Þjóðviljinn - 18.03.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.03.1949, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. marz 1949 ÞJÓÐVILJINN 5 Jóhann Þorkell fellur á sjálfs sín bragði Eins og Þjóðviljinn heíur skýrt frá heyktist Jó- hann Þorkell Jósefsson á meiðyrðamálshöfðun sinni gegn Þjóðviljanum — en sá síðan að sér af ein- hverjum ástæðum og boðaði að hann myndi stefna á nýjan leik! Kenndi hann lögfræðingi sínum um allt saman, sagði að hann hefði gleymt málinu og væri það mjög „bagalegt'M! Vonandi tekst betur til með næstu stefnu, því þetta er mál sem öll þjóðin mun fylgjast með af athygli. Eins og áður er sagt lagði lögfræðingur Þjóðviljans fram kröfu um að sakadómari legði fram í réttinum öll gögn um saka- mál fyrirtækja Jóhanns Þorkels, og fer bréf hans hér á eftir: „Útaf meiðyrðamáli, sem f,iármálaráðherra Jóhann Þ. Jósefsson hefur höfðað á liendur ábyrgðarmanni Þjóðvilj- ans Sigurði Guðmundssyni, ritstjóra vegna ummæla í blað- inu snertandi brot firmanna „Verzlunin Brynja“ og „S. Árnason & Co.“ gegn lagafyrirmælum um gjaldeyris- meðferð, innflutning og um verðlag, Ieyfi ég mér hér með að óska eftir því við yður hr. sakadómari, að þér látið mér í té akt af rannsóknum yðar í þessum málum til notkunar í fyrmefndu meiðyrðamáli. Nánar tiltekið eru málin þessi: 1. Faktúrufölsun og ólöglegur vöru-innflutningur firm- ans VERZLUNIN „BRYNJA“ með m.s. Braga er liann kom frá Ameríku á árinu 1944. 2. Ólögleg ráðstöfun á gjaldeyri og faktúrufölsun firm- ans „S. Árnason & Co.“, sem upplýstist með tveim bréfum er Viðskiptaráði bárust í hendur í janúar 1947. Ég leyfi mér að vænta þess að þér látið mér þessi gögn í té við fyrstu hentugleika. Virðingarf yllst“. Málaflutningsskrifstofa Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar Nú gefsf einsfœtt tœkifœri ti! að rifja upp hin alvarlegu lögbrot fyrirfœkja hans fyrir dómstólunum — einhver athyglisverðustu sakamól síðustu óra Hér fer á eftir aðilaskýrsla stefnds: Hr. Jóhann. Þorkell Jósefs- son, fjármálaráðherra hefur stefnt mér fyrir hönd Þjóðviij- ans vegna ummæla í forustu- grein blaðsins 1. febr. 1949, en þau ummæli telur hann meið andi fyrir sig og krefst þess að þau verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin eru á þessa leið: „fa.któC(ufalsarinn, „Eins og áíkunnugt er .voru málavextir þeir að skjallegar sannanir fundust fyrir því að Jóhann Þorkell Jósefsson hafði látið eitt fyrirtæki sitt stela undan erlendum gjaldeyri kerf- isbundið og leggja inn á er- lendan banka án vitundar is- lenzkra stjómarvalda“........ „En aðeins örfáum dögum eft- ir að faktúra Jóhanns Þorkels fannst“...... Það hneykslis- mál má draga saman í eina setningu handa Tímanum á þessa leið: „Faktúran fannst í tunnunni og gleðikonan lagð- ist með faktúrufalsaranum“. . „Svo dýru verði kaupir gleði- konan samneytið við faktúru- falsarann". Samneytið við gleði- konuna (Framsókn) getur varla talizt meið- andi fyrir ráðherrann! Það skal strax tekið fram að það er líking, mynd, þegar talað er um samneyti faktúru- falsarans og gleðikonunnar, eins og fjármálaráðherra hef- ur eflaust skilið. Gleðikonan er notað sem nafn um Framsókn- arflokkinn til að lýsa vissum eiginleikum þess flokks, og get ur það varla talist meiðandi fyrir fjármálaráðherrann að sagt er að hann hafi tekið upp samneyti við flokk þennan, en það er að sjálfsögðu réttarins að meta hvort svo getur talizt, Þegar þessi líking er undanskilin, eru það orðið, „faktúrufalsarinn" og ummælin um gjaldeyrisþjófnaðinn sem fjármálaráðherrann telur meið- andi fyrir sig, og skal nú vik- ið nokkuð að þeim. Fyrirtæki Jóhanns I’or- kels sektað fyrir verð- lagsbrot og óleyfilegan innflutning Tilefni þessara ummæla eru tvö alkunn lögbrot sem fyrir- tækin S. Árnason & Co. og Brynja hafa lent í, en Jóhann Þorkell Jósefsson fjármálaráð- herra er einn stærsti eigandi þeirra beggja. Fyrra málið er frá 1944. 