Þjóðviljinn - 18.03.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.03.1949, Blaðsíða 4
4 Þ J ó Ð V IL JIN N • . , Föstudagur ■ 13. mar? . 1949 Þióðviliinn Utgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn Ritstjórar: Magnúa Kjartansson. SigurSur Guðmundsson (áb>. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. BlaSam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiSja. Skólavörðu- ■tig 19 — Síml 7600 (þrját línu r) Askrli' arverö: kr. 12.00 á mánuðl. — LausasCluverð 60 aur. eint. Prentsmlðja Þjóðviijans h. f. Bóalaiistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár linur) Leppsijórnin ber ábyrgðina og verður sótt til saka 1 fimm vikur hefur verkbann útgerðarauðvaldsins nu staðið, togararnir liggja allir bundnir við landfestar hér- lendis, en á beztu miðum Islands draga aðeins erlendir menn fisk úr sjó um hávertíðina. Landsbankinn er þegar farinn að skrá áhrifin af þessu glæpsamlega athæfi auð- stéttarinnar, inneignir Islendinga erlendis lækkuðu í febrú- ar um tæpar 10 milljónir, og voru aðeins 17,6 milljónir í lok febrúar. 1 lok marz verða þær fyrirsjáanlega að engu orðnar, þrátt fyrir síminnkandi innflutning. Og jafnvel þótt togaradeilan leystist í dag, kæmu togaramir ekki afla sínum út á erlendan markað fyrr en eftir tæpan mánuð! En þvi miður eru engar horfur á að togaradeiian leys- ist, hvorki í dag né á morgun. Útgerðarauðvaldið heldur fast við það áform sitt að kreppa að kjörum háseta, og sáttanefnd rikisstjórnarinnar kemur auðvitað fram sem tól togaraeigenda í árás þeirra á sjómannastéttina og þjóðina I heild. Það sýnir hin svonefnda ,,sáttatillaga“ bezt. Þegar í slíkt óefni er komið, ér nauðsynlegt að rif ja upp ástæðuna fyrir þessari giæpsamlegu stöðvun. Hún var ein og aðeins ein. Útgerðarauðyaldið sagði upp samningum um áhættuþóknunina, og krafðist þess að hún yrði felld niður með öllu og kaup háseta þannig lækkað um allt áð því þriðjung. Þessi ósvifna árás er eina tiiefni þess að tog- ararnir hafa nú verið starfslausir í fimm vikur, að hálfri átjándu milljón í erlendum gjaldeyri hefur verið kastað á glæ og að keppinautar Islendinga búa nú einir að miðun- um — og leggja undir sig markaðina erlendis. ★ En milljónaraklíkan hefði aldrei treyst sér út í þessa árás, og henni hefði verið hrundið tafarlaust, ef heiðar- leg ríkisstjóm hefði verið í landinu, en ekki lítilsigldir leppar innlendra og erlendra auðmanna. Sú fámenna klíka sem nú hefur stöðvað lífsbjargartæki þjóðarinnar „á“ aðeins imx þriðjung af andvirði togaranna, tveir þriðju eru fengnir með opinbenim lánum með mjög hagstæðimi kjörum — og sá hluti sem útgerðarmennimir „eiga“ er að sjálfsögðu ránsfengur frá vinnandi stéttum þessa lands. En þótt reiknað sé aðeins með venjulegum, kapítalistískum , eignarrétti“, er það þjóðarheildin sem á mikinn meiri- hluta í togurunum, og fulltrúum hennar á Alþingi og í ríkisstjórn bar að hegða sér i samræmi við það og koma í veg fyrir þá ábyrgðarlausu stöðvun sem nú hefur staðið í fimm vikur. En það er nú eitthvað annað en svo 'hafi verið. I fimm vikur hefur ríkisstjómin lagt blessun sína yfir verk- bann útgerðarauðvaldsins, og þegar allt var komið í óefni gerði hún sér lítið fyrir og strauik til Bandaríkjanna hálf, til að flýja gerðir sínar, til að þiggja mútur og til að svipta þjóðina landi og frelsi, en fá í staðinn bandaríska vemd til áframhaldandi afbrota og árása á lífskjör íslenzkrar al- þýðu. öll reiði íslenzku þjóðarinnar til þessarar aumu lepp- stjómar, þarf nú að sameinast í einn farveg, í volduga og ómótstiæðilega mótmælaöldu, sem skolar leppstjórninni úr sessi, þannig að hér geti áfram búið frjáls þjóð í frjálsu Jandi við atvinnuöryggi og mannsæmandi lífskjör. < G-dúr nr. 19 eftir Haydn. 21.15 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri). 