturhaldsstefnu Kongress leiðtoganna barin niður. Sú af- staða hlýtur að leiða til nýrrar flokkaskiptingar eftir eðlilegum línum. Á herðar indverskrar al- þýðu og hinna ofsóttu samtaka hennar hlýtur að falla það hlut verk að halda áfram hinni raun verulegu sjálfstæðisbaráttu, áttu um frelsi .lýðréttindi og velmegun hinna þrautpíndu milljóna Indlands. DAVIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.