1 því hefur ekki fall- ið dómur, heldur var gerð rétt- arsætt milli fyrirtækisins og Finns Jónssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs. Frá því var sagt í til- kynningu Viðskiptaráðs 20. apríl 1945, og er sættin þannig að fyrirtækin voru sektuð um 10.000.00 kr. vegna verðlags- brots og óleyfilegs innflutn- ings og þeim gert að endur- greiða ólöglegan hagnað að upp1 hæð kr. 30.000.00. Af einhverjum ástæðum hef- ur réttarskjölum í máli þessu verið haldið leynilegum, þannig að ekki er hægt að vitna í þau. Engu að síður var mál þetta gert mjög að umtalsefni í blöð unum eftir réttarsættina, og voru ummæli þeirra um stað- reyndir málsins ekki hrakin. Skal hér vitnað í „Skutul“, blað Alþýðuflokksins á ísafirði, kjör dæmi Finns Jónssonár þáver- andi dómsmálsráðherra, sem gerði réttarsættina. Ritstjóri Skutuls var þá Hannibal Valdi marsson núverandi alþingis- maður. í . ritst jómargrein í Skutli 21. júní 1945 er frá því skýrt að bæði sakadómari og formaður Viðskiptaráðs hafi neitað að gefa ritstjóra blaðs- ins upplýsingar um mál fyrir- tækjanna S. Árnason & Co. og Brynju. Engu að síður rekur ritstjórinn málsatvik mjög ná- kvæmlega og segjist honum svo frá m. a. „Fyrir um það bil ári síð- an komst það upp að allmikið af bollapörum og annari leir- vöru frá ofangreindum fyrir- tækjum hafði verið selt með hærri álagningu en heimilt var samkvæmt verðlagsákvæðum. Hafði fyrirtækið ekki sent vöru reikninga til verðlagsstjó'ra eins og skylt er, en þegár þei’rra er krafist var komið með allskon ar skýringar til að réttlæta verknaðinn, svo sem að vöntun hefði komið fram í vörusend- ingunni, þvert ofan í opinber vottorð frá amerískum yfirvöld um.... Inn i réttarsættina var svo flækt öðru óskyldu máli, sem að öllu samanlögðu er margfalt alvarlegra, en hitt og sýnir ennþá betur það hyl- dýpi spillingar, sem ríkjandi er í verzlunarmálunum. — r'* Upphaf þessa máls er það, að frá Ameríku kemur vélskipið „Bragi“ með vörusendingu til framangreindra fyrirtækja. Fyr ir þessum vörum voru engin innflutningsleyfi, enda sumpart um að ræða algera bannvöru, sem alls ekki hefur komið til mála ác5 leyfa innflutning á frá Ameríku, vegna skipaskorts ins. 1 þessari vörusendingu voru m. a. leikföng, pelsar og ýms- ar tízku- og tildursvörur. Fyrirtækið hefði gefið upp að vörur þær, sem það hafði flutt inn í algeru leyfisleysi og inn- flutningsleyfi vantaði fyrir, hefðu kostað ca. 13 þús. doll- ara. Einnig þetta mál er kært til sakadómara af formanni við skiptaráðs, en af einhverjum á- stæðum var það mjög lítið rann sakað og því að síðustu sleg- ið saman við fyrrgreint verð-j lagsbrot sömu manna og með réttarsættinni ákveðin samtals 10 þús. kr. sekt fyrir bæði málin. — Viðskiptaráð skyldi ráðstafa hinni innfluttu bann- vöru. Þegar að því kom að Við- skiptaráð skyldi ráðstafa vör- unni, kom það allt í einu í ljós, eftir að hún er búin að vera í vörzlu tollyfirvaldanna í marga mánuði, að andvirði %'örunnar, sem flutt hafði ver- ið inn. í algeru heimildarleysi, er ekki 13 þús. dollara heldur 43 þús. dollarar, eða ca, 280 þús. kr. íslenzkar að innkaups- verði. Geta menn gizkað á hvert útsöluverð slíkrar vöru- sendingar í heild hefði orðið að viðbættum tollum og allri á