21.30 Islenzk tón- list; Píanósónata nr. 2 eftir Hall- grím Helgason (plötur). 21.45 Fjárhagsþáttur (Birgir Kjaran hagfræðingur). 22.05 Passíusálm- ar. 22.15 Útvarp frá Hótel Borg: Þegar stofn týnist. S. M. skrifar: — „Kæri Bæj- arpóstur! — Nokkrar línur um blessuð skömmtunaryfirvöldin okkar. Það kom sem sé fyrir mig, eða konuna mína að við týndum stofni, matvælastofni. Það er bagalegt að týna stofni af skömmtunarseðli. Það feng- um við líka að reyna. Eg fór á skömmtunarskrifstofuna og sagði mínar farir ekki sléttar. Eg hefði tapað stofni. „Nú. einmitt," svarar sá sem varð fyrir svörum á skrifstofunni. „Við erum búin að leita alls- staðar hjónin. Við getum hvergi fundið hann,“ sagði ég afsak- andi. „Útfyllið þér þetta, svar- ar þá maðurinn valdsmanntega. ,Það er drengskaparyfirlýsing, Það dettur miði í götuna. Það er stofn af skömmtunarseðli. Þú tekur ekki eftir því. Þú verður að fara margar ferðir til að fá nýjan. Þú gefur margar yfir- lýsingar. Er þetta nú ekki alveg nóg? Gætu þessir herrar á skömmt unarskrifstofunni ekki sleppt, sér að skaðlausu, svívirðingun um og svartalista-hótununum. Eg hef nú fengið minn dóm hjá skömmtunarskrifstofunni, og verið settur á svartan lista. En von mín er sú að ísl. þjóð- in eigi eftir að setja allt skömmtunarvafstrið hans Elís- ar á svartan lista, en líti samt með meiri samúð á afbrot hans, en hann, þegar ég týndi stofn- inum. — S. M.“ Hljómsveit Carls Billich leikur létt lög. 23.00 Dagskrárlok. ÚtvarpstíSindi CD / \ 3. tölublað þ. á. I / eru komin út. X blaðinu er þetta IWy-I A m. a.: Frétta- sendingum fjölg Útvarpsfyr- irlestur Helga Hjörvars um störf útvarpsráðs. Kynning dagskrár, Hættulegur útvarpsieikur, Milli . fjalls og fjöru. — Gerpir, 2. tbl. þ. á. er komið út. Efni: Ivar Ingimundar- son, kvæði eftir Benedikt Gísla- son frá Hofteigi; Rafmagnsmálin; Um strönd og dal; Á heimsenda köldum .smásaga; o. fl. Hjónaefni. Nýiega opinberuðu trúiof- un sína ungfrú Þórunn Matthías- dóttir frá Akureyri og Pétur Valdi- marsson Holtsgötu 39. um að þér hafið glatað stofn- inum. Komið þér eftir 10 daga.“ ★ Eftir 10 daga. „Eg hélt svo heim af skrif- stofunni og sagði konunni það mundi rætast úr þessu. Við fengjum stofn eftir 10 daga. — Á tilsettum tima kom ég svo aftur í fyrrgreinda skrifstofu. Aðspurður hvert erindið væri, sagðist ég vera að vitja stofns í stað annars er ég hefði glatað. „Voruð þér búnir að skrifa yfir lýsingu." — „Já, fyrir 10 dög- um.“ „Viljið þér híða augna- blik. Þér eigið að tala við mann inn hérna fyrir innan. Hann er upptekinn í augnablikinu.“ Eg bei ðsvo langt augnablik. Síðan var mér vísað gegnum skrif- stofuna og inn í herbergi inn af henni. Þar sat sá sem valdið hafði og nú hófust spuming- amar. ■ * ★ lsfisksalan. 11. þ. m. seldi Sverrir 1493 kits fyrir 4619 pund í Fleetwood. 12. þ. m. seldi Birkir 1113 vættir fyrir 3174 pund í Ab- erdeen. 12. þ. m. seldi Ingvar Guð- jónsson 2727 vættir fyrir 7760 pund í Fleetwood. 16. þ. m. seldi Hólma- borg 1399 vættir fyrir 3699 pund í Aberdeen. 10. þ. m. seldi Ásúlf- ur 1277 vættir fyrir 3685 pund í Fleetwood. E I M S K I F ; Brúarfoss. var væntanlegur til Hamborgar i gærmorgun, 17. marz frá Vestmannaeyjum. Dettifoss kom til Reykjavíkur í fyrradag, 16. marz frá Rotterdam. Fjallfoss fór væntanlega frá Leith um há- degi í gær, 17. marz. til Kaup- mannahafnar. Goðafoss fór fram- hjá Cape Race 14. marz á leið frá Reykjavík til New York. Lagar- foss er í Frederikshavn. Reykja- Afmælisgjafir og áheit tll S.I.B.S. Starfsfólk kcxverksmiðjunnar Esju kr. 730.00. .Starfsfólk blikk- smiðjunnar Gréttir kr. 290.00. Gjöf frá N. N. 1000.00. Gjöf frá gömlum Kópavogssjúklingi 60.00. Safnað af Sveini Bergsveinssyni 110.00. Safnað af Guðríði Jónsdóttur 200.- 00. Safnað af Guðnýju Pálsdóttur 100.00. Frá Mjófirðingum, Mjóa- firði 1210. Frá John Antonsson, Wakerfield, Mass. U. S. A. 1000.00. Frá starfsmönnum Flugfélags Is- lands 1225.00. Frá starfsfólki Vig- fúsar Guðbrandssonar 500.00. Frá starfsfólki Hárgreiðslustofunnar í Aðalstræti 6. 100.00. Frá starfsfólki Öskju 250.00. Frá starfsfólki verzl. Dyngju 200.00. Frá starfsfólki K. Einarsson & Björnsson 200.00. Frá Bárðdælingum, safnað af Jóni Vigfússyni Úlfsbæ 2825.00. Frá gömlum sjúkling 30.00. Frá N. N. 100.00. Frá Sigriði Sveinsdóttur 50.00. Frá M. J. 50.00. Frá N. N. 50.00. Frá Stjörnu G. F. 247.50. Frá N. N. 100.00. 'Miklir öðlingar eru þessir útgerð- armenn. Nú segj- apt þeir hafa verið í verkbaimi í fimm vikur til þess eins að neyða upp á háseta 2000 kr. hækkun á árslaunum þeirra. „Kemur yður ekki við.“ „Hvað var það ?“ spurði hann. „Eg glataði stofni.“ „Nú eruð þér einn af þeim,“ sagði hann. „Þér eruð sannfærðir um að hann er ekki í fórum yðar?“ „Já, við höfum leitað hjónin, við finnum hann hvergi.“ — Þér verðið að undirrita dreng- skaparyfirlýsingu." — „Eg er búinn að því,“ svara ég. „Nýja yfirlýsingu“ svarar maðurinn. — „Þurfið þið tvær?“ „Það kemur yður ekki við. Þér fáið ekki stofn, nema skrifa undir þessa líka,“ svarar maðurinn. „Svo gerið þér yður ljóst að þér lendið á svörtum lista. Við höfum svartan lista yfir fólk eins og yður.“ ★ Bömin þurfa að borða. Mér hljóp snöggvast kapp í kinn. Mig langaði mest til að fleygja yfirlýsingunni óundir- skrifaðri í hann og strunsa út. En ég hætti við það. Bömin mín þurfa að borða. Eg þagði því, en ég var reiður og ég roðna enn, ef mér dettur þessi fauti í hug. Þú tekur blað- sn*pla upp úr vasa þínum. foss fór frá Húsavík i fyrradag, 16. marz til Leith og .Nörðurlanda. Selfoss fór frá Frederikshavn 15. marz.til Reykjavikur. Tröllafoss fór frá New York 14. marz til Reykjavíkur. Vatnajökull fór gegnum Pentiandsfjörð 15. marz á leið frá Antwerpen til Reykja- víkur. Katla er í Reýkjavík. Horsa fór frá Þórshöfn í fyrra- dag 16. marz til Hamborgar. Einarsson & Zoega: Foldin ér á Isafirði. Linge- stroom er í Hamborg. Spaare- stroom fermir i Amsterdam 22. þ. m. og i Antwerpen 23. þ. m. Reykjanes fór frá Trapani 8. þ. m. áleiðis til lslands. RÍKISSKIP: Esja átti að fara frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöld vestur um land í hringferð. Hekla er væntanleg til Reykjpvikur um hádegi i dag. Herðubreið er væntanleg til Reykjavíkur um hádegi í dag. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í kvöld til Snæfellsness- og Breiða- fjarðarhafna. Þyrill var á Dalvík síðdegis í gær, Súðin fór frá Gí- braltar siðdegis á miðvikudag á leið til Xslands. M. s. Oddur er á Austfjörðum. 18.30 Islenzku- [ Vv kennzla, — 19.00 Þýzkukennsla. 19.- ' 25 Þingfréttir. 20.20 Skíðaþáttur. 20.30 Útvarpssagán: „Undan krossinum" eftir Einar Benediktsson; II. (dr. Steingrím- ur J. Þorsteinsson). 21.00 Strok- kvartett útvarpsins: Kvartett í S.V.I afhenti frú Margréti Th. Rasmus 12. þ. m. 10.000 .ltr. gjöf til barnauppcldissjóðs Thorvaid- sensfélagsins. Kœrar þakkir. Sjóð- stjórnin. Málverkasýning Gunnars Magn- ússonar i sýningarsal Ásmundar Sveinssonar .Freyjugötu 41, er op- in daglega kl. 2—10. Leikfciag Hafnarfjarðar sýnir „Gasljós" kl. 8.30 í kvöld. Ungbarnavernd Líknar. Templ- arasundi 3, er lokað fyrst um sinn vegna inflúenzufaraldurs. Gullfaxi kom í fyrrakvöld frá || Kaupmannahöfn og Prestvík. Geys- ir og Hekla eru í Rvík. Ekkert flog- ið innanlands í gær vegna veðurs. Hallgrímskirkja. Kvöldbænir og Passíusálmasöngur kl. 8 í kvöld. Næturakstur 5 nótt annast Hreyfill. — Sími 6633. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. — Sími 1330. Kaupendur Eyjablaðsins í Reykja- vik eru beðnir að vitja blaðsina eftirleiðis í afgreiðslu Þjóðviljans. Veðurútlit í dag: Allhvass eða hvass suðaustan og rigning síðdegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.