lagningu. — Er nú heimilt að spyrja? Nær nú réttarsættin góða einnig til þessarar viðbót ar?. .. . Og hvaða afstöðu hafa stjórnarvöldin. tekið til þessa atriðis 1.... Faktúran finnst í tunnunni Þegar tollayfirvöldin voru að athuga vörur þessar kom það í ljós, að í umbúðunum voru ekki einungir spil, leikföng, sam kvæmistöskur og ráptuðrur, heldur einnig álitlegur skjala- búnki. Við nánari athugun á honum kom i ljós, að þar voru ekki aðeins „faktúrur“ til hins íslenzka fyrirtækis, heldur höfðu einnig slæðst þar, með nokkrir reikningar frá amer- ískum verzlunarfyrirtækjum til þess fyrirtækis, sem seldi vör- umar hingað. — Sýndu þessir reikningar, að það fyrirtæki sem mun heitá „Northem Ex- port Co.“, hafði leyft sér að leggja á vönrna allt upp í 100 prósent af innkaupsverði þess. Þetta fyrirtæki mun vera skrá- . sett sem amerískt fyrirtæki, en aðaleigendur munu vera Is- lendingar, sem dvelja eða eru búsettir í Ameríku. Hefur leik- ið grunur á því, að ýmis ís- lenzk heildsölufyrirtæki hefðu sambönd við, eða hefðu bein- línis komið sér upp slíkum lepp fyrirtækjum, til þess að leggja á vöruna í Ameríku og senda heim með henni reikning, er sýnir hærra verð en hið raun- verulega innkaupsverð, þar sem Viðskiptaráð hefur neita? að taka gilda. reikninga frá ís- lenzkum umboðsmönnum í Am- eriku. I þessu sérstaka dæmi eru að verki menn er leggja allt að 100% á vömmar fyrir sams- konar ómak og hinir íslenzku umboðsmenn hafa“. Eftir blaðaskrifum að dæma. eru þessi atriði í lýsingu Skut- uls fyllilega í samræmi við stað reyhdir, eða hafa a. m. k. ekki verið hraktir enn opinberlega. Réttarhöldum lauk þeg- ar Jóhann Þorkell varð ráðherra Seinna málið kom fyrir í árs- byrjun 1947. Málsskjöl þess hafa heldur ekki verið gerð op inber af einhverjum ástæðum, og verður hér því enn að styðj ast við blaðafrásagnir, og skaf Tíminn, blað núverandi mennta. málaráðherra og atvinnumála- ráðherra, riú kvaddur til frá- sagnar: Tíminn segir frá því 1. febr. 1947 að fyrirtækið S. Áraason & Co. hafi í ógáti sent við- skiptaráði bréf frá brezkum fyr irtækjum þar sem frá því var skýrt að þessi „fyrirtæki hafi samkvæmt ósk S. Árnason & Co. bætt svokölluðum umboðs- launum þess við útflutningsverð- vörusendinga til þess, en lagt- upphæðina inn á reikning fyrir tækisins í Hambrosbanka“. Með; þessu móti hafi fyrirtækið sem sé stolið undan erlendum gjald eyri, gefið upp falsað vöruverð erlendis og þannig fengið hærri álagningu innanlands. Herm- ir blaðið síðan frá því að þessi gögn hafi verið afhent saka- dómara, síðan hafi verið fram- kvæmd húsrannsókn og tekin öll bréf og bækur fyrirtækis- ins frá næstu tveim árum að undan. Þá hófust réttarhölct 31. jan. 1947. — En tæpri vikir síðar var hr. Jóhann Þorkelf Jósefsson orðinn fjármálaráð- herra og frekari örlög málsins eru ekki kunn. Málsatriði þessarar frásagn- ar hafa ekki heldur verið hrak in opinberlega og verður því að telja þau rétt þar til ann- að sannast. Hafði ekkert að athugu við lögbrotin! Það eru þessi tvö mál seffi átt er við með ummælum Þjóð- viljans 1. febr. 1949, og tel ég að þar hafi raunar verið mjög vægilega að orði komizt í sam. jöfnuði við staðreyndimar sjálf ar og aðeins drepið á lítið brot af þessum mikilvægu sakamál- •um, sem vakið hafa alþjóðarat- hygli. Ummælunum er stefnt til hr. Jóhanns Þorkels Jósefs- sonar, þar sem hann er eins og áður segir einn aðaleigandi þessara fyrirtækja. Meðan ann að er ósannað verður ekki trú- að að jafn glöggur og áhuga- samur fjármálamaður og hr. Framhalc L S. sióu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.